Morgunblaðið - 25.05.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 25.05.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 21 kerfi. Þegar sérfræðingar OECD spá áframhaldandi vexti og við- gangi KES ganga þeir út frá þeirri forsendu að allt verði með feldi í Kínaveldi eins og verið hefur undanfarin ár: Með öðrum orðum að efnahagslífið og þróun þess fái að vera sem mest „í friði“ fyrir pólitískri afskiptasemi öldunga- veldis Kommúnistaflokksins, sem þrátt fyrir allt fer með öll völd í landinu. Þá er og hollt að hafa í huga að það er ekkert sem segir að kapítalismi og lýðræði séu ein- hveijir óhjákvæmilegir ferðafélag- ar, og hver með sínum hætti eru litlu Asíudrekamir fjórir til marks um það. Mannréttindi hafa löngum verið fótum troðin í Kínverska alþýðu- lýðveldinu, og era morðin á hundraðum námsmanna á Torgi hins himneska friðar fyrir fjórum áram einhver svartasti blettur samtímasögunnar. Mannsleg við- brögð við þeirri óhæfu var að setja valdhafana í alþjóðlegan skammar- krók og vilja sem minnst af þeim vita. Slík afstaða, þótt skiljanleg sé, er þó bjarnargreiði við almenn- ing í landinu. Við tilteknar aðstæð- ur, eins og í Kína þessi árin, eru sem mest samskipti og samgangur - þar með talin viðskipti - besti stuðningur okkar við aukið lýðræði og meiri virðingu fyrir mannrétt- indum, en því fer því miður fjarri að þessi brothættu verðmæti dafni með sama hraða og hagvöxturinn í landinu. Höfundur hefur búið í Kína um 5 ára skeið. Reykhóla- skóla slitið Miðhúsum. REYKHÓLASKÓLI starfaði í vetur í tæpa níu mánuði en ætlun- in er að næsta vetur starfi skól- inn í fulla 9 mánuði. í vetur voru rúmlega 50 nemendur í skólan- um í öllum bekkjardeildum. Nokkur mannaskipti verða við skólann. Tveir kennarar hverfa til annarra starfa og einn leiðbeinandi heldur áfram námi. Einn kennari hættir sökum aldurs. Skólanum er eftirsjá að hinum ungu kennuram en þau þrjú hafa staðið sig með afbrigðum vel. Eyjólfur Sturlaugsson sem verið hefur við skólann í þrjú ár fer að Laugum í Dalasýslu og kennir þar. Páll Guðmundsson íþróttakennari fer til Ólafsfjarðar og þjálfar knatt- spymu þar og leikur með Leiftri i sumar en fer svo í framhaldsnám. Kristín L. Bjamadóttir fer í fram- haldsnám í haust. Kona Eyjólfs, Guðbjörg Þorkelsdóttir, skólastjóri leikskólans á Reykhólum, hættir einnig störfum. Þessu unga fólki færir heimafólk hér sínar bestu þakkir og óskar því allra heilla á komandi tfmum. Formaður skólanefndar er Vil- borg Guðnadóttir, Reykhólum og skólastjóri er Skarphéðinn Ólafs- son. Búið er að ráða í nær allar stöður fyrir næsta vetur. - Sveinn. í NAUTAVEISLUNA fer aðeins nýtt kjöt, sérvalið úr efstu gæðaflokkunum • Fullkomið gæðaeftirlit frá sláturhúsi til verslunar tryggir að kjötið er hæfilega meyrt og með fituinnihald sem hentar nútíma matreiðslu • Kjötinu er sérpakkað á 9 bakka sem síðan er raðað í meðfærilegan kassa • Þú ákveður hvort þú kaupir kjötið ferskt eða frosið • Þegar heim kemur getur þú matreitt hluta þess strax, geymt annað í kæli til næstu daga og sett afganginn í frysti. Nautaveislan fæst í eftirfarandi verslunum: Landsbyggðin: Akureyri: Netto, KEA Hrísalundi, KEA Sunnuhlíð, KEA Byggðavegi, Sæland, Lundarkjör og Matvörumarkaðurinn. Útibú KEA í Grenivík, Ólafsfírði, Siglufírði, Svarfdælabúð, Grímsey og Hrísey. Versl. Einars Ólafssonar og Skagaver Akranesi. Versl. Jóns og Stefáns og matvörumarkaður KB Borgarnesi. Kassinn, Hvammur og Virkið Ólafsvík. Kjörbúðin Hellissandi. Höfuðborgarsvæðið: Sunnukjör í Skaftahlíð, 10-11 í Glæsibæ, Laugalæk og Kaupgarði Engihjalla. Matvöruversl. Grímsbær og Straumnes. 10-10 Hraunbæ, Kjöt og fískur í Mjóddinni og Seljabraut. Miðvangur Hafnarfírði. Vinnslu- og dreifingaraðilar: Kjötbankinn hf, Hafnarfírði, KEA Akureyri og KB Borgarnesi. NautgripabænduR STEINBEKKIR, KER OG STYTTUR Á SKEMMTILEGA HAGSTÆÐU VERÐI RAÐGJÖF SERFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GROÐURRÆKT YERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.