Morgunblaðið - 24.12.1992, Síða 71
i t ., |í *‘| ’ j' js'»■; H| ( i \
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Leggjum
áherslu á
agaðan
sóknarleik
- segir Þorbergur Aðalsteinsson um
landsleikina gegn Frökkum
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur þrjá landsleiki við
Frakka á milli jóla og nýárs. Að sögn Þorbergs Aðalsteinsson-
ar, landsliðsþjálfara, verða leikirnir fyrst og fremst notaðir til
að slípa sóknarleikinn. „Við verðum að bæta sóknina fyrir HM
í Svíþjóð og leggjum áherslu á agaðan sóknarleik gegn Frökkum."
Islenska liðið var á hælunum á
móti í Danmörku á dögunum, en
Þorbergur sagði að ástæðulaust væri
að hafa áhyggjur af því. Margir leik-
menn hefðu fengið að reyna sig, en
nú væri komin mynd á hópinn og
því mætti segja að endanlegur undir-
búningur fyrir HM hæfist með jóla-
leikjunum gegn Frökkum. Síðan tæki
Lotto-mótið við í Noregi með þátt-
töku Rússa, Hollendinga og ítala auk
heimamanna og íslendinga og í febr-
úar yrðu tveir leikir gegn Pólveijum
og þrír gegn Dönum.
„Þessir mótheijar sýna enn einu
sinni hvað B-keppnin í Austurríki
fyrr á árinu var mikilvæg. Meðan
við vorum b-þjóð fengum við ekki
leiki gegn sterkari þjóðum, en nú
verðum við að vísa liðum frá. Til að
mynda vildu Spánveijar ólmir fá leiki
gegn okkur fyrir HM, en því miður
gátum við ekki orðið við ósk þeirra,“
sagði þjálfarinn.
„Þetta eru allt mjög verðugir mót-
heijar og góðir leikir fyrir okkur
vegna HM,“ sagði Þorbergur. „Ljóst
er að við þurfum að ná upp beittari
sóknarleik en verið hefur og við kom-
um til með að vinna að því. Vamar-
leikurinn hefur verið í lagi og við
verðum að gæta þess að tapa ekki
því, sem við höfum."
Þorbergur sagði að hann myndi
SigurAur Sveinsson er klár i slaginn gegn Frökkum. Hann lék ekki með
landsliðinu í Barcelona, þar sem íslenska landsliðið tapaði fyrir Frökkum í
keppni um þriðja sætið.
Uppselt í for-
sölu á Blönduósi
Mikill áhugi er á landsleik íslands og Frakklands, sem verður á
Blönduósi á mánudag. Guðmundur F. Haraldsson, forstöðumað-
ur íþróttahússins á staðnum, sagði við Morgunblaðið að allir miðar,
um 600 talsins, yrðu seldir í forsölu á Blönduósi, Hvammstanga, Skaga-
strönd og jafnvel Sauðárkróki.
„Það er engin spuming. Mikill áhugi er á leiknum og við seljum
alla miðana í forsölu," sagði Guðmundur.
íþróttahúsið á Blönduósi var vígt 6. september s.l. með leik 1. deild-
arliða KA og FH í handknattleik og strax á eftir léku úrvalsdeildarlið
Tindastóls og UMFN. Guðmundur sagði að þá hefði húsið verið fullt,
en síðan hefði ekki verið stórviðburður í því.
Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, segir að það verði að
ná stöðuleika í sóknarleik landsliðsins.
aðallega leggja upp 6-0 vöm gegn
Frökkum en reyna lfka að fara meira
út á móti andstæðingunum. „Við
höfum gert það með góðum árangri
og stefnum að því að ná upp grimm-
um vamarleik."
Sóknarleikurinn hefur verið höf-
uðverkur hjá landsliðinu og sérstak-
lega hefur verið farið illa með hraða-
upphlaupin. Á Ólympíuleikunum í
Barcelona voru Frakkar og Svíar
með 70%_nýtingu í hraðaupphlaup-
um, en íslendingar 58% nýtingu.
„Þetta er verulegur munur og við
verðum að bæta okkur á þessu sviði,"
sagði þjálfarinn. „Við höfum verið
að æfa ákveðin kerfi og ég legg
áherslu á að menn séu þolinmóðir,
bíði eftir boltanum og spili yfirveg-
að, hvemig sem staðan er.“
Þorbergur sagði ennfremur að ná
þyrfti stöðugleika í sóknina. „Sókn-
arleikurinn nú er ekki eins beittur
og áður. Hann er ekki lélegri, en
Landsliðið
gegn Frökkum
íslenska landsliðið sem leikur
gegn Frökkum verður skipað
eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, Val
Bergsveinn Bergsveinsson, FH
Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV
Aðrir leikmenn:
Gunnar Beinteinsson, FH
Guðjón Ámason, FH
Geir Sveinsson, Val
Valdimar Grímsson, Val
Dagur Sigurðsson, Val
Gústaf Bjamason, Selfossi
Einar G. Sigurðsson, Selfossi
Sigurður Sveinsson, Selfossi
Patrekur Jóhannesson, Stjömunni
Magnús Sigurðsson, Stjömunni
Gunnar Gunnarsson, Víkingi
Konráð Olavson, Dortmund
Héðinn Giisson, Dusseldorf
Júlíus Jónasson, Paris St. Germain
öðruvísi — leikmennimir hafa aðra
eiginleika. Þetta er ekki áhyggju-
efni, því ég veit að við eigum eftir
að bæta okkur verulega."
Dússeldorf burst-
aði Gummersbach
Héðinn Gilsson og félagar hans í
Diisseldorf unnu Gum-
mersbach auðveldlega, 21:14, íþýsku
úrvalsdeildinni í handknattleik um
síðustu helgi. Héðinn var tekinn úr
umferð nær allan leikinn en gerði
þó 3 mörk. Diisseldorf er nú í 15.
sæti deildarinnar með 13 stig.
Sigurður Bjarnason gerði tvö mörk
fyrir Grosswallstadt er liðið gerði
jaftefli við Flensburg 18:18 á úti-
velli. Grosswallstadt er með 15 stig
í 11. sæti. Wallau Massenheim, sem
leikur gegn FH í Evrópukeppninni,
er í efsta sæti með 24 stig og Ess-
en, sem Valur mætir í sömu keppni,
er í öðru sæti með 22 stig.
Héðinn kemur heim um jólin og
leikur með íslenska landsliðinu . á
sunnudagskvöld gegn Frökkum, en
fer til Þýskalands daginn eftir til að
leika með Diisseldorf í deildinni 30.
desember. Sigurður Bjamason kem-
ur ekki heim uin jólin vegna þess
að hann á að leika tvo leiki með
Grosswallstadt milli jóla og nýárs.
FIMLEIKAR
Wecker kemur til íslands
- á annað hundrað eriendir dómarar taka þátt í dómaranámskeiði hér á landi
Fimleikastjarnan, Andreas Wecker kemur hingað til lands í
vetur í boði Fimleikasambandsins og Fimleikadeildar Gerplu.
Wecker sem kemur frá aust-
urhluta Þýskalands vann
tii tvennra silfurverðlauna á síð-
ustu Ólympíuleikum. Hann kemur
hingað til lands í byrjun febrúar
og verður líklega gestakeppandi á
Þorramóti FSÍ.
Fimleikasambandið heldur upp
4 25 ára aiinæli sitt á næsta ári.
í tilefni af því verða verkefni mörg
hjá sambandinu. Búist er við að á
annað hundrað dómarar sem
standa í fremstu röð á Norðurlönd-
unum komi hingað til lands á al-
þjóðlegt dómaranámskeið í lok
næsta mánaðar. Samkvæmt regl-
um Alþjóða fimleikasambandsins
breytast skylduæfingar f fimleik-
um eftir hveija Ólympfuleika og
fram koma nýjar æfingar. Af þess-
um sökum þurfa alþjóðadómarar
jafnan að gangast undir nýtt dóm-
arapróf fjórða hvert ár. Fjórir ís-
lenskir dómarar hafa þegar sótt
námskeið í nýju reglunum. Berg-
lind Pétursdóttir, Asta ísberg og
Áslaug Óskarsdóttir sóttu nám-
skeið í kvennagi'einunum í Frakk-
landi og Jónas Tryggvason sótti
nýlega námskeið f Englandi f kar-
lagreinunum.
Fimleikasambandið hyggst
standa fyrir fjölmennu fimleika-
móti í ágúst á næsta ári. Mótið
er ætlað fólki sextíu ára og eldra
og hefur hlotið nafnið „Gym í nord-
en.“ Margrét Bjömsdóttír, formað-
ur FSÍ sagði að sambandið hefði
fengið mjög góð viðbrögð frá fím-
leikahópum á öðrum Norðurlönd-
um og að hún reiknaði með að
þátttakendur yrðu á bilinu 5-600.
BILALEIGA
Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bllar. Farsímar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáöu gott tilboö!