Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 22

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Verð frá: 1.085.000 kr. VWGOLF ER ÖRUGGUR - í FYRSTA SÆTINU Volkswagen Golf er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki! Þetta sannaðist í nýlegu árekstrarprófi hins virta þýska bílablaðs „Auto Motor und Sport." Volkswagen Golf var í fyrsta sæti af þeim tíu bílum sem prófaðir voru. Við látum öðrum bílaframleiðendum eftir að auglýsa í hvaða sæti þeirra bílar lentu. 1. VOLKSWAGEN GOLF 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 9 Hl Jnr-'rWiií.rf., I árekstarprófi „Auto Motor und Sport" voru tíu bifrei&ategundir iátnar keyra á 55 km hraSa á steinsteypta fyrirstöSu. Allir árekstrar voru kvikmyndaðir og nýjustu rannsóknaraðferðum beitt við að mæla skemmdir á bíi og áverka ökumanns. NiöurstaSan var skýr: Volkswagen Golf stóðst þ>essa raun betur en allir hinir bílarnir. Averkar ökumanns voru í algeru lágmarki og öryggisbúrið, þ.e. rými farþega og öku- manns. nánast ólaskað. 6d iBMHIglfHl Volkswagen Oruggur á alla vegu! HEKLA s:ó95500 Haföu samband vi& sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt. Sannleikur um Þjóð- arbókhlöðu og aðrar menningarbyggingar eftir Ólaf G. Einarsson Af sinni venjulegu óskammfeilni ritar Svavar Gestsson alþingismað- ur grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag, 26. mars, í tilefni af fyrirhugaðri opnun Þjóðarbókhlöðu í haust. Af upphafi greinar hans má ætla að allt sé það honum og fyrri ríkisstjórn að þakka að svo geti orðið. Þannig hafi í tíð síðustu ríkisstjórnar verið ákveðið að taka alla þá fjármuni sem fást af sérstök- um eignaskattsauka til Þjóðarbók- hlöðunnar. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Lítum hins vegar á staðreyndir. Það var reyndar Sverrir Her- mannsson fym'erandi menntamála- ráðherra, sem átti hugmyndina að fjármögnun framkvæmda við Þjóð- arbókhlöðu og var sérstökum eigna- skattsauka komið á til að unnt væri að ljúka við bygginguna. Megnið af skattinum hefur á hinn bóginn runnið í ríkissjóð á undan- förnum árum. Alls hafði um það bil milljarður af honum farið þang- að, þegar ég tók við sem mennta- málaráðherra. Við myndun núver- andi ríkisstjórnar var ákveðið að ljúka byggingarframkvæmdum við bókhlöðuna á kjörtímabilinu og vígja hið nýja safn. Forsenda fyrir þeirri samþykkt var að hinn sér- staki eignaskattsauki rynni óskipt- ur til þessa verkefnis. Svo hefur að mestu orðið og fyrri ríkisstjórn hefur þar hvergi komið nærri. Að- eins lítill hluti hefur farið til að ljúka öðrum framkvæmdum svo sem við Bessastaðastofu. (Sjá töflu 1.) Það er einnig rangt með farið í grein Svavars að sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu hafi amast við þessum sérstaka eignaskatti. Þvert á móti höfum við viljað að hann rynni til þess verkefnis sem honum var upphaflega ætlað. Það gerði hann ekki í tíð síðustu ríkisstjórnar og ekki varð vart neins áhuga hjá þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, til þess að flýta framkvæmdum við Þjóðarbókhlöðu. Sjálfstæðismenn hafa vissulega lát- ið að sér kveða þegar þeir hafa verið í stjórnarandstöðu vegna þessa máls og mótmælt því harð- lega að fjármunum, sem ætlað var að renna til Þjóðarbókhlöðu, skyldi eytt í annað. Svavar ætlar þeim aftur á móti of stóran hlut þegar hann segir að það hafi ráðið hinum naumu framlögum til bókhlöðunnar í hans ráðherratíð. Fagna áhuga Svavars „Næstu stórverkefni - áætlun verði gerð til 10 ára,“ segir Svavar í grein sinni. Honum til hugarhægð- ar skal það upplýst að nú þegar Ólafur G. Einarsson „Það var reyndar Sverrir Hermannsson fyrrverandi mennta- málaráðherra, sem átti hugmyndina að fjár- mögnun framkvæmda við Þjóðarbókhlöðu og var sérstökum eigna- skattsauka komið á til að unnt væri að ljúka við bygginguna.“ liggja fyrir drög að áætlun um hve miklum fjármunum þarf að veija til þess að ljúka við eða endurbæta ýmsar menningarbyggingar sem heyra undir menntamálaráðuneytið. Raunar liggja fyrir fyrstu áætlanir um fjárþörf til endurbóta og ný- bygginga fyrir alla framhaldsskóla í landinu, svo og háskóla- og vís- indastofnanir. Forvera mínum virð- ist ekki hafa dottið í hug að þörf væri fyrir slíka áætlanagerð á ráð- herraferli sínum en hún er mikil nauðsyn. Það er skoðun mín að áætlanir um skóla- og menningar- byggingar eigi að leggja fyrir Al- þingi og fá þær samþykktar, ekki síður en vega- og hafnaáætlanir, sem gerðar eru til fjögurra ára í senn og endurskoðaðar eru á tveggja ára fresti. Að þessu hef ég unnið. Eg fagna áhuga þingmanns- ins nú á þessu mikilvæga málefni. Verulegt fé veitt til Þjóðminjasafns Meðal spurninga sem þingmað- urinn setur fram er þessi: „Hvenær á Þjóðminjasafnið að koma inn í röðina?" Það er ef til vill ekki von að þingmaðurinn viti að Þjóðminja- safnið er þegar komið inn í röðina. Það gerðist á síðasta ári þegar veru- legir flármunir voru veittir, í fyrsta sinn í langan tíma, til hins löngu tímabæra viðhalds á húsinu við Suðurgötu. Það er einnig gert á þessu ári og verður gert áfram þar til húsið verður komið í lag og ný bygging risin. (Sjá töflu 2.) Rétt er það hjá þingmanninum að í ráðuneytinu eru til, frá hans tíma, áætlanir um viðbyggingar við húsin. Aftur á móti eru ekki til teikningar „sem væri unnt að vinna eftir tafarlaust“. Þessar áætlanir hafa verið lagðar til hliðar og nýjar verið unnar og verða þær lagðar fyrir ríkisstjórn í næsta mánuði. Núverandi ríkisstjórn mun láta fjár- magn fylgja sínum áætlunum fram- vegis sem hingað til. Þar skilur á milli hennar og hinnar síðustu, svo sem í mörgu fleiru. „Þjóðbókavörður silji í há- skólaráði“ segir Svavar. Háskóla- ráð hefur ályktað að það geti ekki fallist á seturétt þjóðbókavarðar í háskólaráði nema með tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði eru að að- eins sé heimilt að skipa þjóðbóka- vörð úr hópi þeirra umsækjenda sem meirihluti stjórnar bókasafns- ins hefur mælt með. í frumvarpinu segir hins vegar að forseti íslands skipi þjóðbókavörð til sex ára í senn samkvæmt tillögu menntamálaráð- herra sem aflar rökstuddrar um- sagnar stjórnar bókasafnsins. Það horfir því ekki vel með undirtektir við þessa tillögu Svavars. Ástæðulausar áhyggjur af sérsöfnum í grein sinni spyr þingmaðurinn aftur tveggja spurninga sem ég svaraði honum við fyrstu umræðu um frumvarpið um Þjóðarbókhlöðu. Hann hefur áhyggjur af tveimur sérsöfnum. Annað er handritasafn Halldórs Laxness. Það er nú varð- veitt í Landsbókasafni en það var gefið safninu á sínum tíma. Af sjálfu leiðir að það flyst í Þjóðarbók- hlöðu við opnun hennar. Hitt safn- ið, sem þingmaðurinn spyr um, er Kvennasögusafnið. Spurningu hans um það svaraði ég einnig í umræð- unni á þingi og á þann veg að frá því væri þegar gengið að Kvenna- sögusafnið færi í Þjóðarbókhlöðuna. Menningararfur varðveittur Það er einlæg von mín og ósk að alþingismaður, Svavar Gestsson, átti sig á því eftir lestur þessarar stuttu greinar, að í ráðherratíð minni hefur rík áhersla verið lögð á það í menntamálaráðuneytinu að varðveita menningararf íslendinga. Höfundur er menntnmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.