Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.08.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991 21 Ólýðræðisleg valdbeiting - segir Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs Ósló, frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. DJÚP vonbrigði, tortryggni og ótti setja svip sinn á viðbrögð Norðmanna við brottvikningu Gorbatsjovs úr forsetastóli Sov- étríkjanna. Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra, segir brottvikninguna vera ólýðræðis- lega valdbeitingu. „Við erum vitni að stóru skrefi aftur á bak, sem setur batnandi sam- skipti austurs og vesturs í hættu. Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem standa að brottvikningu forsetans", segir í opinberri yfirlýsingu norsku ríkisstjórnarinnar. Gro Harlem Brundtland beinir þeim tilmælum til þeirra sem standa að valdayfirtök- unni í Kreml, að þeir grípi ekki til aðgerða sem geri ástandið enn við- sjárverðara. Hún vill ekki að sinni vera með neinar getgátur um hvaða stefna verði ofan á í sovéskum stjórn- málum í framtíðinni. „Nýir samningar um stjórnmála- lega og efnahagslega samvinnu við Vesturlönd og um aiþjóðlega afvopn- un hljóta að leggja valdhöfum í Sov- étríkjunum skyldur á herðar, hveijir svo sem þeir eru“, segir norski for- sætisráðherrann. „Viðbrögð við valdaráninu geta aðeins orðið með einu móti; fordæm- ing á nýju valdhöfunum", segir Kaci Kullmann Five, leiðtogi Hægri flokksins. „Valdaránið sýnir hið rétta andlit kommúnismans þó að við höf- um vonað að við þyrftum ekki að sjá það frarnar", bætir hún við. Aðrir norskir stjórnmálaleiðtogar lýsa einnig yfir áhyggjum sínum af þeim dapurlegu tíðindum sem berast frá Moskvu. Ahyggjur þeirra beinast bæði að Sovétríkjunum sem heild og þó einkum framtíð Eystrasaltsríkj- anna. Norskir stjórnmálamenn bera lof á Mikhail Gorbastjov fyrir starf hans á sviði sovéskra stjórnmála og það sem hann hefur lagt af mörkum til friðar og afvopnunar í heiminum. Carl I. Hagen, leiðtogi Framfara- flokksins, álítur að atburðirnir í Moskvu sýni hversu mikilvægt sé að haft sé náið eftirlit með afvopnunar- samningum. „Vesturlönd geta ekki slakað á klónni fyrr en stöðugt og lýðræðislegt stjórnarfar er komið á í Sovétríkjunum", segir Hagen. Finnar gagnrýna valdaránið Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKA ríkisstjórnin gagnrýnir valdatöku harðlínumanna í Kreml, en segist ekki vera fullviss um hvernig ástandið í Moskvu muni þróast. Utanríkismálanefnd ríkis- stjórnarinnar sat eftir hádegi fund með Mauno Koivisto Finnlandsfor- seta, en að fundi loknum var gef- in út tilkynning þar sem meðal annars var tekið fram að „ríkis- sljórn Finnlands harmi það að boðun neyðarástandsins hafi bundið enda á lýðræðisþróunina í Sovétríkjunum.“ Esko Aho forsætisráðherra bætti munnlega við þeirri skoðun sinni að samskipti Finna og Sovétmanna hafi ekki verið alfarið tengd Gorbatsjov persónulega. Vitað er að Aho hafi haft þó nokkur samskipti við Janajev fyrr á árum, en spurður álits á núver- andi húsbónda í Kreml neitaði Aho að svara. Atburðirnir í Sovétríkjunum komu að mati fréttaskýrenda í Helsinki á óþægilegum tíma hvað samskipti Finna og Sovétmanna varðar. Finnar hafa farið mjög varlega í að leita nýrra leiða í samskiptunum, en á síðustu vikum og mánuðum hefur þeim loksins tekist að ná beinum samskiptum við nágrannalýðveldi sín, þ.e. Rússland og Eistland, sem hafa verið mjög framarlega í sjálf- stæðisbaráttu Sovétlýðvelda. Umskiptin í Moskvu hafa að sögn finnskra ráðamanna ekki hingað til valdið neinum meiriháttar aðgerðum af hálfu Finna. Landamærastöðvar hafa starfað eins og venjulega nema á einum stað, þar sem Sovétmenn lokuðu landamærunum í nokkra klukkutíma. Ferðir milli landanna hafa verið með e^Slilegum hætti fyrir utan að höfninni í Tallin var lokað fyrir hádegið, þannig að farþegaskip urðu að vera um kyrrt í Helsinki. Einnig hefur verið erfitt að ná síma- sambandi við Moskvu, Tallin og Len- ingrad, aðallega vegna mikils álags. Mauri Pekkarinen innanríkisráð- herra (miðfl.) segir, að finnsk yfir- völd séu viðbúin ef atburðarásin handan við landamærin skyldi valda flóttamannastraumi til Finnlands. Hversu marga flóttamenn Finnar gætu hýst var ekki ljóst af orðum ráðherra, en óformlegar ágiskanir hljóða upp á tölu frá eitt hundrað að nokkrum hundruðum þúsunda manna. Reuter Borís Jeltsín hefur hér klifrað upp á skriðdreka og ávarpar mannfjölda fyrir utan rússneska þinghúsið í gær. Táknrænt að Jeltsín hvetji til andófs - segir Arne Olav Brundtland „KALDARI vindar blása á alþjóðavettvangi eftir valdatöku átt- menninganna. Þetta er pólitískt haust“, segir Arne Olav Brundt- land, starfsmaður og fyrrum forstöðumaður Utanríkismálastofn- unar Noregs um valdaránið í Sovétríkjunum. Einnig segir hann að það kunni að ráða úrslitum hver viðbrögð almennings verði við tilmælum Borís Jeltsíns um allsherjai'verkfall. Brundtland segist ekki álíta að kalda stríðið sé hafið á ný. Hitt sé ljóst að menn hljóti að fara varlega næstu daga á meðan ástandið í Sovétríkjunum sé að skýrast. Hann kveðst telja að óán- ægja með slökunarstefnu Gor- batsjovs í utanríkismálum hafi verið ein af aðalástæðunum fyrir því að völdin voru hrifsuð úr hönd- um hans, en ekki bara perestrojk- an innanlands. „Það liggur í hlutarins eðli að hinir nýju valdhafar vilja ekki aukna afvopnun", segir Brundt- land. „Ég álít eigi að síður að þeir kæri sig ekki um að auka vandamál sín í alþjóðasamskiptum og geri mér því vonir um að þeir muni halda þá afvopnunarsamn- inga sem gerðir voru í tíð Gorb- atsjovs. Þar koma einnig við sögu þeir miklu erfíðleikar í efnahags- málum sem þessi nýju stjórnvöld standa frammi fyrir.“ Angel Tveit, skrifstofustjóri í norska Varnarmálaráðuneytinu, segir að Norðmenn muni bíða í nokkra daga með frekari við- brögð. „Það er enn ekki ljóst hver stefna hinna nýju valdhafa verður í utanríkismálum", segir Tveit. iBíltu rnm peninga og M / / I AX-leik Islenskra getrauna gefst vinnufélögum, kunningjum og fjölskyldum kostur á að tippa saman í hóp - ög auka vinningslíkurnar og ánægjuna með því að vinna saman í Getraunum! Til mikils að vinna! Að venju verða greiddir út vinningar fyrir 10, II og 12 rélta og á hópurinn því möguleika á að vinna umtalsverðar fjárhæðir í hverri viku. Auk þess cr glæsilegur Citroen AX frá Globus að verðmæti um 700 þúsund krónur í fyrstu verðlaun. Og þeir sem verða í öðru til fimmta sæti fá mótald frá Heimilistækjum að verðmæti um 33 þúsund krónur. 10 vikna keppnistímabil Keppt verður í 10 vikur - eða frá laugardeginum 31. ágúst til 2. nóvembers - og verða átta árangursrfkustu vikur hópsins látnar gilda. Sá hópur sem hefur samtals llesta rétta í átta bestu vikununt stendur uppi sem sigurvegari. Ef tveir eða fleiri hópar verða efstir og jafnir fer fram bráðabani og verður fyrirkomulag hans kynnt síðar. Hvernig á að stotna hóp? Nokkrir aðilar ákveða að tippa saman í hóp og auka þannig vinningslíkurnar sínar. Gefa þarf hópnum nafn (ekki fleiri en 10 stafir) og tilkynna það til Önnu hjá ísienskum getraunum í síma 688322. Hún mun þá úthluta ykkur hópnúmeri sem verður einkenni hópsins á getraunaseðlinum. Þegar hópurinn tippar færir hann hópnúmerið alltal' inn í þartilgerðan reit á getraunaseðlinum og tölvukerfið skráir þá árangur hópsins. Hópurinn sjálfur getur cinnig fært árangurinn jafnóðum inn á plakat sem liggur frammi á öllum lottósölustöðum landsins. Hvað kostar að taka þátt í hópleiknum? Það kostar ekkert að fá hópnúmer. Hópurinn ræður hvað hann tippar fyrir mikið í hverri viku en þó er hámarksraðatjöldi hóps á viku 1000 raðir. — fyrír þig og þina fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.