Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 14
Ölit HilðMtiKiiQ .3 íÍUöAQHAOUAj,! (JlUAkUUÍUUHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Hákan Branders Þingið í Borgá 29. mars 1809. Málverk eftir R.W. Ekman í ríkisstjórnarsalnum í stjórnarráðshúsinu i Helsingfors. (Museiverkets bilderarkiv.) En gömlu, sænsku lögin voru enn í gildi. Með tilstyrk þeirra var kom- ið á fót innlendum stjórnarstofnun- um með innlendum embættismönn- um. Zarinn gerði Helsingfors að höfuðborg stórhertogadæmisins og lét reisa tignarleg mannvirki sem hæfðu hinu nýja hlutverki borgar- innar. Háskólinn fluttist frá Abo til Helsingfors og átti eftir að hafa mjög mikil áhrif á framvinduna > menningarlegum efnum. Ríkishug- myndin festi rætur og þegar storm- ar þjóðfrelsishreyfinganna geyst- ust yfir Evrópu dafnaði hún enn frekar. Finnskan styrkti stöðu sína sem ritmál og menningarmiðill, landið fékk eigin mynt, markið, iðnvæðingin jókst hröðum skrefuip og utanríkisverslunin sömuleiðis, bæði við Rússland og Vestur-Evr- ópu en efnahagsleg samskipti Finn- lands við ríkin í vestri urðu brátt allnáin. Á seinni helmingi nítjándu aldar komst regluleg skipan á setu þings- desember skyldi gerður að þjóðhá- tíðardegi hins fijálsa Finnlands. En forsendurnar urðu til á þeim sex öldum sem landið var háð Sví- þjóð og þeirri einu öld sem það var fullvalda ríki í sambandi við Rúss- land. Auðvelt er að benda á sam- svarandi þróunarskeið í sögu ís- lands. Á „Sænska tímabilinu", en svo nefnast aldirnar sex næst á undan ríkjasambandinu við Rússa, var eystri hluti ríkisins ekki hjálenda heldur jafnrétthár öðrum hlutum sænska ríkisins, ásamt héruðunum vestan við botn Helsingjaflóa. Sænsk lög giltu í landinu og þegn- amir höfðu sömu réttindi og skyld- ur og aðrir undirsátar Svíakon- ungs. Því hljóta Finnar að hafa haft samskonar rétt og aðrir þegn- ar, bæði á aðild að konungskjöri þegar á miðöldum og á aðild að þinginu, Riksdagen, þegar kom fram á 17. og 18. öld. Við þetta festust norrænar réttarfarshefðir svo og veraldleg og geistleg yfir- völd Svía í sessi í Finnlandi. Sam- bandið við Svíþjóð hafði að sjálf- sögðu einnig mikla áhrif á menn- ingarsviðinu. Hins vegar hafði eystri hluti ríkisins eigin höfðuð- borg, Ábo, sem var borg mennta og aðsetur stjórnvalda og kirkju- legra yfirvalda. Málfarsleg og þjóð- ernisleg sérkenni gerðu það að verkum að austurhlutinn fékk sitt eigið yfirbragð. Það átti eftir að hafa gífurlega þýðingu fyrir þróunina að þessi samfélagsskipan hélst eftir að Finnar gengu í ríkjasamband við Rússa árið 1809, er Svíar höfðu misst landið tiþþeirra í stríðsátök- um ríkjanna. Á þinginu í Borgá, sem kallað var saman af Alexander I, meðan stríðið geisaði enn, full- vissaði einvaldurinn landsrnenn um það við hátíðlega athöfn í dómkirkj- unni í Borgá, hinn 29. mars 1809, að hvorki yrði hróflað við trúar- brögðum þeirra né stjórnarskrá, réttindum þeirra né fríðindum. Jafnframt lyfti hann Finnlandi upp „í þjóðanna fjöld“, eins og hann orðaði það. Gömlu, sænsku lögin héldu áfram að gilda í landinu, ásamt hinu gústavíanska stjórn- skipulagi, töluvert lengur en í Sví- þjóð, alveg fram að sjálfstæðinu árið 1917 og í stórum dráttum fram á okkar daga. Á fullveldistímanum kom það fyrir hvað eftir annað, einkum um aldamótin 1900, að Finnar stóðu höllum fæti og urðu að grípa til margvíslegra ráða til að veija stjórnarskrána fyrir þeim sem vildu ryðja rússneskum áhrif- um braut. Lögfræðingar þess tíma fengu æfmgu sem átti eftir að duga landsmönnum vel í sjálfstæð- isbaráttunni. Sagnfræðingar líta svo á að at- burðurinn í dómkirkjunni í Borgá hafi haft gríðarmika þýðingu. Hann markaði upphafið að fullveldistíma- bilinu sem stóð í meira en heila öld. Á þeim tíma átti sér stað þró- un sem leiddi til sameiningar þjóðarinnar og stofnunar finnska ríkisins. Einvaldur Finna sat nú í Pétursborg en ekki í Stokkhólmi. Carl Gustav Mannerheim. Æðsti yfirmaður herafla Finnlands 1918 og 1939-44, forseti lýðveld- isins 1944-46, (SA-bild) J.K. Paasikivi. Forseti lýðveldis- ins 1946-56. Finnar fagna 75 ára sjálfstæðis- afmælinu heima og erlendis Hátíðahöldin á afmælisári lýðveld- isins hófust á þjóðhátíðardeginum fyrir ári og hafa staðið allt þetta ár. í Finnlandi hafa verið mörg hundruð viðburðir I tengslum við hátíðarárið. Sjálfstæðisafmælisins hefur einnig verið minnst utan- lands með ýmsum viðburðum sem tengjast Finnlandi og bæta við þekkingu fólks á þjóðinni, sögu hennar, menningu og öðrum þátt- um. Hátíðahöldin hafa tekist mjög vel og þau hafa- reynst mikilvæg og árangursrík kynning á landinu. Ýmislegt hefur verið gert hér á Islandi til að minnast afmælisins, einkum á menningarsviðinu. Fyrsti viðburðurinn átti sér stað um síðustu áramót með högg- myndasýningu Hannus Siréns í Nýlistasafninu. I vor var síðan kynning á lífi og verkum Edit Södergran, bókmenntahátíðin og Álandsdagamir þegar leið að hausti. Hápunktamir vora opnun hinnar stóra sýningar „Finnsk aldamótalist" í Listasafni íslands hinn 16. október og hin viðamikla sýning á fínnskum glermunum í Norræna húsinu í nóvember. Báð- ar sýningarnar verða opnar fram í desember og segja má að þær myndi tignarlega umgjörð um þjóðhátíðardaginn, hinn 6. desem- ber. Eftir áramótin verður síðan haldin sýning á verkum eins helsta hönnuðar Finnlands, Kaj Franck, einnig í Norræna húsinu. Allir þessir viðburðir eru verðugur vitn- isburður um hið besta í finnskri list og hönnun. Sama dag og sýningin í Lista- safni íslands var opnuð, 16. októ- ber, hélt kammersveitin Finlandia Sinfonietta, sem þekkt er víða um lönd, tónleika í Langholtskirkju undir stjóm Ralf Gothoni. Á árinu gerðist það ennfremur að gefnar voru út á tveimur geisladiskum upptökur á þremur sinfóníum og fleiri hljómsveitarverkum eftir Leevi Madetoja í flutningi Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Geisla- diskarnir eru nú fáanlegir á ÍS' landi. Allt þetta ár hefur hver viðburð- urinn, sem tengist Finnlandi á einn eða annan hátt, rekið annan > Norræna húsinu og þar gefst ung- um og öldnum aðdáendum Tove Jansson, sem er höfundur Múmín- álfanna, færi á að skoðað teikning- ar hennar þessa dagana. Ástæða er til að nefna nokkur atriði í viðbót sem einnig tengjast afmælisárinu og hafa mikla þýð- ingu fyrir samskipti íslands og Finnlands: Fyrsti fínnski skólinn á íslandi hóf starfsemi sína í upp- hafi árs. Nemendurnir voru fimmt- án talsins. Þar fór fram, bæði á vor- og haustönn, stuðnings- eftir Hákan Branders sendiherra Finnlands á íslandi „Á þessu ári eru liðin 75 ár síðan Finnland hlaut sjálf- stæði. Megi þetta hátíðarár vekja okkur til umhugsunar um hvernig Finnum hefur tek- ist að efla með sér þróttmikla þjóðarvitund, hvernig þeim hefur tekist að skapa skilyrði fyrir sjálfstæðri tilveru þjóðar- innar, hvernig þeir hafa barist fyrir og öðlast sjálfstæði og hvemig þeim hefur tekist að varðveita sjálfstæðið." (Úr nýársræðu Mauno Koi- visto, Finnlandsforseta, 1. jan- úar 1992) Hér á eftir verður gerð í stuttu máli grein fyrir þeim tímabilum í sögu þjóðarinnar og nokkrum öðrum at- riðum er forsetinn vék að í ræðu sinni. Svæði það er nú á dögum nefn- ist Finnland hefur frá alda öðli leg- ið á mörkum vestur- og austur- hluta Evrópu. Átök valdhafa í austri og vestri hafa með örlagarík- um hætti sett mark sitt á sögu landsins og á ýmsan hátt mótað þá þróun sem leiddi til þess að finnska þjóðin varð til. Á miðöldum lágu þessi mörk milli helstu stór- velda þess tíma, Miklagarðs og Rómarríkis, milli grísku rétttrúnað- arkirkjunnar og rómversk kaþólsku kirkjunnar. Síðar voru mörkin dregin milli Rússlands annars veg- ar og stórveldanna Svíþjóðar, Frakklands og þýsku ríkjanna hins vegar. Þessi átök hafa bakað íbúum Finnlands ófrið og eyðileggingu alveg fram á vora daga. I hvert skipti er stórveldin skiptu upp Austur-Evrópu í samræmi við hagsmuni sína, var Finnland eitt af peðunum á borðinu. Þannig var það í Napóleonsstríðunum. Við frið- arsamningana í Tilsit gaf Napóleon Alexander I, Rússlandskeisara, fijálsar hendur til að taka Finnland af Svíum. Næsta röskun á högum Finna varð eftir fyrri heimsstyijöld- ina en þá töldu bæði Þjóðveijar og Rússar sig eiga hagsmuna að gæta á þessu svæði. Árið 1939 var Finn- land innlimað í áhrifasvæði Ráð- stjómarríkjanna ásamt baltnesku löndunum og fleiri svæðum, sam- kvæmt sáttmála Hitlers og Stalíns. Þessir atburðir mörkuðu sum af mikilvægustu umskiptunum í sögu landsins. Afleiðingar þeirra voru örlagaþrungnar og þjóðin mátti þola mikið harðræði. En þeir voru einnig mikilsverðir áfangar á leið hennar til sjálfstæðis og sameining- ar. Mikið reyndi á þol og þor finnsku þjóðarinnar. Lega landsins, mitt á milli ólíkra heima, olli því að straumar bárust frá ýmsum átt- um sem auðguðu hugarheim Finna og settu mark sitt á menningu þeirra. Hinn 6. desember 1917 lýsti þingið einróma yfir sjálfstæði landsins en í raun og veru var Finn- land þá þegar „tilbúið" sem ríki og sjálfstæðið hafði þegar náð þroska. Segja má að yfirlýsingin hafi aðeins verið formleg staðfest- ing á afar löngu þroskaferli. Samkvæmt þeim skilningi var það sögulega rétt ákvörðun að 6. Nokkrir þankar vegna 75 ára sjálfstæðis Finnlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.