Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 t '•Séð inn eftir kirkjuskipinu í Glerárkirkju. Mikið líf í kirkjunni FJÖLBREYTT starfsemi fer fram í húsnæði Glerárkirkju. Skátastarf í Glerárhverfí fer fram í kirkjunni, þar starfa nú fjórar sveit- ir, Gaulverjar, Árbúar, Súlur og Poll- ar og eru samtals um 130 skátar starfandi í þessum sveitum. Þeir hafa til ráðstöfunar fundarsal, fjögur flokksherbergi, foringjaherbergi og eldhús. Leikskólinn Krógaból hefur verið rekinn á neðri hæð kirkjunnar um árabil og eru rúmlega 30 börn í leik- skólanum. Parkinsonsfélagið á Akureyri var stofnað í Glerárkirkju árið 1987 og eru nú um 40 manns í félaginu, en félagið hefur fundaraðstöðu í kirkj- unni. Glerárdeild AA-samtakanna voru stofnuð við Glerárkirkju árið 1986 og hefur starfsemin farið þar fram síðan. Þá má nefna að Áhugahópur um bijóstagjöf og vöxt og þroska bama hefur síðan í september staðið fyrir opnu húsi í Glerárkirkju einu sinni í viku. Morgunblaðið/Rúnar Þór Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason mun vígja Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 6. desember, rúmum átta árum eftir að fyrsta skóflustunga var tekin að kirkjunni. Glerárkii’kja vígð við há- tíðlega athöfn á morgxui Sr. Pálmi Matthfasson, Sr. Pétur Þórarinsson var Sr. Gunnlaugur Garðars- fyrsti sóknarprestur sóknarprestur í tæp tvö son núverandi sóknar- Glerárkirkju. ár. prestur. Starfsfólk Glerárkirkju VIÐ Glerárkirkju starfa nokkrir starfsmenn, þar er um að ræða sjálfboðaliða, fólk í hlutastarfi eða í fullu starfi. Sóknarpresturinn er sr. Gunnlaug- ur Garðarsson, en hann kom við Lögmannshlíðarsókn sumarið 1991. Organisti og kórstjóri er Jóhann Baldvinsson, en því starfí hefur hann gegnt frá því haustið 1987. Sverrir Pálmason er umsjónarmaður Glerár- kirkju og kirkjuvörður er Orri Torfa- son. Tveir meðhjálparar eru við kirkj- una, Aðalheiður Stefánsdóttir og Elfa Bryndís Kristjánsdóttir. Þor- steinn Pétursson er umsjónarmaður með barnastarfí Glerárkirkju og Hlé- dís Hálfdánardóttir er aðstoðarmað- ur við bamastarfið. Leiðtogi í æsku- lýðsstarfí er Jóhann H. Þorsteinsson og Sigríður Halldórsdóttir hefur umsjón með fyrirbænastundum. GLERÁRKIRKJA verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun, sunnudaginn 6. desember, átta og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustunga var tekin að bygg- mgunni. Biskup Islands herra Ólafur Skúlason mun víga kirkj- una, Bolli Gústafsson vígsubisk- up þjónar fyrir altari auk þess sem sóknarprestarnir sr. Gunn- laugur Garðarsson og sr. Birgir Snæbjömsson prófastur í Eyja- fjarðarprófastsdæmi aðstoða við athöfnina. Að vigsluathöfn lok- inni verður kirkjugestum boðið til kaffisamsætis. „Þetta er stór stund, það hefur verið gaman að fylgjast með bygg- ingunni frá upphafí og sjá nú fyrir endann á þessu verki. Það hafa margir lagt hönd á plóginn og starf- að við bygginguna, við höfum ekki nákvæmlega tekið saman hversu mikið starf sjálfboðaliða er en vitum að það er mjög mikið, sérstaklega tóku margir þátt í starfínu þegar fyrsti áfangi kirkjunnar var vígður í byijun árs 1987. Það hefur mikil orka farið í þetta uppbyggingar- starf á síðustu árum og nú hefur söfnuðinum verið búin góð starfsað- staða. Nú má segja að við getum farið að einbeita okkur að því að byggja upp safnaðarstarfíð," sagði Gunnhildur Ásgeirsdóttir formaður sóknarnefndar. „Það hefur allt gengið afskaplega vel og í raun er þetta tímabil, rúmlega átta ár skammur tími þegar við skoðum þetta mikla mannvirki. Við höfum í öllu okkar starfi miðað við að hér sé verið að reisa varanlega bygg- ingu sem standa á um ókomin ár og því hefur verið vandað til verks- ins á allan hátt, án þess þó að um íburð sé að ræða.“ Rúmlega 2.000 fm bygging Svanur Eiríksson arkitekt teikn- aði Glerárkirkju, en byggingastjóri frá upphafí hefur verið Eiríkur Stef- ánsson. Kirkjan er um 2.100 fer- metrar að stærð á tveimur hæðum, en kjallari undir kirkjunni er um 1.000 fermetrar og þar fer fram margvísleg starfsemi. Sæti eru í kirkjunni fyrir rúmlega 600 manns, auk þess sem rúmgóðir salir til hlið- ar nýtast til kennslu og fundahalda. Heildarkostnaður við kirkju- bygginguna nemur um 250 milljón- um króna, en ekki er inni í þeirri tölu reiknað með hinni miklu sjálf- boðavinnu sem innt hefur verið af hendi allt frá því byijað var á bygg- ingunni. Halldór Jónsson gjaldkeri sagði að byggingin hefði verið fjár- mögnuð með þeim hluta sóknar- gjalda sem ekki fóru í rekstur, en á meðan á byggingunni stóð var reynt að halda útgjöldum vegna rekstrar í lágmarki. Þá hefur fé verið safnað og einnig hefur gjafafé borist auk þess sem menn hafa gefíð vinnu, afslætti vegna efnis- kaupa og fleira ámóta. Loks hefur bygging Glerárkirkju verið fjár- mögnuð með lántökum og nefndi Halldór að Lífeyrissjóðurinn Sam- eining hefði reynst vel í þvi efni auk fleiri aðila. Margir hafa aðstoðað við kirkjubygginguna Glerárkirkja tilheyrir Lögmanns- hlíðarsókn og var Lögmannshlíðar- kirkja eina kirkja sóknarinnar til fjölda ára. Eftir að byggð jókst utan Glerár þótti mörgum tímabært að reisa kirkju í hverfínu og var fyrsta bygginganefndin skipuð í lok árs 1969, en aðalverkefni hennar voru að fínna kirkjunni stað og leið- ir til að íjármagna byggingu henn- ar. í fyrstu höfðu menn augastað á svæði á svokölluðum Neðri-Ás, ofan Glerárskóla, en frá því horfíð síðar, enda hafði byggðin þanist mikið út til norðurs og þetta svæði því langt í frá að vera miðsvæðis í hverfínu. í ársbyijun árið 1983 var sótt um lóð undir kirkjuna á lóð Sjálfs- bjargar við Bugðusíðu og hún veitt í maí það ár. Ari síðar eða 31. maí árið 1984 tók þáverandi biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson fyrstu skóflustunguna að Glerár- kirkju. Fyrst var messað í kirkjunni í ágúst árið 1985, en fokheld varð kirkjan á árinu 1987 og var þá hafist handa við frágang innan húss og utan með dyggri aðstoð sjálfboðaliða úr sókninni. Kirkjuklukkumar voru keyptar frá Hollandi árið 1989, þær eru þijár og vega um 1.400 kíló. Þeim var fyrst hringt 2. september árið 1990. Orgel var keypt árið 1988, rafeindahljóðfæri með tölvukubbum sem innihalda hjóðupptökur á píp- um frá tveimur orgelum í Evrópu. Fögnuður í huga og hjarta - segir sr. Gunnlaugur Garðarsson „ÞAÐ ER mikill fögnuður í huga og hjarta yfir þessari stóru stund, nú er allt til reiðu fyrir starf og þjónustu við söfnuðinn. J>að skap- ast margir möguleikar, en réttlæti fyrir kirlgubyggingtim fáum við hvergi nema þjá Guði sjálfum," sagði sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur. um, en hið sama væri uppí á ten- ingnum í mörgum öðrum sóknum. „Það myndi breyta miklu og auk- ast möguleikar ef fjölgað yrði bæði leikum og lærðum í hópnum," sagði Gunnlaugur. „Þetta er mikil gleði- hátíð, ekki bara fyrir íbúa í Glerár- hverfí, ég trúi því að allir Akur- eyringar muni samfagna með okkur og eins þeir sem bera kirkjur lands- ins fyrir bijósti." í sókninni búa nálega 6.000 manns og sagði sr. Gunnlaugur að starfs pjests í svo stórri sókn væri mikið. í raun væri sóknin komin upp fyrir þau viðmiðunarmörk sem ríkisvaldið setti varðandi prestþjón- ustu í þéttbýli, en samkvæmt þeim mörkum ættu tveir prestar að vera starfandi þar. Kvaðst Gunnlaugur vona að ekki yrði langt í að hægt yrði að fara eftir þessum viðmiðun- Þrír prestar starfað við Glerárkirku Akureyrarprestakalli var skipt í tvennt árið 1981, norðan Glerár var Glerárprestakall og í upphafí heyrðu Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey undir prestakallið. Síðla það sama ár var fyrsti presturinn kjörinn í Glerár- prestakall, sr. Pálmi Matthíasson, en það var ekki síst fyrir hans til- stuðlan að farið var að huga að því að reisa kirkju í prestakallinu. Sr. Pálmi gegndi starfí sóknarprests þar til í apríl árið 1989 er hann var kallaður til starfa í Bústaðasókn. Við prestkosningar í júní var sr. Pétur Þórarinsson, sem var prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal kjörinn, en tæpum tveimur árum síðar varð hann að hætta störfum sökum veik- inda. I apríl á síðasta ári var sr. Gunnlaugur Garðarsson kjörinn og er hann starfandi sóknarprestur nú. )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.