Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Fríkirkjan í Reykjavík
Fundur um atvinnu-
leysi og innri mann
FRÍKIRKJAN í Reykjavík stendur fyrir fundi sem ber yfirskrift-
ina: Opinn fundur um atvinnuleysi og innri mann, í safnaðarheim-
ili kirkjunnar á Laufásvegi 13 í
desember kl. 13.30.
Tilefni fundarins er hið uggvæn-
lega ástand í atvinnumálum sem
ríkir um þessar mundir og afleið-
ingar þess fyrir einstaklinginn sem
fyrir því verður.
Frummælendur verða Cecil Har-
aidsson, safnaðarprestur, Unnur
Konráðsdóttir, ritari Landssam-
taka atvinnulausra og Gunnar
Klængur Gunnarsson, félagsráð-
gjafí.
Fjallað verður um einstaklinginn
sem fyrir atvinnuleysi verður, við-
brögð sem unnt er að grípa til og
Reykjavík, í dag, laugardaginn 5.
viðbrögð sem rétt er að forðast.
Leitað verður svara sem komið
geta að haldi og ráða sem grípa
má til í baráttunni við þær nei-
kvæðu hugsanir og kenndir sem
gjarnan fylgja í kjölfar þess að
missa vinnuna.
Þess er vænst að allir sem telja
málefni fundarins eiga erindi til
sín eða aðstandenda sinna mæti.
Á fundinum verða kaffíveitingar í
boði og öllum er fijáls aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
(Fréttatílkynning)
Háskóli íslands
Ráðstefna
um rann-
sóknir í
læknadeild
RÁÐSTEFNA um rannsóknir í
læknadeild Háskóla íslands hefst
í Odda á sunnudag klukkan 15.30
og stendur fram á síðdegi á
þriðjudag. Flutt verða 155 stutt,
10 mínútna, erindi um þær marg-
víslegu rannsóknir, sem fram
fara í deildinni. Þá verður og
ákveðið að Þorsteinn Loftsson
prófessor í lyfjafræði lyfsala
verði heiðraður fyrir frábær vís-
indastörf.
Læknafélag íslands er 75 ára um
þessar mundir. Að því tilefni ákvað
Vísindanefnd læknadeildar að taka
upp þá nýbreytni að menn yrðu
heiðraðir fyrir framúrskarandi vís-
indastörfstörf og var í kjölfar þess
óskað eftir tilnefningum. Fjölmarg-
ar bárust, en í samráði við deildar-
ráð og deildarforseta ákvað vísinda-
nefndin að heiðra Þorstein. Mun
afhending viðurkenningarskjals
fara fram á sunndag í stofu 101 í
Þorsteinn Loftsson
Odda og Þorsteinn Loftsson flytja
heiðursfyrirlestur um nýjar aðferðir
til að hafa áhrif á frásog og dreif-
ingu lyfja.
Ráðstefnur sem þessi um rann-
sóknir í læknadeild, hafa verið
haldnar frá árinu 1981 og fara fram
annað hvert ár. Þátttakendum hefur
farið sífjölgandi, sem sýnir stöðugt
vaxandi rannsóknastarfsemi í deild-
inni, þrátt fyrir erfiðar aðstæður,
að því er segir í inngangserindi Vís-
indanefndar í fylgiriti Læknablaðs-
ins, sem helgað er ráðstefnunni. Á
ráðstefnunni verða einnig til sýnis
veggspjöld.
Morgunblaðið/Þorkell.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ullrich Kiermayr, forstöðumaður fjármögnunar-
deildar Evrópubankans, undirrita samning um stofnun tækniaðstoðarsjóðs íslands við bankann.
Stofnun tækniaðstoðarsjóðs fslands og Evrópubankans
Stuðlar að auknum útflutn-
ingi á íslenskri þekkingu
ULLRICH Kiermayr, forstöðumaður fjármögnunardeilar Endur-
reisnar- og þróunarbanka Evrópu (Evrópubankans), og Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra hafa undirritap samning um stofnun
tækniaðstoðarsjóðs íslands við bankann. Tilgangur sjóðsins er að
gera Evrópubankanum fært að kaupa tæknilega ráðgjöf við endur-
reisn og efnahagsþróun í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og fyrrum
lýðsveldum Sovétríkjanna. ísland leggur 100 þús. ECU til sjóðsins
eða jafnvirði 7,7 milljóna íslenskra króna. Er talið að sjóðurinn
geti stuðlað að auknum útflutningi á íslenskri þekkingu.
Ullric Kiermayr sagði eftir und-
irritunina á fímmtudag að þessi
samvinna gæfí kost á að sérfræði-
þekking íslendinga, svo sem á sviði
jarðhita og fískveiða, kæmi að
góðum notum við fjárfestingu í
ríkjum sem starfsemi Evrópðu-
bankans nær til. Tækniaðstoðar-
sjóðurinn skal nýttur samkvæmt
ákvörðun Evrópubankans til að
ijármagna kaup á tæknilegri ráð-
gjöf við skipulag og framkvæmd
einstakra verkefna, einkum á sviði
fiskveiða og fískvinnslu, orku- og
umhverfísmála og verður sjóðnum
eingöngu varið til að ljármagna
vinnu íslenskra ráðgjafa.
íslendingar greiða helming
framlags síns til sjóðsins eða 3,8
millj. kr. strax við undirritun
samningsins en síðari greiðslurnar
á árunum 1993 og 1994. Stofnun
sjóðsins á að koma til móts við
mikla þörf ríkja Mið- og Austur-
Evrópu og fyrrum lýðvelda Sovét-
ríkjanna til að skipuleggja og
hrinda af stað verkefnum er stuðla
að umskiptum í átt að opnu mark-
aðshagkerfi. Jafnframt mun stofn-
un hans leiða til aukinna verkefna
fyrir íslenska ráðgjafa og ráðgjaf-
arfyrirtæki á starfssvæði Evrópu-
bankans.
Evrópubankinn tók formlega til
starfa 15. apríl 1991 og var ísland
eitt 40 ríkja og tveggja alþjóða-
stofnana sem stóðu að stofnun
hans. Markmið Evrópubankans er
að stuðla að umskiptum í átt að
opnu markaðshagkerfí í ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu og fyrrum
lýðveldum Sovétríkjanna, einkum
með því að greiða fyrir arðbærri
atvinnustarfsemi á vegum einstak-
linga og fyrirtækja. Þetta gerir
bankinn með því að greiða fyrir
arðbærri fjárfestingu í atvinnu-
starfsemi í samvinnu við innlenda
og erlenda fjárfesta, eflingu inn-
Iends Ijármagnsmarkaðar og með
því að styðja stofnun og rekstur
smárra og meðalstórra fyrirtækja.
Skipulagðar ferðir Heimsklúbbs Ingólfs í Karíbahafið
Ekki bara sandur og sól
- segir Carolina Bergés frá eynni Dóminíku
EYJARNAR í Karíbahafi hafa heillað marga með sól og sandi og
fjölskrúðugum gróðri. Litir og lífsgleði komu í huga blaðamanns
sem þrammaði gráleitt Austurstræti í vikunni á leið til að hitta
Carolinu Bergés frá eynni Dóminíku. Karíbahaf liggur að eynni
sunnanverðri og Atlantshaf norðan til og þegar Carolina lýkur
löngu og hröðu simtali á spænsku segir hún að þar vaxi laukar
og gali gaukar og hún sé alveg hissa á að ísland sé ekki á kafi
snjó, svona uppi undir heimskauti. Carolina kom hingað í nokkra
daga til að kynna sinn heimabæ fyrir þeim sem vilja vita hvernig
lífið er í sólinni. Heimsklúbbur Ingólfs býður frá áramótum viku-
Iegar ferðir þangað, í þorpið Puerto Plata á Dóminíku.
Ingólfur Guðbrandsson segir að
þetta sé í fyrsta sinn sem Islend-
ingum bjóðist skipulegar ferðir til
Karíbahafs og greinilega langi
marga úr vetrinum í hitabeltið,
uppselt sé í fyrstu ferðimar. Hann
hafi viljað bjóða fólki eitthvað
annað en Kanaríeyjar og Flórida
og fundið stað sem hann sé mjög
ánægður með.
Carolina er kynningarfulltrúi
hótels í Puerto Plata þar sem
Heimsklúbbsgestir hafa bækistöð.
Hún segist áður hafa unnið fyrir
ferðamálaráð staðarins og sé þess
vegna orðin býsna vön því að segja
frá heimaslóðunum. „Dóminíska
iýðveldið er ekki bara sandur og
sól,“ segir hún, „eyjan hefur mikla
sögu og menjar hennar sjást víða.
Við erum líka sjálfum okkur nóg,
framleiðum á eynni allan mat og
drykk og annað sem hugur gim-
ist. Þess vegna er verðlag miklu
lægra en á eyjunum í kring. Ann-
að sem eyjan hefur fram yfir ná-
grannana er að þjóðfélagsástand
er stöðugt, fólk er ömggt eins og
virðist hér á íslandi og eiturlyfjap-
lága hefur ekki lagst yfir með
sama þunga og víða á þessum
slóðum."
Kristófer Kólumbus fann eyna
árið 1492 og hin 500 ára höfuð-
borg Santo Domingo er fyrsta
borgin í Nýja heiminum, nefnd
eftir skipi Kólumbusar. Carolina
segir að elsti háskólinn og dóm-
kirkjan í Kanbahafí sé á Dómin-
íku, þar sem 7 milljónir manna
búa. Árlega kemur annað eins, og
ríflega það, af ferðamönnum til
Morgunblaðið/Kristinn
Carolina Bergés kemur frá eyj-
unni Dóminíku í Karíbahafi.
eyjarinnar, enda segir Carolina að
þjónusta við þá sjái Jjölmörgum
heimamönnum fyrir vinnu. Land-
búnaður ýmiskonar sé þó aðalat-
vinnugreinin, en ferðaiðnaður og
Hótelið í Puerto Plata er byggt í frönskum og Viktoríönskum
anda, þar sem við bæinn var í upphafi aldarinnar mikilvæg höfn
og aðsetur evrópskra sendiráða.
framleiðsla til skrauts eða nytja
fylgi fast á eftir.
A Dóminíku eru námur af gulli
og járni, þar er mikið framleitt
af sykurreyr og alls konar ávöxt-
um, kaffí og tóbaki. „Svo eru toll-
fijáls svæði þar sem búin eru til
dýrindis nærföt og loðfeldir," seg-
ir Carolina og hlær, „og ýmiskon-
ar tölvubúnaður". Hún fær sér
kaffí og segir með áherslu að sín-
ir landar séu frægir fyrir að fram-
leiða gott kaffi. „En sígaretturnar
þínar eru amerískar," segir blaða-
maður og heldur að nú hafí tekist
að finna veikan blett á þessari
sólskinssögu, „er tóbakið frá Dóm-
iníku ekki gott?“ Carolina svarar
að bragði að þessar Marlboro séu
einmitt búnar til þar.
Ferðamannabærinn Puerto
Plata er á norðurströnd eyjarinn-
ar. Carolina segir að hótelið henn-
ar sé rekið eftir hugmynd um að
allt sé innifalið í verði þess. Þetta
hafi gefíst mjög vel þau þijú ár
sem það hafi verið opið, gestir fái
ekki aðeins gistingu og morgun-
verð fyrir peningana sína, heldur
allar þær máltíðir sem þeir vilja,
drykki og ýmiskonar afþreyingu.
Fólk geti auðvitað legið á strönd-
inni, en margir vilji fara í golf, á
seglbretti, í siglingar eða á köfun-
amámskeið. „Og börnin þurfa
ekki heldur að láta sér leiðast,"
segir Carolina, „við höfum ofan
af fyrir þeim og ég heyri á litlu
strákunum mínum að það er gam-
an við hótelið. Varstu annars búin
að sjá myndina af strákunum mín-
um?“ ÞÞ