Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 51
26tit fKdUMHyaCl .5 HUDACIHAOUAJ QIQAJ8HU0H0M
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESÉMBER 1992
Ug
51
Ræktunarráðsfundur FEIF
Islenski stigunarkvarðinn kynntur
_______Hestar____________
Valdimar Kristinsson
Á fundi sem nýlega var hald-
inn í ræktunarráði Sambands
eigenda íslenskra hesta (FEIF)
í Kaupmannahöfn kynnti Krist-
inn Hugason hrossarækt-
arráðunautur íslenska stigun-
arkvarðann sem nýlega var
gefinn út í fræðsluriti Búnað-
arfélagsins.
Sagði Kristinn að undirtektir
hafi verið góðar og kom fram
áhugi margra á að taka upp ís-
lensku reglurnar að meira eða
minna leiti í öðrum aðildarlöndum
samtakanna. Lífleg umræða fór
fram um framtíðarstefnuna og
taldi Kristinn fundinn fyrsta al-
varlega skrefið til sameiginlegrar
stefnumörkunar út frá íslenskum
forsendum. Á fundinum voru auk
ræktunarfulltrúa FEIF kynbóta-
dómarar víðsvegar að og tveir
hrossaræktendur frá Danmörku.
Auk Kristins mætti á fundinn
héðan Víkingur Gunnarsson, en
hann á sæti í ræktunarráðinu.
Þorvaldur Árnason mætti á fund-
inn fyrir hönd Svíþjóðar og kynnti
hann þar nýjar niðurstöður varð-
andi BLUPið. Enginn fulltrúi
mætti frá Þýskalandi og sagðist
Kristinn ekki hafa fengið neinar
skýringar á fjarveru þeirra að
þessu sinni.
Þorvaldur Árnason er nú stadd-
ur hér á landi með ný forrit fyrir
BLUPið og sagði Kristinn þau
munu bæta mjög afköst og getu
kerfisins.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Kristinn Hugason hrossarækt-
arráðunautur: Áhugi erlendis
fyrir íslensku reglunum.
Kynbótadómar og sýningar
Stigunarkvarðinn lang-
þráði kominn út
Út er komið hjá Búnaðarfélagi íslands rit sem hefur að geyma
langþráðan stigunarkvarða sem stuðst er við þegar kynbótahross
eru metin. Auk þess hefur ritið að geyma reglur um einkunnir
og verðlaunastig og framkvæmd kynbótadóma og sýninga, en af
síðast talda kaflanum dregur ritið nafn sitt.
Ritið telur 116 síður, en það er
á þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku. Þótt ekki sé ritið
mikið að vöxtum má telja víst að
útkomú þess verði víða fagnað og
ekki hvað síst hjá erlendum
áhugamönnum um ræktun ís-
lenska hestsins. Telja má víst að
stigunarkvarðinn verði ræktunar-
mönnum og öðrum áhugamönn-
um góð stoð við mat á kynbóta-
hrossum og auki skilning á því
hveiju sé leitað eftir í dómum.
Forsíðumynd er teiknuð af
Pétri Behrens, en það er sama
mynd og prýðir Hrossaræktina
sem Búnaðarfélagið gefur einnig
út. Pétur hefur einnig teiknað
skýringamyndir sem fylgja stig-
unarkvarðanum. Þýðingu á þýsku
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Forsíður fræðslurita Búnaðar-
félagsins um hrossarækt hafa
nú verið staðlaðar með teikningu
eftir Pétur Behrens.
annaðist auk Péturs Marietta
Maissen en Karólína Geirsdóttir
þýddi yfir á ensku.
Elín Þ. Sigdórs-
dóttír - Kveðjuorð
Okkur langar með örfáum orðum
að kveðja kæra vinkonu okkar,
Elínu Þuríði Sigdórsdóttur, eða Ellu
eins og við kölluðum hana. Hún
lést föstudaginn 27. nóvember síð-
astliðinn í hörmulegu umferðar-
slysi.
Við kynntumst Ellu í gegnum
starf okkar á gjörgæsludeild Land-
spítalans. Þar var hún starfandi er
hún lést og var einn af reyndustu
sjúkraliðum deildarinnar.
Vinátta okkar fjögurra hófst fyr-
ir alvöru er við fórum saman í sum-
arleyfi til Spánar fyrir einu ári. Þar
áttum við stundir sem eru ógleym-
anlegar og dýrmætar nú.
Ella var góður og traustur félagi
og alltaf hress og kát. Hún var
óhrædd við að fara sínar eigin leið-
ir í lífínu og kom okkur oft á óvart
með skemmtilegum uppátækjum. í
byijun næsta árs stóð til að hún
flytti í sína eigin íbúð sem hún
hafði fest kaup á. Tilhlökkunin var
mikil og undirbúningur í fullum
gangi. Draumurinn um að eignast
eigið heimili var að verða að veru-
leika.
í starfí á gjörgæsludeild er dauð-
inn óijúfanlegur þáttur. Oft er hann
lausn en kemur manni jafn oft í
opna skjöldu einkum þegar ungt
fólk á í hlut. Oft höfum við þurft
í sameiningu að takast á við sorg-
ina með ástvinum þegar skjólstæð-
ingur okkar deyr. Nú stöndum við
frammi fyrir því að einn úr okkar
hópi er fallinn frá og erum við að
upplifa þann söknuð sem fylgir þeg-
ar góður vinur er hrifinn burt svo
snögglega. Henni hefði verið ætlað
annað hlutverk því ekki viljum við
trúa því að hlutverk svo ungrar
konu sé Jokið þó hún sé farin frá
okkur.
Við sendum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur til foreldra, systkina og
annarra vandamanna. Minningin
um góða stúlku mun lifa meðal
okkar.
Edda Alexandersdóttir
Rannveig Sigurðardóttir
Sólveig Sverrisdóttir.
Þessi kveðjuorð birtast hér
vegna mistaka sem urðu í blað-
inu í gær er minningarorð birt-
ust um hina látnu. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
t
Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og systir,
HULDA B. LÁRUSDÓTTIR
fulltrúi,
Marargötu 1,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítalanum 2. desember.
Sigurður P. Sigurjónsson,
Brynjar Ág. Sigurðsson,
Bryndís Nikulásdóttir,
Ragnhildur Lárusdóttir,
Ragnheiður Fanney Lárusdóttir,
Gfsii Lárusson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR HELGADÓTTUR,
Hlíðarvegi 78,
Njarðvík.
Jón Ásgeirsson,
Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgrímur Gunnarsson,
Rebekka D. Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson,
Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir
og barnabörn.
t
ÓLAFUR JAKOBSSON
prentari,
vistmaður Dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra og starfsfólki hans og
starfsfólki deildar 11E Landspítala fyrir einstaklega góða aðhlynn-
ingu.
Systkin og aðrir aðstandendur.
Anfta Knútsdóttir, Þór Steinarsson,
Helen Knútsdóttir, Guðni Sigurðsson
og barnabörn.
t
Þökkum hlýhug og samúð við fráfall og
útför
ÞÓRÐARÞÓRÐARSONAR
vélstjóra,
Laugavegi 35,
Siglufirði.
Margrét Árnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Jólahlað-
borð Hótel
Sögn
Hótel Saga býður gestum sínum upp
á jólahlaðborð, svo sem gert hefur
verið mörg undanfarin ár. Borðið er
framborið í Skrúði og sem dæmi um
þvað á því er má nefna gljáð grísa-
læri með maísvísí og rúsínusósu,
sætar kartöflur, heitar lifrarkæfur
með kjörsveppum, reyktar villibleikj-
ur, jólabrauðbúðing með kúrenum,
nautakjötsbökur, síldarrétti og sitt-
hvað fleira. Á meðan gestir snæða,
leika þeir Jónas Þórir og Jónas Dag-
bjartsson þægilega jólatónlist á
hveijum degi fram til jóla.
V^terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
,8
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur vináttu og hlýhug við andlát og
útför
ELÍNAR BRYNDÍSAR BJARNADÓTTUR,
Hvassaleiti 56.
Stekkjastaur
á silfurskeið
Gull og Silfursmiðjan Ema hf.,
hefur hafíð framleiðslu á jóla-
sveinaskeiðum úr silfri. Skeiðina
teiknaði Eggert Guðmundsson
listmálari, árið 1954 en gert er
ráð fyrir að á næstu árum verði
gerð ein skeið á ári. Á fyrstu
skeiðinni er mynd af Stekkja-
staur og kostar hún 3.950 krón-
ur. Skeiðin fæst í fjölmörgum
skartgripaverslunum.