Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Ljóskast- ari olli brunanum í Windsor ELDURINN í Windsor-kastala í Englandi í síðasta mánuði kviknaði þegar ljóskastari var lagður of nálægt gluggatjaldi, að því er fram kemur í skýrslu sem slökkviliðið á staðnum gaf út í gær. Þar segir einnig að enginn einn maður ætti sök á eldsvoðanum, sem olli 60 millj- óna punda (5,7 milljarða ÍSK) tjóni. Lamont hirtir dagblöðin NORMAN Lamont, ljár- málaráðherra Breta, svaraði dagblöðunum fullum hálsi í gær og sagði fullyrðingar þeirra um, að hann ætti í fjárhagserfið- leikum, úr lausu Iofti gripnar. Sem dæmi um fáránleikann í orrahríðinni gegn sér sagðist hann hafa þurft að ijúfa viðræður við Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins, til að svara spumingu frá ráðu- neytinu um vínflösku er hann keypti á sínum tíma í Padding- ton-hverfinu í London. Barist í Dúshanbe STJÓRNARHERINN í Tadzhí- kístan hóf í gær stórskotaárásir á búðir uppreisnarmanna í út- hverfum Dushanbe, höfuðborg- ar Mið-Asíuríkisins. Rússneskar hersveitir lokuðu vegum að borginni og bjuggu sig undir hugsanlega sókn uppreisnar- manna inn í borgina. Ostaðfest- ar fréttir Interfax-fréttastof- unnar hermdu að um 60 manns hefðu beðið bana í bardögum í landinu undanfama daga. Palestínu- menn semji um frið UTANRÍKISRÁÐHERRAR Sýrlands, Líbanons, Egypta- lands og Jórdaníu ræddu við palestínsku sendinefndina í Mið- austurlandaviðræðunum og leið- toga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) í grennd við Beir- ut í gær. Þeir hvöttu Palestínu- mennina til að fallast á þátttöku í áttundu lotu viðræðnanna við ísraela sem hefst ( Washington á mánudag. Friðargæslu- liðum sleppt RAUÐU khmeramir í Kambód- íu létu sex friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna lausa í gær. Friðargæsluliðarnir sögðust hafa reynt tvisvar að flýja en hætt við eftir að skærul- iðamir, sem rændu þeim, hefðu skotið viðvömnarskotum að þeim. Fangelsi einkavætt BRESK-bandarísk samsteypa hreppti í gær fyrsta samninginn um að reka breskt afplánunar- og varðhaldsfangelsi sem einka- fyrirtæki, að sögn innanríkis- ráðuneytisins. Samsteypan, UK Detention Services, mun reka Blakenhurst-fangelsið í Redd- itch í Mið-Englandi, en þar er rúm fyrir 649 fanga. Nornam Lamont Maastricht-samkomulagið Tillögur Breta fá daufar undir- tektir hjá Dönum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐBRÖGÐ danskra stjórnmálaleiðtoga við tillögum Breta sem miða að því að fá Dani til að gerast aðilar að Maastrieht-samkomu- laginu um nánara samstarf ríkja Evrópubandalagsins (EB) benda ekki til að þeir geti hugsað sér að ganga að tillögunum óbreyttum. Þjóðveijar og fleiri EB-þjóðir sögðu í gær að tillögur Breta gengju of Iangt. Helmut Kohl kanslari sagði að Danir og Bretar yrðu að samþykkja samninginn eins og hann væri, ella myndu hinar þjóðirn- ar láta samninginn verða að veruleika án þeirra. Paul Schliiter forsætisráðherra, Reuter formaður íhaldsflokksins, sagði eftir fund með John Major, for- Erich Honecker reisir krepptan hnefann að hætti kommúnista áður en hann flutti vamarræðu sína í réttarhöldunum í Berlín í fyrradag. Varnarræða Erichs Honeckers „Berlínarmúrinn bjarg- aði milljónum manna“ Berlín. The Daily Telegraph. ERICH Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-Þýskalands, flutti í fyrradag varnarræðu sína í réttarhöldunum vegna drápa á Austur- Þjóðveijum sem reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn. Hann lýsti rétt- arhöldunum sem „pólítískum skopleik", dró upp svarta mynd af þjóð- félagsmeinum kapítalískra ríkja og kvaðst hreykinn af afrekum kommúnistastjórnarinnar fyrrverandi í Austur-Þýskalandi. Stuðingsmenn Honeckers fögn- uðu ræðu hans en ættingjar þeirra, sem voru drepnir við Berlínarmúr- inn, brugðust ókvæða við henni og lögmenn þeirra mótmæltu hver á fætur öðrum. Honecker og þrír aðrir fyrrverandi forystumenn austur-þýskra komm- únista eru sakaðir um að hafa fyrir- skipað landamæravörðum að skjóta á alla þá sem reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn til Vestur-Þýska- lands. Hann samdi ræðuna á ferða- tölvu í fangelsisklefa sínum og henn- ar hafði verið beðið með mikilli eftir- væntingu. í ræðunni hélt Honecker því fram að með því að reisa Berlínarmúrinn árið 1961 hefði því verið afstýrt að „þúsundir eða milljónir manna“ féllu í valinn í kjarnorkustyijöld í Evrópu. Án múrsins hefðu ekki náðst sættir milli austurs og vesturs og þýsku ríkin ekki heldur sameinast. Hann kvað fyrirmælin um að reisa rqúrinn hafa komið frá Varsjárbandalaginu, ekki austur-þýskum stjórnvöldum, og sagði þá ákvörðun hafa borið vott um „pólitískan og efnahagsleg- an veikleika kommúnistaríkjanna frammi fyrir Atlantshafsbandalag- inu“. Honecker viðurkenndi að hann ætti mesta sök á því að skotvopnum var beitt við múrinn en kvað af og frá að réttlætanlegt væri að sækja hann til saka. „Við drápum enga sjálfír og fyrirskipuðum augljóslega ekki dráp á neinum." Þá kvað hann þýsk yfirvöld ekki hafa rétt til að ákæra hann fyrir að gegna emb- ættisskyldum sínum. I ræðunni komu þó í fyrsta sinn fram vísbendingar um að Honecker iðraðist drápanna. „Ðauðsföllin við múrinn höfðu ekki aðeins áhrif á okkur persónulega, heldur sköðuðu þau okkur líka pólitískt," sagði hann. „Við tókum nærri okkur öll óeðlileg dauðsföll í landi okkar.“ Honecker hélt því ennfremur fram að Austur-Þýskaland hefði sýnt að sósíalisminn væri betri en kapítal- isminn. Hann nefndi sem dæmi að fijálst markaðshagkerfi hefði valdið miklum þjóðfélagsmeinum, svo sem atvinnuleysi, heimilisleysi og eitur- lyfjafíkn. sætisráðherra Bretlands, að Danir fengju ekki allar kröfur sínar í gegn. Hann hefur þó ekki tjáð sig um einstök atriði en sagði að sam- þykktu löndin 11 tillögur Breta á leiðtogafundinum í Edinborg eftir viku yrðu þær bindandi fyrir Dani svo fremi að þeir samþykktu ekki sjálfír eitthvað annað. Vildi Schliiter að danska þjóðþingið samþykkti að það gæti ekki sagt upp sérákvæðunum meðan Ma- astricht-samkomulagið gilti. Holger K. Nielsen formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, sem stóð að gerð dönsku tillagnanna um sérákvæði fyrir Dani, svokall- aðri þjóðarmálamiðlun, sagði að flokkur hans gæti ekki samþykkt bresku tillögurnar, því þær sam- ræmdust ekki málamiðluninni. Poul Nyrup Rasmussen, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, sem einnig stóð að málamiðlun- inni, sagði að nú þýddi ekki að tala annaðhvort um lausn. eða samþykkt tillagnanna, því þær væru ekki úrslitakostir, heldur til- lögur. Niels Helveg Petersen, einn af formælendum Róttæka vinstri- flokksins, þriðja flokksins sem stóð að málamiðluninni, sagði að það yrði að gera breytingar á bresku tillögunum áður en Danir gætu fallist á þær. Uffe Ellemann-Jens- en utanríkisráðherra og formaður stjómarflokksins Venstre lét ekk- ert eftir sér hafa efnislega um til- lögumar. 1.800 manna bandarískt landgöngubð mun liklega fyrst taka fíugvóBmn .'S V N./ U0GA0ISHU Bandarítóamenn verða í fararbroddi a.m.k. 20.000 lios en um er að ræða mestu aðgerð SÞ í Afriku síöan í Kongó (nú Zaire) á sjóunda áratugnum. HERLIÐ SAMEINUÐU ÞJOÐANNA I SOMALIU Stríðsherrarmr í land- inu óttast um sinn hag BYSSUGELTTÐ hljóðnaði I gær á götum Mogadishu, höfuðborg- ar Sómalíu, í fyrsta sinn í langan tíma. Ástæðan var ekki skot- færaleysi eða skyndileg sáttfýsi meðal ribbaldahópanna, sem ráðið hafa lögum og Iofum í borginni, heldur sú ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna að senda fjölþjóðlegt herlið til landsins til að tryggja, að matarsendingamar lendi hjá sveltandi fólki. Ræningjahóp- arnir óttast nú greinilega um sinn hag. „Þetta er söguleg og ánægjuleg ákvörðun," sagði Bill Clinton, verð- andi forseti Bandaríkjanna, um ákvörðunina um senda herlið til Sómalíu en um hana var alger sam- staða meðal fuiltrúanna 15 í örygg- isráðinu. Var hún gerð að frum- kvæði Bandaríkjamanna og banda- rískir hermenn verða uppistaðan í liðinu, sem áætlað er, að verði 20.000 manns. Líklegt er, að Frakkar verði næstfjölmennastir, um 2.000, en af öðrum ríkjum, sem ætla að taka þátt í aðgerðinni með einum eða öðrum hætti, má nefna Marokkó, Ítalíu, Alsír, Egyptaland, Kúveit og Japan og líklega fleiri. Reuter Friðargæslulið frá SÞ er oft næsta áhrifalítið og má ekki beita vopnum nema í sjálfsvöm en þetta herlið má beita því valdi, sem nauð- synlegt er til að tryggja, að mat- vælin berist sveltandi og deyjandi fólki. „Við fögnum þeim með friði,“ sagði Osman Hassan Ali, nánasti samstarfsmaður Mohameds Farah Aideeds, eins helsta stríðsherrans Oryggisrsð Sameinuðu þjóðanna samþykkti beina hemaðaríhlutun undir forystu Bandaríkja- manna til að tryggja tlutnlng matvæla til svettandi fólks. Sendiherrar Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna greiða at- kvæði með ályktun um að heimila hernaðarihlutun í Sómalíu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna I fyrrakvöld. í Sómalíu, þegar ljóst var hver yrði ákvörðun öryggisráðsins. Kvað þar alveg við nýjan tón því að hingað til hafa foringjar óaldarflokkanna mótmælt erlendum afskiptum sem tilræði við fullveldi landsins. Nú sjá þeir sæng sína upp reidda og kannski má taka þannig til orða, að fyrir þá sé nú „ófriðurinn" úti. Fullveldi Sómala er nú þannig háttað, að í landinu ríkir alger skálmöld og þar eru ekki starfandi neinar samfélagslegar stofnanir. Talið er, að 300.000 manns hafi soltið í hel eða fallið fyrir vopnum á tæpum tveimur árum og hungur- vofan ógnar enn um einni milljón manna. Vegna árása, hótana og ránsskapar hefur hins vegar aðeins tekist að flytja 4.000 tonn af mat- vælum til Sómalíu síðasta mánuð- inn og helstu hafnir og flugvellir eru lokuð af þeim sökum. SÞ sendir fjölþjóðlegt herlið til Sómalíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.