Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 53

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 53
rrr MÁLAFERLI Slegist um kynlífsörvandi súkkulaöipillur Þrítugur bandarískur lögfræðing- ur, Wendy Saffe, nýtur nú mik- illar fjölmiðlahylli fyrir vestan haf vegna lögbanns- og skaðabótastefnu sem sælgætisframleiðandinn Mars Incorporated hefur höfðað á hendur henni. Ungfrúin er eigandi lítils sæl- gætisfyrirtækis sem heitir „Cool Chocolate" og hefur að undanförnu framleitt grænhúðaðar súkkulaðipill- ur undir nafninu „Hinar grænu". Pillumar eru að útliti nákvæmlega eins og M og M’s súkkulaðipillumar sem Mars framleiðir. En það em forsendur framleiðslunnar sem hafa vakið eftirtekt. Þannig er mál vexti, að í Banda- ríkjunum hefur sú þjóðsaga lengi verið við lýði að hinar grænklæddu M og M’s hafi verið vel til þess falln- ar að auka kynþrótt karlmanna og kynlöngun beggja kynja. Er þetta sérstaklega útbreidd trú meðal krakka á gagnfræðaskólastiginu og á ámm áður mun það ekki hafa ver- ið óalgengt að strákar sendu stelpun- um nokkrar grænar súkkulaðipillur fyrir dansleiki. Og öfugt, ef það átti að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Til þessa hefur Jaffe bryddað upp á ýmsum uppátækjum til að auglýsa Lögfræðingurinn Wendy Jaffe úðar í sig grænu pillunum sínum. vöm sína. Meira að segja gengið svo langt að gerast kandídat í vinsælum nætursjónvarpsþætti vestra sem heitir „Studs“, eða „Folar“, en þar geta konur serri sigrast á nokkmm einföldum þrautum kosið sér ferð „út á lífið“ með einum eða fleimm af ótrúlegum vöðvatröllum sem á boð- stólum em í hverjum þætti. Jaffe fékk í verðlaun tvo fola og lét þess um leið getið að hún framleiddi „hin- ar grænu“ og hún ætlaði sér að leyfa öðmm þeirra að bragða á namminu en ekki hinum. Eftir á hældi hún á hvert reipi drengnum sem sælgætis- ins naut, en gaf lítið út á frammi- stöðu hins sem ekkert fékk nammið. Þetta vakti athygli og salan tók kipp. En ekkert hefur þó jafnast á við málsókn Mars á hendur Jaffe sem er staðráðin í að nýta sér athyglina til hins ítrasta. Hefur hún nú kallað mótherja sína „Marsbúa" og segir málsókn þeirra staðfesta að allt sem hún hafí sagt um græna nammið sé á rökum reist. Seljast nú pillurnar grimmt. FRUMSYNINGAR Trekktar taugar Bandaríska leikkonan Glenn Close mátti vart mæla fyrir spenningi þegar hún kom til fmmsýningar á kvikmyndinni Waterland í New York fyrir skömmu. í henni leikur góðvin- ur Close, Jeremy Irons aðalhlutverk- ið, en hvort að það eitt hafí gert leik- konuna svona yfírspennta skal ósagt látið. Vinimir munu næst leiða sam- an hesta sína í mynd sem gerð er eftir bók Isabel Allende, Hús And- anna, en þriðja aðalhlutverkið verður í höndum Meryl Streep. Er ekki að efa að íslendingar bíða spenntir eftir myndinni, þar sem bókin og höfund- ur hennar njóta talsverðra vinsælda hér á landi. Gunnlaugur Briem lifir taktföstu lífí. Hann hefur atvinnu af trommuleik og nóg að gera. Flest kvöld og daga situr hann við settið og á nætumar dreymir hann kúbska og afríska takta. Nýlokið er tónleika- ferðalagi um landið með Bubba Morthens og 14 manna hljómsveit frá Kúbu. „Það var meiriháttar skemmtilegt að kynnast tónlistinni á Kúbu, hún víkur varla úr huga mín- um. Þetta var mikill skóli," segir Gunnlaugur. Þegar innrás Kúbu- manna var afstaðin sló Gunnlaugur taktinn í keppninni um „Landslagið“. Þannig tekur eitt verkefnið við af öðm í lífi lausamanns í trommuleik. Það var í hljómsveitinni Mezzo- COSPER U.\*t7 (O Pl B fiu © COSPER Morgunblaðið/Þorkell Gulli Briem brást við fjölda óska um einkakennslu með því að taka upp kennslumyndband í trommuleik. 5SSS Gulli -1 nærmynd - Fyrirgefið að ég lét ekki vita af komu minni, ég vildi vera viss um að þið yrðuð heima. forte sem Gunnlaugur vakti athygli fyrir snjöll tök á kjuðunum. Er sú nafnfræga sveit endanlega liðin und- ir lok? „Nei, aldeilis ekki. Undanfarið höfum við verið að æfa fyrir fímm tónleika í Noregi í fyrstu viku desem- ber. Þar eigum við traustan hóp aðdáenda og Noregur er einn stærsti markaður okkar. Mezzoforte halda svo þrenna tónleika hér á landi 8.-10. desember og það hefur ekki gerst í mörg ár. Með okkur spilar norskur saxafónleikari, Kaare Kolve, sem fellur vel að gamla kjarnanum. Svo er búið að bjóða okkur á mikla tón- listarhátíð í Havana á Kúbu í febr- úar. Þessi hátíð stendur í viku og hana sækja margir toppspilarar frá Evrópu og Bandaríkjunum.“ Á þessu ári varð Gunnlaugur þrít- ugur og ákvað hann að gefa sér óvenjulega afmælisgjöf - myndband með eigin tónlist og kennslu fyrir byijendur og lengra komna trommu- ieikara. „Ég hef lengstum verið í hlutverki undirleikarans og langaði að koma á framfæri efni sem ég átti. Þeir léku með mér strákamir í Mezzo og við tókum mynd og hljóð beint á band í Hljóðsmiðjunni. Ég er mikið spurður um trommukennslu og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi. Þetta er því blanda af minni tónlist og kennslu." Myndbandið er 80 mínútna langt og heitir Gulli Bri- em - í nærmynd. Gunnlaugur kvíðir ekki atvinnu- leysi, þótt hvergi sé hann æviráð- inn.„Við förum að spila í Blóðbræð- rum í Borgarleikhúsinu eftir áramót- in. Svo eru ýmsar þreifingar í gangi varðandi næsta sumar. Síðustu mán- uði hefur verið svo mikil törn að það verður ágætt að slappa aðeins af um jólin." Hvaba kröfur gerir þú til nvrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, aö hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Ab hún sé aubveld í notkun, hljóblát og ralleg. Síbast en ekki síst, ab hún endist vel án srfelldra bilana, og ab varahluta- og vibgerbaþjónusta seljandans sé gób. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, j)ví þab fást ekki vandabarí né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Verbib svíkur enqan, því nú um sinn bjóbum vib ASKO þvottavélamar, bæbí framhlabnar og topphlabnar, á sérstöku tilboðsverði: ASK0 10003framhl. 1000sn. vinding Aður 79.950 NÚAÐEINS 68.960stgr. ASK011003framhl. 900/1300snún. Áður 89.240 NÚAÐEINS 78.480stgr. ASK012003framhl. 900/1300snún. Áður 93.480 NÚ AÐEINS81 950stgr. ASKO 20003framhl. 900-1500snún. Áður114.990 NÚ AÐEINS 99.960stgr. Góðir greiðsluskilmálar: Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 18 mán., án útborgunar. Munalán með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuði. Við gerum enn betur, þvl séu keypt 2 tæki samtimis veitum við 3% aukaafslátt. ÞVOTTAVÉLAR 5 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR UPPÞVOTTAVÉLAR 5 GERÐIR . /rQnix . HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 i}_

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.