Morgunblaðið - 20.08.1991, Side 17

Morgunblaðið - 20.08.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 17 Pólskur blaðamaður í samtali við Morgunblaðið: Ótti við að harðlínu- öfl nýti sér ástandið LECH Walesa, forseti Póllands hvatti í gær landa sína til stillingar og sagði að Pólverjar rayndu halda áfram að treysta lýðræðið og efla frjálsan markaðsbúskap en vildu halda góðum samskiptum við Sovétrík- in. „Ástandið þar hefur mikla þýðingu á þessu svæði. Það gæti haft áhrif á sambúð landanna. Við viljum að hún sé vinsamleg. Nú er megin- málið að Pólveijar sýni visku og gæti stillingar." í yfirlýsingunni var tekið fram að forsetinn væri „mjög áhyggjufuilur.“ Walesa ræddi við Wojciech Jaruz- elski, fyrrum hæstráðanda landsins, sem setti herlög þar fyrir tíu árum til að beija niður Samstöðu. Jaruz- elski hefur skorað á pólska leiðtoga að íáta ekki frá sér fara neitt það sem Sovétmenn gætu túlkað sem afskipti af innanríkisrmálum Sov- etríkjanna. John Danisewski, fréttamaður AP-fréttastofunnar í Varsjá, sagði í símtali við Morgunblaðið að Pólveijar væru ákaflega kvíðnir.„Sumir segj- ast óttast að harðlínumenn notfæri sér það sem er að gerast og nái völd- um í Póllandi,“ sagði hann. „Sjálfur tel ég ekki hættu á því en við getum ekki leitt hjá okkur að enn eru 45.000 sovéskir hermenn í landinu. Það hef- ur verið fylgst með því í dag hvort nokkuð óvanalegt væri að gerast þar en svo er ekki að sjá. Ég held að það sem gerist verði að sambúðin við nágrannann verði ijandsamlegri. Það gæti verið að reynt yrði að beita Pólveija efnahagslegri pressu og vit- anlega er fullt af kommúnistum hér þó þeir hafí haft hægt um sig. Þegar ég hef talað við fólk úti á götum í dag hafa margir líkt þessu við ástandið hér þann 13.desember 1981 þegar herlög voru sett í Póllandi. Ég trúi ekki að Pólveijar hverfi aftur til kommúnistastefnu, við látum ekki slá okkur út af laginu. Ríkisstjórnin er á neyðarfundi þessa stundina og menn fylgjast grannt með fréttum. Enn er of snemmt að spá. Menn eru kvíðnir. En sem stendur aðhöfumst við ekkert, bíðum og sjáum hveiju fram vindur." Reuter Berar hendur gegn skriðdrekum Reiðir Moskvubúar reyna að hindra ferðir skriðdrekafylkingar sem send hefur verið að húsakynnum rússneska þingsins eftir valdaránið. Kvíði í Póllandi og Tékkóslóvakíu; „Hugurinn hvarflar nú til 1968“ „VIÐ vitum lítið enn. Við bíðum. Sem betur Fer voru síðustu sovésku hermennirnir farnir svo ástandið er ekki eins erfitt og ella. Jú, auðvit- að eru allir hræddir og það sem gerðist hér í ágúst 1968 þegar sov- éski herinn gerði innrás er í hugum flestra nú. Ég held þó ekki að neitt gerist í skyndingu. Mér þykir [Borísj Jeltsín hafa sýnt kjark með því að mótmæla, með því hlýtur hann að stofna sér í mikla hættu,“ sagði Helena Kadeckova, lektor í norrænum fræðum í Prag, í símtali við Morgunblaðið í gær. Skömmu áður gaf Vaclav Havel forseti út yfirlýsingu til fréttamanna þar sem hann sagði að ekki virtist yfirvofandi hætta á að flóttamenn streymdu yfir landamærin til Tékkó- slóvakíu en Úkraína hefur 90 kíló- metra löng landamæri að Tékkó- slóvakíu. „Hjóli sögunnar verður ekki snúið aftur. Við erum sannfærðir um að lýðræðisþróunin í Sovétríkjunum verður ekki stöðvuð og að lýðræðis- öflin muhi halda velli,“ sagði hann. Hann sagði að það væri mikill léttir að engir sovéskir hermenn væru lengur í landinu, þeir síðustu fóru fyrir tveimur mánuðum. Helena sagði að mönnum þætti sem sagan endurtæki sig í Sovétríkj- unum, það hefði gerst fyrr að menn væru settir af þegar þeir færu í frí eða staðhæft hafi verið að þeir væru veikir. „Sjáifri féll mér margt vel sem Gorbatsjov var að gera en ég hygg að hann hafi ekki verið nógu sterk- ur. Það eru sjálfsagt ýmsir fyrrver- andi kommúnistar, sem eru auðvitað áfram kommúnistar, sem fagna þessu. Hér í Tékkóslóvakíu eru menn gætnir, segja lítið en inni í huga þeirra býr kvíði. Ég þykist viss um að við munum taka á móti ef svo færi að her yrði sendur inn í landið. Við viljum vernda fuilveldi okkar,“ sagði Helena Kadeckova. am ORUGGUR & AFLMIKILL í Chevrolet Corsica LT fersaman styrkur, öryggi og hagstœtt verð. Þessi rúmgóði fjögurra dyra lúxusvagn sameinar kosti fjölskyldubíls og sportbíls. Hann er aflmikill, innrétting vönduð og farþegarýmið er sérstaklega styrkt. 'Nýskráning, skráningarmerki og ryðvöm eru ekki innifalin í verðinu. MEÐ ÖRYGGISPÚÐA í STÝRINU Auk þess er Chevrolet Corsica LT útbúinn með öryggispúða í stýrinu, sem blœs út við högg og veitir bílstjóranum vernd. Hann er sjálfskiptur,' framhjóladrifinn, hljóðlátur og verðið er ótrúlega hag- stœtt fyrir alvöru amerískan fólksbíl. kr. 1.480.000 staðgr.* HÖFOABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300 SAMEINAÐA /SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.