Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 Efast um að nýju valdhaf- arnir haldi gerða samninga - segir Poul Schluter forsætisráðherra Dana Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, hvetur alla heims- byggðina til að fylgjast náið með hinni nýju sovésku ríkisstjórn. Jafnframt beinir hann þeim til- mælum til nýju stjórnarinnar að halda fast við þá þróun í lýðræðis- FORMENN stjórnmálaflokkanna gerðu í gær hlé á kosningabaráttu sinni þegar fréttist að Gorbatsjov, forseta Sovétrikjanna hefði verið steypt af stóli. Á blaðamanna- fundi, sem Ingvar Carlson forsæt- isráðherra hélt, harmaði hann at- burðina, sem hann sagði mikið áfall fyrir lýðræðisþróun í Austur- Evrópu. Fundur utanríkisráðherra Norð- urlandanna, sem áætlaður var i dag, þriðjudag, og á morgun, mið- vikudag, verður haldinn þrátt fyrir ástandið í Sovétríkjunum. Sænska utanríkismálanefndin kemur saman á morgun, miðvikudag, og er ætlun- in að samræma viðbrögð við atburð- unum. Kosningarnar í Svíþjóð verða hinn 15. september eins og áætlað vár og gera formenn stjórnmála- flokkanna ráð fyrir að taka upp átt sem ávannst í tíð Gorbatsjov. „Við skulum gleðjast yfir þróun- inni í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi og styðja hana með öllum ráðum“, segir forsætisráð- herrann. Hann kveðst efast um að nýju valdhafarnir standi við þráðinn í kosningabaráttunni að fáum dögum liðnum. í gær komu formenn borgarafíokkanna fram á 75. fundinum sem haldinn er í Stokkhólmi til að sýna samstöðu með íbúum Eystrasaltsríkjanna. Einnig komu fram stjórnmálaleið- togar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Öryggisráðstafanir á Norður- löndunum hafa verið hertar og sænska herráðið fylgist grannt með ástandi mála í Sovétríkjunum, ekki síst Eystrasaltslöndunum. Undir- búningur vegna komu flóttafólks hefur verið aukinn en ekki er talin ástæða til að kalla út varalið hers- ins, eins og ástandið er nú. Ingvar Carlson vildi í gær ekki tjá sig um hvaða hernaðarráðstaf- anir væru nauðsynlegar, brytist út borgarastyijöld í kjölfar valdatö- kunnar. þau orð sín að þeir muni halda þá alþjóðasamninga, sem gerðir hafa verið. „Það kann að vera að þessir samningar verði í gildi að forminu til“, segir Schlúter, „en það segir sig sjálft, að þeir dapurlegu atburð- ir sem orðið hafa vekja tortryggni okkar á Vesturlöndum. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir ríki Austur-Evrópu. Við getum glaðst yfir því að sameining Þýska- lands er orðin að veruleika. Það var gott að menn nýttu tækifærið og höfðu hraðar hendur.“ Schlúter hvetur óbeint til þess að þrýst verði á nýju valdhafana að þeir haldi áfram þróun í lýð- ræðisátt. „Við verðum að benda á það, að Sovétríkin hafa undanfarin ár skrifað undir alþjóðasamninga, sem vöktu vonir um afvopnun og slökun í alþjóðamálum, og um virð- ingu fyrir lýðræði og mannréttind- um“, segir forsætisráðherrann. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, átti í gærmorgun fund með Petropskij, varautanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sem stadd- ur er í Danmörku vegna undirbún- ings fyrir ráðstefnu um mannrétt- indi í Evrópu, en fyrirhugað er að halda hana í Moskvu seinna í mán- uðinum. Ellemann-Jensen lagði á það áherslu við varautanríkisráðherr- ann, að Danir muni fylgjast náið með því hvernig hinir nýju valdhaf- ar í Sovetríkjunum muni beita sér í Eystrasaltsríkjunum. Hlé gert á sænsku kosningabaráttunni Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Valdaráni mótmælt Tveir sovéskir hermenn á skriðdreka umkringdir mótmælendum á torgi í miðborg Moskvu í gær. Fólk flykktist út á götur og stöðvaði umferð skriðdreka þegar fréttist af valdaráninu. 1. verðlaun: Citroen AX • Bensíneyðsla 3,9 á hundraði • 5 girar • Þurrka og þvottur á afturrúðu • Þurrkur með tímatöf • Þokuljós að aftan • Hituð afturrúða • Hliðarspeglar stillanlegir innanfrá • Aftursætisbak tvískipt og niðurfellanlegt • Lituð gler • Opnanlegar hliðarrúður að aftan • Straumlinulag sem stuðlar að frábærum akslurseiginleikum i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.