Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
ATVIN N tMA UGL YSINGAR
Staða hafnarstjóra
Staða hafnarstjóra við ísafjarðarhöfn er laus
til umsóknar.
Viðkomandi hefji störf 1. janúar 1993 eða
eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að
umsækjendur hafi skipstjórnarréttindi, vél-
stjórnarréttindi eða tæknimenntun.
Nánari upplýsingar veittar hjá undirrituðum
í síma 94-3722.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, skal skilað til undirritaðs
fyrir 20. desember nk.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða nú þegar eða eftir nánara
samkomulagi
hjúkrunarfræðinga
Umsóknir, ásamt upplýsingum hvenær um-
sækjandi getur hafið störf, sendist H.S.Í.,
pósthólf 215, 400 ísafjörður, fyrir 22. desem-
ber nk.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
og/eða framkvæmdastjóri í síma 94-4500
alla virka daga frá kl. 8-16.
St. Franciskusspítali
Stykkishólmi
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1.
febrúar 1993. Deildin er 26 rúm, að hálfu í
nánast nýju húsnæði.
Þá óskum við að ráða hjúkrunarfræðinga (2)
frá sama tíma (1. febrúar 1993). Gert er ráð
fyrir að þeir vinni bæði á öldrunar- og hand-
læknisdeild, en sú deild var opnuð 2. nóvem-
ber sl. í nýju húsnæði.
Húsnæði í boði.
Stykkishólmur er um 1.250 manna byggðar-
lag þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra
í hlaðvarpanum.
í Stykkishólmi hefur verið blómlegt skóla-
starf um langan tíma. Einsetinn grunnskóli
með framhaldsdeild (tvö ár), kröftugur tón-
listarskóli auk góðs leikskóla. Fjölbreytt
íþrótta- og félagsstarfsemi er á staðnum.
Mjög góð aðstaða er fyrir innanhússíþróttir
í glæsilegri íþróttamiðstöð.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj-
andi starfi með góðum launum, í hinu fallega
umhverfi okkar, þá hafðu samband við syst-
ir Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma
93-81128 og/eða Maríu Davíðsdóttur (deild-
arstjóra) í síma 93-81128 (vs.) eða 93-81433
(hs.).
Framkvæmdastjóri
óskast að nýrri skoðunarstofu sem tekur til
starfa 1. janúar nk. Hlutverk framkvæmda-
stjóra er að móta og byggja upp, í samvinnu
við stjórn félagsins, nýstofnað hlutafélag
sem mun starfa á nýjum vettvangi innan sjáv-
arútvegs.
Framkvæmdastjóri þarf að hafa lokið há-
skólaprófi, þekkja innviði sjávarútvegs og
hafa reynslu af stjórnunarstörfum.
Umsókn um starfið, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist sjávarútvegs-
ráðuneyti fyrir 11. desember 1992.
Skoðunarstofan verður stofnuð samkvæmt
nýsettum lögum um stofnun hlutafélags um
starfsemi Ríkismats sjávarafurða. Félagið
mun starfa í samræmi við ákvæði um skoð-
unarstofur í nýjum lögum um meðferð sjávar-
afurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.
Samkvæmt þeim munu skoðunarstofur ann-
ast samningsbundnar skoðanir á búnaði og
innra eftirliti við framleiðslu sjávarafurða.
Sjávarútvegsráðuneytið
Meim en þú geturímyndoó þér!
RAÐA UGL YSINGAR
Greiðsluáskorun
Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á
gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á skipu-
lagsgjaldi, álögð 1991 og fyrr að greiða það
nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera
skil á virðisaukaskatti fyrir 32. tímabil 1992,
með eindaga 5. október 1992, ásamt gjald-
föllnum og ógreiddum virðisaukaskatts-
hækkunum í tolli: svo og ógreiddum og gjald-
föllnum hækkunum vegna tryggingagjalds
ársins 1991.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna
ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem
af innheimtu skuldarinnar kann að leiða 15
dögum frá birtingu áskorunar þessarar.
Reykjavík 3. desember 1992.
Tollstjórinn í Reykjavík.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð á lausafjármunum
Laugardaginn 12. desember 1992 kl. 14.00 verður boðin upp við
bifreiðageymslu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, bifreiðin
KU-199, Toyota Hiace, árgerð 1989.
Gera má ráð fyrir að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Sýslumaðurinrr i Bolungarvík,
4. desember 1992.
Uppboð
þriðjudaginn 8. desember 1992
Uppboð mun byrja á eftirtaldri fasteign í skrifstofu embættisins,
Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefst kl. 14.00:
ísafjarðarvegi 2, neðri hæð, ísafirði, talinni eign Magnúsar Guö-
mundssonar, eftir kröfum Landsbanka Islands, Reykjavfk, bæjarsjóðs
ísafjarðar og verðbréfamarkaðs Fjárfestingafélagsins.
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður sem hér segir:
Hjallavegi 12, efri hæð, (safirði, þingl. eign Halldórs Magnússonar
og Sigríðar Elíasdóttir, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka
íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 11. desember 1992 kl. 10.30.
Hafnarstræti 8, 3. hæð, ísafirði, þingl. eign Ragnheiðar Davíðsdóttur
og Þóris Þrastasonar, fer fram eftir kröfu ísólar hf., á eigninni sjálfri
föstudaginn 11. desember 1992 kl. 11.00.
Eyrargötu 12, Suðureyri, talinni eign Sóleyjar Sveinsdóttur, fer fram
eftir kröfu Islandsbanka hf., Isafirði, á eigninni sjálfri föstudaginn
11. desember 1992 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á ísafirði.
Til sölu
málverkið Selsvör eftir Finn Jónsson.
Stærð 1,15 m x 0,8 m.
Upplýsingar í síma 96-22505.
Söngskglinn i Reykjavik
Frá Söngskólanum
í Reykjavík
Getum bætt við nokkrum söngnemendum
frá áramótum.
Upplýsingar á skrifstofu skólans á Hverfis-
götu 45, daglega frá kl. 9.00-17.00, sími
27366.
Skólastjóri.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi
Til leigu nokkur skrifstofuherbergi af ýmsum
stærðum á Suðurlandsbraut 14. Sameiginleg
móttaka og símaþjónusta möguleg. Verð frá
kr. 9.000 á mánuði.
Upplýsingar veitir Jón V. Guðjónsson í síma
681200.
Vantar vöruskemmu
Vantar strax 350-450 fm vöruskemmu með
4-6 m lofthæð sem óeinangrað geymsluhús-
næði. Verð sjálfur tilbúinn með sökkul undir
skemmuna. Tilboð má gera í uppsetta
skemmu eða efni í hana. Einnig kemur til
greina skemma, sem mætti taka niður og
flytja. Allar gerðir koma til greina, þ.e. stál-
grind, límtré eða annað.
Upplýsingar um stærðir, verð og fyrirkomu-
lag óskast sent til Eignamiðlunar Suður-
nesja, Hafnargötu 17, 230 Keflavík, eða fax-
númer 92-11790 fyrir 10. desember.
Veitingarekstur
Félagsstofnun stúdenta hefur ákveðið að
auglýsa eftir aðilum, sem hafa áhuga á að
leigja rekstur Stúdentakjallarans við Hring-
braut. Staðurinn tekur u.þ.b. 70 manns í
sæti og vínveitingaleyfi er til staðar. Leigu-
tímabilið, sem um er að ræða, er 1/1-27/5
og 25/8-31/12 ár hvert.
Áhugasamir sendi inn hugmyndir sínar um
rekstrarform ásamt öðrum nauðsynlegum
upplýsingum. Umsóknir skulu sendar til Fé-
lagsstofnunar stúdenta við Hringbraut, 101
Reykjavík, eigi síðar en 14. des. Frekari upp-
lýsingar veitir Bernhard í síma 615959.
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
V HRINGBRAUT. 101 REYKJAVÍK
SlMI 615959 - Kennitala 540169-6249
Til leigu
Til leigu gott 154 fm verslunarhúsnæði í
Mjódd. Hægt er að skipta húsnæðinu í minni
einingar.
Húsnæðið er nýstandsett og laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 76904 og 985-21676.
Opinnfundur
starfsmenntaráðs
félagsmálaráðu-
neytisins
Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins
heldur opinn fund í Borgartúni 6 í Reykjavík,
miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 16.00 til
19.00. Á dagskrá fundarins eru lög nr.
19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu,
fjallað verður um úthlutun úr starfsmennta-
sjóði og kynnt umsóknareyðublöð um styrki
úr sjóðnum.
Félagsmálaráðuneytið,
2. desember 1992.