Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992_
Orð og tónar í Hallgrímskirkju
eftir Þór Jakobsson
Dag einn síðla ekki alls fyrir
löngu tyllti ég mér á bekk framar-
lega í Hallgrímskirkju á Skólavörðu-
hæð til að njóta einverunnar sem
snöggvast, áður en ég skundaði
áfram leiðar minnar að reka önnur
erindi mín í bænum en þau sem ég
hafði átt í Hallgrímskirkju. Kyrrð
ríkti raunar ekki í kirkjunni, heldur
kváðu við hróp og köll þýskra orgel-
smiða er unnu verk sitt yfir kirkju-
skipsdyrum svo sem hafði yerið
margar undanfarríar vikur. Öðru
hveiju buldu við tónar, stakir eða
samfellt, af ýmsum gerðum og fylltu
kirkjuna, er þeir smiðimir stilltu
orgelpípumar sem bæst höfðu við
þann daginn. Ég virti fyrir mér org-
elið mikla sem ónógt væri að kalla
hljóðfæri, frekar hljóðhús, margra
hæða, eða hljóðborg.
Dag frá degi hafa þær bæst við,
pípumar, tugum saman ein af ann-
arri, felldar inn á sinn tilætlaða stað
í hljóðborginni, hver með sinn nýja
tón. Og ég sá í huga mér allt fólkið
sem hafði gefíð þessar pípur og er
enn að gefa, samstillt líkt og orgel-
ið sjálft verður innan tíðar. Þeirri
gefendafjöld verður minnst tilhlýði-
lega meðan orgelið endist.
KVARTETT bandaríska gítar-
leikarans Pauls Weedens heldur
sunnudagskvöldið 6. desember
jasstónleika I Djúpinu við Hafn-
arstræti og hefjast þeir kl. 21.
Paul Weeden er ekki ókunnur
íslendingum því hann hefur marg-
oft heimsótt landið, spilað og haldið
jassnámskeið og undanfamar fjórar
vikur hefur hann starfað víða um
landið og haldið tónleika með kvart-
ett sínum. Hann er tæplega sjötugur
að aidri og ólst upp í borginni Indi-
anapolis, sem fóstrað hefur margan
jassmanninn. Síðar fluttist hann til
New York, þar sem hann lék m.a.
Skóflustunga í skammdegi
Þá sá ég fyrir mér þessa stund
er ég sat í kirkjunni um daginn,
óljóst í blámóðu æskuminninga, lít-
inn hóp manna í frökkum á ber-
angri Skólavörðuholts og styðst einn
við skóflu. Það er kalsi og sálmur
er sunginn. Við Jón Einar bróðir
emm þarna með pabba. Að loknum
sálminum fer maðurinn með skófl-
una að strita við að stinga henni
niður í frostkaldan melinn. Hann
nær stungu, hálfri skóflustungu.
Meðan bænar er beðið, blakta frakk-
ar mannanna ótt og títt eins og
snúmr við stöng í kalda hins dimma
vetrardags.
Ekki fínnst. getið í dagblöðum
þessa fámenna útifundar sóknar-
presta og sóknamefndar Hallgríms-
prestakalls fyrir hartnær hálfri öld,
15. desember 1945, og fyrstu
skóflustungu að byggingu Hall-
grímskirlq'u. En síðan er mikið vatn
til sjávar mnnið. Þótt hart hafí ver-
ið undir rekunni í upphafí og nætt
á hæðinni, reis þar kirkja af gmnni.
Raunar var kirkjan lengst af hálf-
hringlaga hús, sá hluti sem nú á
dögum er einungis kjallari kórsins
í hinni fullgerðu kirkju.
Tveggja tímamóta í langri sögu
Hallgrímskirlqu er minnst í þessari
með Ben Webster, Coleman Hawk-
ins og Jimmy Smith. Fyrir skömmu
lauk þriggja ára spilamennsku hans
með stórsveit Counts Basies, en
annars hefur hann mest spilað í eig-
in nafni.
Þeir sem, auk hans, skipa kvart-
ettinn em saxafónleikarinn Sigurð-
ur Flosason, kontrabassaleikarinn
Tómas R. Einarsson og trymbillinn
Guðmundur R. Einarsson.
Tónleikamir í Djúpinu verða einu
tónleikar kvartettsins í Reykjavík
að þessu sinni og þeir síðustu áður
en Paul Weeden heldur af landi brott
og heíjast sem fyrr segir kl. 21.
grein, en þeirra á milli hafa að von-
um verið önnur, sum merk, önnur
minni háttar og mismikið hjalað í
blöð. En milli ánægjulegra tímamóta
em tímaskeiðin sem fela í sér til-
gang tímamótanna, starfíð í dagsins
önn, margbreytileikann, lífíð sjálft
í söfnuðinum, skylduverk og sjálf-
boðavinnu í nafni kristninnar.
Orgelhátíð nálgast í Hallgríms-
kirkju, hátíð tóna og tónlistar, og
er margra ára starf að baki við
undirbúning þeirra tímamóta.
Stærsta orgel á íslandi verður vígt
13. desember næstkomandi. Orgel-
sjóðsnefnd Hallgrímskirkju minnir
þó á, að íjáröflun stendur enn yfir.
Hún felst m.a. í afhendingu gjafa-
bréfs gegn peningagjöf til styrktar
orgelkaupunum. Bréfíð ber númer
ákveðinnar orgelpípu, sem tengist
nafni gefanda, eða þess sem hann
vísar til. Þannig mun tónn pípunnar
minna á gjafmildi og áhuga gefanda
og hljóma um langan aldur í helgi-
dóminum.
Orðsins list í Hallgrímskirlgu
En það er skammt stórra högga
á milli í Hallgrímskirkju. Prédikun-
arstóll er væntanlegur, en hann
hefur vantað i hina fullgerðu kirkju.
Tónlistin er umgjörð helgihaldsins,
en með orðsins list er fluttur kjami
málsins, fagnaðarerindið, og lagt
út af guðspjöllunum.
f Hallgrímskirlq'u hafa starfað
ötulir og snjallir organistar. Páll
Halldórsson kennari starfaði um
áratuga skeið allt frá fyrstu árum
safnaðarins, en síðasta áratuginn
hefur Hörður Áskelsson lyft Grett-
istaki við eflingu söng- og tónlistar
í kirkjunni.
En orðsins list hefur einnig risið
hátt í Hallgrímskirkju. Sunnudag
eftir sunnudag og margan virkan
dag í hálfa öld hafa ræður verið
fluttar, ýmist látlausar eða kynngi
magnaðar, blaðalaust eða lesnar orð
fyrir orð, fluttar af fími hins þraut-
þjálfaða ræðumanns. Margar lærðar
útleggingar hafa verið fluttar
áheyrendum, en einnig mörg lýsing-
Hallgrímskirkja
„Líkt og gnæfandi Hall-
grímskirkja á upphaf
sitt í hugmyndum og
hálfgleymdum athöfn-
um, þannig á veruleiki
hins mikla orgels sitt
áþekka upphaf.“
in á smáatvikum hins daglega lífs,
sett í samhengi við guðspjall dags-
ins. Stjómvöld hafa fengið ádrepu,
en safnaðarbamið uppörvun í öldu-
róti og mótgangi lífsins. í safni préd-
ikana prestanna þessa hálfu öld felst
jafnframt ómetanleg lýsing á at-
burðum og kenndum líðandi stundar
hveiju sinni, náma fróðleiks framtíð
til handa og efniviður sagnfræðinga
þegar tímar líða.
A fagnaðardegi orgelvígslu ber
vissulega einnig að minnast orðsins
listar, enda hefur Hallgrímssöfnuð-
ur átt láni að fagna og notið presta
sem allir hafa verið ágætir ræðu-
menn, listfengir unnendur móður-
málsins, vel að sér í fræðum sínum
og áhugamenn um þjóðlífsins gang,
vinir manna og málleysingja. Fyrstu
sóknarprestar í Hallgrímsprestakalli
vom sr. Sigurbjöm Einarsson, síðar
prófessor og biskup, og sr. Jakob
Paul Weeden í Djúpinu
Jónsson, síðar dr.theol., og vom
þeir skipaðir frá 1. janúar 1941.
Tveir prestar hafa starfað við kirkj-
una æ síðan, og má taka svo til
orða að nýr prestur sé arftaki þess
sem hættir eða fellur frá starfí.
Sr. Jakob Jónsson, dr.theol., hef-
ur lengst allra verið sóknarprestur
í Hallgrírnsprestakalli, 34 ár (1941-
1974), en sr. Karl Sigurbjörnsson,
annar tveggja núverandi sóknar-
presta, tók við af honum og hefur
því 17 ár að baki við Hallgríms-
kirkju (1975- ). Dr. Sigurbjöm Ein-
arsson varð háskólakennari eftir
fjögurra ára prestsþjónustu í Hall-
grímsprestakalli (1941 - 1944), en
þá tók við sr. Siguijón Þ. Ámason.
Hann var sóknarprestur við Hall-
grímskirkju í 22 ár (1945 - 1967).
I ársbyijun 1968 varð svo sr. Ragn-
ar Fjalar Lámsson sóknarprestur í
Hallgrímsprestakalli og hefur því
starfað þar í 24 ár.
Orð og tónar fléttast
Nú dregur að næstu öld og munu
íslendingar þá er hún rennur upp
hafa vanist því að geta notið vold-
ugra hljóma úr hljóðborg Hallgríms-
kirkju. En snjöll orð úr stólnum
munu einnig hljóma áfram, fléttast
við tóna orgelsins og vekja menn á
blæbrigðaríkri íslensku til umhugs-
unar um fagnaðarerindið í ljósi líð-
andi stundar.
Níu ára dreng sem er að læra á
orgel tieinka ég þennan greinarstúf,
jafnaldra þess sem stóð forðum hjá
nokkmm frakkaklæddum mönnum
með skóflu uppi á Skólavörðuholti.
Drengurinn mun ef til vill að hálfri
öld liðinni minnast atburðar, orgel-
vígslu í Hallgrímskirkju, sem senn
fer fram á stað hinnar óljósu æsku-
minningar. En verði atburðurinn
horfínn úr huga hans, mun hann
geta flett upp lýsingu í gömlum
blöðum. Líkt og gnæfandi Hall-
grímskirkja á upphaf sitt í hug-
myndum og hálfgleymdum athöfn-
um, þannig á vemleiki hins mikla
orgels sitt áþekka upphaf. Draum-
urinn hefur ræst og orðið að vem-
leika sem fer ekki framhjá neinum
lengur.
Höfundur er verkfræðingur og er
í Orgelsjóðsnefnd
Hallgrímskirkju.
^09
Dt Sgtirtjöni Knaissou
Bók um líf mannsins og trú, sögu
þjóðarinnar og sögu mannsandans
+Ki
Kirkjuhúsið
Skálholtsútgáfan
Kirkjuhvoli Sími 21090
f
Irl-
....
a morgun ral
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Athugið breyttan messutíma.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14: Altar-
isganga. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son messar.
DÓMKIRKJAN: Hámessa kl. 11.
Kór Tónlistarskólans í Reykjavík
syngur. Orgelleikari Marteinn H.
Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmunds-
son. Eftir messuna verður fundur
í Safnaðarfélagi kirkjunnar í safn-
aðarheimilinu. Barnastarf í safn-
aðarheimilinu kl. 11. Kirkjubíllinn
fer um vesturbæinn. Helgistund
kl. 17. Sr. Hjalti Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10. Altarisganga. Sr.
Magnús Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11. Yngri börnin niðri.
Prestur sr. Gylfi Jónsson. Barna-
kór Grensáskirkju syngur undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Kristján Þ. Stephensen óbóleikari
kemur í heimsókn með nemendur
sína. Guðsþjónusta kl. 14. Prest-
ur sr. Halldór S. Gröndal. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson. Þriðju-
dag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
leikur í 10 mínútur. Fyrirbænir,
altarisganga og léttur hádegis-
verður. Biblíulestur kl. 14. Kaffi-
veitingar. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Barnastund á sama
tíma. Þriðjudag: fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Sr. Arngrímur Jónsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn
fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á
undan og eftir messu. Messa kl.
14. Sr. Tómas Sveinsson. Kaffi á
kirkjuloftinu eftir messu. Orgel-
tónleikar kl. 21. Dr. Orthulf
Prunner leikur aðventutónlist eft-
ir franska og norður-þýska meist-
ara. Biblíulestur mánudagskvöld
kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir
eru í kirkjunni á miðvikudögum
kl. 18.
LANGHOLTSKIRKÍA: Kirkja
Lúk. 21.:
Guðspjall dagsins:
Teikn á sólu og tungli.
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Jón Bjarm-
an. Organisti Jón Stefánsson. Kór
Langholtskirkju (hópur V) syngur.
Anna María Nousiainen syngur
einsöng. Barnastarf á sama tíma.
Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Aft-
ansöngur alla virka daga kl. 18.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarbörn að-
stoða. Bjöllusveit Laugarnes-
kirkju leikur. Organisti Ronald
Turner. Prestur sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson. Barnastarf á sama
tíma undir stjórn Þórarins Björns-
sonar. Fundur með fermingar-
börnum og foreldrum þeirra eftir
guðsþjónustu. Heitt á könnunni
eftir guðsþjónustu.
NESKIRKJÁ: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Guðmund-
ur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta
kl. 14. Helgileikur 10-12 ára
barna undir stjórn Jóhönnu Guð-
jónsdóttur. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Miðvikudag: Bæna-
messa kl. 18.20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Hákon
Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Barnastarf á
sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru
og Erlu. Miðvikudag: Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimilinu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs-
þjónustur kl. 11 í Árbæjarkirkju,
Ártúnsskóla og Selásskóla.
Guðsþjónusta kl. 11. Fjölþreytt
dagskrá. Aðventusamkoma kl.
20.30. Guðrún Kristinsdóttir set-