Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.1992, Side 9
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2,4, DESEMBER 1992 9 SVONA ER OPIÐ UM JÓLIN FLUGLEIDIR Gistideild hótelsins er lokuð 21.-27. desember, opin frá 28. desember. LÓNIÐ 28.desember 08:00-22:30 29- desember 05:00-22:30 30. desember 05:00-22:30 Gamlársdagur 05:00-20:00 Nýársdagur 08:00-21:00 Þorláksmessa lokað Aðfangadagur lokað Jóladagur lokað 2. jóladagur lokað FLUGLEIDIR Gistideild hótelsins er opin alla jólahátíðina. Veitingahúsið LAUGA-ÁS og Esjubarinn verða opin sem hér segir: Þorláksmessa 11:30-22:00 Aðfangadagur 11:30-14:30 og 18:00-21:00 Jóladagur 11:30-14:30 og 18:00-21:00 2. jóladagur 11:30-22:00 Gisti- og veitingadeild hótelsins (LAUGA-ÁS) verður lokað 28. desember, en opnar á ný 6. janúar 1993. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR sshk) SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA Vegna lítillar eftirspurnar eftir hlutabréfum að undanfömu er verð þeirra nú sérlega hagstætt. Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur starfað síðastliðin sex ár. Hann ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Hlutabréfasjóðurinn hf. er elsti og öflugasti hlutabréfasjóður landsins. Hluthafar eru nú 2.008. Eignir eru 550 milljónir og skuldir engar. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum em frádráttarbær frá skattskyldum tekjum upp að vissu marki. Áhættudreifing á einum stað HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, sími 21677 Hin árlega jólatrésskemmtun verður haldin þriðjudaginn 29. desember kl. 17.00. Unglinga- og íþróttadeild Fáks V___________________________________) Aðfangadagur, 24. des. Hvar er Guð? eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup Hið sanna ljós, sem upplýsir hvem mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, ertrúa ánafn hans. (Jóh. 1:1-14.) Amen. Hvar er Guð? Er vér sjáum hörmungar heimsins, nær efinn oft tökum á okkur. Vér sjáum eigingirni og grimmd og illvirki eins eyðileggur líf annars Náttúruhamfarir valda miklu böli, skortur og sjúkdómar heija og milljónir deyja úr hungri. Sorg og söknuður fylla hugann, er fólk deyr í blóma lífsins. Margir spyija: jlvar er Guð? Jólin flytja svarið: Hið sanna ljós kom í heiminn, en menn tóku ekki við honum. Jólin eru sönnun kærleika Guðs! Hann lætur oss ekki afskiptalaus. Maðurinn notaði frelsi sitt til að snúa baki við Guði. En Guð snýr ekki baki við oss. Hann gaf fyrirheitið um Messías, er lýkur á ný upp hliðum himins fyrir oss. Fyrirheitið rættist í Kristi. Hann opnar oss himin Guðs. Lofsöngur englanna barst til jarðar! Frelsarinn er fæddur! Dýrð sé Guði í upphæðum! Þetta vissu engir á jörðu nema María og Jósef, hirðarnir og vitringarnir, Símeon og Anna. Aðrir vissu ekkert. Hver trúði sögu hirðanna? Fólk yppti öxlum, enda sagan ótrúleg! Hvernig gat Guð komið til vor sem umkomulaust barn, sonur fátækrar einstæðrar móður? Hvar hefði Jesús fæðzt á vorum dögum? í flóttamannabúðum sem vannært barn? Skilurðu dýpt jólaboðskaparins? Hefði Jesús átt erindi við mig ef hann hefði fæðzt í konungshöll? Hefði hann þá ekki bara átt erindi við fína fólkið og „uppana“ í lífinu? Enginn getur sagt: Jesús á ekkert erindi við mig. Hann þekkir af eigin raun dýpt mannlegrar þjáningar. En hví sér kærleika Guðs svo lítinn stað meðal vor? Of fáir sjá Guð í Jesú. Tökum vér á móti honum nú? Enginn þarf að spyija: Hvar er Guð? Hann er ætíð hjá oss í Kristi. Vér megum koma til hans með allt, er oss liggur á hjarta. Vér erum ekki kölluð til þess eins að þiggja og njóta. Vér erum kölluð til þjónustu við Guð og meðbróðurinn. Neyð heimsins er oss kall frá Guði. Guð gefi oss náð til að svara: Hér er ég! Send þú mig! Biðjum: Þökk, Guð, fyrir Jesúm, sem fæddist á jólum til að opna oss aðgang að himni þínum. Gef oss náð til að veita honum viðtöku. Gef oss gleðileg jól í Jesú nafni. Amen. KFUM Flugeldasala KFUM og KFUK í nýju húsi féiaganna við Hsltaveg - gegnt Langholtsskóla. Fjölskyldupakkar, flugeldar, blys og stjörnuljós. Opið kl. 16.00-22.00 f rá 28. til 30. des. Gamlársdag opið kl. 10.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.