Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Sameining sveitarfélaga
eftir Guðmund H.
Ingólfsson
í þeim efnahagslegu þrengingum
sem nú heija á þjóðlíf okkar íslend-
inga hefur sameining sveitarfélaga
í stórum stíl verið eitt af þeim bjarg-
ráðum sem horft er til við að bæta
bágborin hag ríkissjóðs.
Það hefur gerst áður að alvarleg-
ar umræður hafa orðið í þessu landi
um skipan sveitarstjómarmála,
m.a. um hugsanlega sameiningu
sveitarfélaga.
Núverandi talsmenn sameining-
artilrauna telja að upphaf þessara
mála sé á síðustu tveimur árum,
en svo er alls ekki. Þeir sveitar-
stjórnarmenn sem hafa fylgst með
umræðum liðinna áratuga um þessi
mál vita að hinar fyrri tilraunir til
að koma á frjálsri sameiningu sveit-
arfélaga hafa mistekist, jafnvel sú
tilraun sem gerð var af hvað mest-
um og bestum undirbúningi að til-
hlutan félagsmálaráðherra árin
1966 til 1970.
Tilraunir til sameiningar sveitar-
félaga em því ekki nýjar af nál-
inni, og óþarfi að þeir sem nú standa
í fylkingarbijósti í þessari umræðu
láti sem þeir séu höfundar að ein-
hveijum allsheijarsannleika eða
einstakri lausn á erfiðum málum
sem enginn hafi haft hugvit til að
láta sér í hug koma áður.
Hins vegar hefur sú tilraun til
sameiningar sem nú er gerð meiri
og jákvæðari stuðning Sambands
íslenskra sveitarfélaga en var um
hinar fyrri, þó svo að einstakir
áhrifamenn innan Sambandsins
styddu þær tilraunir heilshugar.
Núna em þær leiðir sem eftir-
sóknarverðastar em taldar beinlínis
tilorðnar innan Sambands íslenskra
sveitarfélaga sem hefur með eftir-
minnilegum hætti lýst yfír stuðningi
við stækkun og eflingu sveitarfé-
laganna með sameiningu þeirra
samkvæmt leið 2 í áfangaskýrslu
nefndar sem núverandi félagsmála-
ráðherra skipaði á sínum tíma, og
skilaði tillögum sínum 1. okt. 1991.
Yfírlýsing og ályktun fulltrúa-
ráðs Sambands íslenskra sveitarfé-
laga á 47. fundi þess í nóvember
1991, markar án efa tímamót í
sögu sveitarstjórnarmála í landinu.
Ég minnist þess ekki að Sam-
bandið hafí áður ályktað svo ein-
dregið með stækkun og fækkun
sveitarfélaga í landinu, og því verð-
ur að telja þessa samþykkt tíma-
mótasamþykkt.
Eftir þéssa ákveðnu samþykkt
sambandsins og háleitar yfírlýsing-
ar ráðherra og ýmissa annarra
æðstu stjórnenda landsins má ætla
að sameining sveitarfélaga ætti að
geta gengið greiðlega fyrir sig.
Fjálgleg ummæli ráðamanna og
háttsettra embættismanna um að
sameining sveitarfélaga á stórum
svæðum leysi flest vandamál ríkis
og sveitarfélaganna eru þó athygli
verð, og nauðsynlegt að fjalla nokk-
uð um þau vinnubrögð sem trúnað-
armenn stjómvalda nota við kynn-
ingu og túlkun á þessum ráðgerðum
breytingum á skipan sveitarstjóm-
armála í heilum hémðum í landinu.
Leið 2
Sú leið sameiningar sem nefnd
er Ieið 2 miðar að því að öll sveitar-
félög innan héraðs eða sýslu verði
sameinuð í eitt. Þessi sveitarfélög
ná yfír stór svæði, og heildarfjöldi
sveitarfélaga í landinu yrði 25 til 30.
Nú þegar hafa nokkur svæði,
a.m.k. í þremur landshlutum, verið
tekin fyrir sem athugunarsvæði í
þessu skyni og nokkuð verið um
það rætt að stofna beri svonefnt
tilraunasveitarfélag á hveiju þeirra
fyrir næstu reglulegu sveitarstjóm-
arkosningar árið 1994. Þetta em
djarfar hugmyndir en e.t.v. fram-
kvæmanlegar án sérstakrar laga-
setningar, ef rétt og skynsamlega
er staðið að málum í héraði.
Gmndvallaratriði til að koma
hugmyndinni á umræðu- og síðar
ákvörðunarstig er kynning á hugs-
anlegum breytingum fyrir fólkinu
sem býr á þessum svæðum.
Ég trúi því vart að Samband ís-
lenskra sveitarfélaga muni nokkk-
um tíma ljá máls á því að sjálfsfor-
ræði sveitarfélaga verði tekið af
þeim með lögum frá Alþingi. Það
er aðeins ein leið til, til að ná fram
VEUIÐ ÞAÐ BESTA
VEUIÐl fö
Ifö HREINLÆTISTÆKI
- SÆNSK GÆÐAVARA
FAST I BYGGINGAVORU-
VERSLUNUM UM LAND ALLT.
markmiðum sameiningar, og hún
er fræðsla, samráð og samvinna við
fólkið sem byggir sveitarfélögin
sem í hlut eiga.
Það verður að skapa jákvæðan
vilja heimafyrir til þess að þetta sé
mögulegt, og hann verður ekki til
nema með því að fólkið fínni að það
geti treyst þeim sem að verki standa
og fái að vera þátttakendur í mótun
þeirra breytinga sem gera á.
Ég hef ekki orðið var við að
starfsmenn sveitarfélaganefndar
hafí stofnað til kynningafunda með
íbúum umræddra athuganasvæða,
en eitthvað mun hafa verið fundað
með sveitarstjórnum og landshluta-
samtökum um málið.
Hinn almenni borgari hefur hing-
að til ekki verið þátttakandi í mál-
inu, heldur lesið og heyrt yfirlýsing-
ar starfsmanna og ráðamanna í fjöl-
miðlum. Þetta fyrirkomulag getur
ekki gengið, þeir embættismenn
sem hafa fengið þetta verkefni
verða að stíga niður til fólksins og
vinna trúnað þess ef koma á hug-
myndum um sameiningu í fram-
kvæmd.
Það skiptir ekki máli þó svo að
breytingin sé hjúpuð nafni eins og
tilraunasveitarfélag, það vita allir
að svo viðamikil breyting að fækka
sveitarfélögum í landinu um rúm
tvö hundruð er ekkert tilraunaverk-
efni sem hægt er að taka aftur ef
illa tekst til. Þeir menn sem horfa
á þetta verkefni sem tilraun, eiga
ekki að koma að því, vegna þess
að þeir vinna ekki með réttu hugar-
fari að málum.
Norðanverðir Vestfirðir eitt
athugunarsvæði
Á norðanverðum Vestfjörðum er
eitt þeirra athugunarsvæða þeirra
sem unnið er að, og er grundvöllur
að þeirri athugun sá að innan
skamms tíma munu byggðir á þessu
svæði tengjast innbyrðis, sam-
göngulega, með tilkomu jarð-
gangna um Breiðadals og Botns-
heiðar. Bygging jarðganganna er
lýsandi dæmi um þá möguleika sem
opnast með bættum samgöngum,
og enginn hefði orðað sameiningu
þessara 12 sveitarfélaga á norðan-
verðum Vestfjörðum ef þeirra væri
ekki von.
Á þessu svæði sem athugunin
beinist að eru 12 sveitarfélög, þ.e.
10 hreppar og 2 kaupstaðir. Á
svæðinu búa um 66% allra Vestfirð-
inga. Sveitarfélögin 12 eru misjöfn
að stærð, hið fámennasta er með
11 íbúa en hið fjölmennasta er með
um 3.500 íbúa. Ibúafjöldi á svæðinu
er um 6.500.
Það segir sig sjálft að það þarf
mörg sjónarmið að sætta þegar
Guðmundur H. Ingólfsson
„Það er engin spurning
um að það verður að
byrja að vinna meðal
fólksins hér á svæðinu,
gera því grein fyrir
hugmyndunum og
hvernig talið er mögu-
legt að framkvæma
þær. Leita eftir sam-
stöðu þess við hug-
myndina, og fá það til
jákvæðrar þátttöku í
undirbúningi.“
sameina á í eitt sveitarfélag þessa
dreifðu byggð. En það er nauðsyn-
legt að hefja starfíð hér heima í
héraði, og vinna skipulega að því
að kynna hugmyndina, kynna af-
leiðingar sameiningar og vinna
trúnað fólksins á svæðinu. Fá fram
jákvæð viðhorf og undirbyggja
ákvörðunina um sameiningu í eitt
sveitarfélag.
Tíminn sem til stefnu er styttist
óðum, jarðgöngum miðar vel og
stutt til næstu sveitarstjórnarkosn-
inga.
Ég vil skora á þá virtu aðila sem
að þessum málum vinna að koma
á vettvang og vinna þar sem vinn-
unnar er þörf og hætta í bráð að
gefa yfirlýsingar um áform og áætl-
anir sem ekki hafa verið kynntar
eða ræddar meðal fólksins sem það
á að bitna á.
Hér heima liggur verkið lítt unn-
ið og almenn samstaða verður ekki
til eftir yfírlýsingum f fjölmiðlum,
þó góðar geti verið.
Hvar á að byija, og hvernig á
að vinna
Það er engin spurning um að það
verður að byija að vinna meðal
fólksins hér á svæðinu, gera því
grein fyrir hugmyndunum og
hvernig talið er mögulegt að fram-
kvæma þær. Leita eftir samstöðu
þess við hugmyndina, og fá það til
jákvæðrar þátttöku í undirbúningi.
Almennir kynningarfundir eru
meðal þess sem nauðsynlegt er að
koma á bæði til að reyfa málið og
til að koma af stað almennri um-
ræðu um hvað til standi.
Ég er alveg viss um að íbúar
einstakra sveitarfélaga vilja vita um
ýmis atriði sem ráða miklu um hvort
hagir þeirra breytist til hins verra
eða betra.
Hvar munu t.d. stjórnendur hins
nýja sveitarfélags sitja, hvemig
verður háttað samskiptum íbúa jað-
arsvæðanna við hina nýju sveitar-
stjórn?
Og margt fleira og fleira þarf
fólkið að fá vitneskju um. Við svona
aðgerð, svo stórfellda breytingu, er
upplýsingamiðlun um breytingam-
ar og markmiðin með þeim ein sú
áhrifamesta til að ná megi sáttum
um aðgerðirnar.
Þetta grundvallarstarf verður að
hefjast strax og vinnast jafnt og
þétt þar til ákvörðun fólksins liggur
fyrir.
Samskipti ríkis og
sveitarfélaganna
Sagt er að með tilkomu þessarar
sameiningar eigi að gera viðamiklar
breytingar á samskiptum ríkis og
sveitarfélaganna. Ekki ætla ég að
hafa uppi álit á þeim breytingum á
þessu stigi, en ég veit það að alltof
margir sveitarstjórnarmenn vita
alls ekki hvað í þessu felst hvað
þá aðrir sem fjalla minna um þau
mál.
Þetta verður að kynna rækilega,
og sýna fram á að ekki verði um
íþyngjandi verkefni að ræða, eða
skerta almenna þjónustu.
Ég hef f þessum greinarstúf
minnt á þau viðfangsefni sem óunn-
in eru vegna hugsanlegrar samein-
ingar sveitarfélaga ef það mætti
verða til þess að einhveijir þeirra
sem vinna málið í umboði stjóm-
valda fari að starfa að málinu á
þeim vettvangi sem verkefnið ligg-
ur.
Ef þessi áminning verður til þess
að hreyfíng komist á málið, þá er
vel farið, því hér er mikið í húfí og
tækifærin liggja í lofti ef rétt og
skipulega verður unnið að sameig-
inlegri niðurstöðu fólksins sem býr
á svæðinu.
Höfuadur er fyrrverandi
sveitarstjórnarmaður á
norðanverðum Vestfjörðum.
Lyfjafræðingafélag íslands 60 ára
LYF J AFRÆÐIN G AFÉL AG ís-
lands (LFÍ) var stofnað þann 5.
desember 1932 og er því 60, ára
núna 5. desember.
Þegar Lyfjafræðingafélagið var
stofnað voru aðeins fjögur apótek
í Reykjavík, eitt í Hafnarfirði og
níu apótek víðs vegar um landið.
Lyfjafræðingar voru um þijátíu að
apótekurunum meðtöldum og voru
fleiri þeirra danskir en íslenskir.
Aksel Kristensen, sem seinna
stofnaði Kópavogs apótek, var
fyrsti formaður félagsins, en ásamt
honum voru tveir aðrir danskir
lyfjafræðingar í stjóminni og einn
íslenskur, Oskar B. Erlendsson.
Lyfjafræðingafélag íslands var
stéttarfélag frá upphafí. Þó svo að
faglegu málin hafí alla tíð skipað
veglegan sess í starfí þess. 1984
var hlutverki félagsins breytt og
stofnað sérstakt stéttarfélag, Stétt-
arfélag íslenskra lyfjafræðinga
(Sfl). Lyfjafræðingafélag íslands
var hins vegar opnað öllum lyfja-
fræðingum, jafnt vinnuveitendum
sem launþegum. Félagar LFÍ em
núna um 270 og standa einungis
örfáir íslenskir lyfjafræðingar utan
þess. Helstu markmið félagsins eru:
Að safna öllum lyfjafræðingum á
íslandi í eitt félag og efla sam-
heldni þeirra. Að vinna að umbótum
í heilbrigðismálum þjóðarinnar og
leitast við að hafa áhrif á löggjöf
um lyfjafræðinga og lyfjafræði. Að
bæta aðstöðu til kennslu og vísinda-.
iðkunar í lyfjafræði á íslandi og
stuðla að útgáfu lyfjafræðilegra
heimildarrita og vísindarita.
í tengslum við afmælið verður
haldinn „Dagur lyfjafræðinnar" en
það er málþing sem stendur frá kl.
10 til 13 í stofu 101 í Odda og er
öllum opið. Efnið sem fjallað verður
um er „Nýjungar í þjónustu apó-
teka“.
Núverandi formaður félagsins er
Finnbogi Rútur Hálfdanarson.
Minjanefnd lyfjafræðinga var
stofnuð 1978, en var breytt í sjálfs-
eignarstofnunina Lyfjafræðisafnið
1985. Árið 1986 var keypt fjós og
hlaða við hliðina á Nesstofu fyrir
starfsemi Lyfjafræðisafnsins. í
Nesstofu var starfrækt fyrsta apó-
tek á íslandi, Nes apótek sem hóf
starfsemi 1760. Húsin vom afhent
í júní 1987. Hlaðan var rifín, fjósið
endurbyggt og viðbygging á þrem-
ur hæðum reist. Nú er svo komið
að húsið er að mestu tilbúið og
verður það vígt við hátíðlega athöfn
á afmælisdaginn 5. desember. í
húsinu em m.a. auk sýningarsalar,
sem ekki er tilbúinn ennþá, sam-
komusalur, skrifstofur Lyfjafræð-
ingafélags íslands, Stéttarfélags
íslenskra lyfjafræðinga og Apótek-
arafélags Islands.
Stjórn safnsins skipuðu lengst
af Axel Sigurðsson, Áslaug Hafliða-
dóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir,
Kristín Einarsdóttir^ og Sverrir
Magnússon. Sverrir íést 1990 og
kom þá Erling Edwald inn í stjóm-
ina. Ingibjörg og Sverrir vom kosn-
ir heiðursfélagar LFÍ 1987.
Framkvæmdimar við Hús Lyíj'a-
fræðisafnsins hafa verið kostaðar
svo til eingöngu með fijálsum fram-
lögum einstaklinga og fyrirtækja.
Er þar einkum um að ræða framlög
frá apótekumm, öðmm lyfjafræð-
ingum og fyrirtækjum sem tengjast
framleiðslu og dreifíngu lyfja á ís-
landi.
(Fréttatilkynning)