Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
31
Amerísldr hvíldarstólar
Verð frá kr.
38.000,-
afb verð
Marco
húsgagnaverslun
Opið laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16
Langholtsvegi 111, sími 680 690
Frá La Coruna.
Spánn
Strönd
Galasíu
í hættu
La Coruna. Reuter.
ELDARNIR í gríska olíuskipinu,
sem strandaði við borgina La
Coruna á Norður-Spáni, slokkn-
uðu í gær og gátu menn þá farið
að einbeita sér að olíumengun-
inni, sem ógnar ströndinni á
stóru svæði.
Svartan mökkinn frá eldunum
lagði yfir La Coruna í rúman sólar-
hring og loguðu þeir jafnt á sjónum
í kringum skipið og á klettunum rétt
við hafnarmynnið. I gær voru fyrstu
yfirheyrslur yfir skipstjóranum á
skipinu, en það var að flytja 80.000
tonn af hráolíu úr Norðursjó til olíu-
hreinsistöðvar við La Coruna. Hið
versta veður var þegar það strandaði
á fimmtudag og brotnaði sundur
skömmu síðar. Getgátur eru um, að
lélegt skyggni og rafstormur, sem
truflað hafi siglingatækin, hafí verið
aðalástæða strandsins.
Giskað var á í gær, að 25.000
tonn af olíu væru enn í skipinu og
hafa þá 55.000 farið í sjóinn. Er
þetta þriðja olíuslysið á 16 árum á
Galasíuströnd, sem er fjölsótt af
ferðamönnum og kunn fyrir auðugt
jurta- og dýralíf.
Flugslysið við Bromma-flugvöllinn í Svíþjóð
Flugmanninum hafði ver-
ið ráðið frá því að fljúga
Pressens Bild
Lítil einshreyfils flugvél af gerðinni Piper Malibu hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bromma-flugvelli
í Svíþjóð á fimmtudag. Hún lenti á bifreið á bílastæði, þar sem kviknaði í henni, og skall síðan á þetta
íbúðarhús. Á stærri myndinni kanna lögreglumenn verksummerkin á slysstaðnum, en innfellda mynd-
in er af flugvél af gerðinni Piper Malibu.
ORSAKIR flugslyssins í Ákes-
lund í vesturhluta Stokkhólms í
fyrradag eru enn ókunnar.
Grunur leikur þó einkum á því
að flugmanninum, sem hafði
flogið samtals 340 flugstundir
frá því hann tók flugpróf, hafi
orðið á afdrifarík mistök og
misst stjórn á Piper Malibu flug-
vélinni sem var mjög vandmeð-
farin. Frá því 1970 hafa 32 flug-
vélar farist í aðflugi eða brott-
flugi frá Bromma. Enginn
meiddist í 24 tilvika en dauðaslys
urðu í fjórum.
Skólastjóri flugskóla á Bromma-
flugvellinum, sagði að flugmaður
Piper Malibu flugvélarinnar hefði
komið í skólann og leitað upplýs-
inga og ráða varðandi fyrirhugaða
Lundúnaferð daginn áður. „Ég
sýndi honum veðurkortin og ráð-
lagði honum eindregið að fara með
áætlunarflugi. Það væri ekki flug-
veður fyrir litlar vélar," sagði kenn-
arinn.
Árla á fimmtudag, daginn sem
flugvélin fórst, var öllu kennslu-
flugi skólans aflýst vegna veðurs
og flugvélunum komið í skjól. Á
sömu stundu lyfti Piper-vélin sér
frá flugbrautinni með þrjá kaup-
sýslumenn og kunningja innan-
borðs.
Formaður sænsku flugslysa-
nefndarinnar sagði að skýringa
væri ekki að leita eingöngu í veðr-
inu. Þá benti frumathugun til þess
að hreyfíll hefði verið í gangi þegar
flugvélin kom niður. Vitni sögðust
hafa , heyrt mikil vélarhljóð rétt
áður sem gæti bent til þess að flug-
manninum hefði tekist að koma
dauðum hreyfli í gang. Hins vegar
þótti augljóst að hægri vængur og
hæðarstýri hefðu brotnað af vélinni
vegna álagskrafta nokkru áður en
hún skall í jörðina.
Piper-Malibu þykir fullkomin
flugvél, er eins hreyfils og sex
sæta, með jafnþrýstiklefa, sem
gerir að verkum að fljúga má henni
í yfír 20.000 feta hæð, og afar
hraðfleyg. Hún gerir miklar kröfur
til flugmannsins og óeðlilega marg-
ar flugvélar af þessari tegund hafa
farist. Oftast hefur orsökin verið
rakin til hreyfilbilunar.
Ogætni við stjóm flugvélarinnar
kynni að hafa afdrifaríkar afleið-
ingar. Leyfilegur flughraði í kyrru
lofti er t.d. rúmir 200 hnútar (400
km/klst) en í ókyrru lofti aðeins
136 hnútar. Sé hraðar farið í ókyrrð
eykst hættan á að hún brotni í
réttu hlutfalli við aukinn hraða.
Þá er sterklega varað við notkun
sjálfstýringar í brottflugi fyrr en
a.m.k. 3.000 feta flughæð er náð,
vegna hættu á að vélin byiji að
velta um lengdarás sinn.
Samkvæmt upplýsingum sæn-
skra flugmálayfirvalda virtist allt
vera eðlilegt við flug vélarinnar þar
til samband rofnaði eftir tvær mín-
útur. Það síðasta sem flugmaðurinn
sagði við flugtum eftir að hann var
komin í rúmlega 1.000 feta hæð
var að hann ætlaði fyrst um sinn
að fljúga í 4.000 feta hæð. Ratsjár
sýna þó að hann komst þó aldrei
hærra en í 2.400 fet.
Drepist á mótor einshreyfíls
flugvélar og reynist gangsetning
að nýju árangurslaus á flugmaður-
inn ekki annarra kosta völ en leita
heppilegs lendingastaðar og búa
sig og flugvélina undir lendingu á
þeim bletti. Einkaflugmenn fá
rækilega þjálfun í því. Eru vegir
t.d. ákjósanlegir lendingastaðir sé
flugbraut of langt í burtu.
Vekur líklega upp deilur um
flugvelli í þéttbýli
Slysið verður ugglaust til þess
að vekja upp deilur um staðsetn-
ingu flugvalla með tilliti til íbúða-
byggðar. Haldinn var borgarafund-
ur í Ákeslund og íbúarnir sam-
þykktu að gera ekki kröfur um að
flug yrði bannað á Bromma.
Víðar í Svíþjóð er ástandið svip-
að og við Bromma. í Karlstad, þar
sem er stór flugvöllur, eru íbúðahús
nú í aðeins 300 metra ijarlægð frá
brautinni. Ætlunin er að loka hon-
um 1997 og taka nýjan völl fjær
byggð í notkun en málið er óútklj-
áð þar sem umhverfíssinnar hafa
lagst gegn staðsetningu nýja vall-
arins.
-ágás.
Ruggustóll..
hvíldarstóll..
og jafnvel svefnstóll
ALLT ÞETTA I EINUM OG SAMA STOLNUM