Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
21
Vigfús Sigur-
geirsson var
ráðinn for-
setaljós-
myndari við
stofnun for-
setaembætt-
isins árið
1944. Hann
Ijósmyndaði
forsetann á
ferðum hans
um landið
sem og margt
sem fyrir aug-
un bará þeim
ferðalögum.
Þessi mynd
er tekin í
heimsókn
Sveins
Björnssonar
forseta til
Húsavíkur
árið 1945.
Framan við
Gistihúsið
Garðars-
hólma á
Húsavík
standa þeir
Kiddjón for-
setabílstjóri,
réttu nafni
Kristjón
Kristjánsson,
og Edvard
Fredriksen
vert og virða
fyrir sér stff-
pússaða for-
setadross-
funa.
inn og stilla upp myndavélinni, þótt enginn
hefði pantað myndina. I dag eru margar þess-
ar myndir ómetanlegar. Með þeim skráði Vig-
fús þróun byggðar og mannlífs. Myndir hans
sýna meðal annars Akureyri fyrir miðja öldina
þegar Menntaskólinn stóð í túnfæti og nokkr-
ar bryggjur fram úr fjörunni, löngu áður en
landfyllingar hófust. Austur í Mývatnssveit
tók hann myndir af konum við ullarþvott og
ekki er víst að nokkur hafi gert síldarævintýr-
inu fyrir Norðurlandi betri skil en Vigfús í
myndum sínum. Auk ljósmynda tók Vigfús
mikið af kvikmyndum og þykja þær ekki síð-
ur merkileg heimild um land og þjóð á fyrri
hluta aldarinnar.
Listamaður af lífi og sál
Vigfús var agaður listamaður, alinn upp á
menningarheimili þar sem tónlist var í háveg-
um höfð. Vigfús var annar í röð níu systkina.
Hann nam ungur píanóleik af föður sínum,
Sigurgeiri Jónssyni, og öðrum innlendum og
erlendum kennurum. Vigfús var ekki gamall
þegar hann var orðinn eftirsóttur undirleikari
einsöngvara og kóra sem stigu á tónleikapall
á Akureyri. Þeir sem á hlýddu höfðu við orð
að þar færi listamaður sem ætti þá náðar-
gáfu að miðla list sinni til annarra.
Á æskuárum Vigfúsar þótti ekki vænlegt.
að leggja stund á tónlist sér til lífsviðuiværis
og því fór hann til náms í ijósmyndun, og
fetuðu tveir yngri bræður hans síðar í þau
spor, þeir Eðvarð ljósmyndari á Akureyri og
Hörður Ijósmyndari í Vestmannaevjum. Alla
ævi hafði Vigfús samt unun af fagurri tón-
list, hann átti vandað hljómplötusafn og sat
löngum við píanóið. Nú lifir list hans og gleð-
ur augað, en píanóið er löngu þagnað.
Fjöldi Akur-
eyringa lagði
leið sína á
Torfunefs-
bryggju til að
kveðja Svein
Björnsson
forseta eftir
að hann
heimsótti
Akureyri
1944. Fram-
arlega til
vinstri má sjá
Eðvarð, bróð-
ur Vigfúsar,
með kvik-
myndavél.
Útvarpið á Geirastöðum í Mývatnssveit fangaði athyglina þegar
Vigf ús tók þessa mynd 1938. Sigurður Sigurjónsson bóndi still-
ir tækið en barnabörn hans, þau Finnbogi Stefánsson og Björg
Stefánsdóttir, fylgjast hugfangin með.
konungur 10. heimsótti Island árið 1926 ásamt fríðu
föruneyti. Kristján Kristjánsson bílakóngur á Akureyri ók hinum
tignu gestum, íaftursætinu sitja Danakonungurog drottningin.
5