Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
ÚTVARP/SJdNVARP
SJONVARPIÐ
14.20 ►Kastljós Endursýnt.
14.55 IhDnTTID ►Enska knatt-
Ir rlU 11III spyrnan Bein út-
sending frá leik Sheffield Wednesday
og Aeton Villa á Hillsborough.
16.45 ► íþróttaþátturinn Bein útsending
frá leik ÍBK og Hauka í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik.
17.45 þ-Jóladagatal Sjónvarpsins - Tveir
á báti Fimmti þáttur.
17.50 þ-Jólaföndur Jólasveinahúfu.
17.55 ►Ævintýri úr konungsgarði. Loka-
þáttur Teiknimyndaflokkur.
18.20 ►Bangsi besta skinn Breskur
teiknimyndaflokkur.
18.45 ►Táknmálsfréttir
18.50 ►Strandverðir (Baywatch) Banda-
rískur myndaflokkur.
19.45 ►Jóladagatal Sjónvarpsins Fimmti
þáttur endursýndur.
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Lottó
20.40 ►Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show) Bandarískur gamanmynda-
flokkur um fyrirmyndarföðurinn.
21.10 Tnm IQT ►Þessi þungu högg
lURLIul Sálin hans Jóns míns
hefur verið með vinsælustu hljóm-
sveitum landsins á undanfömum
misserum og sent frá sér hvem smell-
inn á fætur öðrum.
' KVIKMYMDIR eikin
21.40|__________________
(Falling Over
Backwards) Kanadísk gamanmynd
frá 1990. í myndinni segir frá Melv-
yn, ungum manni sem vill snúa aftur
til hins einfalda lífs og ákveður að
gefa kvenfólk upp á bátinn. Hann
býður öldruðum föður sínum að búa
hjá sér en kemst fljótt að því að sam-
búðin er enginn dans á rósum. Þegar
móðir Melvyns missir seinni mann
sinn býður hann henni að flytja inn
til þeirra feðga og þá fyrst hitnar í
kolunum. Leikstjóri: Mort Ransen.
Aðalhlutverk: Saul Rubinek, Julie St.
Pierre, Paul Soles og Helen Hughes.
23.20 ►Á mannaveiðum (Manhunter)
Bandarísk bíómynd frá 1986. Fyrrum
alríkislögreglumaður er ráðinn til að
hafa hendur í hári fjöldamorðingja.
Hann reynir að setja sig inn í hugsun-
arhátt morðingjans og leitar ráða hjá
mannætunni alræmdu, Hannibal Lec-
hter, sem hann hafði sjálfur komið á
bak við lás og slá. Myndin er byggð
á bókinni Rauði drekinn eftir Thomas
Harris, en hún var undanfari bókar-
innar Lömbin þagna, Leiksijóri: Mich-
æl Mann. Aðalhlutverk: William L.
Petersen, Kim Greist, Joan Allen,
Brian Cox og Tom Noonan. Þýðandi:
Gunnar Þorsteinsson. Atríði í mynd-
inni eru ekki við hæfi barna.Maltin
gefur ★ ★★. Myndbandahandbókin
gefur ★★★ OO
1.20 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
OO=við óma=steríó
STOÐ TVO
9.00 ►Með Afa Bamaefni.
10.30 ►Lísa í Undralandi Teiknimynd.
10.55 ►Súper Maríó bræður Teikni-
myndaflokkur.
11.20 ►Nýjar barnabækur Kynning á
nýjum bamabókum. Þetta er fýrsti
■ hluti af fjórum.
11.35 ►Ráðagóðir krakkar Leikinn
spennumyndafiokkur.
12.00 ►Dýravinurinn Jack Hanna Hanna
heimsækir villt dýr í dýragörðum.
12.55 ►Rúnar Þór - Ég er ég - Endurtek-
inn þáttur frá síðastliðnum þriðju-
degi.
13.25 VU|lí||Y|iniD ►Xanadu Æv~
nllnln IRUIII intýraleg dans-
og söngvamynd með Gene Kelly og
Oliviu Newton John.
Maltin gefur *'h. Myndbandahand-
bókin gefur ★★.
15.00 ►Þrjúbíó — Sagan af Gulla grís
Ævintýrið er byggt á samnefndri
sögu Beatrix Potter. Sagan er með
íslensku tali.
16.00 ►David Frost ræðir við Elton John.
Þátturinn var áður á dagskrá i apríl.
17.00 ►Leyndarmál (Secrets) Sápuópera
eftir Judith Krantz.
18.00 ►Popp og kók Blandaður tónlistar-
þáttur. Umsjón: Lárus Halldórsson.
18.55 ►Laugardagssyrpan Teiknimyndir.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Falin myndavél (Candid Camera)
Falin myndavél með Dom DeLuise.
(2:26)
20.30 ►Imbakassinn íslenskur spéþáttur.
21.00 ►Morðgáta (Murder She Wrote)
Jessica Fletcher leysir málin. (13:21)
21.55 tfUIVUVUIllD ►Stórmyndin
AVIIVMVRUIIV (The Big Pict-
ure) Gamanmynd sem segir frá Nick
Chapman, ungum kvikmyndagerðar-
manni, sem er nýskriðinn úr skóla.
Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Emily
Longstreth, J.T. Walsh og Jennifer
Jason Leigh. 1989. Maltin gefur
★ ★Vá. Myndbandahandbókin gefur
★ ★.
23.35 ►Flugránið: Saga flugfreyju (The
Taking of Flight 847) Flugræningjar
skipa flugstjórum að snúa flugvél
sem þeir eru staddir í til Beirút.
Myndin segir sögu yfirflugfreyjunn-
ar. Myndin var tilnefnd til nokkurra
Emmy-verðlauna. Stranglega bönn-
uð börnum. Maltin gefur bestu ein-
kunn.
1.05 ►! kapphlaupi viðtímann (Running
Against Time) Prófessor nokkur fer
aftur í tímann til að reyna að koma
í veg fyrir motð á John F. Kennedy
og hugsanlega Víetnamstríðið. Aðal-
hlutverk: Robert Hays, Catherine
Hicks, Sam Wanamaker og James
DiStefano. 1990. Maltin gefur meðal-
einkunn.
2.35 ►Dagskrárlok
Leikstjórinn - Kevin Bacon (t.v.) leikur leikstjóra sem fær
ekki að ráða myndinni sinni sjálfur.
Úr stórmyndinni
varð óskapnaður
Leikstjórinn
verður að sitja
og standa eftir
fyrirmælum
framleiðend-
anna
STÖÐ 2 KL. 21.55 í gamanmynd-
inni Stórmyndinni (The Big Picture)
leikur Kevin Bacon Nick Chapman,
ungan kvikmyndagerðarmann sem
á sér rósrauðan draum um að gera
stórmynd en er heldur grænn fyrir
gráklædda viðskiptamenn Holly-
wood. Hann útskrifast úr skóla með
hæstu einkunn og fær tækifæri til
að leikstýra eigin kvikmynd, en
verður að standa og sitja eftir fyrir-
mælum framleiðendanna. Allar
málamiðlanir sem Nick gerir virka
eins og sítrónusafi í mjólk og áður
en varir situr hann uppi með
óskapnað sem enginn vi'il bragða á
eða bendla sig við. Þegar kvik-
myndaverið skiptir um eigendur fær
Nick spark í afturendann, sem er
einmitt það sem hann þarf til að
taka sér tak _og gera hlutina eftir
eigin höfði. í aðalhlutverkum eru
Kevin Bacon, Emely Longstreth og
J. T. Walsh. Leikstjóri myndarinnar
er Christopher Guest.
Þung högg Sálar
hans Jóns míns
Þáttur um eina
vinsælustu
hljómsveit
landsins
SJÓNVARPIÐ KL. 21.10 Á laug-
ardagskvöld verður á dagskrá Sjón-
varpsins þáttur með hljómsveitinni
Sálinni hans Jóns míns. Undanfarin
misseri hefur hún verið með vinsæl-
ustu hljómsveitum landsins og sent
frá sér hvem smellinn á fætur öðr-
um. í þættinum flytur Sálin nokkur
splunkuný lög, auk þess sem með-
limimir tjá sig um textagerð, laga-
smíðar, samstarfíð og fleira. Dag-
skrárgerð annast Jón Egill Berg-
þórsson.
Ljóssins
braut
Undirritaður er sannfærður
um að stöðugt nöldur og skít-
kast er sálardrepandi. Útvarps-
menn eru yfírleitt sæmilega já-
kvæðir og reyna eftir megni að
létta fólki lífsstríðið. En
kannski gefa yfirmenn útvarps-
stöðva pistlahöfundum stund-
um fullmikið olnbogarými og
gleyma því að þeir bera rit-
stjórnarlega ábyrgð?
Ég hef áður fundið að pisti-
um Sigríðar Rósu Kristinsdótt-
ur á Rás 2. En ég hef líka reynt
að benda á það sem vel er gert
í pistlunum. Nú þykir mér samt
fullreynt að pistlahöfundur
þessi hættir ekki að þverbijóta
hlutleysisreglur Ríkisútvarps-
ins. Áróðurinn er slíkur að fáu
er til að jafna. Um tíma réðist
pistlahöfundurinn endalaust
gegn EES og nú dynja svívirð-
ingar á ríkisstjóm íslands.
Þannig klykkti pistlahöfundur-
inn út í seinasta pistli með því
að segja að ríkisstjórnin væri
sú versta frá lýðveldisstofnun.
Hvar fær pistlahöfundurinn út-
rás næst? Ræðst hann á verka-
lýðsforystuna, þjóðkirkjuna,
lögregluna eða á vamalausa
einstaklinga sem honum er í
nöp við í pistli eftir pistli? Þessi
vinnubrögð, sem þekkjast ekki
á öðram stöðvum, sæma ekki
Ríkisútvarpinu.
Neisti
Þorsteinn J. Vilhjálmsson er
í hópi reyndustu dagskárgerð-
armanna Rásar 2. Stundum
hafa mér þótt þættir Þorsteins
J. fullhversdagslegir. En það
er einhver útvarpsneisti í Þor-
steini og nú er svo komið að
laugardagsmorgunþættir hans
líkjast helst útvarpsljóðum þeg-
ar best lætur. Þannig fléttar
Þorsteinn á áreynslulausan
hátt, að því er heyrist, saman
frásögn akureyrskrar konu sem
dreymir engla svo ákaft að hún
hleypur um götu bæjarins að
segja tíðindin og viðbrögðum
ballerína er þær hlýða á klapp-
ið úr sal. í næstu andrá situr
kona í kaffíborði við Perluna
og ræðir um allar þær kaffíráð-
stefnur sem hún hefur setið úti
í hinum stóra heimi en konan
rekur kaffistofu í Njarðvík. í
þáttum Þorsteins J. verður
hersdagsleikinn þannig stund-
um eins og málverk úr hljóðum.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTVARP
Þulir RÚV, f.v. Gerður G. Bjaklind, Sigvaldi Júlíusson, Ragnhelftur Asta Pétursd6tt-
ir og Stefanía Valgeirsdóttir.
RÁS1
FM 92,4/93,5
6.55 Bæn
7.00 Fréttir. Söngvaþing Kristinn Sig-
mundsson, Eddukórinn, hljómsveitin
Melchior, Ágústa Ágústsdóttir, Hinn
íslenski þursaflokkur, Kristinn Halls-
son, Friðbjörn G. Jónsson, Björgvin
Halldórsson og ileiri syngja.
7.30 Veðurfregnir. Söngvaþing heldur
áfram.
8.00 Fréttir.
8.07 Músík að morgni dags. Umsjón:
Svanhildur Jakobsdóttir.
9.00 Fréttir.
9.03 Frost og funi. Helgarþáttur barna.
Umsjón: Elisabet Brekkan. (Einnig út-
varpað kl. 19.35 á sunnudagskvöldi.)
10.00 Fréttir.
10.03 Þingmál.
10.25 Úr Jónsbók. Jón örn Marinósson.
(Endurtekinn pistill frá í gær.)
10.30 Tónlist.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 i vikulokin. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá laug-
ardagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
13.05 Fréttaauki á laugardegi.
14.00 Leslampinn. Umsjón: Friðrik Rafns-
son. (Einnig útvarpað sunnudagskvöld
kl. 21.05.)
15.00 Listakaffi. Umsjón: Kristinn J. Níels-
son. (Einnig útvarpað miðvikudag kl.
21.00.)
16.00 Fréttir.
16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðal-
steinn Jónsson. (Einnig útvarpað
mánudag kl. 19.50.)
16.15 Rabb um Ríkisútvarpið. Heimir
Steinsson útvarpsstjóri.
16.30 Veðurfregnir.
16.35 Tölvi tímavél. Leiklistarþáttur barn-
anna. Umsjón: Kolbrún Ema Péturs-
dóttir og Jón Stefán Kristjánsson.
17.05 ísmús. Eino Tamberg og Erkki-
Sven T?7r, þriðji þáttur Pauls Himma
tónlistarstjóra eistneska ríkisútvarpsins
frá Tónmenntadögum Ríkisútvarpsins
sl. vetur. Kynnir: Una Margrét Jónsdótt-
ir. (Einnig útvarpað miðvikudag kl.
15.03.)
18.00 „Konungssynirnir”, smásaga eftir
Karen Blixen. Þórunn Magnea Magn-
úsdóttir les þýðingu sr. Sigurjóns Guð-
jónssonar.
18.25 Tónlist.
1848 Dánarfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar. Veðurfregnir.
19.35 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli
Árnason. (Áður útvarpað þriðjudags-
kvöld.)
20.20 Laufskálínn. Umsjón: Finnbogi
Hermannsson. (Frá ísafirði.) (Áður út-
varpað sl. miðvikudag.)
21.00 Saumastofugleði. Umsjón og
dansstjórn: Hermann Ragnar Stefáns-
son.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.07 Tveir konsertar fyrir lútu, strengi
og fylgirödd eftir Antonio Vivaldi. Paul
O'Dette leikur á lútu með hljómsveit-
inni The Parley of Instmments; Roy
Goodman stjórnar.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.36 Einn maður; & mörg, mörg tungl.
Eftir: Þorstein J. (Áður útvarpað sl. mið-
vikudag.)
23.05 Laugardagsflétta. Svanhildur Jak-
obsdóttir fær gest í létt spjall með Ijúf-
um tónum, að þessu sinni Ragnar
Bjarnason.
24.00 Fréttir,
0.10 Sveiflur. Létt lög í dagskrárlok.
1.00 Næturútvarp á samtengdum rás-
um til morguns.
RÁS 2 FM 90,1/94,9
8.05 öm Petersen flytur norræna dægur-
tónlist. 9.03 Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
11.00 Helgarútgáfan. Lísa Pálsdóttir og
Magnús R. Einarsson. 13.40 Þariaþingið.
Jóhanna Harðardóttir. 14.30 Ekkifrétta-
auki. Haukur Hauksson. 17.00GesturEin-
ar Jónasson. 19J2 Rokktíðindi. Skúli
Helgason. 20.30 Páskarnir eru búnir. Auð-
ur Haralds og Waldís Óskarsdóttir, 22.10
Stungið af. 0.10 Vinsældalisti Rásar 2.
Andrea Jónsdóttir kynnir. 1.10 Næturvakt.
Arnar S. Helgason. Næturútvarp til morg-
uns.
Fréttir kl. 7.00,8.00,9.00,10.00,12.20,
16.00, 19.00, 22.00 09 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.30 Veðurfregnir. Næturvakt. 2.00 Frétt-
ir. 2.05 Næturtónar. 6.00 Fréttir. 6.05
Næturtónar. 6.00 Fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum. (Veðurfregnir kl. 7.30.)
Næturtónar halda áfram.
AÐALSTÖÐIN
90,9 / 103,2
9.00 Jón Atli Jónasson. 13.00 Radius.
Steinn Ármann og Davíð Þór. 16.00 1 x
2. Getraunaþáttur. 19.00 Vitt og breitt um
heim tónlistar. 22.00 Böðvar Bergsson
og Gylfi Þór Þorsteinsson. 3.00 Utvarp
Lúxemborg.
BYLGJAN FM 98,9
7.00 Morguntónar. 9.00 Bjami Dagur
Jónsson. Hádegisfréttir kl. 12.00. 13.00
Þorsteinn Ásgeirsson og Ágúst Héðins-
son.17.00 Síðdegisfréttir. 17.05 Ingibjörg
Gréta Glsladóttir. 19:19. Samtengdar
fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00
Pálm.i Guðmundsson. 23.00 Rokkþáttur.
Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Pétur
Valgeirsson.
BROSIÐ FM 96,7
9.00 Jón Gröndal. 13.00 Eðvald Heim-
isson og Grétar Miller. 16.00 Hlöðuloftið.
Lára Vngvadóttir. 18.00 Sigurþór Þórarins-
son. 20.00 Rúnar Róbertsson. 23.00-
3.009 Næturvakt.
FM 957 FM 95,7
9.00 Steinar Viktorsson. 13.00 ivar Guð-
mundsson. Hálfleikstölur f leikjum dagsins
kl. 15.45.18.00 Ameriski vinsældalistinn.
22.00 Á kvöldvaktinni. Sigvaldi Kaldalóns.
2.00 Halldór Backman og Steinar Viktors-
son. 6.00 Ókynnt tónlist.
ÍSAFJÖRÐUR FM 97,9
9.00 Sigþór Sigurðsson. 12.00 Arnar Þór
Þorláksson. 16.00 Kristján Geir Þorláks-
son. 17.00 Atli Geir. 19.30 Fréttir Stöð
2/Bylgjan. 20.00 Skrítið fólk. Þórður og
Halldóra. 22.30 Björgvin Arnar & Gunnar
Atli. 4.00 Næturvaktin.
SÓLIN FM 100,6
10.00 Gunnar Gunnarsson. 14.00 Ólafur
Birgisson. 17,00 Guðni Már Henningsson.
19.00 Vignir. 21.00 Partýtónlist. 24.00
Næturvaktin. Stefán Arngrimsson.
STJARNAN FM 102,2
9.00 Morgunútvarp. 13.00 Ásgeir Páll.
13:0S Bandaríski vinsældalistinn. 15.00
Stjömulistinn. 20 vinsælustu lögin. 17.16
Loftur Guðnason. 20.00 Ólafur Schram.
24.00 Kristmann Ágústsson. 3.00 Dag-
skrárlok.
Bænastund kl. 9.30, 13.30, 23.50.
Fréttir kl. 12, 17, 19.30.