Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
47
Konfektí ólatré
Islendingar hafa alltaf gert
margt til hátíðabrigða um
jólin, þessa hátíð ljóss og
friðar. Þá hafa fjðlskyldu-
böndin styrkst. í mörgum fjöl-
skyldum hittast stóríjölskyldur
til laufabrauðsskurðar, en hægt
er að koma saman til að gera
fleira, t.d. til konfektgerðar, sem
er geysiskemmtilegt. Það fæst
að vísu fullt af alls konar konf-
ekti, en heimagerða konfektið er
þó alltaf svolítið sérstakt og allt
fæst í það núna. Ég á systur sem
hefur í meira en 40 ár notað einn
sunnudag fyrir jól til konfekt-
gerðar. Stöðugt stækkar fjöl-
skyldan, en alltaf er jafn gaman.
Tvö bamaböm hennar verða er-
lendis um jólin, en sögðu við
brottförina að þau söknuðu
sennilega konfektgerðarinnar hjá
ömmu mest af öllu um jólin. Við
skulum halda í jólavenjur okkar
og skapa okkur þær, ef við erum
ekki þegar búin að því.
Aðaluppistaða í heimagert
konfekt er marsipan og súkku-
laði, enda er auðveldast að búa
til konfekt úr marsipani. Ýmsu
má bæta í það, svo sem alls kon-
ar þurrkuðum ávöxtum og víni.
Konfekt er oftast hjúpað súkku-
laði, sem flestir bræða í skál yfir
heitu vatni, en ég hefí mun auð-
veldari aðferð, þar sem engin
hætta er á að gufa skemmi
súkkulaðið. Súkkulaðiplatan er
sett á eldfastan disk í 70°C heit-
an bakarofn, látin vera þar í 7
mínútur eða þar til súkkulaðið
er bráðnað. Síðan er súkkulaðið
notað að vild, það helst lengi
mjúkt og volgt á heitum diskin-
um. Ef við setjum þetta í ör-
bylgjuofn, hitnar diskurinn ekki,
og þá næst ekki sami árangur.
Best er að hafa 2 diska og setja
næsta disk inn í ofninn, þegar
hinn er tekinn út. Hjúpsúkkulaði
er misjafnt, en mér fínnst best
að nota Valsa-súkkulaði, sem
bæði fæst ljóst og dökkt. Hvítt
súkkulaði má líka nota, t.d.
Toblerone eða þá litla
dropa af hvítu súkku-
laði, sem fást í bréf-
um.
Fengist hafa í
blómabúðum
keilur
svampi, sem
ætlaðar eru til
þurrskreyt-
inga. Um þær
má vefja ál-
pappír,
stinga síðan
tannstöngli
í konfekt-
mola, sem
stungið er
í keiluna.
Milli mol-
anna má
stinga
litl-
um grenigreinum. Þetta myndar
þannig lítið jólatré. Fallegast er
að nota hnöttótta mola, sem
hjúpaðir eru dökku súkkulaði, en
skreyttir með smá röndum af
hvítu súkkulaði. Gráfíkju- og
appelsínukonfektið hér á eftir
má nota í þetta, en notið þá
hvítt súkkulaði til skreyt-
ingar. í toppinn má setja
stjörnu eða slaufu.
Gráfíkjukonfekt
200 g konfekt-
marsipan
'h dl flórsykur
aldinkjöt úr 10
gráfíkjum
200 g hjúp-
súkkulaði
hýðið af 2-3
gráfíkjum
1. Hnoð-
)
marsip-
anið með
flórsykri.
2. Kljúf-
ið grá-
fíkjurnar,
skafið
allt
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
aldinkjöt innan úr þeim. Setjið
saman við marsipanið. Mótið af-
langa mola, mjórri til endanna.
3. Klippið nokkrar mjóar
ræmur úr gráfíkjuhýðinu.
4. Hitið súkkulaði, sjá hér að
framan. Stingið pijóni í molana,
hjúpið þá síðan, leggið á smurðan
álpappír.
Raðið %-3 ræmum á ská ofan
á molana.
Konfekt með marmilaði og líkjör
börkur af 'h appelsínu
'h dl sykur
'h dl vatn
300 g konfektmarsipan
'h dl flórsykur
50 g möndlur
1 msk. appelsínumarmelaði
2 msk. Grand Mamier eða annar
appelsínulíkjör
200 g hjúpsúkkulaði
1. Byijið á að skera appelsínu-
börkinn örþunnan, klippið hann
síðan í mjóar ræmur með skær-
um.
2. Sjóðið saman sykur og
vatn, setjið ræmurnar í löginn
og sjóðið í 7-10 mínútur. Hafíð
meðalhita, gætið þess að þetta
brenni ekki. Takið ræmurnar úr
pottinum og raðið á disk.
3. Hellið sjóðandi vatni á
möndlurnar, látið standa í vatn-
inu í 5 mínútúr, takið þá af þeim
hýðið. Malið síðan mjög fínt.
4. Hnoðið marsipan með flór-
sykri, möluðum möndlum, app-
elsinumarmelaði og líkjör. Búið
síðan til kringlóttar kúlur á stærð
við stór vínber.
4. Bræðið súkkulaðið, sjá hér
að framan. Hjúpið molana, leggið
á smurðan álpappír, setjið 2-3
ræmur af appelsínuberki ofan á.
Hér kemur síðan uppskrift fyr-
ir börnin:
Dajm
200 g malaðar afhýddar möndlur
200 g smjör
5 'h dl sykur
1 dl síróp
250 g ljóst hjúpsúkkulaði
1. Setjið smjör og síróp og
sykur í pott, látið sjóða og hrær-
ið í þar til þetta hefur tekið tals-
verðan lit án þess að brenna.
Hafið frekar sterkan straum og
hrærið stöðugt í, þetta tekur um
10 mínútur. Setjið möndlurnar
út í og sjóðið með í 1-2 mínútur.
2. Smyijið kantaðan álpakka
20-30 sm, hellið sykurkvoðunni
á bakkann og látið hylja allan
botninn.
3. Skerið aflanga bita úr syk-
urkvoðunni með vel beittum hnífi
(4x6 sm). Skurðurinn lokar sér
að einhveiju leyti, skerið þá aftur
og aftur, þar til allt er orðið kalt
og bitamir em lausir hver frá
öðram.
4. Hjúpið bitana með súkkul-
aði, sjá hér að framan. Leggið á
smurðan álpappír og látið kólna.
ur samkomuna. Ræðumaður
Kristín Einarsdóttir alþingismað-
ur. Rarik-kórinn, syngur í kirkjunni
í 15 mínútur áður en samkoman
hefst. Fyrirbænastund nk. mið-
vikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl.
14, altarisganga. (Ath. breyttan
messutíma.) Organisti Daníel
Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins
eftir messu. Kl. 20.30 samkoma
„Ungs fólks með hlutverk".
Ræðumaður: Friðrik Schram.
Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl.
18.30. Sr. Gísli Jónasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Organisti
Guðný M. Magnúsdóttir. Barna-
guðsþjónusta á sama tíma í um-
sjón Sigfúsar og Guðrúnar. Kl.
16: Aðventutónleikar. Flytjendur:
Kirkjukórar Fella- og Hólakirkju,
Árþæjarkirkju og Hjallasóknar
ásamt einsöngvurum og tónlist-
arfólki. Fyrirbænastund mánudag
kl. 18. Prestarnir.
GRAFARVOGSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé-
lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Sveinn,
Elínborg og Guðmunda aðstoða.
Ljósamessa kl. 14. Fermingar-
börn flytja messuna. Organisti
Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús
Þór Árnason.
HJ ALLAPREST AKALL: Messu-
salur Hjallasóknar, Digranes-
skóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigfinnur
Þorleifsson sjúkrahúsprestur
prédikar. Sönghópurinn „Án skil-
yrða“ annast hljóðfæraleik og
leiðir söng undir stjórn Þorvaldar
Halldórssonar. Við guðsþjón-
ustuna fer fram söfnun á vegum
Hjálparsjóðs Hjallasóknar. Kórar
Hjalíasóknar, Fella- og Hólakirkju
og Árbæjarkirkju halda tónleika í
Fella- og Hólakirkju sunnudag kl.
16 og í Árbæjarkirkju nk. fimmtu-
dag kl. 20.30. Sr. Kristján Einar
Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Litli Kársnesskóli
syngur ásamt börnum úr barna-
starfi safnaðarins. Aðventusam-
vera Kársnessóknar verður í
Kópavogskírkju kl. 16. Efnisskráin
er að vanda fjölbreytt. Organisti
Stefán R. Gíslason. Litli kór Kárs-
nesskóla syngur, stjórnandi Þór-
unn Björnsdóttir og börn frá leik-
skólanum Kópasteini syngja. Að-
venturæðu flytur frú Rósa Björk
Þorbjarnardóttir, fv. endurmennt-
unarstjóri. Kaffisala í safnaðar-
heimilinu Borgum strax að að-
ventusamverunni lokinni. Sr.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SEUAKIRKJA: Kirkjudagur Selja-
kirkju. 5 ára vígsluafmæli kirkj-
unnar. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður
Guðmundsson vígsluþiskup
prédikar. Valgeir Ástráðsson og
Guðný Hallgrímsdóttir þjóna fyrir
altari. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Aðventukvöld ' kl.
20.30. Fjölbreytt aðventudag-
skrá. Jónas Þórisson flytur hug-
leiðingu. Guðsþjónusta er í Selja-
hlíð laugardag kl. 11. Sóknar-
prestur.
SAFNKIRKJAN, ÁRBÆJAR-
SAFNI: Aðventuguðsþjónuta kl.
13.30. Prestur sr. Þór Hauksson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Að-
ventuhátíð kl. 20.30. Ræðumað-
ur: Njörður P. Njarðvík. Fjölbreytt
dagskrá. Sr. Þórsteinn Ragnars-
son.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta
kl. 11. Laugardag kl. 14 æfing á
jólaleiknum í kirkjunni. Biblíulest-
ur mánudag kl. 20.30. Morgun-
andakt miðvikudag kl. 7.30. Org-
anisti Pavel Smid. Sr. Cecil Har-
aldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Messa kl. 8.30. Hámessa kl.
10.30. Messa kl. 14. Ensk messa
kl. 20. Laugardaga messa kl. 14
og ensk messa kl. 20. Aðra rúm-
helga daga messa kl. 8 og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga
messa kl. 18.30.
KFUM/K/SÍK: Bænastund í
Kristniboðssalnum kl. 20. Al-
menn samkoma kl. 20.30. Upp-
hafsorð: Þóra Ingvarsdóttir.
Ræðumaður: Ásgeir M. Jónsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadel-
fía: Jólasaga undir stjórn Guðrún-
ar Ásmundsdóttur frumsýnd kl.
16.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun-
arsamkoma kl. 11. Sunnudaga-
skóli kl. 14. Bæn kl. 19.30 og
hjálpræðissamkoma kl. 20, Maj-
órarnir Anne Gurine og Daníel
Óskarsson stjórna og tala.
FÆREYSKA sjómannaheimilið:
Samkoma kl. 17. Þorvaldur Hall-
dórsson og Lovisa Niklasen tala
og syngja.
VEGURINN: Fjölskyldusamvera
kl. 11. Brauðsbrotning, unglinga-
starf, almenn fræðsla og barna-
kirkja. Laugard.: almenn sam-
koma kl. 20.30.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Alt-
arisganga. Barnastarf í safnaðar-
heimilinu kl. 11. Sr. Jón Þorsteins-
son.
GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í
Garðakirkju kl. 11. Sunnudaga-
skóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Aðventu-
samkoma í Kirkjuhvoli kl. 17.
Skólakór Garðabæjar, kirkjukór
Víðistaðakirkju og kór kirkjunnar
syngja. Sóknarprestur.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn aðstoða. Organ-
isti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór
Ingason.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Lárus Halldórsson prédikar.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Aðventsam-
koma kl. 20.30. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
KAPELLAN, St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Að-
ventusamkoma í kirkjunni kl. 17
sem fermingarbörn taka þátt í
og kirkjukórinn undir stjórn
Franks Herlufsens. Sóknarprest-
ur.
INNRI-Njarðvíkurkirkja: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar-
prestur.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Barna-
samkoma kl. 11.15. Aðventusam-
koma kl. 17. Fjölbreytt dagskrá.
Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóiabíl-
inn. Aðventukvöld kl. 20.30. For-
eldramorgnar á miðvikudögum í
Kirkjulundi. Kyrrðarstund og
kvöldbænir fimmtud. kl. 17.30.
Basar í Kirkjulundi kl. 15.
HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga-
skóli í grunnskólanum í Sandgerði
kl. 13.30. Aðventusamvera íkirkj-
unni kl. 17. Ræðumaður Sigurður
Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri.
Fjölbreytt tónlist í anda aðvent-
unnar. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
ÚSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Aðventukvöld í kirkj-
unni kl. 20.30. Ræðumaður Þor-
steinn Gíslason fiskimálastjóri og
fyrrum skólastjóri Gerðaskóla.
Flutt fjölbreytt tónlist í anda að-
ventunnar. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Föndurstund
barna eldri en 6 ára á sama tíma
í safnaðarheimilinu. Messa kl. 14.
Altarisganga. Fermingarbörn
lesa ritningartexta. Sóknarprest-
ur.
KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum:
Aðventuhátíð 6. des. kl. 17.
Blönduð dgaskrá í tali og tónum
með þátttöku barna, unglinga og
sönghóps kirkjunnar. Organisti
Siguróli Geirsson. Sóknárnefnd
býður kirkjugestum í kaffiveiting-
ar í samkomuhúsinu eftir athöfn-
ina í kirkjunni. Þar verða börnum
sem tóku þátt í samkeppni um á
jólakort kirkjunnar veittar viður-
kenningar. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Aðventukvöld
kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í tali
og tónum. Sr. Svavar Stefánsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl.
14. Altarisganga.
SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 og messa kl. 14.
Aðventukvöld kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
VILLINGAHOLTSKIRKJA: Að-
ventukvöld sunnudagskvöldið kl.
21. Ræðu flytur María Eðvalds-
dóttir. Sr. Kristinn Ág. Friðfinns-
son.
STÓRA-Núpsprestakall: Und-
irbúum komu jólanna í söng
bæna og íhugun í kirkjunni sunnu-
dagskvöld kl. 21. Sóknarprestur.