Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 29 Óperuferð til að hlusta á Kristján SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa ákveðið að efna til hópferðar til New York 26. febrúar til 2. marz 1993 og er tilgangurinn að hlusta á Kristján Jóhannsson óperusöngvara syngja aðalhlutverkið í II Tro- vatore í fyrsta sinni á fjölum Metropolitan-óperunnar i New York. Fararstjóri verður Randver Þorláksson, en í janúar mun hann halda kynningarfund fyrir hópinn, fjalla um óperuna og leika tóndæmi. Næstkomandi mánudag mun Randver hins vegar sitja fyrir svörum á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar um ferðina á milli klukkan 15 og 17. Fyrirhugað er að farið verði vest- ur 26. janúar og gist á Holiday Inn Crowne Plaza, sem er mjög mið- svæðis í New York á homi Broad- way og 49. götu, en kvöldið eftir, laugardaginn 27. janúar verður far- ið í óperuna. Á sunnudagskvöldið er síðan ætlunin að heimsækja jass- klúbb og á mánudagskvöldið verður farið á söngleik. Mánudagur og þriðjudagur verður annars ætlaður til þess að líta í verzlanir. Verð fyrir manninn er 58.900 krónur og er hótel í tveggja manna herbergi innifalið, aðgöngumiðar í óperana á bezta stað og akstur til og frá flugvelli. (Fréttatilkynning) Magnús Erlendsson innflytjandi á fatnaði Verðmunur felst fyrst og fremst í álagningu „MUNUR á verði vöru hér og erlendis felst ekki í. gjöldum og flutn- ingskostnaði, eins og sumir lialda fram. Menn eiga að vera heiðarleg- ir og viðurkenna, að munurinn felst fyrst og fremst í álagning- unni,“ sagði Magnús Erlendsson, umboðsaðili Melka-fatnaðar, í sam- tali við Morgunblaðið. Magnús vísaði til samtals, sem birtist í Morgunblaðinu í gær við Bolla Kristinsson, kaupmann í versluninni 17. Bolli nefndi þar dæmi um framleiðendur, sem seldu vöra dýrar hingað til lands en til margra annarra landa, þar sem þeir vissu af hárri kaupgetu fólks hér. „Það má vera að þessi dæmi Bolla séu rétt, en ég get sagt aðra sögu,“ sagði Magnús. „Ég flyt inn Melka-fatnað, sem er framleiddur í Portúgal af sænsku fyrirtæki. Fatnaðinn kaupi ég á nákvæmlega sama verði og umboðsmenn í öðram löndum, fæ hann afhentan í Hol- landi og flyt svo hingað til lands. Ég hef kannað verð á Melka-fatn- aði hér á landi og á hinum Norður- löndunum og þessar vörur eru ódýr- ari hér. Það helgast af því, að al- geng smásöluálagning á þessa vöra þar er 130-150%, en á bilinu 70-75% hér, fyrir utan virðisaukaskatt. Flutningskostnaður og ýmis gjöld skipta þar nánast engu, enda er flutningskostnaður til dæmis ekki nema um 2-3% af heildarverðinu. Menn eiga því að vera heiðarlegir og viðurkenna, að verðmunur á fyllilega sambærilegum vöram hér á landi og erlendis er fyrst og fremst vegna þess, að menn freistast til að leggja of mikið á vöruna. Afsak- anir um há vörugjöld og mikinn flutningskostnað eru ekki mark- tækar,“ sagði Magnús Erlendsson. Formaður Framsóknarflokksins um hjásetu sjö þingmanna flokksins I fullu samræmi við afstöðu flokksþings „ÉG hef sagt að ég geri engan ágreining um það hvort menn sitja hjá við atkvæðagreiðslu eða greiða atkvæði gegn við afgreiðslu EES-frumvarpanna á Alþingi," sagði Steingrímur Hérmannsson for- maður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hvernig hann túlkaði það að sjö þingmenn Fram- sóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í fyrradag, þegar greidd voru atkvæði um ákvæði frumvarps sem fjallar um Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólinn, en einungis fjórir þing- menn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Ég tel það vera í fullu samræmi við afstöðu flokksþings Framsókn- arflokksins til Evrópska efnahags- svæðisins, hvort sem menn sitja hjá við atkvæðagreiðslu eða greiða at- kvæði gegn einstökum frumvörpum um EES,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort ekki mætti líta þannig á að hjáseta þingmannanna sjö, væri vísbending um að samn- ingamir um evrópska efnahags- svæðið nytu miklu víðtækari stuðn- ings innan Framsóknarflokksins, en formaðurinn hefði viljað láta í veðri Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! vaka, svaraði Steingrímur: „Það held ég ekki, en það mun koma í ljós.“ BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbíla og statlon bíla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsimar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fá&u gott tilboð! .. Morgunblaðið/Sverrir Við kynningu bókarinnar._ Bragi Olafsson, Sigtryggur Baldursson, Einar Orn Benediktsson, Margrét Örnólfsdóttir, Þór Eldon, ívar Gissurarson, Árni Matthíasson og Örlygur Hálfdánarson. Bók um Sykurmolana komin út ÚT HEFUR komið hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi bók um hljóm- sveitina Sykurmolana. Árni Matthíasson, blaðamaður, hefur skráð sögu og feril sveitarinnar og lýsir auk þess ýmsum lítt þekktum hliðum hennar. Fjöldi mynda prýðir bókina, sem er 176 blaðsíður að lengd. Samhliða útgáfu bókarinnar hafa Molarnir staðið fyrir útgáfu tveggja myndbanda. I bókmm rekur Arm feril hljóm- sveitarinnar „allt frá sokkabands- árum á hjara veraldar til heims- frægðar," eins og segir í fréttatil- kynningu. Árni hefur fylgst með ferli Molanna frá upphafi. „Sagan spannar tímabilið frá vetrinum 1985-1986 fram í nóvemberlok í ár. I bókinni er eflaust að finna sitthvað sem á eftir að koma fólki á óvart, þótt þetta sé auðvitað hljómsveit sem hefur verið í sviðs- ljósinu lengi,“ sagði hann. „Annars er þessi saga sögð eins og ég sé hana — en í svona hljómsveit er auðvitað fimmfaldur sannleikur." Einar Örn Benediktsson, Sykur- moli, kvað myndböndin sem sveit- in gefur út annars vegar vera um nýafstaðið hljómleikaferðalag um Bandaríkin með hljómsveitinni U2, og hins vegar „eins konar heimilis- myndband þar sem í ljós kemur hvað við aðhöfumst á ferðum, og ýmislegt sem við höfum ekki þorað að sýna ættingjum hingað til.“ Hjá okkur vcröur lilytt og notalegl fyrir jólin ... já og mikiö uiii dýrðir! I.auj’anhij’iir 5. Opið M. 10.00 - 18.00. Sumnulagtir 0. Opið kl. 1.1.00 - l~.0(). BORGARKRINGLAN ER KOMIN í JÓLABÚNING Opnunartími í desember. Þessa helgi er ljómandi jólastemmning Mánudaga-fimmtudaga í Borgarkringlunni. Bjöllur klingja, kl. 10.00 -18.30. : söngsveitir syngja og börnin dansa með Föstudaga kl. 10.00-19.00. jólasveininum í kringum jólatréð. Laugardaga kl. 10.00 -18.00. | Þar eru tugir sérverslana og íjöldi Sunnudagakl. 13.00-17.00. j góðra veitingastaða sem unnt er * Opið verður alla daga að njóta í hlýjunni. 1 vikunnar í desember. Bráðum koma blessuð jólin... Bamahorn; Jólafóndur undir handleiðslu féstnmema. SEGA tölvuleikjamót allan daginn. Jólasveinninn mætir á svæðið. Kl. 14.00. Mosfellskórinn syngur nokkur lög. Kl. 15.00. Bjöllusveit Laugameskirkju tekur nokkur lög. Kl. 16.00. Söngsveitln 1 og 8 tekur lagið. Ásgelr Hannes Eiríksson segir sögur af þekktum fslendingum frá kl. 12.00 -14.00 og kl. 16.00 -18.00. Baraahorn: Jólafondur undir handlelðslu fóstrunema. Kl. 12.00. Yeitingastaðir opna. Leikið á tlygil Borgarkringlunnar. Kl. 14.00. Tönlistaratriðl: Víóla og píanó. Kl. 15.00. Trúbador Guðmundur Rúnar lelkur og syngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.