Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Háskólinn á Akureyri fýsilegur kostur fyrir þá sem vilja skapa sér sérstöðu Rækt lögð við sér- kennin Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjöruferð NEMENDUR við sjávarútvegsdeild í fjöruferð við Ytri-Vík í Eyjafirði. eftir Pól Þórhallsson. PERSÓNULEG tengsl milli nemenda og kennara eru mögu- leg í háskóla nútímans. Það sýnir Háskólinn á Akureyri enda eru nemendur ekki nema tæplega þrjú hundruð. Skólinn býður nú upp á nám í fjórum deildum og er þess gætt að það hafi sérstöðu miðað við sam- bærilegt nám í öðrum skólum hér á landi. Sérstaða skólans er marghátt- uð. í fyrsta lagi er hann lítill sam- anborið við Háskóla íslands, nem- endur ekki nema tæplega þrjú hundruð. Því fylgja kostir eins og þeir að hver og einn fær að njóta sín, andrúmsloftið er heimilislegt og bekkirnir fámennir sem á að stuðla að bættri kennslu. Má minna á að offjölgun er eitt helsta böl háskóla á Vesturlöndum. í öðru lagi er skólanum ætlað að tengjast atvinnuvegunum náið. í þriðja lagi er gjarnan við það mið- að að þeir sem ljúki námi við skól- ann eigi eftir að starfa á lands- byggðinni. Í fjórða lagi er vert að nefna sjávarútvegsdeildina sem er nýjung hérlendis. Má reyndar furðu sæta að íslendingar hafa séð metnað sinn í að byggja upp há- skólanám í ýmsum greinum sem eru eins hvar sem þær eru kennd- ar í heiminum á meðan sjávarút- vegnum hefur lítið eða ekkert ver- ið sinnt fyrr en nú. Háskólinn á Akureyri tók til starfa haustið 1987. Má með sanni segja að þar hafi verið um að ræða eitthvert stærsta byggðamál seinni tíma. Háskólinn hefur líka reynst mikilvæg lyftistöng fyrir byggðarlagið en að sama skapi ódýr. Skólinn fær 162 milljónir á fjárlögum en til samanburðar má nefna að milljarður rann úr opin- berum sjóðum til Álafoss síðasta árið sem hann var starfræktur fyrir norðan, að sögn Guðmundar Heiðars Frímannssonar forstöðu- manns kennaradeildar skólans. Sem dæmi um gildi skólans fyrir landsbyggðina alla nefnir Sigríður Halldórsdóttir forstöðumaður hjúkrundareildar að hjúkrun- arnám á Akureyri hafi gerbreytt aðstöðu landsbyggðarinnar til að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hún segir háskólann mikilvægan til að halda ungu fólki á svæðinu. Á háskólaárunum festirfólk gjarn- an ráð sitt og það segir sig sjálft að líkur eru á að fólk sem fer suður til náms komi ekki aftur. Má segja að það séu sjálfsögð rétt- indi landsbyggðarfólks að geta stundað nám án þess að þurfa að fara suður. Til marks um vöxt og viðgang skólans nefnir Haraldur Bessason rektor að hann hafi byijað í hluta af einni byggingu en starfsemin sé nú komin í níu hús. Eru þá meðtaldir stúdentagarðar og sjúkrahúsið þar sem kennsla í hjúkrunarfræði fer meðal annars fram. Félagsmálastofnun Háskól- ans sér um rekstur stúdentagarð- anna en þeir eru nú orðnir fjórir talsins. Rekstrardeild Rekstrardeild Háskólans á Ak- ureyri býður upp á tveggja ára nám á iðnrekstrarbraut og rekstr- arbraut. Var nám við Tækniskól- ann í Reykjavík haft sem fyrir- mynd þegar þessum brautum var ýtt úr vör. Auk þess er í boði tveggja ára viðbótarnám til BS- prófs í gæðastjórnun þar sem inn- LAXINN HR Meistaramót Reykjavíkur: Dorgveiöi Á Reynisvatni í Reykjavík er hafiö meistaramót Reykjavíkur í dorgveiöi. Mótiö er opiö öllum landsmönnum og eru glæsileg verölaun í boöi. 1. verölaun: Gisting fyrir tvo í hótel Stykkishólmi í tvær nætur ásamt áletrun meö nafni vinningshafa á glæsilegan farandbikar. 2. verðlaun: Dorgveiöitjald ásamt stól frá Seglageröinni Ægi. 3. verölaun: Kvöldverður fyrir tvo á veitingastaðnum Við Tjörnina. Verölaunin eru veitt fyrir stærstu fiska, sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opiö er alla virka daga þegar veöur leyfir frá kl. 13.00-19.00 og.um helgar frá kl. 9.00-19.00. Veiðileyfiö kostar kr. 2.000 og eru fimm fiskar innifaldir í veiðileyfinu. Veiðimenn fá inneignarnótu nái þeir ekki að klára veiöikvótann þann dag sem veiði hefst og gildir hún þar til kvótinn 5 fiskar er tæmdur. Mótinu lýkur um leiö og ís tekur af vatninu. JEPPITILSÖLU - sá fallegasti í bænum! Einn með öllu: GMC JIMMY árgerð 1991 4.3 lítra vél, sjálfskiptur, svartur, litaó gler, ekinn 48.000 km. Sami eigandi frá upphafi Verð kr. 2.990.000. Skipti á ódýrari bíl koma til greina Uppl. í símum 20620/22013 og á kvöldin í síma 44122. Af alhug þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með nœrveru sinni og góÖum gjöfum í til- efni 80 ára afmœlis míns. GuÖ geymi ykkur öll. Esther Finnbogadóttir, Tjarnargötu 10, NjarÖvik. MetsöluUad á hvetjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.