Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 Þyngsti dómur hérlendis í fíkniefnamáli kveðinn upp í kókaínmálinu í héraðsdómi Sakfellt fyrir öll ákæruatriði og ákærði dæmdur í 7 ára fangelsi Ekki tekin afstaða til samskipta .. ákærða og lögreglu við tálbeitu enda ákæran ekki á þeim byggð STEINN Armann Stefánsson, 26 ára gamall, var í gær dæmdur til 7 ára fangelsisvistar í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa flutt inn til landsins í söluskyni 1.201 gramm af kókaíni, ofsaakstur sem haft hafi í för með sér almannahættu og leitt hafi til stórfellds heilsutjóns lögreglumanns og fyrir að leggja til lögreglumanna með skærum svo að tilviljun hafi ráðið því að ekki hlaust tjón af. Með dómi héraðs- dóms var maðurinn sakfelldur fyrir öll þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru ríkissaksóknara. Ekki er tekin afstaða í dómi Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara til samskipta hins ákærða við svonefnda tálbeitu lögreglunnar né samskipta tálbeitunnar við lögregluna enda hafi ákærandi tekið af skarið við flutning málsins og lýst því yfir að ákæran lyti ekki að þeim samskiptum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem upp hefur verið kveðinn hér á landi í fíkniefnamáli. Dómurinn kemur sjálfkrafa til kasta Hæstaréttar. Morgunblaðið/Sverrir Frá málflutningi í kókaínmálinu í héraðsdómi Reykjavíkur. Hinn dæmdi, Steinn Armann, situr við borð fyrir miðri mynd, næst Jjós- myndaranum. Steinn Ármann Stefánsson var handtekinn á Vesturlandsvegi móts við Úlfarsfell um miðnætti að kvöldi hins 17. ágúst síðastliðins eftir að flóttatilraun hans undan lögreglu lauk þar með árekstri við lögreglu- bíl, með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn slösuðust, annarþeirra lífshættulega og hlaut af varanlegt heilsutjón og hinn slasaðist einnig verulega. í bíl mannsins fannst 1.201 gramm af kókaíni. Við handtöku lagði Steinn Ármann með skærum í bijóst lögreglumanns sem hugðist handtaka hann en lagið kom í vasa- bók í jakka lögreglumannsins og stöðvaðist þar. Lögregla hafði fyrir handtöku fylgst með ferðum mannsins í 2-3 vikur, eða frá því að grunur beindist að honum um kókaínmisferli. Grunur féll á Stein Ármann fyrir milligöngu manns þess sem síðar varð tálbeita lögreglunnar. Hafði tálbeitan kynnst Steini Ármanni í fangelsi og vakið athygli lögreglunn- ar á honum og var viðskiptunum komið í kring fyrir atbeina hans til að kalla kókaínið fram úr felum og gera lögreglu kleift að leggja hald á það. Þegar lögregla reyndi að handtaka Stein Ármann við Sundlaugamar í Laugardal að kvöldi 17. ágúst lagði hann á flótta með fyrrgreindum af- leiðingum. Rannsókn á blóðsýni sem tekið var eftir handtöku leiddi í ljós að á flóttanum hafði maðurinn verið með Iífshættulegt magn af kókaíni í blóði sínu. Fyrir dómi bar Steinn Ármann Stefánsson að hann hefði flutt efnið til landsins frá Kólumbíu um Madríd og Kaupmannahöfn í febrúar sl. eft- ir að tilraunir hans til að afhenda það kaupanda í Kaupmannahöfn höfðu að engu orðið. Aldrei hafi vak- að fyrir sér að efnið færi á markað hérlendis. Maður sá sem starfað hafí sem tálbeita lögreglunnar hafí átt frumkvæði að kókaínviðskiptunum. Hann hafnaði því að kókaínið hefði verið í bflnum þegar hann var hand- tekinn, kvaðst ekki hafa vitað að það væri lögregla sem reyndi að hand- taka hann við Sundlaugamar í Laug- ardal og ekki hafa vitað að það var lögreglumaður sem hann lagði til með skærunum. Ótrúverðugur fram- burður ákærða í niðurstöðum dómarans er öllum framburði mannsins hafnað og hann sakfelldur fyrir þau brot sem honum eru gefín að sök í ákæru. í dóminum segir meðal annars: „Dómurinn telur ótrúverðugan framburð ákærða um að efnið hafí ekki verið flutt hingað til lands í söluskyni... Dómurinn telur þannig sannað með vísan til gagna málsins en gegn neitun ákærða, að ákærði hafí flutt efnið til landsins í söluskyni þótt við inn- flutninginn hafí ekki verið ákveðið hvort ákærði seldi efnið sjálfur eða afhenti það öðrum til sölu.“ Þá er vikið að því sem fyrr var rakið um þátt tálbeitunnar í málinu og sam- skipti hennar við ákærða og lögreglu en síðan segir að mat sönnunargagna sé fijálst samkvæmt meginreglum laga um meðferð opinberra mála hvort sem lögregla hafí aflað gagn- anna í samvinnu við tálbeituna eða á annan hátt. „Dómsmeðferðin varð- andi þessi samskipti laut að því að fá fyllri mynd af því hvort efnið hafí verið flutt til landsins i sölu- skyni svo sem ákært er út af.“ Ringulreið á vettvangi Um framburð ákærða þess efnis að kókaínið hafí fyrr um kvöldið orð- ið eftir á vinnustað tálbeitunnar og því hafi það ekki verið í bílnum á flóttanum undan lögreglunni, segir í dóminum: „Hjá sumum vitnanna kom fram að ringulreið hafl ríkt á vettvangi og hið sama kemur að nokkru leyti fram á myndbandi því er tekið var á staðnum. Þá kom fram hjá vitnunum, að farangurinn í skut bifreiðarinnar hafi kastast til við áreksturinn og eitt vitnanna, [...], sem fann kókaínið, lýsti því svo, að það sem var í skut bifreiðarinnar hafí verið samankuðlað og í einum haug. Hafa verður þessar staðreynd- ir í huga er framburður vitnanna er virtur varðandi það nákvæmlega hvar efnið fannst í skut bifreiðar ákærða og hver hafí verið innbyrðis afstaða hlutanna þar. Dómurinn telur samkvæmt þessu langlíklegast að viðbrögð ákærða strax við sundlaugamar [... ] hafí mótast af því, að hann hafí verið að reyna að komast hjá handtöku með kókaínið í fórum sínum. Fullyrðing ákærða um að kókaínið hafi ekki verið í bifreiðinni á Vesturlandsvegi eru því að mati dómsins og sam- kvæmt ofanrituðu úr lausu lofti gripnar. Dómurinn telur því sannað að ákærði hafí haft efnið í vörslu sinni er lögreglan lagði hald á efnið í bifreiðinni [... ] svo sem í ákæru greinir." Næst er í dóminum rætt um þann ákærulið þar sem Steini Ármanni er gefíð að sök að hafa ekið á ofsa- hraða (allt að 135 km/klst) um borg- ina á flótta undan lögreglu, gegn einstefnu og á rauðu ljósi og að hafa með þeim akstri margsinnis raskað umferðaröryggi og 'stofnað lífí og heilsu vegfarenda í hættu og síðan á allt að 160 km/klst á Vesturlands- vegi allt þar til ökuferð hans endaði í árekstri við lögreglubifreiðina en eftir þann árekstur var lögreglu- manni, sem hlaut lífshættuleg og varanleg meiðsl, naumlega bjargað meðvitundarlausum úr brennandi lögreglubflnum. Útilokað að vitnið hafi séð staðsetningu lögreglubilsins á vegi Ákærði hafði borið að lögreglubif- reiðinni hafi verið ekið í veg fyrir bifreið sína með þeim afleiðingum að árekstur varð. Vitni kvað sér hafa virst úr nálægu húsi að lög- reglubifreiðinni hafí verið ekið áfram eftir miðlínu vegarins áður en árekstur varð. Síðan hafí lögreglu- bifreiðinni verið ekið til hægri í veg fyrir bifreiðina. f dóminum er rakið að dómarinn hafí farið á vettvang og litið út um gluggann þar sem vitnið stóð. Síðan segir: „Það er álit dómsins, að útilok- að sé að sjá með berum augum það- an sem vitnið [... ] stóð hvort bif- reið á Vesturlandsvegi þar sem áreksturinn varð sé ekið á miðlínu vegar eða yfírleitt að sjá á hvorri akreininni bifreið þar er.“ Síðan seg- ir að engin hemlaför hafí fundist eftir bifreið ákærða á vettvangi og að dómurinn telji sannað með fram- burði lögreglumanna og öðrum gögn- um málsins að hann hafí ekið bifreið sinni viðstöðulaust á ofsahraða og allt að því 160 km/klst hraða aftan á lögreglubifreiðina og sé hann sann- ur að sök varðandi það sem honum sé gefíð að sök í þessum ákærulið. Varðandi það sérstaklega hvort heimfæra beri akstur mannsins und- ir 168. grein hegningarlaga sem kveður á um allt að 6 ára fangelsi raski maður öiyggi jámbrautar- vagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutninga- tækja eða umferðaröryggi á alfara- leiðum telur dómurinn að það ákvæði eigi við um þá hættu sem skapast hafí af akstri mannsins. „Ekki er við dómvenju að styðjast varðandi beit- ingu 168. gr. eins og hér stendur á. En samkvæmt orðanna hljóðan þá getur sá sem er beinn þátttak- andi t.d. í umferðinni með akstri bif- reiðar skapað almannahættu jafnt og ekki síður en sá sem ekki er beinn þátttakandi, en í greinargerð með ákvæðinu er í dæmaskyni vísað til utanaðkomandi aðila sem skapa hættuna. Dómurinn telur lagagrein- ina alls ekki útiloka þann sem er beinn þátttakandi og skapar þannig hættu t.d. með ofsaakstri... “ Síðan segir: „Ákærði hóf strax við sund- laugamar ofsaakstur og ók um Laugarás og Langholtsveg með allt að 135 km hraða. [Dómurinn telur því] almannahættu hafa stafað af akstursmáta ákærða alla leið frá sundlaugunum og á slysstað á Vest- urlandsvegi." Samkvæmt því var maðurinn sakfelldur fyrir brot á 168. grein almennra hegningarlaga hvað flóttaaksturinn varðar en brot á 219. grein almennra hegningarlaga hvað varðar líkamsmeiðsl þau er lögreglu- maður hlaut við ákeyrsluna. Stjórnaðist af sjálfum sér og ber fulla ábyrgð Þá er rakið að ákærði hafi viður- kennt að hafa lagt til manns með skærum á Vesturlandsvegi. Þorsteinn Pálsson um Mannlífsviðtal við Davíð Oddsson Ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins beini kröftum sínum að öðru en persónulegnm átökum ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra vill ekki tjá sig um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í sinn garð í nýlegu Mannlífsviðtali að öðru leyti en því að sagan muni dæma um þá atburði, sem þar er um fjallað og að ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins verði nú að einbeita sér að öðru en persónulegum átökum. í viðtalinu við Mannlíf ræðir Davíð Oddsson meðal annars um formannsskiptin í Sjálfstæðis- flokknum, er hann bauð sig fram á móti Þorsteini á landsfundi 1991 og um það er hann varð varafor- maður 1989. Davíð segist hafa boðið sig fram á móti Friðrik Sophussyni í embætti varaform- anns með samþykki Þorsteins. Einnig tjáir hann sig um stjómar- slitin 1988, er stjóm Þorsteins Pálssonar sprakk. Davíð gagnrýn- ir Þorstein fyrir það hvemig hann hélt þar ámálum og segir meðal annars: „Ég var mjög óánægður með hvemig að þessu var staðið þótt ég telji ekki sanngjamt að kenna Þorsteini um að stjómin sprakk. En atburðir sem þessir skilja eftir sig slík sár milli manna að ég tel að stjómarmyndunin í fyrra hefði ekki tekiztað óbreyttri forystu í Sjálfstæðisflokknum; við hefðum kannski setzt í stjóm en ég hef ekki trú á að Þorsteini Pálssyni hefði tekizt að mynda hana og vera í forsæti." Þorsteinn Pálsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sagan myndi dæma um þá hluti, sem um væri rætt í viðtalinu. „Mér fínnst aðstæður vera með þeim hætti að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins þurfi að beina kröftum sínum að öðmm og mikilvægari málum en að vera í persónulegum átökum og ætla þess vegna ekki að taka þátt í þeim leik,“ sagði Þorsteinn. „Flokkurinn á í mikilli vök að veijast, eins og menn sjá í skoðanakönnunum og mér fínnst að menn eigi heldur að draga úr persónulegum átökum við slíkar aðstæður ef þess er kostur. Sagan mun svo skýra þessa atburði, sem þama er verið að íjalla um, þegar þar að kemur." Eftir að hafa vísað til umfjöllunar geðlækna um geðhagi ákærða og vísað til einstakra atriða í framburði geðlæknis sem kom fyrir dóminn og bar um að hann væri haldinn geð- sjúkdómnum geðklofa með ofsókn- arívafi og einnig að í skýrslu læknis- ins hafí ekki komið fram ákveðið mat á sakhæfí mannsins, m.a. vegna þess hve langt leið frá handtöku hans þar til lögð var fram beiðni um geðrannsókn. Ekkert hafí hins vegar komið fram sem bendi til þess að ákærði hafí verið haldinn þannig geðrofum að raunvemleikatengsl hans hafí verið mjög skert á þeim tíma er atburðir sem í ákæru greinir áttu sér stað. Síðan segir að dóm- urinn telji að ekkert hafí komið fram í málinu er bendi til þess að ákærði hafi á þeim tíma er ákæran tekur til stjómast af öðrum heldur beri hann fulla ábyrgð sjálfur. Síðan segir: „Dómurinn telur aug- ljóst, að ákærða hafí strax verið ljóst við sundlaugamar í Laugardal, að lögreglan var þar á ferð í því skyni að handtaka ákærða. Svo sem vitna- framburður ber með sér, var ákærða veitt eftirför alla leið í Mosfellsbæ þangað til áreksturinn varð. Strax við sundlaugariiar vom sett upp blá blikkandi aðvömnarljós á ómerktum lögreglubifreiðum og ekið alla leiðina rétt fyrir aftan ákærða og skömmu fyrir áreksturinn við hlið bifreiðar ákærða á Vesturlandsvegi. Þá mætti ákærði merktri lögreglubifreið á Langholtsvegi og var sú bifreið sömuleiðis með aðvömnarljós." Geðrannsókn og kókaíneitrun skýra viðbrögð við handtöku Þá er rakin sú niðurstaða blóð- rannsóknar að magn kókaíns í blóði ákærða hafí verið svo mikið að hann hafi verið með kókaíneitmn sem ekki hafl verið langt frá því að vera banvæn og síðan segir: „Þessi niður- staða og framburður [geðlæknis ins ... ] þykir skýra viðbrögð ákærða, öfsafengið aksturslag, sem höfðu hinar alvarlegu afleiðingar í för með sér, en framburður ákærða að þessu leyti er að engu hafandi. Ákærði ber fulla ábyrgð þrátt fyrir ástandið sem hann kom sér í með neyslu kókaínsins [... ] Fullyrðing veijandans um að lögreglan beri ábyrgð á því hvemig fór á Vestur- landsvegi fær enga stoð í gögnum málsins." Þá segir að atlaga ákærða að lög- reglumanni þeim sem reyndi að handtaka hann hafí verið stórhættu- leg. „Skærin sem hann lagði til [lög- reglumannsins] hafa verið rannsökuð ásamt fatnaði er skærin skemmdu og vasabókin sem annað lagið hafn- aði á. í skýrslu [rannsóknarlögreglu- manns fyrir dóminum] segir m.a. „telur undirritaður augljóst, að án fyrirstöðu hefðu umrædd skæri gengið að fullu inn í líkama lögreglu- mannsins." Það var samkvæmt þessu hrein tilviljun að ekki hlaust stórslys af tilefnislausri atlögu ákærða að [lögreglumanninum].“ Loks segir í dómi Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara: „Brot ákærða eru stórfelld. Innflutningur mikils magns hættulegs fíkniefnis í söluskyni. Ofsaakstur ákærða í borg- inni og loks út fyrir borgina og á akstursleið sinni raskaði ákærði margsinnis umferðaröryggi og stofn- aði lífi og heilsu vegfarenda í aug- ljósa hættu og skapaði með því al- mannahættu. Afleiðingar ofsaakst- urs ákærða eru mjög alvarlegar og má í því sambandi visa til læknisvott- orða fyrir lögreglumennina. Tilefnis- laus og ofsafengin árás ákærða á [lögreglumanninn sem reyndi að handtaka hann] var stórhættuleg og hefði getað valdið stórfelldu líkams- tjóni og jafnvel bana. Algjör tilviljun réði þvi að ekki hlaust tjón af þeirri árás. Refsing ákærða þykir samkvæmt öllu framan rituðu hæfílega ákvörðuð sem fangelsi í 7 ár.“ Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Steinn Ármann hefur sætt frá 18. ágúst. Hann var einnig dæmdur til að þola upptöku á kókaíni því sem lagt var hald á í bflnum á handtökustað, 1.201 gramm, og til að greiða allan sakar- kostnað, þar með taldar 300 þúsund krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð og 400 þúsund krónur í málsvamarlaun til veijanda síns, Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.