Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
83
Vortónleikar Fjöl-
brautaskólans
1 Breiðholti
Frá Matthíasi Arngrímssyni
Undirritaður hlýddi á kór Fjöl-
brautaskólans í breiðholti í Selja-
kirkju að kvöldi 20. mars síðastlið-
ins.
Tónleikarnir hófust klukkan 20
og voru rúmleg tvö hundruð manns
mætt til að hlýða á. Dagskráin sem
afhent var við dyrnar innihélt mörg
mismunandi lög frá mörgum lönd-
um og á mörgum tungumálum.
Dagskráin hófst með því að kórinn
gekk inn í salinn syngjandi „Shalom
chaverim" sem er ísraelskur keðju-
söngur. Fyrir hlé söng kórinn ís-
lensk þjóðlög og dægurlög af ýms-
um toga. Þar má nefna „Hver á sér
fegra föðurland“, „í Skólavörðu-
holtið hátt“, „Smávinir fagrir" o.fl.
Erna Guðmundsdóttir kórstjóri hef-
ur náð mjög góðum tökum á kóm-
um og fýlgdi hann leiðbeiningum
hennar mjög vel. Öryggi einkenndi
raddimar og var hópurinn vel með-
vitaður um styrkleikabreytingar
milli radda. Jarþrúður Ásmunds-
dóttir lék á flygil undir laginu „ís-
lensk vögguljóð á hörpu“ eftir Jón
Þórarinsson með texta Halldórs
Laxness og tókst það með ágætum.
Fyrir hlé lék Sigrún Ásgeirsdóttir
verkið „Arabasques“ eftir Claude
Debussy á flygil. Það skal tekið
fram að allir undirleikarar kórsins
era kórmeðlimir og era margir efni-
legir hljóðfæraleikarar í hópnum.
Gestum var boðið upp á léttar veit-
ingar í hléi.
Seinni hluti tónleikanna hófst
með því að Jarþrúður Ásmundsdótt-
ir lék „Valse“ eftir Chopin. Erlend
lög réðu ríkjum í seinni hluta og
var sungið á ensku, ítölsku o.fl.
Hallveig Guðný Kolsöe Ágústsdóttir
og Lilja Eggertsdóttir léku lagið
„All the Way“ eftir Sammy Cahn
og J. van Hause á klarínett og flygil
og tókst það mjög vel. Meðal laga
á dagskránni eftir hlé voru lögin
„The Coasts of High Barbary" sem
er sjóræningjavísa frá 18. öld í út-
setingu M. Hauser, „Viva tutti le
vezzose" (lausleg þýðing: Lifí allar
konur) eftir Felice Gardini. Daníel
Brandur Sigurðsson og Bóas Vald-
órsson léku á gítar lagið „Cavatina"
eftir Stanley Myers sem flestir
kannst við úr kvikmyndinni „The
Deer Hunter“ eða „Hjartabaninn“
á íslensku. Síðustu lögin á dag-
skránni voru „Missa Criolla“, 1.
þáttur, eftir Ariel Ramirez og „Me-
mory“ úr söngleiknum „Cats“ eftir
Andrew Lloyd Webber og Trevor
Nunn, byggð á texta eftir T.S. Eli-
ot. Einsöngvarar úr sópran, þær
Alma Gunnarsdóttir, Hera B. Þór-
hallsdóttir, Ester Ósk Traustadótt-
ir, Kristín Sigurgeirsdóttir og Jó-
hanna Valgeirsdóttir, sungu frá-
bærlega vel og mega sópransöng-
konur landsins fara að vara sig.
Bjarki R. Guðmundsson lék á bass-
atrommur undir „Missa Criolla" og
gaf það laginu, sem er mjög rólegt
og fallegt, góðan grunn. Ágúst Ingi
Ágústsson lék á flygil undir „Me-
mory“ og tókst vel til.
Áhorfendur vora greinilega mjög
hrifnir og var kórnum gefið stand-
andi uppklapp og söng hann tvö
aukalög. Það sem athyglisverðast
var á dagskránni var þessi
skemmtilega blanda ólíkra laga og
hljóðfæraundirleiks. Aðrir kórar
landsins, og þá á ég ekki endilega
við skólakóra, mega taka sér kór
F.B. til fýrirmyndar varðandi þetta
atriði. Á tónleikum hjá kór F.B.
getur manni ekki leiðst og þakka
ég honum kærlega fyrir mjög góða
skemmtun.
MATTHÍAS ARNGRÍMSSON,
Keilufelli 2.
LEIÐRÉTTINGAR
Misritað
persónufornafn
í minningargrein um Sigríði Hall-
dórsdóttur eftir Birnu Jónsdóttur í
blaðinu í gær misritaðist persónufor-
nafn sem gerbreytti merkingu máls-
greinar. Rétt er málsgreinin svo-
hljóðandi:
„Sigríður fluttist með móður sinni
og Ólafi bróður sínum í Borgaríjörð-
inn og dvaldist þar í nokkur ár hjá
foreldrum mínum, Jóni lækni Bjarna-
syni og Önnu Þorgrímsdóttur. Árið
1927 lá svo leiðin til Reykjavíkur."
Síðar í sömu grein er rifjað upp
þegar Sigríður breiddi saltfisk á
stakkstæðið sunnan við Sjómanna-
skólann sem seinna reis, en ekki
stakkastæðið, eins og misritað var.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Línur féllu niður
í minningargrein um Guðrúnu
Albertsdóttur eftir Valgerði Ólafs-
dóttur í blaðinu í gær féllu niður
nokkrar línur. Þær fara hér á eftir:
„Sumarið þegar fjölskylda hennar
fluttist í Hátúnið og íbúðin þeirra
var ekki tilbúin, þá fékk hún að búa
hjá ljölskyldu minni sem var flutt á
Kaplaskjólsveginn. Allar skautaferð-
imar á Melavöllinn eða Tjörnina, hún
var svo góð á skautum. Saumaklúb-
barnir með kók og lakkrísröri. Það
var oft mikið hlegið enda stutt í hlát-
urinn. Sumarfríið, þegar við vorum
14 og 15 ára, kom hún með mér
norður að Stekkjarflötum og við fór-
um tvær einar ríðandi í Ábæ þar sem
mamma mín átti heima sín fyrstu
ár, en bærinn var þá löngu kominn
í eyði.“
Föðurnafn
misritaðist
Á baksíðu „Úr verinu“ í gær, er
skýrt frá því að nokkrir starfsmenn
Hampiðjunnar hafí verið heiðraðir.
Þar er rangt farið með föðurnafn
Hilmars Þórhallssonar og er beðizt
velvirðingar á því.
VELVAKANDI
LEIKBRÆÐUR Á
SNÆLDU
ÁSTVALDUR Magnússon, einn
Leikbræðrat hringdi:
Gunnar Ólafson spyr í Velvak-
anda 24. mars sl. hvort væntanleg
sé snælda með sönglögum Leik-
bræðra. Ég get upplýst hann og
aðra aðdáendur kvartettsins að
verið er að undirbúa útgáfu snæld-
unnar en yfirfara þurfti eldri upp-
töku laganna sem tekin voru upp
við mun ófullkomnari tækni en
nú er völ á. Vonir standa því til
að hljómgæði snældunnar verði
betri en á plötunni. Þessari endur-
vinnslu mun nú vera að mestu
lokið og fer nú að styttast í það
að snældan komi út, en það mun
verða auglýst.
TIL STYRKTAR
GUNNARI
HÓPUR fólks sem notið hefur
hjálpar Gunnars Guðlaugssonar
vill vekja athygli á ljársöfnun sem
hafin er til styrktar starfi hans,
svo honum sé gert kleift að starfa
áfram hér á landi. Þeir sem vilja
leggja þessu málefni lið er bent á
reikning nr. 110630, bankanr.
0301, Búnaðarbanka íslands,
Austurstræti 5, Reykjavík.
HJÚKRUNARFRÆÐ-
INGAR, SKJÓTIÐ
EKKIYFIR MARKIÐ
ÉG HEF fylgst með orðahnipping-
um sjúkraliða og hjúkrunarfræð-
inga í blöðunum og fínnst mér
bera of mikið á menntahroka hjá
þeim síðarnefndu. Eitt er víst að
þegar við liggjum veik á spítala
spyijum við ekki hjúkranarfólk um
prófskírteini éða háskólagráðu. Þá
er aðalatriðið góð framkoma og
nærgætni.
Ég þurfti að gangast undir
stóra aðgerð fyrir nokkrum árum
og var ég ávítuð af einni hjúkk-
unni fyrir að láta ekki vita þegar
skipta þurfti um flösku sem gefur
næringu í æð. Sú sama skipti um
flösku með þeim hætti að vatn
gusaðist um mig í rúminu og án
þess að biðjast afsökunar eða láta
mig hafa þurr föt strunsaði hún
út. Eftir þessa hremmingu leitaði
ég mest aðstoðar hjá sjúkraliðum
á deildinni. Reyndust þær mér
mjög vel.
Guðrún Magnúsdóttir,
Bugðulæk 15.
VINNA ERLENDIS
GUÐRÚN Bachmann hringdi til
að athuga hvort einhver gæti gef-
ið henni upplýsingar um vinnu við
hótel og/eða veitingastörf í Grikk-
landi eða Frakklandi. Sé svo vin-
samlega hringið í síma 689487.
Hver tapaði myndum?
ÞESSI mynd ásamt tveimur öðr-
um fundust í Kringlunni fyrir
skömmu. Eigandinn má vitja
þeirra í afgreiðslu Morgunblaðs-
ins, Kringlunni 1.
Páfagaukur tapaðist
GRÆNN páfagaukur flaug út um
gluggann á heimili sínu í Sæbóls-
landi í Kópavogi sl. þriðjudags-
kvöld. Hafí einhver orðið hans var
hringið í síma 45596.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Filofax tapaðist
BRÚNT filofax sem innihélt öll
hugsanleg persónuskilríki tapaðist
í sl. viku í Ármúlaskóla. Skilvís
finnandi vinsamlega hringi í síma
76543.
Þú týndir úri
ÉG fann það. Uppl. í síma 611211.
GÆLUDÝR
Týnd læða
GRÁ-brúnbröndótt 6 mánaða
læða hvarf frá heimili sínu á
Hverfísgötu í Reykjavík nokkrum
dögum fyrir páska. Hún er
ómerkt. Möguleiki er á að hún
hafi stungið sér inn í flutningabíl
sem var á leið inn í Kleppsholt.
Hafi einhver orðið hennar var vin-
samlega hringið í síma 618058.
Loðnir kettlingar
ÞRJÁ sjö vikna fallega kettlinga
af blönduðu kyni (loðnir) vantar
góð heimili. Kassavanir. Uppl. í
síma 27949.
HÁRRÉTT
Líkt og svo margir hef ég
prófað margar tegundir af
hársnyrtivörum. Eftir að ég
fór að nota MANEX hár-
snyrtivörurnar og vítamínið
varð ég loksins ánægð og
get hiklaust mælt með
Manex hársnyrtivörunum.
Harpú Hjo/ta/dóth'í.
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR MANEX TILBOÐIÐ?
í TILBOÐSPAKKANUM ER
HÁRHREINSIR, HÁRNÆRING OG HÁRVÖKVI.
Ainfiro.iia
Manex hársnyrtivörumar fást í flestum apótekum og hársnyrtistofum
HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI
Líttu betur út með
No 7 snyrtivörum
Frá Attenborough Associates
Góð húð getur verið meðfædd
en þú þarft samt að hafa fyrir
henni nú á tímum. Þar sem
stress og mengun taka sinn toll
er mikilvægt að nota réttar
snyrtivörur. Þess vegna hefur
No 7 línan verið hönnuö fyrir
daglega og sérstaka umönnun
húðar sem inniheldur allt það
sem hún þarfnast, 24 tíma á dag,
sérhvern dag ársins. Það er
aldrei of seint aö byrja. Gerðu
að vana daglega umhirðu húðar.
No 7 umönnun tekur aðeins
nokkrar mínútur á dag, kostar
ekki milljón og dugar fyrir lífs-
tíð!
Dagleg umönnun húðar felst í
fljótvirkum hreinsi, andlits-
vatni, dag- og næturnæringu,
fyrir sérhverja húðgerð. Hvern-
ig húð ertu með, þurra, eölilega
til þurra, blandaða eða feita? Þú
velur þér hreinsi, andlitsvatn og
næringu fyrir þína húð.
Sérstök umönnun er sérhönnuð
krem sem fullnægja og bæta á
augljósan hátt útlit og áferð húö-
ar. Línan inniheldur augnkrem,
varakrem, hrukkukrem, djúp-
næringarkrem, E-vítamínkrem,
hreinsi, næringarmaska o.fl.
Notfærðu þér þekkingu og sér-
stöðu Boots lyfjafyrirtækisins
sem hefur á rannsóknarstofum
sínum rannsakað og hannað
vörur fyrir húðina í yfir 60 ár.
Það gefur engin fölsk loforð um
eilífa æsku heldur bæta vörurn-
ar og næra þína húðgerð. Boots
gerir miklar kröfur um gæðaeft-
irlit enda er það lyfjafyrirtæki
svo þú ert í öruggum höndum
hjá Boots.
Njóttu þess að nota make up lín-
una frá No 7. Hún inniheldur
allt sem þarf fyrir fullkomna
fórðun: mest nærandi meikin
sem gefa rétta áferð, púður, hylj-
ara og grænt krem sem hylur
rauða bletti, krem undir meik
sem yngir og festir meikið, og
fyrir augu; flauelsmjúka skugga
í öllum litum, augnskuggagrunn
með festi, kremaða blýanta og
allar gerðir af möskurum fyrir
Unnur Arngrimsdóttir
linsur, vatnshelda o.fl. Varalitir
í ótrúlegu litavali, varalita-
grunnur, varalitafestir, vara-
litablýantar og naglalökkin í stíl
við varalitina. Þú færð þetta allt
í No 7 og á réttu verði.
No 7 vörurnar uppfylla hæstu
gæðakröfur nútímakonunnar.
Unnur Arngrímsdóttir hefur
alltaf haft trú á góöri umhirðu
húðar. Unglegt útlit hennar og
falleg húð er sönnun þess að það
borgar sig að hugsa ætíð vel um
húðina. Unnur lifir annasömu
lífi og þarfnast því snyrtivara
sem virka fljótt og vel. Það sama
á viö um litaval hennar, hún
velur náttúrulega liti sem fegra
en breyta ekki útliti hennar og
krefst þess aö fórðunin endist.
Þess vegna velur hún No 7: „No
7 lætur mig líta út eins og ég
vil. Hreinsilínan og kremin
þeirra eru árangursrík og á
réttu verði. Litalína No 7 inni-
heldur alla nýjustu tækni.“
Unnur er fórðuð með: Positive
Action næringarmeiki no 305,
glæru, lausu púðri, kinnalit no
470, augnskugga no 725, dökk-
brúnum Lashluxe næringar-
maska, varalit no 020. No 7 fæst
í apótekum og betri snyrtivöru-
verslunum.
Auglýsing