Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
T^rr-t—r.-rv?'!’111..?" .-r vv'J 'r ■■1 >■» ■ ■■ ■
Friáls aðild að Stúdentaráði
eftirHörðH.
Helgason
HÉR að neðan verður fjallað um
réttmæti þess að leyfa stúdentum
við Háskóla íslands að velja hvort
þeir gerist aðilar að Stúdentaráði
HÍ eða ekki.
Stúdentaráð Háskóla íslands
Við Háskóla íslands starfa samtök
stúdenta sem kallast Stúdentaráð
Háskóla íslands (SHÍ). Árlega eru
30 stúdentar kosnir listakosningu til
tveggja ára setu í ráðinu. í kjölfarið
kýsSHÍ sér stjóm, velur sér formann
og ræður framkvæmdastjóra, allt til
eins árs í senn. Fyrir starf sitt þiggja
formaður, framkvæmdastjóri og rit-
stjóri tímarits SHÍ föst mánaðarlaun
frá ráðinu. Á vettvangi þess fer fram
margvísleg starfsemi, þ. á m. rekstur
skrifstofu, blaðaútgáfa, húsnæðis-
og atvinnumiðlun, ráðgjöf vegna
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
o.m.fl. Auk þess ályktar ráðið um
ýmis málefni í nafni sinna félags-
manna, líkt og önnur hagsmunasam-
tök gera gjaman.
Frelsi til að ve^ja
Á síðari ámm hafa stúdentar ver-
ið skyjdaðir til að greiða félagsgjöld
til SHÍ við skráningu í skólann. Gegn
því hafa þeir talist félagar í samtök-
unum meðan á skólavist hefur stað-
ið, hlotið kosningarétt til ráðsins og
notið hinna ýmsu fríðinda sem aðild-
inni fylgir. Hafi stúdentar neitað að
greiða þetta gjald og hafnað aðild
að SHÍ hefur þeim einfaldlega verið
neitað um skráningu í skólann.
Rökræða
Helstu rök gegn fijálsri aðild eru
þau, að hér sé um samfélag stúdenta
að ræða sem ekki sé hægt að segja
sig úr nema með þvf að hætta námi.
Háskólasamfélagið sé ríki í ríkinu
sem menn geti ekki gerst aðilar að í
áföngum.
Gegn ofannefndum rökum verða
þau mótrök færð, að eðlilegra sé að
bera SHÍ og samfélag stúdenta sam-
an við önnur hagsmunasamtök og
þá hópa sem að þeim standa, heldur
en að líkja ráðinu við ríkisvald í þjóð-
félagi. Bæði sé, að ríkisvaldið sé ill
nauðsyn og að skylduaðild að þjóðfé-
laginu sé lífsnauðsynleg til að þegn-
amir lúti einni lögsögu. Þyngra vega
þó rökin um rétt manna til náms. Á
meðan svo er verður að skýra allar
kvaðir á þeim rétti þröngt og geta
þær aðeins komið trl af brýnni nauð-
syn. Aðild að skólafélagi er ekki slík
brýn nauðsyn. Því er það gróft brot
á rétti fólks til náms að banna því
að setjast á skólabekk nema það
gangi í tiltekið félag og greiði til
þess félagsgjöld.
Þá standi SHÍ fyrir margvíslegri
starfsemi til hagsbóta fyrir alla stúd-
enta. Óréttlátt væri að sumir gætu
staðið utan félagsins en notið þess
góðs sem samtökin komi til leiðar.
Vegna þess að starfsemi einna
samtaka bætir aðstöðu annars fólks
á að skylda það til að gerast aðilar
að samtökunum. Sú röksemdafærsla
heldur ekki vatni. Stúdentar njóta
góðs af afrakstri fijálsra samtaka
stúdenta og deildarfélaganna í sinni
deild. Sama á við um árangur al-
mennra samtaka í þjóðfélaginu, t.d.
líknarfélaga, neytendasamtaka og
samtaka um bætur á skipulagi tiltek-
inna borgarhluta. Þrátt fyrir þetta
eru þeir, sem njóta árangursins, ekki
neyddir til að ganga í viðkomandi
félög.
Einnig myndi frjáls aðild eyði-
leggja samstöðu stúdenta, sem stæðu
ekki lengur sem einn maður í augum
annarra í þjóðfélaginu. SHÍ myndi
ekki lengur geta talað í nafni allra
stúdenta og stúdentar við HÍ hefðu
ekki lengur einn málsvara.
Það eitt, að fólk sé neytt til að
ganga í tiltekið félag leiðir ekki sjálf-
krafa til þess að samstaða myndist
með því. Hins vegar verður slíkt fé-
lag síður trúverðugt, þar sem athafn-
ir þess bera ekki vott um samstöðu
aðiianna, heldur gefa í skyn að þá
þurfi að neyða til samstöðu. — Mál-
svarar lýsa skoðunum sinna skjól-
stæðinga. Sú staðhæfing stenst ekki,
að stúdentar eigi sér f dag einn
málsvara. Rökin eru einfold: Stúd-
entar eru jafn ólíkir og þeir eru
margir. Þeir hafa ólíkar hugmyndir
og skoðanir á hlutunum. Það eina
sem er þeim sameiginlegt er að þeir
stunda nám við sama skóla. Jafnvel
þótt hagsmunir þeirra allra felist í
því m.a. að njóta sem bestrar að-
stöðu til að mennta sig við skólann,
þá hefur hver þeirra sína skoðun á
því hvemig þeim hagsmunum sé
best borgið. Því er hugmyndin um
einn talsmann fyrir alla stúdenta
hugmynd um mann sem hefur fátt
að segja.
Afnám skylduaðildar sé tæknilega
óframkvæmanlegt.
Skiptar skoðanir hafa verið uppi
um sannleiksgildi þessarar fullyrð-
ingar en hér skal þess eins getið að
nefnd á vegum ráðsins sjálfs hefur
komist að þeirri niðurstöðu að þessi
breyting sé tæknilega möguleg.
Loks sé Stúdentaráð ekki félag
heldur ráð og því eigi tal um „nei-
kvætt félagafrelsi“ ekki við um það.
Þessi eru veikustu rökin, einfald-
lega vegna þess að nafngiftin skiptir
ekki máli. Sá hluti félagafrelsis sem
er óumdeilt vemdaður af íslensku
stjómarskránni er hinn ,jákvæði“,
þ.e. rétturinn til að stofna félög og
starfa í þeim. Engin formskilyrði
þarf að uppfylla, engar kröfur um
hvað skuli kalla samtökin. Því er að
íslenskum félagarétti einkum farið
eftir ytri einkennum við skilgreiningu
á félögum. Þó að til séu vafatilvik
er sennilegt að sú starfsemi afmark-
aðs hóps manna, sem felst í reglu-
legri kosningu fulltrúa til að vinna
að sameiginlegri stefnu hópsins, telj-
ist vera starfsemi „félags“. Ef við
bætist að stefnan er mörkuð í lögum
sem félagamir setja sér; að hópurinn
stendur að rekstri sameiginlegrar
skrifstofu með launuðum starfs-
mönnum og að kostnaðurinn af starf-
seminni er greiddur með innheimtu
sérgreindra greiðslna frá þeim ein-
staklingum einum sem mynda hóp-
inn, þá verður niðurstaðan vafalaus:
SHÍ er félag.
Ólögmæt gjaldtaka
Auk þess sem að framan er talið
skal fyret nefnd sú staðreynd að
lagaheimild skortir fyrir gjaldtökunni
— hún er ólögleg.
Sú heimild sem hefur verið borið
við þegar innheimtan hefur verið
rökstudd er 2. mgr. 37. gr. reglu-
gerðar um Háskóla íslands, sbr. augl.
78/1979, sbr. 1. gr. augl. 72/1981
og 1. gr. augl. 27/1992. Þar segir:
„Ar hvert skulu aðrir en þeir, sem
frumskrásettir eru til náms á tilteknu
ári, láta skrásetja sig og greiða þá
skrásetningargjald. Stúdentar hafa
ekki rétt til þess að sækja fyrirlestra
og æfingar og verða ekki skráðir til
prófs nema þeir séu skráðir í hinni
árlegu skrásetningu. ...“ Síðan er
ákvæðinu um gjaldtöku til SHÍ bætt
við í 38. gr.: „Ar hvert skal háskólar-
áð, að fengnum tillögum stúdenta-
ráðs Háskóla íslands og stjómar
Félagsstofnunar stúdenta, ákveða
hvereu hátt skrásetningargjald skuli
vera og hvemig það skiptist milli
stúdentaráðs, Félagsstofnunar stúd-
enta, stúdentaskiptasjóðs og háskól-
ans sjálfs. ...“
Ákvæði um gjaldtöku af þessu
tagi verða að eiga sér stoð í lögum,
reglugerðarákvæði nægja ekki ein
sér. Þetta er séretaklega brýnt hér,
þar sem um er að ræða skerðingu á
aðgangi fólks að skólum, enda er
réttur fil náms talinn mikilvæg fé-
lagsleg réttindi f íslensku þjóðfélagi.
Þessa meintu lagastoð fyrir skrásetn-
ingargjaldinu er að finna í 21. gr.
1. 131/1990 um Háskóla íslands.
Þar segir: „Hver sá, sem staðist hef-
ur fullnaðarpróf frá íslenskum skóla,
sem heimild hefur til að brautskrá
stúdenta, á rétt á að vera skrásettur
háskólaborgari gegn því að greiða
skrásetningargjald. ... Heimilt er
að setja í reglugerð ákvæði er mæli
fyrir um árlega skrásetningu stúd-
enta og eru þá þeir einir taldir stúd-
entar skólans er hafa skráð sig til
náms.“
Ákvæði laganna um „skrásetning-
argjald" var upphaflega ekki í frum-
varpi að fyretu lögum um HÍ, en kom
inn við aðra umræðu á Alþingi og
stóð svo í 4. mgr., sbr. 3. mgr. 17.
gr. 1. 35/1909: „Hver sá, er æskir
skrásetningar, skal fyrir byijun
kennslumisseris tilkynna það ritara
háskólans og tekur ritari við skrá-
setningargjaldinu." Síðan hefur inn-
tak ákvæðisins og orðið „skrásetn-
ingargjald" haldist allt til núgildandi
laga. Við skýringu á orðinu „skrá-
setningargjald" verður því að líta til
aðstæðna við setningu laganna árið
1909. Tilgangur s.h. 3. mgr. 17. gr.
1. 35/1909 var að gjaldið rynni til
skólans vegna skráningar stúdenta,
svo sem orðalagið og upphæð gjalds-
ins gefa til kynna. Hvergi er að finna
merki þess að vilji löggjafans hafi
staðið til þess að innheimta með þess-
um hætti félagsgjöld í tiltekin félög
Hörður H. Helgason
„Þó að félög, t.d. SHÍ,
geti samið við HÍ um að
skólinn taki við félags-
gjöldum um leið og skrá-
setningargjaldi til skól-
ans, þá skortir með öllu
heimild til þess að neyða
stúdenta til greiðslu
þessara félagsgjalda,
hvað þá til að neita þeim
um skólavist nema þeir
gangi í tiltekin félaga-
samtök.“
eða gjöld til annarrar starfsemi. Þar
sem að við þessu hefur ekki verið
hróflað í síðari lögum né annars
skilnings getið í greinargerðum eða
öðrum lögskýringargögnum með síð-
ari útgáfum háskólalaga eða breyt-
ingum á þeim veitir lagaheimildin
aðeins heimild til innheimtu skrán-
ingargjalda til HÍ, en ekki annarrar
innheimtu, t.d. félagsgjalda til sjálf-
stæðra félaga. Því brestur lagastoð
fyrir hinu nefnda ákvæði reglugerð-
arinnar um innheimtu gjalda til þeirr-
ar starfsemi sem þar er talin upp,
utan innheimtu gjalda til „ ... há-
skólans sjálfs ...“
Óréttur venst ekki í lög. Þvf getur
nefnd gjaldheimta til SHI ekki festst
í sessi, hvereu langur tími sem líður
þar til henni er mótmælt.
Niðuretaðan er því sú að þó að
félög, t.d. SHÍ, geti samið við HÍ um
að skólinn taki við félagsgjöldum um
leið og skrásetningargjaldi til skól-
ans, þá skortir með öllu heimild til
þess að neyða stúdenta til greiðslu
þessara félagsgjalda, hvað þá til að
neita þeim um skólavist nema þeir
gangi í tiltekin félagasamtök.
Mannréttíndi
Á undanfömum áratugum hefur
íslenskt þjóðfélag tekið miklum
framförum. T.d. hefur tekist að losa
um höft og helsi á mörgum sviðum
og eru íslendingar orðnir meðvitaðri
um grundvallarmannréttindi og
nauðsyn þess að hlúa að þeim. Sem
dæmi um breytingar í þessa átt má
nefna aðskilnað dómsvalds og um-
boðsvalds í héraði. Fyrir þær breyt-
ingar urðu sakbomingar að sæta því
að sami aðili rannsakaði mál þeirra,
ákærði þá og dæmdi loks í málum
þeirra.
Af mikilvægum mannréttindum
má nefna félagafrelsi. 73. gr. stjóm-
arskrár íslands var sett til vemdar
þessum réttindum. Skv. túlkun
Hæstaréttar tekur hún þó aðeins til
hluta þessara mannréttinda, þ.e. til
réttarins til að stofna og starfrækja
félög og gerast meðlimir í þeim (,já-
kvætt félagafrelsi“). Þessi réttur er
ekki síður mikilvægur en sá fyrr-
nefndi, enda hafa íslensk stjómvöld
skuldbundið sig til þess að standa
vörð um þessi réttindi.
Hér að ofan var minnst á að heim-
ildir til að neyða stúdenta til greiðslu
umræddra gjalda væru ekki til. Gild-
andi réttarreglur ganga þó lengra.
íslenska ríkið hefur gerst aðili að
tveimur samningum til vemdar
mannréttindum, þ.e. mannréttinda-
sáttmálum Evrópu og Sameinuðu
þjóðanna, auk annarra samninga og
stofnana á sviði mannréttinda, t.d.
TILBOÐ
Cosmos (nýtt)
Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við
40.000,- kr. verðlækkun.
Áður kr. 164.700,- stgr. Nú kr. 124.916,- m/náttb.
og springdýnum.
Dæmi um lánakjör: Útb. kr. 33.400,- eftirst. á 30
mán. kr. 4.130,- á mán. eða Visa og Euro rað-
greiðslur.
Dæmi án útborgunar: skipt á 12 greiðslur, ca kr.
12.107,- á mán.
Opið laugardag 10-16 og sunnudag 13-16.
Grensásvegi 3 # sími 681144
félagsmálasáttmála Evrópu. Þar er
réttur manna til þess að standa utan
félaga staðfestur, sbr. álit sérfræð-
inganefndar Evrópuráðsins, enda
hefur nefndin sent íslenskum stjórn-
völdum áminningu um að þau standi
ekki nægilega traustan vörð um
nefnd mannréttindi, eins og þau hafi
þó skuldbundið sig til þess að gera.
Loks má nefna Mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem
af sumum þjóðréttarfræðingum hef-
ur verið talin binda ísland að þjóða-
rétti. í 2. mgr. 20. gr. hennar er
berum orðum kveðið á um að engan
megi neyða til aðildar að samtökum.
Önnur skyld atriði
Það er eðlilegt að spurt sé hvað
reki menn til að hefja máls á þessu
einmitt nú. Þegar hefur verið minnst
á að óréttur venjist aldrei í lög. Auk
þess hefur þessu máli verið haldið
vakandi um árabil, þótt stundum
hafi það farið hljótt. Hins vegar
hugsa háskólanemar sig nú tvisvar
um í ljósi þess að tekin hafa verið
upp skólagjöld, m.ö.o. eiginlegt
„skrásetningargjald". Nú verða stúd-
entar að greiða 17.000 kr. árlega
fyrir veru sína í skólanum. Þá vakn-
ar sú spuming, hvort til viðbótar
verði hægt að heimta peninga fyrir
sjálfstæð samtök í skjóli þess að um
skrásetningargjald til háskólans sé
að ræða.
Þeir aðstandendur SHÍ, sem hafa
áhyggjur af sívaxandi áhugaleysi
stúdenta á ráðinu og störfum þess,
munu eflaust taka frjálsa aðild til
athugunar. Ástæðan er einfaldlega
sú að í dag er ekkert sem hvetur til
bættrar starfsemi eða breyttra
áherelna vegna þess að fólkinu í fé-
laginu er ekki fijálst að segja sig
úr því. Því hafa foreprakkar samtak-
anna litla vísbendingu um raunveru-
legan vilja félagsmanna. í kosning-
um til ráðsins sést t.d. það eitt hvað
stúdentum finnst skást að velja, enda
ekki valkostur að standa utan þess.
Einnig geta þeir, sem vilja sýna sam-
stöðu og styðja félagið, ekki gert það
með því að gerast félagar — það eru
allir skyldaðir til aðildar. Auk þess
skaðar skylduaðildin ímynd félagsins
því hæfilegt mark er tekið á tals-
mönnum samtaka sem neyða sitt
fólk til þess að vera með.'
Nauðsynlegt er einnig að velta upp
þeirri spumingu hvort SHÍ hafi
gengið sér til húðar. Annare vegar
eru uppi skiptar skoðanir um afrakst-
ur ráðsins, t.d. hver raunverulegur
árangur þess sé í hagsmunabaráttu
stúdenta nú á tímum skólagjalda,
samdcáttar og niðurekurðar svo eitt-
hvað sé nefnt. Ganga má lengra og
spyija um tilgang þessarar baráttu
og umboð forystumanna SHÍ til
hennar, í ljósi mismunandi skoðana
stúdenta á því hvemig fara skuli
með hagsmuni þeirra. Hins vegar
má vekja máls á því hvort önnur
félög stúdenta geti leyst SHÍ af
hólmi, að minnsta kosti að því marki
að ekki teljist nauðsynlegt lengur að
skylda fólk til aðildar að ráðinu. Þar
má nefna að deildarfélög starfa í
hverri deild skólans, að öflugt starf
fer fram í tveimur fylkingum stúd-
enta, Vöku og Röskvu, og að nýlega
stofnuðu deildarfélögin með sér sam-
tök, Félag deildarfélaga við HÍ.
Loks má spyija hvereu siðlegt það
sé að nemendafélag, sem telst nauð-
synlegt að skylda stúdenta til að
ganga í, greiði kjömum forvígis-
mönnum sínum full laun fyrir störf
sín og veiti þeim fylkingum sem að-
ild eiga að stjóm félagsins ijárveit-
ingu úr sjóðum sínum.
Niðurstaða
Séu niðurstöður ofannefndra
vangaveltna dregnar saman kemur
í ljós, að ekki em til marktæk rök
fyrir réttlætingu skylduaðilar að
Stúdentaráði Háskóla íslands og að
rökin sem færð hafa verið nauðunga-
raðildinni til málsbóta vega ekki upp
þau rök sem liggja til grundvailar
rétti manna til að standa utan fé-
laga. Einnig, að gjaldheimta HÍ fyrir
hönd SHl er ólögleg og að tiiraunir
til að skýlcla stúdenta til aðildar að
SHÍ em í andstöðu við mannréttindi
sem íslendingar hafa skuldbundið sig
til að virða og vemda.
Skylduaðildin er órökstudd, ólög-
leg og mannréttindabrot. Því skal
nú þegar gefa aðild að Stúdentaráði
fijálsa.
Höfundur er laganemi við Háskóla
íslands.