Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 36

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Thor Eggertsson, deildarstjóri sjálfvirku símstöðvarinnar í Reykja- vík, fyrir framan fyrstu sjálfvirku símstöðina. > Sjálfvirki síminn 60 ára Fyrsta sjálfvirka símstöðin á íslandi var sett upp í Landsímahúsinu í Reykavík fyrir 60 árum. Með henni hófst þróun sjálfvirka sím- kerfisins á Islandi, en á fyrri hluta síðasta áratugar var kominn sjálfvirkur simi um allt land. Á þriðjudag var gestum og gang- andi boðið að virða fyrir sér stöðina í tilefni afmælisins, en á þeim 60 árum sem stöðin hefur verið starfandi hefur fjöldi símnot- enda í Reykjavík fertugfaldast. „Þessi fyrsta stöð er mótordrif- in, og þessar gömlu stöðvar gera í raun ekkert annað en að gera mönnum kleift að hringja milli staða. Nú er fólk hins vegar farið að taka ýmsa aukaþjónustu, svo Isem flutning símtala, sem sjálf- sagðan hlut,“ sagði Thor Eggerts- son, deildarstjóri sjálfvirku sím- stöðvarinnar í Reykjavík. Thor kvað stöðina sennilega verða tekna úr notkun á næsta ári, er stafræna tæknin, sem nú er að ryðja sér rúms, mun leysa hana af hólmi. Loðfóðraðir kuldaskór. Verð kr. 4.680,- * Skyrtur. Verð kr. 1.980,- * Bolir. Verð kr. 1.580—1.980,- * Lambsullarpeysurnar komnar aftur. Verð 2.900,- Verzlun með notuð hljóðfæri Opnuð hefur verið umboðs- verzlun með notuð hljóðfæri að Rauðarárstíg 16 hér í borginni í tengslum við Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg hf. Verzlunin er opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 13 til 18 og á laugar- daga frá klukkan 11 til 14. í fréttatilkynningu frá þessari nýju umboðsverzlun (sölumiðlun) segir að hún sé „eina verzlunin á landinu sem verzlar með notuð hljóðfæri en lengi hafi verið þörf fyrir slíka þjónustu“. Frá undirbúningi Lionsmanna á sölu jólapappírs. Jólapappírssala í Hafn- arfirði um helgina LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar verður með sína árlegu jólapappírs- sölu um næstu helgi og að sögn Baldvins E. Albertssonar, kynningar- fulltrúa Lionsklúbbsins rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til líknamála í bænum okkar. Klúbburinn hefur starfað í þijá- tíu og sex ár og lagt ýmsum góðum málum lið m.a. nú siðustu ár hefur sérstök deild fyrir þroskahefta á Víðivöllum notið stuðnings við upp- byggingu og endumýjun tækja. St. Jósepspítala hafa verið færð ýmis tæki, m.a. fyrir nokkru var forráða- mönnum 5>t. Jósepsspítala afhentur að gjöf tækjabúnaður til að endur- gera mjaðmaaðgerðir svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Baldvins hefur þetta tekist með hjálp bæjarbúa og yrði vonandi framhald á því ef Hafnfírðingar tækju jafn vel á móti þeim og þeir hafa gert fram til þessa. Lokun Kög- urgrunns mótmælt STJÓRN Skipstjórafélags Norð- lendinga mótmælir harðlega reglugerðarlokun á Kögur- grunni er sjávarútvegsráðuneyt- ið auglýsti 3. desember sl. í ályktun frá félaginu segir: „Það má öllum vera ljóst sem þessi mál þekkja að fískur sá er þama hefur veiðst er af svipaðri stærð og sá fískur sem veiðist á hefðbundnum togslóðum á svæðinu frá Hala, austur og suður um, að Hvalbak. Ef ráðuneytið er að hverfa frá hefðbundnum vinnuaðferðum varð- andi smáfískafriðun þá gerum við kröfu um að þær breytingar verði kynntar fyrir okkur með eðlilegum fyrirvara og umsagnarrétti okkar. Verði líkri gerræðisákvörðun sem hér um ræðir ekki breytt, má gera ráð fyrir að sá samstarfsvilji er verið hefur ríkjandi milli norð- lenskra skipstjórnarmanna og Veiðieftirlitsins, verði með allt öðr- um hætti en verið hefur." Verzlunin er sem fyrr segir í tengslum við Hljóðfæraverzlun Poul Bemburg hf. sem er gamalgróin hljóðfæraverzlun. Umsjónarmaður umboðsverzlunarinnar (sölumiðlun- arinnar) er Guðmundur Benedikts- son. (Úr fréttatilkynningu). Verzlun með notuð hljóðfæri við Rauðarárstíg Iþróttasamband fatlaðra Fj ölsky ldudagar í Perlunni ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra mun standa fyrir fjölskyldudegi í Perlunni, Oskjuhlíð, sunnu- dagana 5. og 13. desember nk. kl. 14-17. ÍF var boðið að nýta fyrstu hæð Perlunnar þessa daga og verður fjölbreytt dag- skrá í gangi báða dagana. Ýmsir aðilar verða með sölu- og kynningarbása á svæðinu. íþrótta- félög fatlaðra og ýmis önnur félög, vemdaðir vinustaðir, listamenn, þjónustuklúbbar, hópar og einstak- lingar verða með fjölbreytta jóla- vöku og aðrar vömr til sýnis og sölu. M.a. munu konur af Suður- landi spinna á rokka og vera með kynningu á íslenskum ullarvörum. Vaka-Helgafell verður með kynn- ingu á bama- og unglingabókum. Dagskrá 6. desember verður þannig að kl. 14.30 hefst dagskrá á sviðinu en þá mun Skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar spila fyrir gesti. Sýnt verður atriði úr leikritinu Ronju ræningjadóttur sem frum- sýnt verður á annan í jólum í Borg- arleikhúsinu. Hljómsveitirnar Sýn og Teningarnir syngja lagið. Hilmar J. Hauksson og Matthías Kristensen fara í leiki með börnum og kynna Bamagull, lög og leikir sem nú hafa verið endurútgefin á kassettu. Eldhress jólasveinn mun kynna at- riði og skemmta börnunum. Fomleifar frá landnámi til siðaskipta í NÝHÖFN, Hafnarstræti 18, verður opnuð í dag, laugardag 5. desember, kl. 14, sýningin Víkin og Viðey, Fornleifar frá landnámi til siðaskipta í Reykjavík, á vegum Árbæjar- safns. í Reykjavík hafa allnokkrir fomleifauppgreftir farið fram síð- ustu 20 árin, einkum tengdir landsnámsbænum í Aðalstræti og Viðey. Á sýningunni má sjá merk- ustu gripina sem fundist hafa í þessum uppgröftum og eru þeir frá 9.-16. öld. Um uppsetningu sáu Skia, fomleifafræðingur, Bjami F. Einarsson, fomleifa- fræðingur, og Margrét Hallgríms- dóttir, borgarminjavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.