Morgunblaðið - 05.12.1992, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
Sr. Kári Valsson
Hrísey — Minning
Hann var eðalborinn Tékki, mót-
aður af reynslu og þekkingu margra
kynslóða og fínmeitlaður af þeim
menningarhefðum, sem hvað virðu-
legastar og merkastar þykja í Evr-
ópu. En þrátt fyrir upprunann var
hann meiri og betri íslendingur en
margir, sem nefndir eru „góðir ís-
lendingar". Hann tók ástfóstri við
eyjuna í norðri, sem varð hans land-
móðir og fóstuijörð á ótryggri ögur-
stund.
Eins og svo margt annað gott
og fagurt, sem rekið hefur á lífs
míns §öru, tengjast kynni mín við
séra Kára Næfurholti á Rangárvöll-
um, fólkinu þar, fjöllum og hrauni.
Þá var hann útlendingur, óvenjuleg-
ur í framgöngu og háttum og með
mikla lífsreynslu inni í fortíðinni.
Hann var spennandi maður með
ákveðnar skoðanir og þótt mæli-
kvarðinn á greind sé býsna krækl-
óttur fór ekki á milli mála að hann
hafði afburða hæfileika til að afla
sér þekkingar og til að notfæra sér
hana. Einhvers staðar yrði það orð-
að svo, að andlegt afl hans og geta
hafí verið með miklum ágætum.
Lífshlaup séra Kára var ekki
bara litríkt og óvenjulegt, það var
svo merkilegt og aðdáunarvert að
honum hefði hæft minningabók
merkari flestum öðrum. Minningar-
grein verður ekkert annað en stutt
kveðja og virðingarvottur við gagn-
merkan heiðursmann, sem kom
hingað frá fjarlægu landi og gerðist
einn af okkur.
Nokkrum svipmyndum bregður
fyrir. Brottförin frá Tékkóslóvakíu,
fyrirlitningin á nasismanum og
kommúnismanum, vistin í bresku
herfangelsi, trúin á frelsið og lýð-
ræðið og friðinn, koman til íslands,
atvinnurekstur í Reykjavík, guð-
fræðinámið, náttúruskoðun, ferðir
um Hekluhraun, fundur Karelshellis
(séra Kári hét áður Karel) þar sem
hann hafði næstum týnt lífí, ham-
ingudagamir með Ragnheiði
Ófeigsdóttur frá Næfurholti og
ótímabær dauði hennar, fæðing
dótturinnar Elínar, dvölin í Hrísey,
prestskapurinn, skólastjómin, vís-
indastörfín, baráttan með andófs-
mönnum í Tékkó, samræðumar,
þekkingin og lítillætið. Vonandi
verður minningabók skrifuð um
séra Kára, sem svo vel þjónaði
bæði Guði og mönnum.
Þegar kemur að vegamótum
þeirra sem lengi hafa verið sam-
ferða verður niðurstaðan oftar en
ekki sú að samverustundimar urðu
of fáar. Við því verður ekkert gert
í bili annað en að vemda vel og
fægja oft silfursjóð minninganna
og þakka fyrir þau verðmæti sem
vom gefín og útdeilt á báðar hend-
ur. Varla hef ég borið hreinni og
klárari virðingu fyrir nokkmm
manni. Guð blessi minningu hans
og gefí okkur^ fleiri hans líka.
Arni Gunnarsson.
Góðar bækur byggja brýr miili
manna: tengja einstaklinga jafnt
sem heimsálfur, sameina menning-
arsvæði og tengja fortíð og nútíð.
Sumarið 1986 varð ég fyrir ánægju-
legri uppljómun við lestur texta en
oft áður. Ég var staddur á bóka-
safninu á Dalvík og fletti af rælni
einum af mörgum bindum af „Aldn-
ir hafa orðið“ þegar endurminn-
ingabrot séra Kára Valssonar í
Hrísey blöstu skyndilega við á síð-
unum.
Ég varð bergnuminn frá fyrstu
setningu. Sérkennilegur stíll séra
Kára, frásögnin, atburðirnir en
fyrst og fremst hið fína háð, sprott-
ið úr aldagömlum jarðvegi Mið-Evr-
ópu þar sem menning hefur ætíð
brotið kúgun og valdabrask á bak
aftur, heltók mig svo að ég gat
ekki lagt frá mér bókina fyrr en
ég hafði lesið frásögn séra Kára
upp til agna. Og ég las hana aftur
og aftur. Ég les hana enn þegar
ég þarf að komast í gott skap eða
til að minna mig á að mennirnir
eru breyskir og taka flestir hlutverk
sitt full hátíðlega meðan þeir
staldra við á jörðinni.
Þessi lesning var upphafið af
kynnum mínum af séra Kára.
Ég varð þegar í stað viðþolslaus
að hitta þennan mann sem hafði
lifað þau örlög að fæðast og alast
upp í Prag undir heraga föður síns,
nema norrænu við háskólana í Prag
og Lundi, ferðast til íslands þegar
Evrópa stóð á þröskuldi styrjaldar,
gerast vinnumaður, vera handtek-
inn fyrir misskilning af bresku her-
námsliði á íslandi, sendur í fanga-
búðir til Bretlands þar sem föngun-
um var kennt að vinna við hjól-
barðasólningu, ferðast aftur til ís-
lands að stríði loknu og gerast verk-
stjóri við Gúmmíbarðann í Reykja-
vík og jafnframt setjast miðaldra á
skólabekk í Háskólanum og lesa
guðfræði og ljúka þaðan prófí 1954.
Séra Kári var því enginn venjuiegur
íslenskur prestur með blóðlausan
námsferil I menntaskóla og háskóla
þegar hann gerðist sóknarprestur á
Hrafnseyri í Amarfírði, skólastjóri
heimavistarskólans að Strönd á
Rangárvöllum, kennari við ungl--
ingaskólann á Hellu og síðar sókn-
arprestur í Hríseyjarprestakalli í
Eyjafírði; starfí sem hann gegndi
til ársins 1982.
Bakgrunnur séra Kára var menn-
ingarheimur Mið-Evrópu með djúp-
um rótum í húmanisma og siðfræði
samofínn þekkingu hans á norræn-
um fræðum og ódrepandi áhuga á
sögu Norðurlanda, tungu og nátt-
úru að viðbættri mikilli lífsreynslu
hans af grimmd manna og göfug-
leika í brennandi stríði.
Séra Kári var því enginn venju-
legur íslenskur prestur. Hann var
enginn venjulegur maður.
Eftir að hafa lesið pistil Kára í
bókasafninu á Dalvík, hringdi ég
samstundis í séra Kára í Hrísey og
bað um að fá að heimsækja hann,
bón sem hann veitti á sinn hæ-
verska hátt. Vinur minn Þórarinn
Eldjám var staddur á þessum slóð-
um um þetta leyti, og ég dró hann
með mér í pílagrímsferð út í Hrísey.
Þetta var eftirminnilegur dagur.
Séra Kári tók á móti okkur í húsi
sínu sem hann kallaði Skjöldu því
það var klætt afgangsklæðningu í
ýmsum litum. Hann bauð okkur til
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN ÓLAFSSON
frá Núpsdalstungu,
Arahólum 4,
Reykjavík,
er lést mánudaginn 30. nóvember sl.
verður jarðsunginn frá Neskirkju mánu-
daginn 7. desember kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er
bent á Hjartavernd.
Jónas Guðmundsson,
Margrét Gísladóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Karl Ómar Jónsson,
Björn Jónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir,
Steinvör Laufey Jónsdóttir, Terry Douglas
og barnabörn.
lagstíí f. JBIDAflfltD'JAJ QL'I/Jir/!
stófu þar sem erfítt var að tylla
sér; alls staðar bækur, skjöl, pappír-
ar, blöð frá öllum heimshornum,
tímarit og undarlegustu hlutir. Séra
Kári og Þórarinn áttu það sameigin-
legt að vera orðvarir menn svo það
svo það féll í minn hlut að reyna
að halda uppi samræðum. Klæða-
burður prestsins vakti athygli okk-
ar; hann var berfættur að hætti
Frelsarans eða kínverskra lækna,
buxumar sneru öfugt, skyrtan hékk
saman á einni tölu eða tveimur og
önnur plögg í sama dúr. Venjulegur
maður í slíkum klæðnaði hefði ugg-
laust verið stimplaður sem uti-
gangsmaður eða jafnvel róni. Séra
Kári bar hins vegar klæði sín líkt
og helgur maður kyrtil eða skikkju.
Þegar við höfðum setið um hríð
og hlýtt á útvarpssendingar frá
Tékkóslóvakíu sem séra Kári náði
á viðtæki sitt með aðstoð mikilla
loftnetsvíra sem teygðu sig stofu-
veggjanna á milli, bauð gestgjafínn
upp á te. Tékkóslóvakía var á þess-
um tíma líkt og önnur ríki Austur-
og Mið-Evrópu í fjötrum kommúnis-
mans og séra Kári sem átti fjöl-
skyldu eystra fylgdist grannt með
þróun mála í Austur-Evrópu, reynd-
ar eins og með heimsmálum al-
mennt.
Tedrykkinn kallaði hann Kárate
og uppskriftin var heitt vatn, syk-
ur, örfá teblöð og nokkrar kúffullar
teskeiðar af Royalbúðingi með van-
illubragði. Drykkurinn var eins og
allt í veröld séra Kára: Sérstæður,
óvenjulegur, bragðgóður og eftir-
minnilegur.
Síðstliðin tvö sumur þegar ég hef
búið í Hrísey, tókust betri kynni
með okkur séra Kára. Hann var sem
fyrr orðvar maður en allt sem hann
sagði var djúphugsað, grínið einnig.
Hann er sennilega mesti húmanisti
og húmoristi sem ég hef hitt um
dagana. Stundum kom hann í heim-
sókn með glefsur úr minningum
sínum sem hann hafði skrifað á
nýju tölvuna sína og ég las þær
yfír fyrir hann um leið og ég heillað-
ist af hinum horfna heimi Evrópu
þegar Kári var ungur og hjólaði
milli Prag og Stokkhólms, gegnum
herríki Þýskalands þar sem nas-
ismanum óx fískur um hrygg með
hveijum degi. Þrátt fyrir húmorinn,
hinn svarta húmor Mið-Evrópu, og
óborganlegar mannlýsingar, var
einhver dulinn og sár tónn undir
öllum textanum; umburðarlyndi
húmanistans sem veit að maðurinn
verður alltaf sjálfum sér líkur:
Breyskur, ófullkominn og villuráf-
andi.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvers vegna Kári gerðist prestur.
Ég álít að það hafí verið af ást
hans til mannanna, af djúpri andúð
hans á öllu yfírvaldi og kúgun, hvort
sem það var nasismi, kommúnismi,
fasismi, drottnun fjölþjóðafyrir- .
tælqa, veraldarvafstur kirlqustofn-
ana eða venjuleg dressugheit ein-
stakra yfírmanna og svonefndra
stjómenda. Hann var frumkristinn
maður, ræktaði kjamann í trúnni
sem er kærleikurinn og fyrirgefn-
ingin. Hann gaf minna fyrir muster-
in og skrautklæðin. Séra Kári kom
alltaf til dyranna eins og hann var
klæddur — í bókstaflegri merkingu.
Það er þessi kjami sem villti
mörgum mönnum sýn. Séra Kári
var oft dæmdur af útliti og gerðum.
Húmanismi séra Kára náði einnig
til dýranna og hann gat ekki hugs-
að sér að leggja sér kjöt til munns.
Hann var grænmetisæta löngu áður
en það hugtak varð til og var frum-
kvöðull á því sviði. Hann borðaði
mörg þau lífsins blóm sem venjuleg-
um grænmetisætum hryllti við;
fífla, hvönn, illgresi. Á efri ámm
var hann farinn að fúlsa við físki;
bauð við þeirri tilhugsun að blessað-
ur fískurinn væri dreginn bjarglaus
á blóðugum kjaftinum úr heim-
kynnum sínum í djúpinu. En áður
að þeim kaflaskiptum kom, var
Kári frægur fyrir að borða mar-
hnúta einn Hríseyinga og sennilega
einn íslendinga.
Margt aðkomufólk leit á Kára
sem sérvitring og furðufugl. Hann
var hvomgt. Séra Kári var djúpvit-
ur og menntaður maður. Lífsstíll
hans var hins vegar þannig að telja
má hann fyrsta hippann. Séra Kári
var hippi millistríðsáranna sem
flakkaði um Evrópu og skolaði til
íslands þar sem hann gerðist meiri
íslendingur en flestir landsmenn og
loks meiri Hríseyingur en margur
borinn og bamfæddur Hríseyingur-
inn. Hann trúði á blóm og kær-
leika. Hann var hins vegar mun
menntaðri og ábyrgari en hipparnir
sem komu til sögunnar mörgum
áratugum síðar.
Séra Kári var heilsteyptur maður
og lífsspeki hans tær og einföld.
Hann elskaði manneskjuna þrátt
fyrir alla bresti hennar og hann
sneri baki við valdboði, pijáli og
óheilindum. Hann varðveitti bamið
í sálu sinni því hann trúði á barnið
í hveijum manni: Að maðurinn
væri í eðli sínu góður og óspilltur.
Þegar sonur minn þriggja ára
kvaddi séra Kára í sumar með
handabandi og rétti fram vinstri
höndina, ætlaði ég að leiðrétta
bamið og segja því að kveðja hann
með þeirri hægri. En Kári greip
fram í fyrir mér og sagði: „Vinstri
höndin er sú rétt, því hún kemur
beint frá hjartanu." Og bamið og
hinn aldurhhigni prestur kvöddust
hjartanlega með vinstri hendinni.
Og þannig vil ég einnig kveðja
séra Kára Valsson.
Ingólfur Margeirsson.
„Le vent se leve! ... II faut tenter de
vivre! L’air immense ouvre et referme
mon livre ..."
— Valery: Le Cimeriére marin —
Sr. Kári Valsson lést árla morg-
uns 30. nóvember sl. Hinsta kveðja
hans fyrir nokkmm dögum var: „Ég
er á förum.“ Hann vissi að hveiju
dró og tók því með æðruleysi, sem
var einkennandi fyrir hann.
Hann fæddist í Prag 17. júlí
1911. Skímarnafn hans var Karel
Václav Alexei Vorovka, tók sér
nafnið Kári Valsson þegar hann
varð íslenskur ríkisborgari fyrir
áratugum. Prag átti sér langa sögu
sem önnur höfuðborg í ríki Habs-
borgara og var meðal helstu menn-
ingarborga Evrópu, ásamt Vínar-
borg, París og Róm. Hr. Kári var
fæddur þegn Habsborgararíkisins í
landi sem var hluti hins keisaralega-
konunglega ríkis — Austurríkis og
Ungveijalands. Hann ólst upp í
Prag. Faðir hans var kunnur
menntamaður, heimspeki og eðlis-
fræði vom greinar hans og m.a.
stóð hann í bréfaviðskiptum við
Albert Einstein. Fræðimenn, lista-
menn og landeigendur stóðu að sr.
Kára í móður- og föðurætt. Tékkó-
slóvakía varð sjálfstætt ríki eftir
fyrri heimsstyijöld og varð milli
heimsstyijaldanna meðal fremstu
menningar- og iðnríkja Evrópu. Sr.
Kári hlaut þá ágætu undirbúnings-
menntun sem var aðall skólakerfa
lýðræðisríkja á vesturhveli jarðar á
þeim árum, en það átti ekki fyrir
honum að liggja að staðfestast í
föðurlandi sínu. Áhugi hans á nor-
rænum bókmenntum vaknaði
snemma og í framhaldi af því varð
eyjan í Norður-Atlantshafí ein-
hverskonar draumaeyja í huga hans
og hingað hélt hann í fyrsta sinn
1933 og aftur tveimur ámm síðar.
Hann lýsti ferðum sinum og dvöl
hér á landi á þessum ámm í minn-
ingarbrotum sem birtust í „Aldnir
hafa orðið“ (Akureyri 1978).
Síðustu árin vann hann að endur-
minningum sínum, sem honum
auðnaðist því miður ekki að full-
vinna, „hann lauk upp þeirri bók,
en hún laukst aftur“, að okkur
fannst sem þekktum hann, of fljótt.
Það var í Skagafírði sem hann „lifði
aðra bernsku sína“, kynntist hann
góðu fólki, sem hélt tryggð við
hann til hinstu stundar. Þar hóf
hann íslenskunám og í Keldudal í
Hegranesi kynntist hann þeim ís-
lensku bændum, sem litu á sig sem
afkomendur konunga og jarla en
ekki sem „slétta bændur". Þetta
einkenni, sem var fremur almennt
en hitt, meðal bænda hér á landi,
þótti sr. Kára einkennilegt. Hann
kynntist mörgum sérstæðum ein-
kennum íslendinga á þessum
námsárum sínum í Skagafírði eins
og hann lýsti í tilvitnuðum minn-
ingabrotum.
Svo þegar kemur fram á það
heita og örlagaríka sumar 1939,
kom sr. Kári til landsins og þá réð-
ust örlög hans. Þann fyrsta sepem-
ber braust styijöld út í Evrópu pg
vorið eftir var ísland hernumið.
Föðurland sr. Kára var hersetið.
Við hertöku íslands var öllum er-
lendum þegnum ríkja, sem Þjóðveij-
ar höfðu þá hertekið, gert að skyldu
að tilkynna sig og þeir voru síðan
fluttur í fangabúðir á Englandi. Sr.
Kári var einn þessara manna, og
nauðugur dvaldi hann í útlegð frá
fósturlandi, sem hann hafði kosið
sér, þar til 1945.
Frá þeim tíma starfaði hann hér
á landi sem iðnaðarmaður, kennari
og sóknarprestur. Hann tók guð-
fræðipróf við Háskóla íslands og
gerðist síðan sóknarprestur á
Hrafnseyri I sjö ár. Síðan var hann
skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum
og sóknarprestur í Hríseyjar- og
Árskógarstrandarprestakalli frá
1966 til 1982.
Sr. Kári kvæntist Ragnheiði
Ófeigsdóttur frá Næfurholti 1960.
Hún Iést 1970 og eignuðust þau
eina dóttur, Elínu, sem er gift Karli
Sigurgeirssyni.
Sr. Kári fór ekki varhluta af af-
leiðingum síðari heimsstyijaldar.
Hann dvaldi sem fangi á Englandi
öll stríðsárin og varð að horfa upp-
á föðurland sitt hertekið af barbör-
um, fyrst úr vestri, síðan úr austri,
valdarán glæpamanna í Tékkóslóv-
akíu 1948 og þá „vargöld frelsaðra
þýja“ (E. Ben.) sem hófst þar, með
tilheyrandi þjófnaði, njósnum, fang-
elsunum, pyntingum og aftökum,
fylgdu í kjölfarið. Landinu var lokað
og ættfólk sr. Kára varð að þola
þá styijöld sem valdamenn héldu
uppi látlaust gegn eigin þjóð og
menningu, þar til ófögnuðurinn
hraktist frá völdum í byltingunum
í Austur-Evrópu 1989. Fjörutíu ára
völd þessa safnaðar og áhrif þeirra
verða ekki skafín burt á skömmum
tíma. Hryllingurinn loðir enn við,
meðan sporgaungumenn gömlu
valdaklíkanna stijúka enn um
fijálst höfuð og vinna enn þann dag
í dag undir sauðargærunum.
Sr.’ Kári vissi þetta allt og því
var það, að þegar hann fór síðast
til meginlands Evrópu, fór hann
ekki til Prag.
Eftir að sr. Kári lét af prestskap
keypti hann sér hús við ströndina
og dvaldi þar næsta áratug. Hann
gekk ekki heill til skógar en vinir
hans sem voru allir íbúar eyjarinnar
og þó einkum Ásgeir Halldórsson
og Rósa Káradóttir eiginkona hans,
voru honum alltaf innan handar
þegar með þurfti. Áhugamál sr.
Kára voru einkum tungumál og þá
fyrst og fremst íslenska, saga, guð-
fræði (stundaði nám við Union
Theological Seminary, New York,
í kirkjusögu 1952), náttúrufræði
og ekki síst samtímasaga. Hann
hafði alltaf nóg að gera, hvort sem
var að ígrunda málvísindi, tína
sveppi eða veiða físk með sérstökum
tilfæringum úr Ijörunni við hús sitt,
og rækta garðinn sinn. Það var
hrein unun að heimsækja hann og
njóta nálægðar hans. Talað var um
alla heima og geima og aldrei brást
húmorinn, sem var sterkasti þáttur-
inn í eðlisgerð hans ásamt æðru-
leysinu. í dag er hann Iagður til
hvíldar í grafreitnum við ströndina
undir þeim ómælisvíddum festing-
arinnar sem munu óma þegar lúðr-
arnir gjalla. Við Ingibjörg þökkum
honum vináttuna. Hér eiga ekki við
orðin: „Maður kemur í manns stað.“
Siglaugur Brynleifsson.