Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
41
ZZ
„Funky Dinosaur“, ný
plata með Deep Jimi
and the Zep Creams
ÚT ER komin geislaplatan Funky
Dinosaur með hljómsveitinni Deep
Jimi and the Zep Creams.
í kynningu útgefanda segir að
meðlimir hljómsveitarinnar hafí farið
til New York fyrir rúmu ári til að
froista gæfunnar og komu með tilboð
um hljómplötusamning upp á vasann.
Tilboðið var frá hljómplötufyrirtæk-
inu ATCO sem gefur plötuna Funky
Dionsaur út, en ATCO er einn armur-
inn á fljölþjóðarisanum Wamer
Music. Fulltrúar ATCO útgáfunnar
komu að máli við hljómplötuútgáfuna
Steina snemma á haustmánuðum og
óskuðu eftir því að hún gæfí plötu
Deep Jimi and the Zep Creams út
hér á landi nú í nóvember en hún
er ekki væntanleg á markað í Banda-
ríkjunum og annarsstaðar1 í heimin-
um fyrr en á næsta ári. Það eru því
Islendingar sem fá fyrstir allra að
kynna sér Funky Dinosaur, nýja 15
laga plötu Deep Jimi and the Zep
Creams.
Þeir sem skipa Deep Jimi and the
Zep Creams eru: Bjöm Árnason,
bassi, orgel, píanó og röddun, Júlíus
Guðmundsson, trommur, slagverk,
þverflauta, selló og röddun, Sigurður
Eyberg Jóhannesson, söngur, munn-
harpa og bassi og Þór Sigurðsson,
gítar og röddun. Hljóðritun frá fram
í Noise, New Jersey undir stjóm
Kramers og Deep Jimi, ljósmyndir
tók Alicia Exum en hönnun annaðist
Carol Bobolts hjá Red Herring De-
sign.
Það er hljómplötuútgáfan
ATCO sem gefur Funky Dinosaur
út en hljómplötútgáfan Steinar
annast útgáfu og dreifingu hér á
iandi i umboði ATCO. Verð 1.999
krónur.
Deep Jimi and the Zep Creams.
DELUXE RAFSTÖÐVAR
FRA
F.G.WILSON ENG.
LYSTADÚN-SNÆLAND hf
Skútuvogi 11 • 124 Reykjavík • Sími 814655 / 685588
Sendum í póstkröfu um land allt
MtwAýH k/fo
SKIPA- OG VÉLAHLUTIR
SKEIÐARÁSI 3. 210 GARÐABÆ
SlMI 91-658584. FAX 91- 652150
Laugavegnr
Opið lengur
um helgina
Laugardaginn 5. desember er
afgreiðsiutími verslana við Lauga-
veg frá klukkan 10 til 18, svokall-
aður langur laugardagur og á
sunnudag frá klukkan 13 tíl 17.
Ýmsar uppákomur verða við
Laugaveg. Laugavegarbangsinn,
tákn Laugavegarins verður á ferð í
hestakerru í leita að minnsta bangsa,
sem er í feluleik í einhveijum búðara-
glugga við Laugaveginn. Þá mun
Lúðrasveit verkalýðsins leika jólalög
frá klukkan 14.
Á sunnudag verður opið frá klukk-
an 13 til 17 og frá klukkan 14,30"
mun Kór Austurbæjarskólans syngja
jólalög á Laugaveginum.
VATNSKÆLDAR DÍESELVÉLAR.
HÖFUÐROFIOG TÖFLUBÚNAÐUR.
lOkva: kr. 315,000. án vsk.
22 kva: kr. 415.000. án vsk.
40 kva: kr. 477,000. án vsk.
60 kva: kr. 550,000. án vsk.
110 kva: kr. 765,000. án vsk.
4 vikur frá verksmiðju.
■ REBECCA
Stærö: 136 x 90 x 73
Útdreginn: 130x200
Verö: 37.500 kr.
■ PAULINE
Stærö: 165 x 80 x 86
ÚUtreglnn: 120x195
Verö: 51.500 kr.
Fallegu svefnsófarnir og svefnstól-
arnir frá Lystadún - Snælandi eru
góðir daga sem nætur. Þeir eru
sannkölluð híbýlaprýði og þægi-
legir að sofa á. Hönnunin er glæsi-
leg og fjölbreytt, form og litir marg-
víslegir. Stærðirnar eru mismunandi
svo auðvelt er að fá sófa eða stól
sem hentar vel í allar stærðir
herbergja. Svefnsófi frá Lystadún -
Snælandi er tilvalinn í gestaher-
bergið eða sjónvarpskrókinn og
unglingarnir kunna vel að meta ■iNA
þægindin að því að hafa bæði rúm
og sófa til umráða. Og til að lífga upp
á tilveruna enn frekar er til mikið
úrval af púðum í fallegum litum.
Svefnsófi frá Lystadún - Snælandi
tryggir þér góðan dag eftir góða nótt.
■josephine
Stærð: 130 x 80 x 86
Útdreginn: 130 x 190
Verö: 32.500 kr.
Stærð: 157x70x70
Útdreginn: 135 x 190
Verft: 34.000 kr.
■SESAM
Stærö: 145 x 85 x 70
Útdreginn: 140 x 190
ella
•ess
■ REBECCA-svefnstóll
Stærö: 71 x 90 x 73
Útdreginn: 65 x 200
Verö: 23.000 ltr.
Aðventutónleik-
ar í Fella- og
Hólakirkju
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða
haldnir í Felfa- og Hólakirkju
sunnudaginn 6. desember nk. kl.
Í6.
Flytjendur eru: Kirkjukór Árbæj-
arkirkju, kirkjukór Fella- og Hóla-
kirkju og kirkjukór Hjallasóknar í
Kópavogi undir stjórn organista
sinna. Einsöngvarar eru: Kristín R.
Sigurðardóttir, Gréta Jónsdóttir,
Svava Sigurðardóttir, Bjami Th.
Kristinsson, Fríður Sigurðardóttir og
Halla Jónsdóttir. Flautuleikarar:
Guðrún Birgisdóttir og Martiel
Nardeau. Bassaleikari er Jóhannes
Georgsson. Fiðluleik annast Lára
Bryndís Eggertsdóttir og Ólöf Júlía
Kjartansdóttir og sellóleikur er f
höndum Grétu Rúnar Snorradóttur.
Tónleikamir verða endurteknir í
Árbæjarkirkju fímmtudaginn 10.
desember kl. 20.30.
(FréttatUkynning)
------♦■♦ ♦----
Gallerí Kó-
bolt og körfur
GALLERÍ Kóbolt og körfur verða
í dag, laugardaginn 5. desember,
með opið hús frá kl. 12 til 17 að
Laugavegi 55 (bakhús).
í Gallerí Kóbolt, á efri hæðinni,
eru til sýnis og sölu leirmunir eftir
leirlistakonumar Brita Berglund og
Rannveigu Tryggvadóttur. Á neðri
hæðinni sýnir hins vegar Margrét
Guðnadóttir körfur.
3M
Glærur