Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 62

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 HANDKNATTLEIKUR / FJÖGURRA ÞJÓÐA MÓT í DANMÖRKU Gústaf tryggði annað stigið gegn Portúgal ÍSLENDINGAR gerð 22:22 jafn- tefli við Portúgali í fyrsta leik fjögurra þjóða móts í hand- knattleik, sem hófst í Nyköping í Danmörku í gærkvöldi og lýk- ur á sunnudag. Selfyssingurinn Gústaf Bjarnason tryggði liðinu annað stigið, þegar hann fór í hraðaupphlaup og jafnaði fimm sekúndum fyrir leikslok. Danir unnu Hollendinga örugglega 26:15, en staðan var 10:6 f hálfleik. Islendingar byrjuðu mjög illa. Portúgalir náðu fljótlega þriggja marka forystu og voru fimm mörk- um yfir í hálfleik, 14:9. Allt annað var að sjá til íslensku strákanna eftir hlé; þeir- voru grimmari og ákveðnari og þegar 18 mínútur voru eftir náðu þeir að komast yfir í fyrsta sinn, 18:17. En síðan tókst ekki setja punktinn yfír i-ið í þrem- ur upplögðum marktækifærum og vildi Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, kenna dómurun- um um að nokkru leyti. Portúgalir náðu aftur þriggja marka forystu, en íslendingar gerðu þrjú síðustu mörkin. Þorbergur sagði að úrslitin væru viss vonbrigði. „Við eigum að sigra Portúgali og miðað við gang leiks- ins eftir hlé hefðum við hreinlega átt að rúlla yfír þá. En tilfellið er að strákamir eru ofboðslega þreytt- ir eftir mikið álag að undanfömu. Þess vegna tókst þeim hvorki að framkvæma það, sem um var talað, né gera hlutina upp á eigin spýtur eins og þeir hafa sýnt að þeir geta.“ En verða strákamir ekki jafn þreyttir gegn Hollendingum og Dönum? „Þetta er atriði, sem þeir verða að vinna sig út úr. Við emm með lið, sem hefur alla burði til að sigra í þessu móti, og setjum þá pressu á okkur að ná settu markmiði," sagði þjálfarinn. Hann bætti við að að alltaf væri hætta á að illa gengi gegn lakara liði og eðlilegt væri að ýmislegt færi úrskeiðis, þegar menn, sem ætluðu að tryggja sér sæti í landsliðinu, fengju tækifærið. „Við töpuðum stigi fyrst og fremst vegna þess að menn vom ekki nógu vakandi í fyrri hálfleik og fengu ódýr mörk á sig fyrir vik- ið. En þetta er ekkert til að hengja haus yfír eða hafa áhyggjur af. Svona lagað kemur fyrir hjá öilum og ekki síst hjá ungum mönnum, sem vilja sanna sig.“ Þorbergur sagði að Gústaf Bjamason og Gunnar Beinteinsson hefðu leikið best að þessu sinni. Gústaf BJarnason sat á bekknum í fyrri hálfleik, en lék allan seinni hálfleik og stóð sig með mikilli prýði. Selfyssingurinn gerði alls sex mörk og tryggði íslandi jafntefli með marki fimm sekúndum áður en flautan gall. ísland leikur við Holland í dag og Danmörk á morgun og stefnan er að.sigra í báðum leikjum. KNATTSPYRNA FIFAtókekki afstöðu til fjölda erlendra leikmanna: Fjöldi í höndum vid- komandi sambanda Um helgina Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Laugardagur: Keflavlk: IBK-Haukar....16.30 Sunnudagur: Valsh.: Valur - Skallagrímur ..20 Seltjn.: KR-Snæfell.......20 Mánudagur: Njarðvík: UMFN-UBK........20 1. deild kvenna Laugardagur: Hagaskóli: KR-ÍR.......15.30 Sauðárkr.: UMFT-UMFG ..15.30 Sunnudagur: Sauðárkr.: UMFT - UMFG ..14.00 1. deild karla Laugardagur: Hagaskóli: ÍS - UMF Bol.vik ....14 Sandgerði: Reynir-Þór.....14 Sunnudagnr: Hagaskóli: ÍS - UMF Bol.vfk ....14 Blak Karlar Laugardagur: Ásgarðun-^Stjaman - HK....16 Sunnudagur: Hagaskóli: Þróttur-lS.....14 Konur Víkin: Vikingur-lS......18.30 Handknattleikur íslandsmót i 6. flokki HandknattleikBdeild Gróttu sér um annað íslandsmótið af þremur fyrir 6. flokk karla um helgina, en Sportmenn h/f, adidas styrkja keppnina, sem fer fram í íþrótta- húsinu á Seltjamamesi. Keppt er í a, b og c liðum og hefst verð- launaafhending kl. 17.40 á morg- un, sunnudag. Íshokkí íslandsmótið Laugardagur: Skautafélag Reykjavíkur fær Skautafélag Akureyrar í heimsókn á svellið í Laugardal kl. 11 f.h. Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, tók á fundi sínum í Ziirich í gær ekki afstöðu til hvað mörgum erléndum leikmönnum er leyfílegt að spila með félagsliði í ein- stökum deildarleikjum. Fram kom að reglur í þessu sambandi væru í höndum viðkomandi knattspymu- sambands, en ákveðið var að skipa nefnd, sem á að skila niðurstöðum í málinu fyrir næsta fund. Margir óttuðust að FIFA myndi slaka á reglum um fjölda útlendinga og hafði breytingum í þá átt verið harðlega mótmælt, m.a. af fulltrúum samtaka atvinnuknattspyrnumanna í 10 löndum, sem hótuðu að fara í verkfall ef af yrði. Áhrifamenn í hreyfíngunni hafa einnig látið í sér heyra, þ.á.m. Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Þýskalands, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í gær að um væri að ræða mál viðkomandi knattspymu- sambanda í hveiju landi og því myndi FIFA ekki ráðskast með það. Hins vegar hefði Joao Havelange, forseti FIFA, lagt til að skipuð yrði nefnd með aðilum frá aðildarsamtök- um FIFA og fulltrúum félaga, sem skilaði áliti á næsta framkvæmda- stjómarfundi, og yrði það gert. Spartak heklur sætinu Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær félagaskipti Míkhafls Rusayevs frá Old- enburg í Þýskalandi til Spartak í Mósku fullnægðu settum kröfum. Hann hefði því verið löglegur í Evrópuleikjum rússneska liðsins, sem héldi þar með sæti sínu í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa. Rusayev kom inná sem varamaður í báðum leikj- unum gegn Liverpool í sfðustu umferð. Fyrr í vik- unni sögðu forráðamenn Oldenburg að aldrei hefði verið gengið formlega frá félagaskiptum leikmanns- ins og ákvað Knattspymusamband Evrópu að taka málið fyrir. Það vísaði því til FIFA, sem komst að fyrmefndri niðurstöðu og UEFA samþykkti hana. Spartak mætir Feyenoord í átta liða úrslitum og Rene Eberle, formaður aganefndar UEFA, sagði að félagið yrði ekki sektað vegna þessa máls, því ekki væri um agabrot að ræða. Hinsvegar gagn- rýndi UEFA rússneska knattspymusambandið og sagði að það yrði að svara hvers vegna það hefði skráð leikmanninn án þes að hafa staðfest félaga- skipti í höndunum. Sslandsnsót I tennis innanhúss 27.-30. des. 1992. íþrótfamiðstöðin I Grafarvogi. Einiiðaleikir í barna- og unglingaflokki. Einl., tvíl, og tvenndar í fullorðinsfl. Skróning hjó Hannesi Hjartarsyni, Jöklafold 18, sfmi 673455 eftir kl. 18 daglega. Skráningu lýkur 13. des. Tennisdeild Fjölnis. NOREGUR Stórtap é rekstri Lyn Rekstur norska knattspymuliðsins Lyn, sem Teitur Þórðarson þjálfaði þar til í haust, gekk mjög illa á síðasta keppnistímabili. Tap á rekstr- inum var 6 milljónir norskra króna; tæpar 60 milljónir ÍSK. Stjómin sem var við vöíd, og vildi ekki hafa Teit áfram hjá félaginu, hefur nú verið rekin. Ekki er reiknað með að félagið verði gjaldþrota því það á talsverð- ar eignir, m.a. 44% í Ullevall-leikvangingum í Osló, þar sem heimaleikir landsliðsins fara fram, og gæti þurft að selja eitthvað af hlutabréfum sínum í leikvanginum til að afla fjár. INIýjar bækur ■ Saga Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu 1958-1992 heitir nýútkomin bók eftir Sigmund Ó. Steinarsson. I tilkynningu útgefanda segir: „Sigmundur rekur sérstaklega gang mála í úrslitakeppninni hveiju sinni en greinir frá úrslit- um leikja og minnisverðum at- burðum í undankeppninni og fjallar þá sérstaklega um aðal- stjömur hverrar keppni. Koma þar margir við sögu ... Alls er fjallað sérstaklega um 150 fræknustu knattspymumenn Evrópu sem sett hafa svip sinn á þessa keppni og greint frá ferli þeirra og aðalafrekum. Sérstaklega er fyallað um þátttöku íslendinga í Evrópu- keppninni en íslendingar tóku í fyrsta sinn þátt í henni 1970-72 og unnu þá m.a. einn sinn eftir- minnilegasta sigur í knatt- spymulandsleik er Austur-Þjóð- veijar voru lagðir að velli á Laugardalsvellinum í sögufræg- ura_ leik.“ Útgefandi er Fróði. Höf- undur annaðist uppsetningu. Bókin er 160 blaðsíður, prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð 1.980 krónur. ■ íslensk knattspyma 1992 heitir nýútkomin bók eftir Víði Sigurðsson. Þetta er tólfta bókin í sam- nefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981. í tilkynn- ingu útgefanda segir um bókina: „Hún er byggð upp á sama hátt og undanfarin ár en fjallað er um hveija deild íslandsmótsins 1992 í sérstökum kafla, og sömuleiðis um yngri flokka, bik- arkeppni, landsleiki, Evrópuleiki og atvinnumennina. Þá er haldið áfram að rifja upp sögu íslenskrar knattspymu og í þesari bók er fjallað um árin 1972 og 1973. Þar með er hægt að finna í bókunum um- fjöllun um allt það markverðasta í knattspymunni hér á landi 1912-1973, og að sjálfsögðu frá 1981. Ennfremur eru í bókinni við- töl við Skagamennina Luka Kostic og Amar Gunnlaugsson, atvinnumanninn Eyjólf Sverris- son og Sigrúnu Ottarsdóttur, fyrirliða kvennaliða Breiðabliks. Bókin er 160 blaðsíður í stóm broti og skreytt með hátt á ann- að hundrað myndum. Auk þess em 16 sérprentaðar síður með litmyndum, af öllum 17 meistar- aliðum íslandsmótsins og nokkr- um einstaklingum sem gerðu það gott á árinu." Útgefandi er Skjaldborg. Verð 3.480 krónur. ■ íþróttastjömur heitir ný bók eftir Heimi Karlsson. í tilkynningu frá útgefanda segir: „í þessari bók ræðir Heim- ir Karlsson við þijá íslenska af- reksmenn í íþróttum, knatt- spymumanninn Atla Eðvalds- son, körfuboltamanninn Pétur Guðmundsson og handknatt- leiksmanninn Sigurð Sveinsson. Allir em þessir íþróttamenn í fremstu röð hver á sínu sviði og víðkunnir. Þeir segja „á opinn og einlægan hátt frá lífí sínu jafnt utan vallar sem innan“ - stendur á bókarkápu. Og einnig stendur þar: „í samtölum sínum við Heimi greina þeir frá mörgu sem aldrei fyrr hefur komið fram í dagsljósið. Þeir em ófeimnir við að segja skoðanir sínar á ýmsum málefnum sem varða íþróttahreyfínguna og málum sem ofarlega hafa verið í þjóðfélagsumræðunni.“ Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 202 bls. Hún er prentuð í Prentbæ. Verð 2.695 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.