Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 33

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 33
MORGUNBLXÐTÐ LAUGARDXGTJIT 5: DESEMBEK T992 33 Islands málasamband samvinnufélaganna því yfir í bréfi til ASÍ og við ríkis- stjóm að ef hækkun BHMR gengi fram teldu samtökin sig ekki eiga annarra kosta völ en að tryggja viðsemjendum sínum hliðstæða launaþróun. Hjörtur Eiríksson hafnaði því al- gerlega að forsendur væru fyrir slíkri hækkun nú vegna dóms Hæstaréttar. Sagði hann að yfirlýs- ing vinnuveitenda árið 1990 hefði verið gefin miðað við ákeðvnar for- sendur en þær eru ekki lengur í gildi. „Ég verð að segja að ég átta mig ekki á þessu, mér finnst þetta svo iangsótt,“ sagði hann. „Forsendur þjóðarsáttarsamn- inganna voru þær að allt yrði látið ganga á sama hátt yfir alla en ef frávik yrðu þar frá yrðu þau tekin upp til samninga á milii samnings- aðila vinnumarkaðarins. Vinnuveit- endasamtökin lýstu sig jákvæð um að láta sama yfir okkar fólk ganga og aðra,“ sagði Benedikt. „Nú hefur Hæstirétur kveðið upp úrskurð um að ákveðinn hópur skuli fá greiðslur fyrir tiltekið tímabil sem ekki var gert ráð fyrir í grundvelli samning- anna. Ég tel þess vegna einsýnt að við hljótum að gera kröfu til að okkar fólk fái þær líka. Við munum leggja það til við miðstjóm að sú krafa verði sett fram. Samningamir sem gerðir vora 1990 vora ekki bara venjulegir kja- rasamningar heldur var verið að gera þríhliða samkomulag samn- ingsaðila vinnumarkaðarins og stjómvalda um grandvallarbreyt- ingar á efnahagskerfínu. Þegar ver- ið er að gera samninga á þann hátt hljóta allir að gera ráð fyrir að for- sendumar haldist stöðugar en ef eitthvað bregst í þeim efnum verður að breyta samningunum til sam- ræmis við það,“ sagði Benedikt. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, sagði að í kjarasamningi kennara frá þessum tíma hefði verið ákvæði um að verði launahækkanir hjá öðram á samn- ingstímanum verði félögum í Kennarasambandinu tryggð hlið- stæð hækkun. Á fundi kjararáðs Kennarasambandsins sem haldinn var í gær um kröfugerð sambands- ins vegna næstu kjarasamninga v'ar samþykkt að láta reyna á þetta ákvæði strax eftir helgina. „Okkur finnst sjálfsagt að láta reyna á þetta samningsákvæði þar sem dómur hefur fallið um að á þessum tíma hafi orðið launabreytingar," sagði Svanhildur. Ögmundur sagði að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefði ekki viljað setja ákvæði inn í kjara- samninga þess um að BSRB-félagar ættu kröfu til allra launahækkana sm aðrir kynnu að fá. „Það er mót- sagnakennt að leggja upp úr sjálf- stæðum samningsrétti og gera um leið kröfu um að fá sjálfkrafa það sem aðrir semja um. Við töldum það ekki vera rétt,“ sagði Ögmundur. Eðlilegt að gera til- kall til launabóta - segir Asmundur Stefánsson „ÉG TEK undir þau sjónarmið sem fram hafa komið af hálfu for- seta Alþýðusambandsins að það sé eðlilegt að gera tilkall til þess gagnvart okkar viðsemjendum að það verði greidd launabót tíl félags- manna Alþýðusambandsins, að gengnum þessum dómi,“ sagði As- mundur Stefánsson fyrrverandi forseti ASÍ þegar leitað var við- bragða hans við dómi Hæstaréttar í máli félagsmanns í aðildarfélagi BHMR gegn fjármálaráðherra. Ásmundur kvaðst ekki hafa kynnt sér dóminn i heild og því ekki getað tjáð sig um hann í einstökum atriðum. „Enda er til lítils að ræða einstök atriði I uppkveðnum dómum,“ sagði hann. „Það var ein meginforsenda samningsins á sínum tíma að ef aðrir fengju kauphækkanir um fram það sem okkar samningur gerði ráð fyrir yrði samningurinn tekinn til endurskoðunar. Undir það höfðu okkar viðsemjendur gengist sumar- ið 1990 og þess vegna tel ég að það sé rétt afstaða hjá Benedikt Davíðs- syni að taka það mál upp að nýju gagnvart okkar viðsemjendum,“ saðgi Ásmundur Stefánsson. Dómur Hæstaréttar hefur ekki keðju- verkandi áhrif — segir Einar Oddur Kristjánsson EINAR Oddur Kristjánsson, sem var formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, þegar bráðabirgðalög voru sett í ágúst 1990 til að afnema 4,5% launahækkun félaga í BHMR segir um úrskurð Hæsta- réttar í þá veru að ríkissjóður bæti BHMR-félögum þá launahækkun sem þeir voru sviptir í fimm mánuði, að það eina sem skipti máli í hans augum í þessum dómi, sé að hann hafi ekki keðjuverkandi áhrif út í launataxta í þjóðfélaginu. „Ég skil nú ekki alveg hvað meiri- hluti Hæstaréttar er að fara, þegar rætt er um brot á jafnræðisreglu, það skal fúslega viðurkennt," sagði Einar Oddur í samtali við Morgun- blaðið, „en það eins sem skiptir raunverulega máli í þessum dómi, er sú staðreynd að þarna er um dóm að ræða, sem ekki hefur eftirköst í för með sér, né keðjuverkandi áhrif út í launataxta í þjóðfélaginu. í mínum huga er það fagnaðarefni.“ AF INNLENDUM VETTVANGI HJÁLMAR JÓNSSON BHMR og ríkisvaidið Samskíptí í úlfakreppu Morgunblaðið/RAX Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar og gerði kjarasamninginn við BHMR. Mikið mæddi á honum þegar setning bráðabirgðalaganna var undirbúin um mitt sumar 1990, en þá er þessi mynd tekin við stjórnarráðið. SAMSKIPTl Bandalags háskóla- menntaðra rfldsstarfsmanna og rfldsvaldsins eru í úlfakreppu og svo hefur verið undanfarin ár. Dómur Hæstaréttar í fyrradag breytir þar engú um. Hann er einungis enn einn áfanginn í deilu þessara aðila sem staðið hefur frá þvi sumarið 1990 að rikisvaldið kvað upp úr með að ekki væri unnt að standa við ákvæði í kjarasamningi aðila frá árinu áður og með setningu bráðabirgðalaga í kjölfarið. Þeir kjarasamningar tókust eftir langvinna og harðvituga vinnu- deilu. Síðan hefur ekki verið gerður kjarasamningur og getur varla heitið að viðræður hafí átt sér stað. Mislitir biskupar mætast aldrei á skákborðinu, svo gripið sé til líkingar úr heimi skáklistar- innar, og segja má að samskiptin hafi borið keim af þvi síðustu ár. Kjarasamningur eftir sex vikna verkfall Kjarasamningurinn var gerður upp úr miðjum maí vorið 1989 eftir sex vikna verkfall flestra aðildarfé- laga BHMR og mikil átök í tengsl- um við það. Meðal annars lá kennsla niðri í framhaldsskólum þennan tíma og þjónusta sjúkrahúsa og- ýmissa rannsóknastofnana á vegum ríkisins raskaðist verulega. Með samningnum náðist fram sú megin- krafa háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna að samræma kjör þeirra þeim kjörum sem háskóla- menntaðir menn í sambærilegum störfum hefðu á almennum vinnu- markaði. Sett var á fót nefnd, raun- ar fleiri en ein, til að komast að niðurstöðu um hveiju munaði í kjör- um og átti að jafna þau í áföngum á samningstímanum. Hækkunin átti að nema einum til þremur launaflokkum í hvert skipti, en 3% bil er á milli launaflokka. Nefndin, sem hafði rúmt ár eða til 1. júlí 1990 til að skila af sér, komst ekki að niðurstöðu og átti þá samkvæmt ákvæðum samningsins laun að hækka um einn og hálfan launa- flokk eða 4,5% frá þeim tíma að telja. Samningurinn gilti til loka árs 1994 eða í rúmlega fimm ár, sem er óvenjulangur gildistími á íslensk- an mælikvarða, og samkvæmt 15. grein hans var eftir 30. nóvember 1989 hægt að krefjast samsvarandi launabreytinga ogyrðu á launakjör- um annarra hópa eftir þann tíma umfram ákvæði samningsins. Þetta ákvæði tryggði háskólamönnum sömu launaþróun og yrði almennt í landinu á gildistíma samningsins, auk þeirrar sérstöku leiðréttingar sem hann fól í sér. Þjóðarsáttin setti strik í reikninginn í millitíðinni eða í ársbyijun 1990 tókust víðtækir kjarasamningar á vinnumarkaði sem náðu til lang- flestra hópa í þjóðfélaginu og gengu manna á milli undir nafninu þjóðar- sáttin. Þar var kveðið á um tiltekna launaþróun fram á haust 1991 og mikil áhersla lögð á að hið sama ætti yfir alla að ganga. Raunar er það ein af forsendum samningsins og fyrir lá krafa verkalýðshreyfíng- arinnar um sömu hækkanir til sinna félagsmanna og félagar í BHMR myndu fá og jákvæðar undirtektir vinnuveitenda við þeirri kröfu. Margir forsvarsmenn í fslensku þjóðlífi höfðu og sagt allt frá gerð samningsins við BHMR að aldrei gengi upp að gera kjarasamning sem heimilaði einum hóp hækkanir umfram alla aðra. Við þessar að- stæður taldi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem hafði gert samninginn við háskólamenn árið áður, að ekki væri hægt að efna samninginn og frestaði einhliða eins og hálfs launaflokks hækkuninni til félaga f BHMR, þar sem einsýnt væri að annars hlytust af víxlhækk- anir launa og óðaverðbólga í kjöl- farið. Var vísað til 1. greinar samn- ingsins þar sem meðal annars segir að standa skuli að umræddum breytingum, þ.e. jöfnun kjara há- skólamanna, með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Félagsdómur úrskurðar BHMRí vil BHMR sætti sig ekki við einhliða ákvörðun ríkisins og taldi það skuld- bundið til að greiða umrædda launa- hækkun. Það vísaði ágreiningnum til Félagsdóms, sem kvað samhljóða upp dóm háskólamönnum í vil og að þeim bæri eins og hálfs launa- flokks hækkun frá 1. júlí. Skýrir Félagsdómur ákvæði 1. greinar sem áður var vísað til þannig að leita verði samkomulags við hinn aðilann um það hvemig bregðast skuli við í slíku tilfelli. Ekki verði fallist á að það heimili einhliða frestun greiðslna enda hafi ekki verið leitt með óyggjandi hætti í ljós að afleið- ingar samningsins verði aðrar en sjá heföi mátt fyrir við gerð hans. Dómurinn gekk 23. júlí og varð uppi fótur og fit í kjölfarið, þar sem ljóst þótti að þjóðarsáttarsamning- arnir væru í voða en þeir höfðu það að meginmarkmiði að ná tökum á verðbólgunni. Næstu tíu dagana reyndi ríkisstjórnin að finna lausn á málinu, sem lauk með setningu bráðabirgðalaga í byijun ágúst- mánaðar. Viðræður hófust við BHMR, þar sem þeim var gert til- boð um að efndum tiltekinna ákvæða samningsins yrði frestað þar til eftir 15. september 1991, en þá rann þjóðarsáttin sitt skeið. Það taldi BHMR ekki ásættanlegt, enda sagði formaður BHMR að samtökin hefðu ekki lagt það í vana sinn að semja um kauplækkun eins og fælist í tilboði ríkisstjórnarinnar. Bráðabirgðalögin ollu erfiðleikum í Alþýðubandalaginu Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar var samstjórn þriggja flokka, Framsóknarflokks, Álþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Setn- ing bráðabirgðalaga olli miklum deilum í síðastnefnda flokknum og kom fljótt fram að tveir þingmenn flokksins myndu ekki styðja setn- ingu bráðabirgðalaganna, Geir Gunnarsson og Hjörleifur Gutt- ormsson. Þar með var ljóst að meiri- hluti fyrir bráðabirgðalögunum var tæpur á Alþingi ef stjómarandstað- an stæði einhuga gegn þeim. í lögunum eru launahækkanir þjóðarsáttarsamninganna lögboðn- ar til 15. september 1991. Þau taka einungis til gildandi lqarasamninga en ekki til þeirra sem lausir eru og 5. og 15. grein kjarasamninga BHMR eru numdar úr gildi, þar sem; kveðið er á um launaflokkahækkan- ir til að jafna kjör háskólamanna annars vegar og hins vegar greinin sem tryggir BHMR sömu hækkanir og verða hjá öðrum. Lögin ollu miklum deilum í ís- lensku þjóðlífi. Hart var deilt um málið margsinnis á Alþingi, einkum við umræður um framvarp til laga um staðfestingu bráðabirgðalag- anna, og mikil blaðaskrif urðu um málið. Stjómarandstaðan, Sjálf- stæðisflokkur og Kvennalisti, var andvíg setningu laganna. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum og var fyrir vikið gagnrýndur af forsvarsmönn- um vinnuveitenda. í áliti 2. minni- hluta Fjárhags- og viðskiptanefnd- ar, sem Sjálfstæðisflokkurinn myndaði, sagði meðal annars að sjálfstæðismenn hefðu margsinnis lýst yfir stuðningi við meginmark- mið þjóðarsáttar. En ólögmætar aðgerðir, bráðabirgðalög á dóms- niðurstöðu og siðlaus framkoma ríkisstjómarinnar gagnvart við- semjendum sínum geti aldrei orðið hluti þjóðarsáttar. A slíkum aðgerð- um geti Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið ábyrgð. Það gildi einu þó slík afstaða gegn lögleysu og óréttlæti kunni að kosta óvinsældir um stundarsakir. í áliti meirihluta nefndarinnar sem ríkisstjómarflokkamir mynd“ uðu sagði að brýna nauðsyn hefði borðið til að setja lögin til að koma í veg fyrir víxlhækkanir verðlags og launa. í kjölfarið hefði fylgt óðaverðbólga og óáran. Við afgreiðslu málsins sátu fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hjá, þrátt fyrir samþykkt þingflokksins og Hjörleifur Guttormsson sat einn- ig hjá við atkvæðagreiðsluna. Nýir almennir kjarasamningar voru gerðir í vor meira en hálfu ári eftir að bráðabirgðalögin runnu sitt skeið. Aðildarfélög BHMR hafa staðið utan þessara samninga og' einungis fáeinir viðræðufundir átt sér stað milli Félags íslenskra nátt- úrufræðinga og ríkisvaldsins. Þær viðræður hafa engum árangri skilað og ekkert er í sjónmáli enn sem komið er sem brúað getur það bil sem er á milli aðila eftir það sem á undan er gengrð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.