Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 1
96 SIÐUR B/C 295. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX Bandarískt herlið á Italíu í viðbragðsstöðu vegna ástandsins í Bosníu Lákur ankast á að loftbainii verði framfylgt með valdi Róm. Reuter. HERLIÐ bandaríska flughersins í Aviano í norðaustur- hluta Ítalíu er nú í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða til að framfylgja flugbanni Sameinuðu þjóðanna yfir Bosníu-Herzegovínu, að sögn ítöisku fréttastofunnar ANSA í gær. Hún sagði að 3.000 banda- rískir hermenn yrðu sendir þangað á næstu dögum ásamt orrustuþotum af gerðinni F16. Bandarísk yfir- völd vísuðu síðar frétt ANSA á bug. Elísabet drottning. Trúnaður brotimi við drottningu London. Reuter. TRÚNAÐUR var rofinn við Elísabetu Englandsdrottn- ingu er slúðurblaðið The Sun birti jólaræðu drottningarinn- ar sem ráðgert var að útvarpa og sjónvarpa á jóladag. Blaðið lagði nokkrar síður undir ræðuna og málefni tengd innihaldi hennar. Velti það sér upp úr því að það hefði unnið faglegt afrek með því að kom- ast yfir ræðuna og birta hana. Breskir þingmenn voru á öðru máli, sögðu framkomu blaðsins smánarlega og ekki til að hreykja sér af. Um 1.800 hermenn eru nú í herstöðinni í Aviano, sem er við landamærin að Slóveníu. ANSA sagði að bandarískar könnunar- flugvélar hefðu verið í flugstöðinni undanfarnar vikur og þeim hefði verið flogið að landamærum Serb- íu og Ungveijalands til að fylgjast með flugi yfir fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins vísaði frétt ANSA á bug. „Það er enginn sér- stakur viðbúnaður í Aviano og hermönnum hefur ekki verið fjölg- að þar,“ sagði talsmaðurinn. Því var einnig neitað. að þangað yrði send sveit orrustuflugvéla. Á Vesturlöndum eru taldar vax- andi líkur á að hervaldi verði beitt til að framfylgja flugbanninu. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, er heimsótti breska her- menn sem sendir voru til Bosníu til að tryggja að hjálpargögn bær- ust nauðstöddum, kvaðst í gær búast við að Sameinuðu þjóðimar samþykktu á næstu dögum álykt- un sem heimilaði hernaðaraðgerðir til að framfylgja flugbanninu. Serbar í Bosníu hafa hótað að ráðast á hermenn Sameinuðu þjóð- anna í landinu ef hervaldi verður beitt til að framfylgja flugbanninu og breskum stjórnvöldum er um- hugað um að tryggja að hermönn- unum verði ekki stefnt í hættu. Owen lávarður, sem hefur stjórnað friðarviðræðunum í Genf fyrir hönd Evrópubandalagsins, sagði í viðtali við bandaríska sjón- Að sögn bresku fréttastofunnar Press Association tekur ákvörðun IRA gildi frá og með miðnætti sl. og rennur út að kvöldi annars dags jóla. öljóst var hvort ákvörðun IRA næði einvörðungu til Norður- írlands eða til Englands, Skot- varpið NBC að hann myndi leggja til að hernaðaraðgerðunum yrði frestað. „Fyrir alla muni, sam- þykkið ályktunina í vikunni en hugsið ykkur lengi um áður en þið framfylgið henni því það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hjálp- arstarfíð í vetur,“ sagði hann. lands og Wales einnig. Þar hafa samtökin staðið fyrir mikilli sprengiherferð á árinu og bera til að mynda ábyrgð á rúmlega 30 sprengitilræðum í London í haust. Gífurlegt eignatjón hefur hlotist af sumum sprengjanna. Hlé á hryðjuverkum London. Reuter. IRSKI lýðveldisherinn IRA tilkynnti í gær að hlé yrði gert á hryðjuverkahernaði samtakanna gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi yfir jólahelgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.