Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
61
Á að anka atvinnuleysið?
Frá Bergi Garðarssyni:
Kristján Ragnarsson, er það
maðurinn sem á að ráða ráða örlög-
um heilu byggðarlaganna? Ég trúi
því ekki að fólk hlusti á svona rugl
að vilja smábáta með engum kvóta,
báta sem standa og falla með sínu,
landa öllu í heimabyggð. Trillukarl-
ar eru menn sem fá enga ríkis-
styrki né afskrifaðar skuldir né er-
lend lán eins og togaraútgerðir. Ef
aukning smábáta hefði ekki komið
til væri bara ennþá meira atvinnu-
leysi sem er nóg af fyrir. Skilur
Kristján Ragnarsson það ekki að
þeir hafa fyllt upp í stórt skarð sem
væri vegna aukningar frystitogara
og atvinnuleysi sem því fylgir. Held-
ur hann virkilega að fólk sé svo
vitlaust að það sjái ekki hvað er
að gerast? Það væri örugglega
hægt að fá minna launaðan mann
en mann með 6-700 þús. á mánuði
til þess að fara með þvílíka endem-
is vitleysu og hann. Hann ætti að
líta í eigin barm og sjá hvað er að
gerast. Það er talað um 13-18%
samdrátt á þessu ári hjá togaraút-
gerðinni, smábátar fiska ekki einu
sinni það sem togaramir ná ekki.
Verður talað um 20-30% á því
næsta? Hvað eru menn að hugsa?
Við erum ekkert öðruvísi en aðrar
þjóðir. Hvað hefur gerst hjá öðrum
þjóðum? Þegar aðrar þjóðir eru að
hætta með verksmiðjuskipin, koma
íslendingar á færiböndum og skoða
þau þar sem nóg er til af þeim. Er
ekki tími til kominn fyrir Kristján
Ragnarsson sem er formaður LÍÚ
að gera eitthvað haldbærara en að
ráðast á þá sem minna mega sín
eins og trillukarlana. Hann er
kannski að sækjast eftir að versla
með þessi fáu tonn sem við fengjum
til skiptanna? Út af einhverju er
vaxandi fylgi smábátaútgerðar sem
er arðbær og skilar sínu heim og
dregur úr atvinnuleysi. Út af ein-
hveiju styður Fiskiþing okkur í
þeirri baráttu að halda lífi og einn-
ig Farmanna- og fískimannasam-
band íslands og margir aðrir sem
sjá að við erum ekkert að búa til
atvinnuleysi heldur minnkum það.
Þar sem samdráttur er í þjóðfélag-
inu veitir ekki af.
Trillukarlar sem eru um 2.000
fyrir utan fjölskyldur, sem hafa
margar hveijar vinnu í kring um
bátana bættust í hóp atvinnulausra
ef Kristján Ragnarsson fengi að
ráða. Er ekki nær að við stæðum
allir.saman sem ein heild en ekki
plokka augun hvor úr öðrum, því
allir sækjum við í sama sjó eða vilja
menn bara eitt pennastrik yfír allt
saman eins og manni heyrist á sum-
um.
Vonandi láta menn heyra í sér,
eða vilja þeir láta traðka á sér?
BERGUR GARÐARSSON
Sæbóli 16, Grundarfírði
LEIÐRÉTTINGAR
Arétting
Hinrik Greipsson hjá Hagræðing-
arsjóði vill árétta, vegna fréttar í
blaðinu á miðvikudag, að síðasti
greiðsludagur vegna kaupa á afla-
heimildum Hagræðingarsjóðs, sé
14. desember.
Jólamatur
Vegna tæknilegra mistaka féll
niður magn hráefnis á nokkrum
stöðum í Jólamatarblaði Morgun-
blaðsins, sem út kom þriðjudaginn
1. desember sl. Eru lesendur beðnir
velvirðingar á þessum mistökum,
en hér á eftir eru upplýsingar um
það sem niður féll.
í uppskrift að Ömmukaramellum
á bls. 4 á að standa 2'h dl síróp. í
uppskrift að Pönnukökum með
ijómaosti og ávöxtum á að vera 'h
bolli sykur. Einnig á bls. 18, í upp-
skrift að Kartöflum á franska vísu,
á að vera 'U tsk. múskat og í upp-
skrift að Peru- og eplasósu á að
vera ‘A tsk. kanill og ‘A bolli Dijon
sinnep. A bls. 26 er uppskrift að
Rúgbrauði þar sem á að standa l’A
bolli púðursykur og IV2 tsk. salt.
Þá er á sömu síðu uppskrift að
Pecan-pæ þar sem eiga að vera 200
g dökkt síróp, í fyllingunni.
Gódan daginn!
VELVAKANDI
ATHUGASEMD
í bréfi frá Eggert E. Laxdal
sem birtist í Morgunblaðinu 1.
desember undir fyrirsögninni
Undanþága í skattalögum voru
meinlegar ritvillur. Bréfið er
þannig:
Vegna greinar í DV, þar sem
haft er eftir Steinþóri Haralds-
syni hjá Ríkisskattstjóra, að
engin undanþága sé í skattalög-
um vegna styrkja, heiðurslauna
eða gjafa, vil ég leyfa mér að
benda á eftirfarandi.
í bókinni „Lögbókin þín“ eft-
ir Björn Þ. Guðmundsson, segir
á bls. 455, neðarlega í dálki til
hægri: Ekki telst til tekna (liður
d) verðlaun og heiðurslaun
o.s.frv. Gjafir teljast heldur ekki
til tekna, nema þær teljist kaup-
auki.
Steinþór Haraldsson hjá
Ríkisskattstjóra hafði sam-
band við Morgunblaðið og benti
á að þarna sé um misskilning
að ræða og hafi Eggert misskil-
ið það sem i bókinni stendur.
Verðlaun og heiðurslaun teljast
til tekna samkvæmt skattalög-
um. Einnig beinar gjafir, en þó
undanskildar tækifærisgjafír
enda sé verðmæti þeirra ekki
meira en almennt gerist um slík-
ar gjafir. Þessar reglur koma
skýrt fram á bls. 455 í hinni
ágætu bók Björns Þ. Guð-
mundssonar, sagði Steinþór.
ÁREKSTUR
Jón Steinn Haraldsson:
Árekstur varð á gatnamótum
Höfðatúns og Borgartúns hinn
16. nóvember um kl. 14. Öku-
maður stórs flutningabíls kall-
aði á lögreglu í bflasíma og er
hann vinsamlegast beðinn að
hafa samband við mig í síma
19768 eða síma 33586.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Kristín Eiríksdóttir:
Ég vil koma á framfæri kæru
þakklæti fyrir góða þjónustu
sem mér var veitt hjá verslun-
inni Vogue, Skeifunni. Ég hafði
pantað sérsaumuð gluggatjöld
sem voru síðan ranglega _af-
greidd vegna misskilnings. Átti
ég fullt eins von á því að ég
fengi þetta ekki leiðrétt eins og
svo oft á sér stað í verslunum
hér á landi. Hins vegar var
málið leyst farsællega fyrir mig.
Gluggatjöldin saumuð upp á
nýtt og ég fékk endurgreiddan
mismun vegna þessa.
Mér fínnst full ástæða til að
þakka fyrir góða þjónustu þegar
hún er veitt og vil koma á fram-
færi kæru þakklæti til starfs-
fólksins hjá versluninni Vogue.
Sérstœð og sígild gjafabók
FÓLKID í FIRDIIMUM
UÓSMYNDIR OG ÆVIÁGRIP LOKABINDI
• Þriðja bindið (lokabindi) er komið út. Verð kr. 3.200.
• 220 Ijósmyndir með æviágripum 297 eldri Hafnfirðinga.
• Bókin fæst á Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50764.
• Fyrsta og annað bindi enn fáanleg á gömlu verði.
• Öll bindin geyma 612 Ijósmyndir og 750 æviágrip.
Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-17
TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON
STEINAR WAAGE_______
SKÓVERSLUN
Kvenskór
Ath: Úr mjúku leðri Stærðir: 36-41.
með þunnum gúmmísóla. Litur: Svartur.
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur
Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn,
Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi,
^ sími 18519 simi 689212 sími 21212.
Glæsilegur náttfatnaður
í úrvali — 100% silki og bómull
LONDON
Austurstræti 14