Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 VALDARANIÐ I KREML - Viðbrögð í Austur-Evrópu Eystrasaltsríkin; Sjónvarps- og útvarps- stöðvar hemumdar Stokkhólmi, Moskvu, Kaupmannahöfn. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Eystrasaltsríkjanna fordæmdu í gær valdarán neyðar- nefndarinnar í Sovétríkjunum. Sovéskar hersveitir héldu innreið sína í höfuðborgir Eystrasaltsríkjanna þriggja, lokuðu fyrir samgöngur úr lofti og frá sjó og hernumu sjónvarp- og útvarpsstöðvar. Svo virðist sem Fjodor Kúsmín, yfirmaður sovéska heraflans í Eystrasaltsríkjun- um, sé formaður sérstakrar neyðarnefndar sem fer með öll völd í Eystrasaltsríkjunum. Að sögn Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lett- lands, hótaði Kúsmín forseta Lettlands handtöku ef hann færi ekki eftir tilskipunum hinna nýju yfirvalda í Sovétríkjunum. Forseti Eist- lands neitaði að fara að tilmælum Kúsmíns. Vitautas Landsbergis, forseti Lit- háen, bað Sameinuðu þjóðirnar og önnur ríki heims um að „láta harm- leikina í Búdapest og Prag ekki end- urtaka sig“. Hann sagði við frétta- menn að almenningur í Litháen myndi bregðast við hernáminu með „friðsamlegri mótspyrnu". Að sögn Jurkans skýrði Kúsmín Anatólís Gorbúnovs, forseta Lett- lands, frá því að nýir valdhafar sætu við stjómvölinn í Kreml og hótaði að taka hann höndum ef hann sýndi ekki samvinnulipurð. Óstaðfestar fregnir herma að Kúsmín hafi sett forsetum Eistlands og Litháens svip- aða kosti. Eistlenska fréttastofan ETA skýrði í gær frá því að Kúsmín hefði skipað forseta landsins, Arnold Ruut- el, að leysa upp alla hemaðastarf- semi í Eistlandi og banna mótmæli. Ruutel neitaði þessu. „Ég mun setja höfuð mitt á höggstokkinn ef þörf krefur, því við getum ekki gefið eft- ir. Við verðum að mótmæla harðlega svo að heimurinn sjái afstöðu okkar, en ekki á þann hátt að lífi þjóðarinn- ar stafi hætta af,“ hafði fréttastofan eftir honum. Morgunblaðið náði sambandi við Ramunas Bogdanas, ráðgjafa Lands- bergis, í gær og spurði hann hvernig staða mála væri í Litháen. „Hér í borginni og í lýðveldinu hefur herinn haft mikil umsvif í dag [í gær]. Sjónvarpsstöðin var hertekin og útsendingar hennar stöðvaðar. í þinginu er sérstök stjónvarpsstöð sem sendir einungis innan borgar- marka Vilníus. Fyrir skömmu her- námu vopnaðar sveitir símstöð lands- ins, en starfsemi hennar hefur ekki verið stöðvuð. Höfninni hefur verið iokað." — Hvaða áhrif telur þú að atburð- irnir hafi á sjálfstæðisbaráttu ykkar? „Ef nefndin sem nú fer með völd í Sovétríkjunum heldur þeim völdum mun það hafa áhrif um alla heims- byggðina. En í yfirlýsingu frá forset- anum [Gennadíj Janajev] segir að tilskipanir nefndarinnar gildi í öllum Sovétríkjunum." — Hver hafa viðbrögð manna í Litháen verið við valdatöku nefndar- innar? Styður fólkið Míkhaíl Gorb- atsjov? _„Hér er ekki um stuðning við eina ákveðna persónu að ræða, heldur við almenn grundvallaratriði. Ég held sjálfur að harðlínumönnum muni ekki takast að halda völdum.“ Reuter Sovéskir bryndrekar á ferð um Vilníus, höfuðborg Litháens, í gær. Herinn var sendur á vettvang til höfuðborga Eystrasaltsríkjanna í kjölfar valdaránsins. Viðbrög’ð ráðamanna Sovét- lýðveldanna mismunandi Nikósía^ Moskva, Búkarest. Reuter. VIÐBRÖGÐ leiðtoga lýðvelda innan Sovétríkjanna við valdatöku harðlínumanna voru ekki á einn veg. í Moldovu var hún fordæmd og núverandi stjórn Sovétríkjanna sögð ólögleg. í Úkraínu var hvatt til þess að fólk sýndi stillingu og forðaðist verkföll en í Azerbajdzhan var yfirtöku harðlinuafla fagnað og 1 Míkhaíls Gorbatsjovs, sem valdið undanförnum árum. í Moldovu fordæmdu ráðamenn valdatökuna og vísuðu til hennar sem valdaráns. „Yfirtaka harðlínumanna er valdarán og hin nýja stjórn Sov- étríkjanna er ólögleg," var haft eftir Ion Hadirca þingforseta á moldovíska þinginu, í útvarpi í gær. „Við fordæmum valdaránið og mun- um ekki láta það hafa áhrif á stjórn iin sögð eðlileg afleiðmg af stefnu hefði glundroða í Sovétríkjunum á lýðveldisins," sagði Hadirea. Leoníd Kravtsjúk, leiðtogi Úkr- aínu, bað fólk að sýna stillingu og hvatti það til að hefja ekki verkföll. „Ég bið ykkur að sýna kænsku, vera róleg og forðast aðgerðir sem valdið gætu óstöðugleika," sagði Kravtsjúk í sjónvarpi í gær. Forseti Sovétlýðveldisins Az- erbajdzhan, Ajaz Mútalíbov, sagðist fagna brottvikningu Gorbatsjovs. Mútalíbov, sem þessa dagana er í heimsókn í íran, sagði í samtali við írönsku fréttastofuna IRNA að yfir- taka harðlínumanna væri „eðlileg afleiðing þeirrar stefnu sem valdið hefur glundroða í Sovétríkjunum á undanförnum árum.“ „Við fögnum þessari þróun,“ sagði Mútalíbov og bætti við að hún myndi hvorki hafa áhrif á utanríkisstefnu Sovétríkjanna né hafa neikvæð áhrif í Azerbajdz- han. Sendiherra Islands á blaðamannafundi Jeltsíns: Forseti Rússa kveður skyldu sína að veijast BORÍS Jeltsín, forseti rússneska sambandslýðveldisins, boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem hann gaf út yfirlýsingu um valdaránið í Kreml og skoraði á Rússa að leggja niður vinnu í mótmælaskyni. Meðal viðstaddra voru sendiherrar ýmissa erlendra ríkja, þar á meðaJ Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu. í viðtali Morgunblaðsins við Ólaf kom fram að Jeltsín gæti ekki leng- ur náð sambandi við umheiminn og að í gærmorgun hefði verið reynt að meina honum aðgang að skrifstofu sinni. Ólafur fékk boð um að blaða- mannafundurinn yrði haldinn klukkan ellefu í gærmorgun að staðartíma. Á þeim fundi var valda- tökunni mótmælt og fólk hvatt til að leggja niður vinnu. Á öðrum fundi, sem haldinn var skömmu síðar var lesin yfirlýsing, sem und- irrituð var af Jeltsín, ívan Sílajev, forsætisráðherra Rússlands, einnig af starfandi forseta rússneska þingsins. Ólöglegt valdarán Þeir lýstu yfir því að valdaránið væri ólöglegt, allar ákvarðanir ný- skipaðrar stjórnamefndar væru ólöglegar, fólk ætti að leggja niður vinnu og hermenn að hunsa yfir- boðara sína. Ólafur sagði að á blaðamanna- fundinum hefði Jeltsín sagt að hann hygðist ekki ætla að leggja árar í bát: „Ég er kosinn af fólkinu og ætla ekki að bregðast skyldu minni," sagði Jeltsín. Hann skoraði á fólk að fara í verkfall og koma ekki til vinnu fyrr en árangur næðist gegn valdaræningjunum. Að sögn Ólafs meinuðu vopnaðir öryggisverðir Jeltsín aðgang að skrifstofu sinni þegar hann kom til vinnu í morgun og var honum ekki hlewt inn fyrr en eftir nokk- urt þóf. Olafur hafði jafnframt eft- ir Jeltsín að skorið hefði verið á símasamband hans við umheiminn. Jeltsín hefði náð tali af þingforset- um Úkraínu og Kazakhstan snemma í gærmorgun, en eftir það hefði honum hvorki tekist að hringja innanlands né utan. Jeltsín ræddi við Gorbatsjov Jeltsín greindi frá því að hann hefði rætt við Míkhaíl Gorbatsjov í síma þar sem hann var í sum- arfríi á Krímskaga á föstudag. Hefði Gorbatsjov þá verið við góða heilsu og ætlað að koma til Moskvu í gær til þess að ganga frá nýja sambandssáttmálanum. Gennadíj Janajev varaforseti, sem tekinn er við völdum, sagði á blaðamanna- fundi í gær að hin nýja neyðar- nefnd ríkisins hefði verið skipuð vegna heilsubrests Gorbatsjovs. Jeltsín lýsti yfir því síðdegis í gær að hann ætlaði að yfirtaka stjórn öryggislögreglunnar KGB og þess hluta sovéska hersins, sem staðsettur er í Rússlandi. Rússar hafa ekki yfir her að ráða. Að sögn Ólafs kom fram á fundinum að Rússland hefði aðeins lið 400 ör- yggisvarða undir vopnum. Þegar seinni blaðamannafundin- um lauk um klukkan hálf eitt sagði Jeltsín að um 50 skriðdrekar væru komnir inn í Moskvu. Að sögn Ól- afs ráðlagði hann mönnum að hverfa úr húsinu, þar sem blaða- mannafundurinn var haldinn. Sjálf- ur kvaðst Jeltsín ætla að vera þar áfram ásamt samsstarfsmönnum sínum. Ólafur sagði að kyrrlátt hefði verið í Moskvu fram eftir morgni í gær. „Útvarpsrás, sem sendir út fréttir á ensku, hætti fréttasend- ingum og aðeins var leikin klassísk tónlist til klukkan tíu þegar lýst var yfir því að Gorbatsjov hefði verið vikið frá,“ sagði Ólafur. „Þar var ástandinu í landinu lýst og sagt að grípa hefði þurft til að- gerða.“ Stefán L. Stefánsson, sendiráðs- ritari í Moskvu, sagði að allt annað yfirbragð væri á útsendingum Moskvuútvarpsins á ensku en verið hefði fyrir valdaránið. Nú væru aðeins fréttir á hálftíma fresti og þess á milli væri leikin tónlist. Fréttirnar væru mjög einhæfar. „Það er greint frá yfirlýsingum stjórnamefndarinnar, en ekkert sagt um það sem er að gerast á götum úti,“ sagði Stefán. „Það er meiri upplýsingar að hafa um at- burði utan Sovétríkjanna en inn- an.“ Stefán sagði þegar komið var undir kvöld í gær hefði verið um- Ólafur Egilsson, sendiiherra ís- lands í Moskvu. ferðaröngþveiti í borginni. Hann sagði að á yfirborðinu hefði virst sem allt væri með felldu þegar hann var á leið í sendiráðið, en hann býr annars staðar í Moskvu. Þó hefði hann séð skriðdreka í hlið- argötu. „Síðdegis var hins vegar nokkrum aðalgötum lokað," sagði Stefán, „og nú er umferðarteppa í borginni. Eg efast um að hægt væri að komast um götur borgar- innar á skriðdrekum." Stefán kvaðst hafa fregnað að um 150 bryndrekar hefðu verið á leið niður götuna Kalínín Prospekt í átt til Kremlar. Ólafur sagði að þegar skriðdrek- unum hefði verið ekið inn í borgina hefði fólk brugðist við með því að stökkva upp á þá og gera hróp að hermönnunum, sem stýrðu þeim. Að sögn Ólafs er ógerningur að segja til um framhald þessara mála. Hann vissi ekki til þess að komið hefði til átaka. Hins vegar gæti allt gerst. Neyðarnefndin hefði lýst yfir því klukkan tvö í gær að mönn- um bæri skylda til að hlýða, stjórn- völdum Sovétlýðvelda yrði vikið frá ef þau óhlýðnuðust fyrirskipunum, og verkföll væru bönnuð. Ólafur sagði að orðrómur hefði verið um að Gorbatsjov yrði bolað frá fyrir miðstjórnarfundinn í júlí. Þá leiddi sendiherrann getum að því að ákvörðun Jeltsíns um að banna veru sérstakra útsendara kommúnistaflokksins á vinnustöð- um í Rússlandi hefði veikt flokkinn og sennilega átt þátt í því að and- stæðingar Gorbatsjovs létu til skar- ar skríða í gær. Yfirlýsing Jeltsíns í yfirlýsingunni, sem ráðamenn sovétlýðveldisins Rússlands gáfu út í gær, sagði að valdaránið bryti í bága við stjómarskrána og væri ólöglegt. Hægrisinnaðir íhalds- menn hefðu rænt völdum og nú væri umbótum í Sovétríkjunum stefnt í hættu. Fyrri stjóm, undir forystu Gorbatsjovs, hefði ekki ver- ið lögleg, en hún hefði unnið að umbótum og stefnt í átt að auknu lýðræði með það að leiðarljósi að fólkið gæti sjálft ráðið örlögum sínum. Ráðamenn Rússlands sögðu í yfirlýsingunni að sambandssátt- málinn, sem undirrita átti í dag, hefði skotið andstæðingum umbóta skelk í bringu. Ótti þeirra við sátt- málann og fyrirhugaða valddreif- ingu frá kerfi miðstýringar til auk- inna yfirráða Sovétlýðveldanna í eigin málum hefði knúið þá til þess að láta til skarar skríða. í yfirlýsingunni kom fram að ekki væri hægt að sætta sig við valdbeitingu. Þetta valdarán myndi grafa undan trúnaðartrausti og orðstír Sovétríkjanna og gæti leitt til þess að þau einangruðust á al- þjóðavettvangi. Tækju því leiðtogar Rússlands sér rétt til þess að lýsa neyðamefndina ólöglega, sem og allar ákvarðanir hennar. Eins og áður segir skoraði Jeltsín á almenning að leggja niður vinnu. Jafnframt krafðist hann þess að fulltrúaþingið yrði kallað saman til aukafundar ög hvatti hermenn til að hlýða ekki skipunum yfirmanna sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.