Morgunblaðið - 20.08.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 20.08.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991 31. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna: Eðlilegt að innheimt verði hlunninda- gjald af fyrirtækjiun í sjávarútvegi Tillaga um að sótt verði um aðild að Evrópubandalaginu felld naumlega á þinginu UNGIR sjálfstæðismenn þingfuðu á ísafirði um helgina og sam- þykktu ályktanir um helstu svið stjórnmálanna. I stjórnmálaályktun þingsins er m.a. fagnað hruni kommúnismans en jafnframt eru stjórnvöld hvött til að halda vöku sinni og fórna ekki varnarhags- munum landsins í fljótræði. Sagt er að nýrrar ríkisstjórnar bíði erfitt verkefni vegna viðskilnaðar sljórnar Steingríms Hermanns- sonar. „Heilir atvinnuvegir eru nánast gjaldþrota án þess að nokk- uð hafi verið gert til að taka á vanda þeirra annað en að dæla fé úr sameiginlegum sjóðum í endalausan taprekstur. Þessi aðkoma er afleiðing miðstýringar, sjóðasukks og ríkisafskiptastefnu vinstri stjórnarinnar.“ Samþykkt var ályktun um sjávarútvegsmál þar sem bent er á að með úthlutun veiðiheimilda sé verið að úthluta tak- markaðri auðlind og því sé eðlilegt að innheimt verði hlunninda- gjald til að standa straum af kostnaði við þjónustu sem sjávarút- vegsfyrirtæki nýta. Einnig er lagt til að opinberum stuðningi við sjávarútvegsfyrirtæki verði hætt auk þess sem Verðjöfnunarsjóður verði lagður niður en fyrirtækjum þess í stað gert kleift að mynda eigin sveiflujöfnunarsjóði. Eftir harðar deilur var samþykkt með naumum meirihluta að aðild íslands að Evrópubandalaginu kæmi ekki til greina að svo stöddu. Samþykkt var að hvetja til einkavæð- ingar ríkisfyrirtækja og niðurskurðar ríkisútgjalda. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Dávíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpar 31. þing SUS við setningu þingsins á föstudag. Auk áðurnefndra mála leggja félagar í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna (SUS) áherslu á nokkur markmið í stjórnmálaálykt- un sinni og meðal þeirra eru eftirf- arandi: • Stjórnmálaflokkur fái ekki kjör- inn fulltrúa á þing nema flokkurinn fái að minnsta kosti 3% greiddra atkvæða á landsvísu. •Ákvæði stjórnarskrárinnar verði virt. •Atkvæðisréttur verði jafn og þingmönnum fækkað. •Tengja á íslensku krónuna við ECU til að stuðla að trúverðugri fastgengisstefnu og aga í ríkisfjár- málum og peningamálum. •Gera þarf átak í einkavæðingu. Strax í haust ber að heíja einka- væðingu ríkisbanka og annarra lánastofnana á vegum hins opin- bera. Fylgja þarf því eftir með sölu á flestum þeim 140 fyrirtækjum sem ríkið á að öllu leyti eða hluta. Treysta þarf samkeppnisgrundvöll og eftirlit með einokun. •Núverandi búvörusamning á ein- ungis að líta á sem aðlögun en ekki endumýjun á landbúnaðar- stefnu fyrri ára. Markmiðið er að landbúnaðurinn lúti sömu skilyrð- um og önnur atvinnustarfsemi í landinu. • Ríkisútvarpinu skal breytt í al- menningshlutafélag og fyrirtækið selt í áföngum. • Byggðastofnun á að sjá um al- menna ráðgjafarstarfsemi fyrir opinbera aðila en ekki lánafyrirgre- iðslu eða styrki. Flytja á þær opin- beru stofnanir, sem eðlis síns vegna þurfa ekki áð vera í Reykjavík, út á land. • Eðlilegt er að einstaklingar geti ávaxtað h'feyri sinn að vild. •Forsenda þess að hægt sé að endurskipuleggja rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja og koma á fullri hagkvæmni er að við lýði sé sjávar- útvegsstefna sem menn geta treyst að taki ekki róttækum breytingum á fárra ára fresti. Hver á fiskinn í sjónum Fyrir fundinum lágu drög að ályktun um sjávarútvegsmálin þar sem m.a. sagði: „Það er skoðun Sambands ungra sjálfstæðismanna að til greina komi að ákveðið gjald verði innheimt af útgerðaraðilum fyrir afnot af auðlindinni. Fiskurinn er takmörkuð auðlind og því í hæsta máta eðlileg krafa að menn greiði fyrir nýtingarréttinn af henni.“ Nokkrir SUS-félagar á Vestfjörðum báru fram aðra tillögu þar sem öllum hugmyndum um „eignaupptöku" í sjávarútvegnum er hafnað. „Auðlindaskattur hefur það eitt í för með sér að soga allt fjármagn úr sjávarútvegnum inn í Ríkissjóð... Ungir sjálfstæðis- menn sjá enga aðra leið betri til hagræðingar og aukinnar velmeg- unar en að eignarréttur þeirra manna sem nú stunda útgerð verði viðurkenndur endanlega." Ákafar umræður urðu þegar í umræðu- hópnum um sjávarútvegsmál um gjaldtöku fyrir veiðiheimildir. Fjall- að var um myndun eignarréttar, vísað til þess er landið var numið. Þeir sem hefðu komið seinna hefðu orðið að kaupa land af landnáms- mönnum, á sama hátt yrðu þeir sem vildu hefja útgerð að kaupa kvóta af núverandi fyrirtækjum ef kvót- inn yrði gerður að eign og við því væri ekkert að segja. „Af hveiju leiðir LÍÚ-Kristján þá ekki kvígu umhverfís miðin?" hrópaði einn úr hópnum en þá aðferð notuðu landn- ámskonur til að helga sér land. Bent var á að ekki væri um sam- bærileg efni að ræða, fiskurinn í sjónum væri annars konar auðlind en jarðnæði, og aldrei væri hægt að eiga annað en nýtingarrétt, ekki eignarrétt á auðlindum hafsins. Viðurkennt væri að offjárfesting væri í atvinnugreininni. Með því að úthluta kvótum til ævarandi eignar væri verið að verðlauna bruðlið og óráðsíuna, auðlindin mætti ekki falla neinum ókeypis í hendur. Veiðileyfasala væri fyrst og fremst stjórntæki til að auka hagkvæmni en ekki tekjulind. Ein- hver benti á að aldrei hefði íslenska álfélagið heimtað að fá að nýta raforkuna ókeypis. Talsmenn kvótaeignar viðurkenndu að sums staðar væri pottur brotinn varðandi óráðsíu í sjávarútvegnum 'en sögðu að sjálfstæðismenn hlytu að leggja áherslu á nauðsyn þess að eignar- réttur myndaðist á þessu sviði, hringlandahátturinn væri stórhætt- ulegur. Veiðileyfasala þar sem hagnaður rynni til ríkisins myndi auka ríkisumsvif, ógna efnahag margar fyrirtækja og loks væri ljóst að slíkt kerfi yrði sífellt undir- lagt geðþóttaákvörðunum stjórn- málamanna sem hægt væri að forð- ast með því að lögfesta eignarrétt- inn. „Heldur nokkur maður að Steingrímur Hermannsson muni, ef hann kemst aftur til valda, ekki misnota svona kerfi?" var sagt um veiðileyfasöluna. Jafnrétti atvinnuveganna Einn gagnrýndi einkum mismun- un atvinnuveganna þar sem beitt væri verndartollum og öðrum að- gerðum. Sem dæmi nefndi hnn framleiðslu á kartöfluflögum, ís- lenskt iðnfyrirtæki, er ekki nyti neinna forréttinda, hefði boðið plastpoka undir flögurnar á 4% hærra verði en danskur samkeppn- isaðili og því orðið af samingi. Framleiðandi kartaflanna væri vandlega varinn erlendri sam- keppni með nær 200% verndartolli. Fullyrt var að verðfall á físki er- lendis væru gleðitíðindi fyrir iðnfyr- irtæki vegna þess að þá fylgdi yfir- leitt gengisfelling í kjölfarið er bætti samkeppnisaðstöðu iðnaðar- ins. Rætt var um aðfangakostnað og fullyrt að oft væri ódýrara að flytja nauðsynjavörur fyrir sjávar- útveginn en kaupa þær af íslensk- um framleiðendum. Spurt var hvort þá væri ekki líka þjóðhagslega hag- kvæmt að lejría Spánveijum að bjóða í fiskveiðamar, kanna hvort þeir vildu annast þetta fyrir lægra gjald en íslenskir sjómenn. Sagt var að tómt mál væri að tala um að jafna aðfangakostnað allra at- vinnugreina, slík regla ætti þá að gilda á öllum sviðum og öllum væri þó ljóst að Reykvíkingar ættu t.d. að fá að njóta þess að þeir byggju „á stómm hver“. Sagt var að eitt helsta vandamál nær allra sjávarútvegsfyrirtækja væri léleg Munum fylgja þessari stefnu eftir -segir formaður SUS um sjávarútvegsstefnuna BÚIST hafði verið mjög hörðum deilum um nokkur mál á þingi SUs, einkum sjávarútvegsmálin, en svo fór að samstaða náðist þótt oft syrti í álinn. Formaðurinn, Davíð Stefánsson, var spurð- ur álits á þingstörfum og niðurstöðu í helstu málaflokkum. „í ályktuninni um sjávarút- stjórnarinnar í málinu? Getur vegsmál, sem samþykkt var hér þessi lausn orðið fordæmi fyrir mótatkvæðalaust, er rætt um eldra fólkið í flokknum? gjaldtöku af útgerðinni til að „Ég ætla rétt að vona að hún standa straum af kostnaði við hafi að minnsta kosti einhver þá þjónustu sem henni er veitt. áhrif. Þetta er ný stefna en við Ég skil þetta svo að þetta eigi munum fylgja þessu eftir, ekki ekki endilega að koma strax til síst þar sem einhugur ríkti í framkvæmda, heldur smám sam- málinu. Það hefur lengi verið leit- an. Því er haldið nokkuð opnu að málamiðlana í sjávarútvegs- hvernig menn túlka hugtakið málunum. Það getur ekki talist hlunnindagjald. Hægt er að nota eðlilegt að gera byltingarkenndar þetta orð eða tala um veiðileyfi breytingar á sjávarútvegsstefn- en það sem átt er við í báðum unni en við teljum að breytinga tilvikum er hlunnindagjald fyrir sé samt þörf.“ veiðiheimild eða nýtingarréttinn. Davíð sagði ljóst að umræða Það var tekist mikið á um þetta um aðildarumsókn að Evrópu- mál, þetta var ijölmennasta bandalaginu væri komin á dag- nefndin. Menn voru sammála um skrá í SUS þótt samþykkt hefði að miðin væru þjóðareign en taka verið að aðild kæmi ekki til bæri gjald fyrir nýtingarréttinn." greina að svo stöddu. Hefur þessi niðurstaða ein- Alls voru fulltrúar á þingi SUS hver áhrif á stefnu flokksiris og 208. Ágreiningur kom upp um kjörbréf á sunnudeginum og fór svo eftir mikið þjark að stjórnar- kosning var endurtekin en þá var búið að ógilda kjörbréf nokkurra fulltrúa vegna ýmissa galla. Menn skildu þó ágætlega sáttir við fundarlok. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar og ljölgað var í stjórn, úr 22 í 25, til að rétta hlut Reyknesinga er unað hafa illa sínum hluta af heildartölu fulltrúa. Davíð Stefánsson var endurkjörinn formaður en í stjórn sitja auk hans þau Ólafur Steph- ensen, Belinda Theriault, Stein- grímur Sigurgeirsson, Amar Þór- isson, Árni Sigurðsson, Ari Edw- ald, Birgir Armannsson, Jónas Friðrik Jónsson, Þórður Pálsson, Mjöll Flosadóttir, Jón Kr. Snæ- hólm, Hlynur Guðj’onsson, Valdi- mar Svavarsson, Éinar Páll Tam- imi, Sigmar Guðmundsson, Vikt- or Borgar Garðarsson, Guðlaug- ur Þór Björgvinsson, Ásgeir Þór Jónsson, Júlíus Guðni Antonsson, Davíð Stefánsson. Ármann Ólafsson, Ragnar Ás- mundsson, Ólafur Þór Leifsson, Arnar Jónsson og Kjartan Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.