Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 23 Þorsteinn Gylfason Meiníngin með háskólum i Hver er meiningin með háskól- um í siðuðu samfélagi? Ég hef einhvern tíma komizt svo að orði að háskóli þjónaði tveimur guðum. Annar heitir ungt fólk, og hinn heitir vísindi. Góður háskóli þjónar engum guðum nema þessum tveimur. Honum er sama um alla aðra guði en æskuna og vísindin. Hvað gera háskólar siðaðra þjóða fyrir ungt fólk? Öllu öðru fremur hjálpa þeir því til að aga hugsun sína. Vísindin eru strang- asta tæki sem við ráðum yfir til að aga hugsunina. Þegar hugsun manns hefur síðan verið vandlega tamin á þröngu sviði einhverrar vísindagreinar, þá er að minnsta kosti von til þess að tamningarinn- ar gæti víðar í hugsun hans og lífi. Nú spyr hver einasti Islending- ur náttúrlega hvaða gagn sé að taminni hugsun. Hvaða gagn skyldi vera að hugsandi fólki yfir- leitt, alveg án tillits til skóla- göngu? Hvaða gagn er að fólki sem skrifar góða íslenzku? Svarið er að sjálfsögðu að það þarf ekki að vera neitt sem fólk kallar gagn að því að hugsa. Þótt það sé vita gagnslaust er ævinlega prýði að því. Svona eru háskólar siðaðra þjóða. Frá þeirra sjónarmiði eru Islendingar haldnir hjákátlegum hleypidómi um þetta efni. Hinn íslenzki hleypidómur er sá að há- skólar séu fyrst og fremst til að þjálfa fólk til starfa, eins konar útungunarstöðvar fyrir atvinnulíf- ið. Þennan hleypidóm má kannski skýra í ljósi þess að það er ekki nema tæj)ur aldarfjórðungur síðan Háskóli Islands hætti að vera aum- ur og einskis virtur embættis- mannaskóli handa kotríki. Nú vilja yfirvöld ólm færa hann aftur í það horf. Meira en tuttugu ára starf að því að búa til alvöruháskóla á íslandi, við alls konar erfiðleika, er að verða að engu. Hleypidóminn má líka reyna að . skýra í ljósi þess að íslendingar virðast trúa því staðfastlega að öll menntun sé fyrst og fremst starfsþjálfun. Það breytír engu þótt þeir fari oftar en ekki með skóla sína eins og fjárréttir þar sem ungt fólk er rekið saman, og látið híma jarmandi, þangað til þjóðfélaginu þykir tímabært að draga það í dilka. íslendingar vilja helzt, að því er virðist, að allt sem á þarf að halda á vinnustað sé kennt í skólum, og ef ekki í skólum þá á námskeiðum. Skólagangan á svo að veita starfsréttindi. Starfs- réttindin eru til þess að fólk sem ekki gekk í gegnum ítroðsluna í skólunum og á námskeiðunum fái ekki að vinna verkin. Samt er það oft miklu betur fallið til þeirra en fórnarlömb ítroðslunnar. íslendingar skilja ekki að menntun geti þjónað neinum öðr- um tilgangi en þessum. Þess vegna er það ósvífni af mér að segja þeim að menntun sé til að aga eða temja hugsunina. Við stærðfræði og hagfræði, málfræði og stjórn- málafræði, erfðafræði og eðlis- fræði. Öll íslenzka þjóðin rís upp og spyr einum rómi: „Og hvað færðu svo að gera þegar þú ert búinn?“ Hún segir ævinlega „bú- inn“, því að hún heldur að þegar skólagöngu er lokið þurfi ekki að læra neitt meira. II Hinn guðinn sem háskólar sið- aðra þjóða þjóna heitir vísindi. Um vísindin þarf ég ekki að hafa mörg orð því að þau eru án efa eitt- hvert göfugasta uppátæki mann- eskjunnar í samanlagðri sögu hennar. Þau eru hvorki meira né minna en leitin að sannleikanum, á okkar dögum í voldugri alþjóð- legri samvinnu sem á sér engan líka. Vísindin eru eina sameign mannkynsins. Það hefur aldrei átt neitt annað sameiginlega. Samt hvarflar ekki að vísindunum að þau hafi höndlað sannleikann í krafti hinnar alþjóðlegu samvinnu. Þau eru þrotlaus leit að honum. í þeirri viðleitni vinnast margir sigr- ar, stórir og smáir, á hverjum ein- asta degi um víða veröld. Það er í nafni þjónustunnar við sannleik- ann sem háskólar gera kröfu tii frelsis og sjálfstæðis, jafnt frá stjómvöldum sem atvinnulífi. Nú er það einhver undarlegasti hlutur í heimi að þessi fijálsa þjón- usta við sannleikann, borin uppi af ástríðufullri forvitni um annar- legar gátur tilverunnar, hefur bor- ið ríkulegan ávöxt fyrir hvert mannsbarn, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Gervöll framfa- rasaga Evrópu og Ameríku, frá því í iðnbyltingunni ensku á 18du öld, er öllu öðru fremur saga ávaxtanna af hinum frjálsu vísind- um. Sigramir á sjúkdómunum og sigrarnir á fátæktinni. Þetta vita siðaðar þjóðir að sjálfsögðu. Meðal annars þess vegna hafa þær há- skóla, voldugar stofnanir, til að sinna hreinum vísindum við fyllsta frelsi. Þær hafa ekki háskóla til að sinna rannsóknum í þágu atvinnu- lífsins. Það væri auðvitað alveg sama ófrelsið og tilskipanir úr menntamálaráðuneytinu. Þar við bætist að rannsóknir í þágu at- vinnulífsins hér á íslandi yrðu áreiðanlega ekkert betri en hver önnur fjárfesting íslendinga í landbúnaði og sjávarútvegi sem heita hinir þjóðlegu atvinnuvegir hér í landinu. Þær yrðu sama taumlausa og arðvana sukkið sem afkomendur okkar fá að standa straum af með erfiðismunum. Sannleikurinn er sá að það er ekki til neins að panta vísindalegar nið- urstöður sem eiga að vera hagnýt- ar. Þær verða bara að fá að koma. En öll saga Evrópu og Ameríku í tvö hundruð ár segir skýrum rómi: ef þær bará fá að koma þá koma þær, þótt enginn viti fyrir- fram hveijar þær verða, og þegar þær em komnar reynast þær oftar en ekki vera til mestu blessunar, ekki sízt fyrir atvinnulífið. Þó ekki sé nema þess vegna vill siðað fólk hafa háskóla. Og þegar niðurstöð- urnar koma veit enginn fyrir hveij- ir fá þær. íslenzkri fiskifræði hef- ur fleygt fram á síðustu ámm, og meðal þeirra sem stuðlað hafa að framförum hennar era ekki bara fiskifræðingarnir, heldur líka stærðfræðingar og eðlisfræðingar hér við háskólann. Hver hefði séð það fyrir? Hefði sjávarútvegurinn verið tilbúinn til að leggja fé í stærðfræði og eðlisfræði fyrir fimmtán árum? Hann er ekki einu sinni tilbúinn til þess núna. Hann er að kaupa því meiri skip sem minna er af fiski í sjónum. m Stúdentar spurðu lsta desem- ber hvort Háskóli Islands svari þeim kröfum sem gerðar eru til háskóla meðal vestrænna menn- ingarþjóða. Svarið er að sjálfsögðu himinhrópandi nei. Hann fær ekki að gera það, og ef hann sýnir lit í aldarfjórðung, og skilar meira að segja margvíslegum árangri líka, þá skal það allt af honum tekið. Hann á í stríði við starfs- menntunargrillur þjóðarinnar, og hann býr við fullkominn vanskiln- ing hennar á vísindum og vísinda- rannsóknum. Þess vegna stendur hann í stríði fyrir hönd framtíðar þjóðarinnar í landinu. Það vill svo til að nú em fylking- ar af ungum íslendingum, bæði hér á landi og úti um öll lönd, sem gætu sem bezt axlað þá byrði að halda starfinu áfram og reynt að búa til góðan íslenzkan háskóla. Ég efast um að það hafi nokkurn tíma í sögu þjóðarinnar verið ann- að eins lag og einmitt núna. Þetta unga fólk þyrfti að laða til lands- ins, ef það er erlendis, og veita því færi á að gera það sem því sjálfu sýnist í erfðafræði og eðlis- fræði, félagsfræði og stærðfræði. En þetta er ekki gert. Heldur eru hús Tilraunastöðvarinnar á Keld- um að hrynja utan af henni. Samt er hún eina heimsfræga vísinda- stofnunin sem Háskóli íslands hefur getað státað af til þessa. BÆKUR Þorgeir Ibsen Hreint og beint HREINT OG 0EINT LJOÐ OG LJOÐLIKI Hér ýtir nýr ljóðahöfundur úr vör með ljóðabók, sem hann kallar Hreint og beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í hefðbundnum stíl, en nýstárlegum þó um sumt. Höfundur á það til að víkja af alfaraleið í ljóðum sínum, einkum í þeim Ijóðum sem hann nefnir ljóðlíki en ekki ljóð. En ljóðlíki hans eru þó allrar athygli verð og standa vel fyrir sínu. Þar ber kvæðið Minning greinilega hæst - ljóðlíki eins og höfundur nefnir það - um Stein Steinarr, um atvik úr lífi hans sem er á fárra vitorði, atvik sem aldrei hefur verið jlýst áður eða frásögn um það á þrykk komist. LITLAR SÖCUR áziieSlSlÍSL PáU Litlarsögur eru safn sextán sagna um fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar hversdagsleikans. Meðal annarra koma við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir- myndarhúsmóðir, Herjólfur skósmiður, Jóhanna af Örk, unglingurinn Gunnar og ég. Farið er á tónleika á gulum Renault, í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið málað svart. Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður gefið út ljóðabókina Þú og heima og þýtt bækurnar Kæri herra Guð, þeffa er hún Anna og Önnubók. Litlarsögur eru fyrstu frumsamdar sögur hans sem dregnar eru upp úr skúffu og koma fyrir augu manna. VIKINGS iækjamti vi NIÐJATAL GUÐRÍÐAR EÝjOlFSODrTUR Oö 3JARNA HALLDORSSONAR HREPPSTJÓRA A VlKINGSI-ÆK, VI í þessu sjötta bindi Víkingslœkjarœttar er 2. hluti h-liðar ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Þar sem ákveðið var að rekja niðja hans fram á þetta ár, en miða ekki eins og í fjórum fyrstu bindunum við þau mörk, er æviskeið Péturs Zophoníassonar setti verkinu, verður að skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í nokkur bindi, slíkur sem vöxtur ættar- innar hefur verið. Rúmur helmingur þessa bindis eru myndir. Allsherjarnafnaskrá bíður lokabindis útgáfunnar. VIKINGSLÆKJARÆTT Péiust fiojiÁo+UadAa+t SKUGGSJA SKUGGSJÁ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.