Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER ;992
27
Spástefna Stjórnunarfélags íslands
Fyrirtæki spá 5,1%
verðbólgu á næsta ári
FYRIRTÆKI sem þátt tóku í skoðanakönnun Stjórnunarfélag-s ís-
lands spá því að meðaltali að verðbólgan hér á landi verði 5,1% á
næsta ári. Þetta er litlu hærra en fram kemur í spá Þjóðhagsstofnun-
ar en þar er gert ráð fyrir 4,5% verðbólgu á næsta ári. Niðurstöður
skoðanakönnunarinnar voru kynntar á Spástefnu Stjóraunarfélags-
ins sem haldin var á fimmtudag. Könnunin fór fram eftir að ákvarð-
anir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum lágu fyrir.
Spurningaeyðublöð voru send 63 fyrirtækjum og bárust svör frá 26
þeirra.
Niðurstaða fyrirtækjanna um
þróun landsframleiðslu á næsta ári
er í samræmi við spá Þjóðhags-
stofnunar. Að meðaltali spá þau
1,6% samdrætti landsframleiðslu en
tæplega helmingur þeirra býst við
að hann verði á bilinu 1,5-2%. Flest
fyrirtækin telja að atvinnuleysi
verði á bilinu 3,5-4,5% á næsta ári
og er meðaltalið af svörum þeirra
4,3%. Hvað snertir hækkun at-
vinnutekna á mann telja fyrirtækin
að meðaltali að hún verði 2,1% en
Þjóðhagsstofnun teíur hins vegar
að atvinnutekjur muni lækka um
2,6%. Þá telja fyrirtækin að gengi
dollars verði 64,90 krónur í árslok
1993 sem er nokkur hækkun frá
því sem nú er. Á hinn bóginn er
því spáð að gengi þýska marksins
verði 40 kr. eða svipað og nú er.
Raunvextir munu lækka að mati
fyrirtækjanna en að meðaltali telja
þau að í árslok 1993 verði raunvext-
ir af verðtryggðum útlánum banka
8,4% en þeir eru nú 9,25%. Þau
voru ennfremur beðin að láta í ljós
álit sitt á kjarasamningum, ríkisbú-
skapnum og langtímahorfum í ís-
lensku efnahagslífi. Um helmingur
þeirra telur horfur á áframhaldandi
þjóðarsátt en hinn helmingurinn
telur aftur á móti að nokkur raun-
hækkun verði á launum og þrýst-
ingur verði á verðlag og gengi.
Aðeins eitt fyrirtæki telur aftur á
móti að kjarasamningar verði
óraunhæfir í kjölfar átaka.
Um helmingur fyrirtækjanna tel-
ur að jafnvægi náist í ríkisbúskapn-
um með því að hækka skatta í stað
þess að skera niður útgjöld og að
einkavæðing verði takmörkuð. Hins
vegar eru 7 fyrirtæki þeirrar skoð-
unar að áform um aga í ríkisfyár-
málum renni út í sandinn. Loks
voru fyrirtækin beðin að svara því
hveijar væru langtímahorfur í ís-
lensku efnahagslífi og töldu flest
þeirra eða 19 talsins að þær væru
í meðallagi. Hinsvegar voru 3 fyrir-
tæki þeirrar skoðunar að horfur
væru slæmar en 2 fyrirtæki að
horfur væru góðar.
VSÍ og ASÍ spá 3%
verðbólgu á næsta ári
SAMKVÆMT útreikningum Vinnuveitendasambands íslands verður
verðbólgan á næsta ári um 3%, en ekki 4,5%, eins og spá Þjóðhags-
stofnunar segir til um. Útreikningar Alþýðusambands Islands benda
til hins sama. Telur VSÍ of mikillar svartsýni gæta í þeirri tölu', því
samanlögð áhrif aðgerða í skattamálum, gengisfellingar og verð-
bólgu erlendis, bendi til þess að verðbólga næsta árs verði aðeins
um 3%, komi ekki til launa- og kostnaðarhækkana innanlands. Þórð-
ur Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar, kveðst eftir sem áður
telja 4,5% líklegustu töluna en ekki sé hægt að horfa framhjá óvissu-
þáttum svo sem frekari efnahagssamdrætti.
gert ráð fyrir breytingum á niður-
greiðslum í landbúnaði í spá ASÍ,
en ef niðurgreiðslur yrðu lækkaðar
leiddi það til aukinnar verðbólgu.
í nýjasta tölublaði Vettvangs,
fréttabréfs VSÍ, kemur fram að
verðhækkun vegna gengisfellingar
er talin verða um 2% og að virðis-
aukaskattur á húshitun, bækur og
fjölmiðla hækki verðlag um 1,5%.
Til frádráttar komi afnám aðstöðu-
gjalds, sem stuðli að 1,5% verðlækk-
un, og muni því efnahagsaðgerðirn-
ar fela í sér samtals 1,5% hækkun
á verðlagi. Til viðbótar þessu kæmi
svo 1,5% verðhækkun vegna verð-
bólgu erlendis, þannig að lokaniður-
staðan sé sú, að verðbólga næsta
árs verði um 3%.
Þórður Friðjónsson kvað verð-
bólguspá Þjóðhagsstofnunar byggj-
ast á reiknilíkani sem endurspegla
á þjóðarbúið. Aðrar reikniaðferðir,
sem taki einungis fyrir kostnaðar-
þætti, kunni hins vegar að gefa
aðrar niðurstöður. „Það má vel vera
að verðbólga næsta árs verði minni
en Þjóðhagsstofnun reiknaði með.
Það er einfaldlega töluvert mikil
óvissa um þetta, og niðurstaða okk-
ar er miðuð við líklegustu útkomu,"
sagði hann. Þórður kvað möguleika
á að verðbólgan reynist minni en
áætlað er, ef mikils slakka og sam-
dráttar gætir í þjóðarbúinu á næsta
ári, en það sé helsti óvissuþáttur
spárinnar.
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
ASÍ sagði að samtökin gerðu ráð
fyrir um 3% verðbólgu innan ársins
1993, kæmi ekki til launahækkana
á árinu. Hann sagði að ekki væri
Flugleiðir
89% stund-
vísi í milli-
landaflugi
STUNDVÍSI á millilandaleiðum
Flugleiða var 89% að meðaltali í
októbermánuði, en stundvísi í
innanlandsflugi félagsins var
94%. Þá hefur sala varaings um
borð í vélum félagsins aukist um
3,5% milli ára, að því er segir í
fréttabréfi Flugleiða.
Á Evrópuleiðum félagsins fór
rúmlega 91% allra véla félagsins
innan fímmtán mínútna frá áætlun,
en 85% í Norður-Atlantshafsflug-
inu. Frá Keflavík fór 91% allra flug-
véla á réttum tíma.
Þá nam sala tollfijáls vamings
um borð 281,5 milljónum króna á
fyrstu tíu mánuðum ársins, og er
það um 3,5% aukning frá því í fyrra.
...alltaftilað
tryggja atvmnu
I dag er langur
laugardagur
á Laugavegí
OPIÐ TIL KL. 18.00
Fyrsti laugardagur hvers mánaðar er
langur laugardagur á Laugavegi.
Þá eru verslanir við Laugaveg og
Bankastræti opnar til kl. 18.00.
Laugavegslei
Skemmtilegi fjölskylduleikurinn heldur
áfram. Stóri Laugavegsbangsinn hefur
týnt minnsta bangsa, en hann er að
fela sig í búðarglugga viÖ Laugaveg
eSa Bankastræti. HjálpiS stóra bangsa
að finna hann og skráið nafn
búðarinnar á þar til gerð eyðublöS.
Þau fást í öllum búðum við Laugaveg
og BankastræH, þær taka líka allar við
Eftirfarandi opnunartími í desember
Laugardagurinn 5. des. 10—18
Sunnudagurinn 6. des. 13—17
Laugardagurinn 12. des. 10—18
Sunnudagurinn 13. des. 13—17
Laugardagurinn 19. des. 10—22
Sunnudagurinn 20. des. 13—17
Þorláksmessa 23. des. 9—23
Aöfangadagur 24. des. 9—12
Gamlársdagur 31.des. 9—12
svorunum.
Viiiiiinffir í laugitv^slrík
3 vöruúttektir kr. 10.000 hver:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.
Skóverslun Reykjavíkur, Laugavegi 95.
Elfur, Laugavegi 38.
Aukavinningar 30 konfektkassar frá:
John Lindsay, Skipholti 33.
Besta
in
I dag hefst keppnin um bestu jóía-gluggaútstillinguna, við Laugaveg, Bankastræti og
Kvosina.VeljiS fallegasta gluggann. Skráiö nafn verslunarinnar á þar til gerð
eyöublöö sem fást í öllum verslunum, skilist síðan í einhverja verslun. Dregið verður í
beinni útsendingu hjá Bylgjunni 12. des. '92. Glæsilegir vinningar kr. 10.000,-
úttektir í eftirtöldum verslunum:
Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5.
Sigurboginn snyrtivöruverslun, Laugavegi 80.
Flex sérverslun - gjafavara, Laugavegi 61.
Ragnar, herraföt, Laugavegi 61.
Sparta, íþróttavörur, Laugavegi 49.
Englabörn, barnaföt, Bankastræti 10.
Axel O, skór, Laugavegi 11.
Gull og Silfur, Laugavegi 35.
Guðsteinn Eyjólfs, herraföt, Laugavegi 34.
Guðlaugur A. Magnússon, Laugavegi 22A.
Gilbert úrsmiöur, Laugavegi 62.
London Dömudeild, Austurstræti 14.
Herragarðurinn, Miðbæjarmarkaðnum.
Kogga, leirsmiður, Vesturgötu 5.
Blóm og Ávextir, Hafnarstræti 4.
FRÍTT í BÍLASTÆÐI
Munið nýja bílhýsið við
Hverfisgötu gengt
Þjóðleikhúsinu. Upplagt
aðprófa það núna.
FRITT INN í "
DESEMBER,
LAUGA-
VEGURINN ER
KOMINN í
JÓLABÚNINGINN
ALLIR í JÓLASKAPI
Á LAUGAVEGINUM
Stóri bangsinn okkar, tákn Laugavegsins, verður núna í fyrsta sinn
hjá okkur, hann verður á hestakerrunni.
Munið
Ollum þykir vænt um bangsann sinn, það er eins með Laugaveginn.
Ollum þykir vænt um Laugaveginn.
NU ER OPIÐ A SUNNUDÖGUM TIL JOLA FYRSTA SINN 6. DESEMBER FRÁ KLl 3-17.
Við Laugaveg og Bankastræti eru um 200 verslanir, veitinga- og kaffihús i tugatali.
— notalega og langa íslenska vershmargötu