Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 54
54
SKÝJUM
□FAR
Barn í stórum búk
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Babe Ruth („The Babe“).
Sýnd í Laugarásbíói.
Leikstjóri: Arthur Hiller.
Handrit: John Fusco. Að-
alhlutverk: John Good-
man, Keliy McGillis, Trini
Alvarado, Bruce Box-
leitner, Peter Donat. Uni-
versal. 1992.
Myndin um mesta hafna-
boltakappa sögunnar, Babe
Ruth, með hinum þéttvaxna
John Goodman í titilhlut-
verkinu, er ekki að skafa
utan af hlutunum. Töfrar
„The Babe“ liggja i því
hversu opinskátt og heiðar-
lega hún fjallar um þessa
mestu og frægustu hetju
bandaríska hafnaboltans.
Hún sýnir að það þarf ekki
alltaf lofgerðarrullu og há-
tíðarvæl til að viðhalda goð-
sögn, hægt er ekki síður
að styrkja hana með því að
íjalla um hana á jarðbund-
inn og raunsæjan hátt og
án tilgerðar líkt og gert er
í „The Babe“.
Þetta er virkilega góð
bíómynd í leikstjórn Art-
hurs Hillers, skemmtileg og
spennandi ævisaga ekkert
síður en sorgleg og jafnvel
átakanleg. Og hún er vel
leikin; stendur Goodman
þar uppúr sem Babe Ruth.
Handritið gerir John Fusco
og hann byrjar söguna í
Dickensstíl þegar verðandi
hafnaboltahetjan er sjö ára
sett á betrunarhæli vegna
þess að drengstaulinn er
óalandi og ófeijandi. Sá
bakgrunnur hans skýrir
nokkuð vel það sem á eftir
kom í lífinu. Fusco birtir
okkur mynd af manni sem
átti ekki bót fyrir rassinn á
sér, var afar takmarkaður,
lítt greindur og ruddalegnr
en alla tíð eftir að hann
komst í álnir sólginn í lífsins
nautnir og sökkti sér í þær
af alefli eins og hann ætti
von á að missa allt aftur
fyrirvaralaust.
Og það var ekki af tilvilj-
un sem hann var kallaður
Bamið eða „The Babe“.
Bæði var hann kornungur
þegar hann sló í gegn með
. kylfunni sinni en svo var
hann líka eins og bam alla
ævi. Hann neitaði að taka
ábyrgð á lífi sínu, var han-
dónýtur eiginmaður, svaf
hjá öðrum konum alla daga,'
drakk ómælt brennivín og
skemmti sér allar nætur.
Það héldu honum engin
bönd þegar kom að því að
njóta lífsins lystisemda. Og
hann var náttúmbarn í
hafnabolta. Hann hafði
þessa einu gáfu í lífinu að
geta slegið bolta með kyifu
fastar en nokkur annar og
án þess að þurfa að hafa
nokkuð fyrir því. Hans leik-
ur var að kýla boltann út
af vellinum og hann fór létt
með það, fullur sem ófullur.
Hann var dáðasti íþrótta-
maður sinnar tíðar en fólk
er hvergi fljótar að gleyma
en í íþróttum og þegar fall-
ið kom var það hátt og mik-
ið.
Allt rúmast þetta vel í
risaskrokknum á John Go-
odman, sem má segja að
fari á kostum. Honum ferst
einkar vel að lýsa sakleysis-
legum lífsnautnamanninum
og svallaranum sem hafði
varla burði til að skilja vel-
gengni sína en gætti þess
að njóta hennar í botn.
Arthur Hiller finnur sög-
unni viðeigandi blæ undurs
og ævintýris en líka mann-
legrar hlýju og meðaumk-
unar því öðrum þræði er
saga Babe Ruths sorgar-
saga manns sem var hafinn
til skýjanna og skilinn þar
eftir til að falla. Það eina
sem hann kunni var að
skemmta sér og kýla bolta.
Og hvort tveggja gerði hann
betur en nokkur annar.
Hafnaboltahelja með galla; úr myndinni um Babe
Ruth.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ö. DESEMBER 1992
. f : ■ j / ■;-t-' 1 ---
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND. Gefín voru saman
hinn 11. júlí Úlfar Snær Arnarson
og Gréta Vilborg Guðmundsdóttir
af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur í Laug-
ameskirkju. Þau eru til heimilis á
Bugðulæk 12, Reykjavík.
Ljósm.stofan Mynd
HJÓNABAND. Gefin vom saman
í Selfosskirkju 7. nóvember Kolbrún
Káradóttir og Magnús Ólason.
Prestur var sr. Axel Ámason.
Heimili þeirra er í Miðtúni 15,
Reykjavík.
Ljósm.stofan Mynd
HJÓNABAND. Gefin vom saman
í_ Fella- og Hólakirkju 31. október
Ásgerður Gissurardóttir og Jóhann
Axel Geirsson. Prestur var sr. Karl
Ágústsson. Heimili þeirra er í
Dúfnahólum 4, Reylqavík.
Ljósm.stofan Mynd
HJÓNABAND. Gefin vom saman
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 31. októ-
ber Erla María Kristinsdóttir og
Ómar Óskarsson. Prestur var sr.
Einar Eyjólfsson. Heimili þeirra er
á Hraunstíg 7, Hafnarfirði.
ÞESSIR KATU PILTAR NA UPP RAF-
MÖGNUÐU STUÐI OG RADÍUSAR-
STRAKARNIR DANÍEL ÞOR OG
STEINN ÁRMANN KITLA HLÁTUR-
TAUGARNAR. SEM SAGT POTTÞETT
HRESST OG SKEMMTILEGT LAUGAR
DAGSKVÖLD!
JÓLAGLOÐ OG PIPARKÖKUR
A VÆGU VERÐI!
Liðvcisiufél. fa 50% afsl. i boð spari-
sjóðanna gegn framv. skirt.
Argentina steikhus býður matargest-
um sinum boðsmiða sem gilda a meö-
an húsrum leyfir
Púlsinn
þessi eini sanni!
Sunnud. 6. des.
KANDÍS + ANNA OG INGVAR SYNA
ERÓTÍSK DANSATRIÐI
TYEIR
LOGAR
frá Vestmannaeyjum
skemmta gestum
RAUÐA LJÓNSINS
ikvöld
Snyrtilegur klæðnaður
Þar sem fjörið er mest
og verðið er best
LAUGARDAGUR 5. DES
BÓGOMIL FONT OG
MILLJÓNAMÆRINGARNIR
í kvöld:
TODMOBILE
9. des. JAZZ. HILMAR JENSSON OG CO.
10. des. MEZZOFORTE
11. des. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
12. des. NÝDÖNSK
18. des. STJÓRNIN
19. des. DEEP JIMIAND THE ZEP CREAMS
Hefst kl. 13.30______________ j
Aðalvinningur að verðmæti___________ ?!
100 bús. kr.' - il
--------------r.--j ....- —
Heildarverðmæti vinninqa um _________ TEMPLARAHOLLIN
__________300 bús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010