Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 29.03.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 23 Lögreglan verði virkari eftir Val Armann Gunnarsson Lögreglubifreiðar embættisins í grein DV þ. 8. mars sl. kemur fram að engin af þeim bifreiðum sem lögreglan í Keflavík hefur til umráða er sömu tegundar og jafnframt að það hafi aukinn rekstrarkostnað í för með sér. Vissulega er þetta bagalegt þar sem rekstrar- og viðhaldskostn- aður er tekinn af fjárveitingu lögregl- unnar og eftir því sem hann er hærri þeim mun minna er eftir til að halda úti nauðsynlegi'i löggæslu og til að bæta aðstöðu og aðbúnað lögregl- unnar. Þó er þetta kannski ekki það alvar- legasta í mínum augum, heldur það að bifreiðarnar hafa ekki sömu akst- urseiginleika og tækjastaðsetningar í innréttingu eru breytilegar eftir tegundum. Þetta leiðir af sér að lög- reglumenn þurfa ávallt að bytja því að átta sig á bifreiðinni þegar farið er af stað í neyðarakstur og tel ég þetta vera mjög slæmt út frá öryggis- sjónarmiðum. Þá kemur það fram í greininni að lögreglumenn reyni að komast hjá því að aka nýjustu lögreglubifreiðinni og er það rétt þar sem bifreiðin hef- ur ekki þá eiginleika sem lögreglubif- reið þar að hafa, m.a. þarf hún mik- ið rými í viðsnúningum, skipting er mjög hörð og hefur enga endingu fyrir þá notkun sem henni er ætluð. Aftur á móti er bifreiðin mjög rúm- góð og hefur mikið vélarafl og er örugglega mjög góð sem fjölskyldu- bifreið enda framleidd sem slík. Sama á við um allar þær bifreiðar sem lögreglan hefur til umráða í dag, þær eru einfaldlega ekki fram- leiddar til að mæta því álagi sem á þeim er og er viðhaldskostnaðurinn samkvæmt því. Endurnýjun lögreglubifreiðanna Ofan á þetta bætist síðan, að ráða- menn standa illa að endurnýjunum á þeim bifreiðum sem við höfum og kemur það sér mjög illa, þar sem það hefur í för með sér stóraukinn viðhaldskostnað enda er akstur hverrar bifreiðar um 100.000 km á ári. T.d. er okkur boðið upp á að þurfa að notast við 6 ára gamla Ford Econoline-bifreið og er það eina stóra bifreiðin sem við höfum og nýtileg er í erfiðri færð. Þó þessi bifreið hafi reynst lögreglunni vel þá gefur auga leið að fásinna er að lögreglumenn þurfi að treysta svo gamalli bifreið, því jafnvel einkabif- reiðar eru endurnýjaðar oftar þó svo- að akstur þeirra sé ekki nema 20.000 km á ári. Fjárveitingavaldinu hefur verið bent á þetta, bæði af lögreglu- mönnum og bifreiðaumboðum, en þeir sem þar ráða hafa skellt skolla- eyrum við því enda þurfa þeir ekki að eyða hálfri ævinni í þessum bif- reiðum né eiga líf sitt og limi undir því að bifreiðin hafi.nægan styrk. Aukið álag á niðurskurðartímum Á ijárveitingu lögreglunnar hefur verið brugðið beittum hníf á sama tíma og þjóðfélagsástandið hefur verið í mikilli lægð og alvarlegri af- brot staðreynd. Niðurskurðurinn hef- ur valdið því að ekki hefur reynst unnt að halda úti þeim styrk í lög- gæslu sem þarf á þessu svæði. Þetta hefur í för með sér stóraukið álag á þá fáu menn sem eiga að sinna lög- gæslu í átta þéttbýliskjörnum auk Reykjanesbrautarinnar, sem alla tíð hefur þurft stöðuga löggæslu. Enginn sem ekki hefur reynt veit hversu mikið álag fylgir starfi lög- reglumannsins enda hafa ráðamenn alla tíð daufheyrst við kröfum lög- reglumanna um aukinn mannskap, Valur Ármann Gunnarsson betri búnað, mannsæmandi laun og nú síðast styttri starfsævi. Þá hafa lögreglumenn þurft að standa í stappi við að fá fatnað sem hentar íslenskum aðstæðum og er landsfræg orðin nýjustu afrek ráðamanna í þeim efnum, en yfír margar álfur þurfti að fara til að finna nógu lé- lega fatagarma til að klæða lögreglu- menn í. Aðbúnaður lögreglumanna á lögreglustöðinni Víkjum nú að aðbúnaði lögreglu- manna á lögreglustöðinni í Keflavík. Kaffistofa og hvíldarherbergi er eitt og sáma herbergið og er það inn af bílskúr sem notaður er til að þrífa lögreglubifreiðamar. Lögreglumenn- irnir mega því búa við það í sínu hvíldarherbergi að ýmsar eiturgufur berast þangað inn. Auk þess sem aðstaðan er orðin mjög óvistleg sök- úm lélegs viðhalds og slitinna hús- gagna. Þegar við höfum óskað úr- bóta er viðkvæðið alltaf að ekki sé til neitt fjármagn til neinna fram- kvæmda. Hægt væri að stórbæta þessa að- stöðu án þess að til þyrfti að koma mikil fjárútlát. En því miður þá vant- ar fjárveitingu frá ráðamönnum og góður vilji yfirmanna lögreglunnar í Keflavík dugar ekki til. Vil ég því skora á ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða fjárveitingar til lögregl- unnar og gera þannig löggæsluna virka á ný, í stað þess að gera lög- reglumönnum stöðugt erfiðara fyrir að sinna starfi sínu. Nýjasta framlag framkvæmdavaldsins Þegar þetta er ritað eru þingmenn að skoða frumvarp að nýjum lögum um lögreglumenn. Þar á að brjóta þá fagþjálfun og fagmennsku sem lögreglumenn hafa lagt ríka áherslu á og í því frumvarpi er beinlínis lagt til að lögreglumenn verði sviptir mannréttindum, mannréttindum sem ráðamenn þjóðarinnar telja öðrum þjóðarleiðtogum trú um að hvergi í heiminum séu meira í heiðri höfð en á íslandi. Vil ég því nota tækifærið og hvetja þá til að vísa þessu frum- varpi frá og láta endurskoða það í nefnd þar sem lögreglumenn eiga fulltrúa, í stað nefndar þar sem starf- andi voru menn sem ekki þekkja starfið af eigin raun. Að lokum Þá ætla ég að vona að Guð gefi að ráðamenn þessarar þjóðar þurfi aldrei að standa frammi fyrir því í neyð eða í lífshættu að lögreglan komist ekki til aðstoðar, vegna þess að tækjabúnaðurinn brást eða vegna þess að ekki var til mannskapur til að komast á vettvang þeim til aðstoð- ar. Höfundur er flokksstjóri í lögreglunni í Keflavík og öryggistrúnaðarmaður í lögreglufélagi Gullbringusýslu. Sendum í póstkröfu. Gott verð . Gæðaþjónusta. ísetning á staðnum. Verslið hjá fagmanninum. BíbvörubúÍin Þessi frétt færði okkur í raun ekki nein ný sannindi enda staðfesting á því sem við vissum fyrir. Morgunblaðið er þarna að vísa til könnunar breska dagblaðsins European á gæðum og áreiðanleika bíla. Honda lenti í efsta sæti en aðeins fjórir af hverjum hundrað bílum biluðu. Bílar næsta samkeppnisaðila biluðu fimmfalt meira. (H Vatnagörðum - Sími 689900 -klikkar ekki DIPLOMAT FISTÖLVAN FRÁ MORE Alvöru 486 UPPFÆRANLEG VÍRUSVÖRN í BIOS tistölvil Diplomat fistölvan fæst 25, 33 eða 66 MHz, með grátóna- eða litaskjá, hörðum diski allt að 340 MB, sem einfalt er að skipta um og vinnsluminni allt að 20 MB. Diplomat hefur tengimöguleika við öll helstu jaðar- tæki, innbyggt disklingadrif og tengi fyrir bílrafmagn. "Docking Station" er búin tengjum fyrir skjá, lykla- borð og mús, og 4 tengiraufum fyrir netkort, hljóðkort, fax/módem og viðbótar hlið- eða raðtengi. Rýrni er fyrir 2 viðbótardrif, t.d. geisladrif og 51/4" hefðbundna borðtölvu. O- C-t T: 1 '=; — - bzCLLííJ: j BGÐEIND Austurströnd 12 • Sími 612061 • Fax 612081

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.