Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 35 Arnes hf Stokkseyringar mótmæla flutn- ingi fiskvinnslu til Þorlákshafnar Á almennum borgarafundi á Stokkseyri á fimmtudagskvöld var samþykkt ályktun þar sem mótmælt var harðlega ákvörðun meiri- hluta stjórnar Arness hf. að leggja niður alla fiskvinnslu á Stokks- eyri og flytja hana til Þorlákshafnar. Jafnframt var þess krafist að leitað verði allra leiða til að hnekkja þessari ákvörðun stjórnar fyrir- tækisins og leitað verði til dómstóla ef með þurfi. Að sögn sveitar- stjóra Stokkseyrarhrepps kemur til greina að krefjast lögbanns á flutn- inginn á þeim forsendum að með honum væri brotið gegn samkomu- lagi hluthafa Árness. Stokkseyrarhreppur hefur óskað eftir hluthafa- fundi um málið. Grétar Zóphóníasson sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps sagði við Morg- unblaðið, að um síðustu áramót hefðu hluthafar Ámess skrifað und- ir samkomulag um ákveðna þætti í starfsemi fyrirtækisins. Ámes varð til við samruna Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings í Þorláks- höfn. Gretar sagði að í samkomulag- inu væri gert ráð fyrir, að fyrirtæk- ið starfi bæði í Þorlákshöfn og Maðurinn meðhnífínn ófundinn MADIJRINN, sem ógnaði konu með hnífi við íþróttahús Snæ- landsskóla upp úr kl. 23 í fyrra- kvöld, er ófundinn. Lögreglan í Kópavogi og lögregl- an í Reykjavík leituðu mannsins, sem konan sagði vera um tvítugt, í nágrenni Snælandsskóla og í Foss- vogsdal, en án árangurs. Jólakaffi Hringsins SÍÐAN 1942 hafa Hringskonur safnað fé til styrktar Barnaspít- alasjóði Hringsins. Hringurinn hefur átt því láni að fagna að almenningur sýnir félaginu mik- inn áhuga og velvilja. Hið árlega jólakaffi Kvenfélags- ins Hringsins verður haldið sunnu- daginn 6. desember kl. 14.00 á Hótel íslandi. Ennfremur verður happdrættið vinsæla, en mörg fyrir- tæki og velunnarar hafa styrkt Hringinn með því að gefa fallega muni í happdrættið. Allur ágóði rennur til Bamaspít- alasjóðs Hringsins. ----» ♦ ♦ Kaffihúsið Sólon Stokkseyri og jafnræði sé á milli byggðarlaganna um umfangs rekstrar. Kveðið sé á um að félagið muni á árunum 1992-1996 sameina alla bolfískfrystingu, sem verið hafí í Glettingi og Hraðfrystihúsinu til þessa, í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. „Þetta samkomulag er brotið, ef leggja á vinnsluna af á Stokkseyri," sagði Grétar. Jón Sigurðarson stjómarformaður Ámess hf. sagðist ekki vilja tjá sig um málefni fyrirtækisins og hluthaf- anna innbyrðis í fjölmiðlum. Þau yrðu rædd á hluthafafundum og öðrum fundum milli hluthafa. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvenær eða hvort hluthafafundur yrði haldinn. Grétar Zóphóníasson sagði að- spurður, að fyrirætlanir um Þróun- Á hlaðborðinu er m.a. boðið upp á jólaskinku, dillkryddaðan graflax, fjölmargar tegundir af sfld, kofa- reyktan lax, leverpotsteg, roast beef, fleskesteg, reykt svínalæri, salöt, heitar sósur og annað tilheyr- arsjóð sjávarútvegsins hefðu greini- lega ýtt undir þá ákvörðun stjórnar Árness, að fískvinnslan færist til Þorlákshafnar. „Það hangir tví- mælalaust á spýtunni hjá þeim, að fá fyrstihúsið á Stokkseyri úrelt, þótt það sé aðeins 12 ára gömul bygging og sérstaklega byggt sem frystihús. Það hlýtur að vera miklu meira peninga virði en skemmumar úti í Þorlákshöfn, sem þurfa mikilla 31 ÁRS gamall maður hefur ver- ið dæmdur í 7 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að kveikja í Wathne-húsinu á Seyðisfirði aðfaranótt 28. janúars síðastlið- ins. Hann var einnig dæmdur til að greiða um það bil 12 milljónir króna í skaðabætur til trygginga- félags eigenda hússins. Olafur andi. Jólahlaðborðið kostar með rútu- ferðum báðar leiðir og glasi af jóla- glöggi 2.590 krónur. Hópferðir Kristjáns Willatsens sjá um ferðir til og frá Skíðaskálanum. viðgerða við,“ Jón Sigurðarson vísaði því á bug, að Þróunarsjóðurinn hefði haft áhrif á ákvörðun stjómar Ámess. „Það veit enginn hvemig reglumar um sjóðinn verða þannig að það er ekk- ert hægt að spá í slíkt enn,“ sagði Jón. Hann sagði, að arðsemisúttekt hefði verið gerð á báðum . kostum og sá valinn sem hagkvæmari hafí verið fyrir félagið. Börkur Þorvaldsson héraðsdóm- ari á Austurlandi kvað upp dóm- inn og sýknaði manninn vegna skorts á sönnunum af ákæru um að hafa hótað manni líkamstjóni ef sá segði það sem hann vissi um aðild mannsins að íkveikj- unni. Maðurinn játaði að hafa farið inn í húsið með 0,4 lítra af bensíni í brúsa í því skyni að kveikja í hús- inu. Hins vegar bar hann fyrir dómi að eftir að inn var komið hafí sér snúist hugur en þá hafí bensínið fallið úr höndum hans og síðan þeg- ar hann hafí kveikt á kveikjara til að sjá handa sinna skil hafí logi úr kveikjaranum komist í bensínið og kveikt eldinn. Á þennan framburð var ekki lagð- ur trúnaður í dóminum og lagt til grundvallar að maðurinn hefði af ráðnum hug kveikt í húsinu. Húsið, sem var rifíð eftir brunann, var íbúð'- arhús en í því hafði kviknað skömmu áður af völdum rafmagns og voru íbúar fluttir út meðan viðgerðir stóðu yfír, utan að einn þeirra hafði af og til sofið í húsinu. Hinn ákærði kvaðst hafa fullvissað sig um að enginn væri í húsinu áður en kveikt var í því. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að almannahætta hafí stafað af íkveikjunni og hafi maður- inn því gerst sekur um brot á 1. mgr. 164. greinar almennra hegn- ingarlaga sem leggur að lágmarki 6 mánaða fangelsisrefsingu við því að valda eldsvoða sem hefur í för með sér slika hættu. Maðurinn hafði ekki áður sætt ákæru eða refsingu og var dæmdur itl 7 mánaða fangelsisvistar, óskil- orðsbundið, auk greiðslu sakar- kostnaðar. Sauðskinnsskór. Egilsstaðir Gömul iðja rifjuð upp Geitagerði. NÁMSKEIÐ í íslenskri sauð- skinnsskógerð var haldið á Eg- ilsstöðum 26. nóvember sl. Milli 40 og 50 konur voru skráð- ar til þátttöku. Fyrir námskeiðinu stendur Philip Vogler mennta- skólakennari og áhugamaður um íslenska þjóðmenningu frá liðnum tíma, en hann hyggst koma á fót þjóðlegu útileikhúsi og hafa til sölu þjóðlega muni, t.d. sauð- skinnsskó og skotthúfur. Fram kom í viðtali við Philip, að ekki reyndist svo auðvelt að fá íslenska sauðskinnsskó þar sem margar þær konur, sem kunnu til slíkra verka eru nú orðnar mjög við aldur og treysta sér ekki til þess að fara út í þannig fram- leiðslu á ný, töldu sig hafa fengið nóg af skógerð á yngri árum. Þess vegna var það að slíku námskeiði var komið á til þess jafnframt að kenna yngri konum þessa iðn og áhuginn virtist fyrir hendi, saman- ber aðsóknina. Kennari á nám- skeiðinu er Sigríður Sigurðardóttir frá Útnyrðingsstöðum, en hún hef- ur unnið mikið við skógerð og selt skó sem minjagripi. Þá flutti Guðrún Kristjánsdóttir minjavörður á Egilsstöðum erindi, þar sem hún kynnti klæðaburð ís- lendinga á fyrr öldum og sýndi jafnframt myndir af búningum og skófatnaði, sem er á safninu. Þá sagði hún frá verkun skinna og aðferðum við hana. - G.V.Þ. 3M Mottur Frá Skíðaskálanum í Hveradölum. Morgunbiaðið/Þorkeii Danskt jólahlaðborð í Skíða- skálanum í Hveradölum SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum hefur farið af stað með danskt jóla- hlaðborð. Tekið er á móti gestum með jólaglöggi og ef snjór er nægur geta hópar leigt vélsleða og farið í ekta hverabað á eftir. Kveikti í Wathne-húsinu 7 mánaða fangelsi og 12 milljóna kr. bætur Islandus Fjölvaútg’áf- an með bóka- kynningu Bókakynning verður á veg- um Fjölvaútgáfunnar í kaffi- húsinu Sólon íslandus laugar- daginn 5. desember kl. 17. Eftirfarandi höfundar lesa úr bókum sínum: Sigurður A. Magn- ússon les úr GRIKKLANDS- GALDRI, sem er lýsing á síðustu menningarleiðsögn hans um Grikkland; Baldur Gunnarsson úr nýrri skáldsögu, GRANDA GAFE, þar sem höfnin og gamli Vesturbærinn er sögusviðið; Pjet- ur Hafstein Lárusson úr TÍU TUNGLUM Á. LOFTI, sem eru ljóðaþýðingar úr sænsku. Síðan les Karl Guðrnundsson leikari úr skáldsögunni ÚTÞRÁ, sem gefin er út undir dulnefni. Þessi sterku 6845 höggborvél Verð áður kr. 14.377,- Jólatilboð kr. 10.064,- stgr. Ath.í 30% jólaafsláttur Þekking - reynsla - þjónusta _______SOSBRAUT 8 • SÍMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 UTIBU: MJÓDD ÞARABAKKA 3 • SIMI: 67 01 00 Compact 1100 Verð áður kr. 15.658,- Jólatilboð kr. 11.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.