Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 24
24
r jnrin^'U t ju 'A (H/!»u*i u <i|>. jí'.ilo.i;h
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Ódýrir Lloyd-
skór á Islandi
Svar til Gísla Ferdinandssonar (Kolbeins Gísla-
sonar) vegna samanburðar á verði Lloyd-skó-
fatnaðar sem er á röngum forsendum byggður
eftirSteinar Waage
Að gefnu tiiefni sé ég mig knúinn
til að svara grein sem birtist í Morg-
unblaðinu 3. desember þar sem ég
tel að vísvitandi hafi verið farið með
rangt mál.
Kolbeinn Gíslason, hjá Gísla Ferd-
inandssyni, upplýsir að verð á Lloyd-
skóm sem hann selur sé kr. 8.900
en bætir síðan við að nú séu þeir á
kr. 9.800, en kosti hjá Steinari
Waage kr. 12.900. Hér er um vísvit-
andi rangfærslu að ræða þar sem
sú tegund sem hann er að selja á
þessu verði er seld hjá okkur á
10.900. Það verð sem hann nefnir
er á annarri og dýrari tegund, einni
dýrustu tegundinni sem boðið er upp
á. Af 46 tegundum af. Lloyd-skóm
eru 36 á kr. 10.900. Ef við skoðum
verðið með 5% staðgreiðsluafslætti
sem boðinn er í okkar verslunum,
þá er munurinn kr. 655.
Viðskiptavinurinn getur valið hjá
okkur, eíns og áður er nefnt, um 46
„Viðskiptavinurinn getur
valið hjá okkur, eins og
áður er nefnt, um 46 teg-
undir af Lloyd-skóm á
meðan Gísli Ferdinandsson
býður upp á 5 tegundir.“
tegundir af Lloyd-skóm á meðan
Gísli Ferdinandsson býður upp á 5
tegundir.
Þá er í greininni látið að því liggja
að ég hafi hindrað kaup á hælplötum
merktum Lloyd. Þar er einnig um
rangfærslu að ræða.
Lloyd-fyrirtækið vildi ekki afgreiða
það magn sem um var beðið vegna
þess að það taldi magnið óeðlilegt
samanborið við íjölda para, sem til
íslands hafa verið seld. Þeir álitu að
líklegt væri að plötumár yrðu settar
undir skó sem ekki væru frá Lloyd.
Ekki vil ég ieggja dóm á það en tek
fram að ég hef ekki annast sölu á
hælplötum frá Lloyd, heldur Ásbjöm
Ólafsson. Hér er því skotið framhjá
marki.
Rétt er að almenningur geri sér
grein fyrir því, að þau fyrirtæki sem
komast inn á markað sem aðrir hafa
þjónað með æmum tilkostnaði og
miklu lagerúrvali, geta í skjóli sam-
anburðar á verði falboðið og keypt
sér vinsældir sem geta gefið skjóta
sölu. Allir ættu að vita að hröð sala
getur borgað sig með lágmarks
álagningu, sér í lagi ef menn ætla
ekki að vera með vöruna áfram. Stór
lager og meira úrval er þjónusta sem
hlýtur að kalla á meiri kostnað, en
er neytendum til góða til lengri tíma
litið.
Ég hef þó þá ánægju að geta sagt
viðskiptavinum mínum, að vegna
þeirrar lækkunnar á gjöldum sem
nýjustu aðgerðir rikisstjómarinnar
hafa í för með sér og vegna hag-
kvæmari innkaupa höfum við lækkað
álagningu okkar sem kemur við-
skiptavinum okkar beint til góða, í
lægra vöruverði. Er því það verð sem
nefnt hefur verið nú þegar orðið
óraunhæft. Næstu daga væntuin við
stórra sendinga af Lloyd-skóm og
bið ég viðskiptavini mína um að veita
athygli auglýsingum okkar þar sem
við tilgreinum verð (eins og við ávallt
gemm) og gera verðsamanburð.
Es. Þar sem þú, Kolbeinn, reynir
að upphefja sjálfan þig með því að
lýsa vilja til að bjóða lægra verð,
hvemig stendur þá á því að ísklæm-
ar sem þú flytur inn framhjá umboði
mínu, væntanlega til að spara þér
kostnað, eru á sama verði og væm
þær keyptar í gegnum okkur?
Höfundur er skókaupmaður.
HVITUR ASKUR
Verð: 92.420 kr. stgr.
Einnig öli heimilistæki fáanleg
HÚSASMKMAN
SkútiMjgi 16, Reykjavik
Lloyd-skór Gísla Ferdin-
andssonar hf. ekki
keyptir í smásölu
- segir Björn
Guðmundsson
forstjóri Ásbjörns
Ólafssonar hf.
BJÖRN Guðmundsson, forstjóri
Ásbjörns Ólafssonar hf., segir
óhugsandi að Gísli Ferdinands-
son hf. hafi keypt Lloyd-herra-
skó á smásöluverði í Þýskalandi
eins og haft er eftir Kolbeini
Gíslasyni, bæklunarskósmíða-
meistari, í blaðinu á fimmtudag.
Aðspurður segir Bjöm að Gísli
Ferdinandsson hf. hljóti að hafa
keypt skóna á eins konar milli-
verði, milli heildsölu- og smásölu-
verðs. Öðmvísi gæti hann ekki boð-
ið skóna á jafn lágu verði og hann
hafi gert. Hann telur líklegt að lágt
söluverð hafí fengist fyrir kunn-
ingsskap við þýska seljendur.
Hvað Lloyd-hælplötur varðar vill
Bjöm koma því á framfæri að
ástæðan fyrir því að bera fór á
skorti á Lloyd-hælplötum hjá Gísla
Ferdinandssyni hf. hafí verið sú að
erlendu framleiðendumir hafí sent
færri plötur til landsins á tímabili.
„Þeir trúðu því einfaldlega ekki að
við þyrftum svona margar hælplöt-
ur en þegar við útskýrðum fyrir
þeim að við þyrftum líka að þjón-
usta fólk sem hefði keypt skóna
erlendis fóm þeir að senda fleiri
plötur," sagði Björn.
Tvö verka Krisljáns.
Sýnir tréskúlptúr
KRISTJÁN Jón Guðnason opn-
ar sýningu á máluðum trésk-
úlptúrum í Gallerí II við Skóla-
vörðustíg laugardaginn 5. des-
ember ld. 14.
Kristján er fæddur í Reykjavík
6. mars 1943 og hlaut menntun
sína í Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1961-1964 og við List-
iðnaðarskólann í Osló 1965-
1967. Einnig stundaði hann nám
í höggmyndlist hjá Ásmundi
Sveinssyni í Myndlistarskólanum
við Freyjugötu á ámnum 1961-
1964.
Kristján hefur áður sýnt á
Ungdómsbíensalnum í Osló 1970,
á haustsýningum FÍM, teikningar
í anddyri Norræna hússins árið
1983 og á samsýningu lista-
manna í Breiðholti við opnun
Gerðubergs árið 1986.
Sýningin stendur til 23. desem-
ber nk.
Hanukkah-hátíð í Laugameskirkju
HANUKKAH-hátíð verður
haldin í Laugarneskirkj u laug-
ardaginn 5. desember kl. 15.
Á árunum 201-164 fyrir Krist
var ísrael undir ánauð Grikkja.
Antiokíus IV var hershöfðingi sem
vildi útrýma eingyðingatrú meðal
þjóðarinnar og vanhelgaði muster-
ið með hjáguða líkneskjum sem
hann vildi að þjóðin tilbæði. Þetta
orsakaði vanblessun meðal þjóðar-
innar, fólk vildi frekar láta líf sitt
en að tilbiðja hjáguði. Prestur
nokkur að nafni Matthías átti syni
Gódandaginn!
sem börðust fyrir afnámi þessa
ófögnuðs. Annar sonur hans, Júd-
as Makkabeus, vann sigur og
musterið var hreinsað. Eftir það
þurfti að endurvígja musterið. Við
vígsluna þurfti sjö arma Ijósastik-
an sem hafði verið tákn ísraels-
þjóðarinnar að loga í musterinu.
Ljósaolía var af skomum skammti,
þeir áttu birgðir sem dugðu fyrir
einn dag en kraftaverkið gerðist,
olían dugði í átta daga.
Gyðingar í dag halda árlega
Hannukah-hátíð sem samsvarar
jólahátíð kristinna. Hátíðina halda
þeir 25. Kíesel mánaðar sem ber
upp á 9. desember á þessu ári.
Allir eru velkomnir að taka þátt í
dagskránni í félagsheimili Laugar-
neskirkju.
ERLENDI BOKAMARKAÐURINN
Þúsundir titla af erlendum bókum á ótrúlega lágu verði.
Jólavörur með helmings afslœtti. Opið alla helgina.
ÍÐUNN Forlagsverslun, Bræðraborgarstíg 16, sími 628973