Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 KORFUKNATTLEIKUR Loksins. loksins.... Skúli Unnar Sveinsson skrifar EFTIR þrjár misheppnaðar til- raunir til að komast í úrslitaleik úrvalsdeildarinnar tókst það loksins hjá Grindvíkingum. Þeir unnu Skagamenn næsta auð- veldlega, 94:77, eftir að hafa haft 26 stiga forystu um tíma í síðari hálfleik. Grindvíkingar eru þar með komnir í Evrópu- keppnina í körfuknattleik og er það í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Nokkurrar taugaveiklunar gætti á upphafsmínútunum. Grind- víkingar léku þó grimma vörn og héldu því út leikinn. Guðmundur hafði góðar gætur á Ste- ven Grayer sem gerði 40 stig í öðrum leiknum á Akranesi. Varnarleikur- inn skilaði sér fyllilega því Grindvík- ingar tóku miklu fleiri fráköst og URSLIT UMFG - ÍA 94:77 íþróttahúsið í Grindavík, 3 leikur í úrslita- keppi úrvalsdeildar í körfuknattleik, mið- vikudaginn 30. mars 1994. Gangnr leiksins: 2:0, 4:6, 14:10, 20:17, 29:21, 29:31, 43:33, 52:35, 62:37, 74:47, 74:58, 83:64, 92:68, 94:77. Stig UMFG: Wayne Casey 20, Guðmundur Bragason 16, Pétur Guðmundsson 13, Hjörtur Harðarson 12, Nökkvi Már Jónsson 12, Marel Guðlaugsson 11, Ingi Karl Ing- ólfsson 8_og Bergur Eðvarðsson 2. Stig ÍA: ívar Ásgrímsson 20, Steven Gray- er 17, Einar Einarsson 15, Eggert Guð- mundsson 8, Dagur Þórisson 7, Haraldur Leifsson 4, Jón Þór Þórðarson 4 og Svanur Jónasson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson voru vandanum vaxnir og dæmdu vel. Áhorfendur: Yfir 1.100 Þór-ÍR 98:84 íþróttahöllin á Akureyri. Úrslitakeppni 1. deildar, oddaleikur, miðvikudagur. Gangur Ieiksins: 0:2, 8:12, 19:26, 24:26, 29:29, 33:31, 39:43, 49:49. 49:51, 57:54, 66:62, 72:64, 77:66, 81:74, 85;79, 90:79, 92:82, 98:84. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 30, Helgi Jóhannesson 21, Sandy Anderson 15, Einar Valbergsson 11, Birgir Guðfinnsson 10, Hafsteinn Lúðvíksson 5, Bjöm Sveinsson 4, Birgir Ö. Birgisson 2. Stig ÍR: Chris Brandt 34, Eiríkur Önundar- son 11, Broddi Sigurðsson 7, Márus Arnar- son 7, Halldór Kristmannsson 6, Hilmar Gunnarsson 8, Bragi Reynisson 2. Dómarar: Kristján Möller og Þorgeir Jón Júlíusson. NBA-deildin Atlanta - New Jersey.........101: 98 Cleveland - LA Clippers......106: 96 Miami - Detroit..............115:123 Orlando - Washington..........120:101 New York - Charlotte..........106: 95 Chicago - Philadelphia........106:103 Dallas - San Antonio.......... 92:117 Milwaukee - Boston............107:119 BEftir framlengingu. Utah - Golden State..........113:116 LA Lakers - Minnesota........ 91: 89 Portland - Seattle...........100:114 Sacramento-Houston...........101:122 Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1994 Þriðji leikur liðanna I undanúrslitum úrvalsdeildarinnar. Leikið i Grindavik. 94 ÚRSLIT 77 23/28 Vfti 14/20 5/19 3ja stiga 7/21 43 Fráköst 27 32 (varnar) lf1 11 (sóknar) 16 16 Bolta náð 6 8 Bolta tapað 13 14 Stoðsendingar 9 25 Villur 25 þar voru Hjörtur og Guðmundur hvað ákveðnasth' auk Péturs. Vanarleikur ÍA var ekki nógu góður. Leikmenn voru allt of seinir og létu heimamenn taka boltann hvað eftir annað af fingurgómum sínum. Jafnræði var lengstum fyrri hálf- leiks og þegar 6 mínútur voru eftir var staðan 29:31 fyrir ÍA. Þá kom geysilega skemmtilegur kafli hjá heimamönnum þar sem Marel fór fyrir fríðu liði. Tólf stig í röð og síðan frábær karfa frá Guðmundi á lokasekúndunum urðu til þess að Grindavík hafði 43:33 yfir í leikhléi. Grindvíkingar brenndu sig ekki á því sama og í fyrri leikjum, að slaka á klónni. Þeir léku enn betri vörn en í fyrri hálfleik og snemma varð ljóst hvert stefndi. Munurinn jókst og jókst og Grindvíkingar léku betur og betur. Skagamenn gáfust þó ekki upp og bitu aðeins frá sér undir lokin og björguðu andlitnu. Allt lið UMFG lék vel. Vörnin var frábær og þeim tókst ætlunar- verkið, að halda Grayer niðri. Sókn- in var einnig nokkuð öflug enda var baráttan til staðar og menn keyrðu óhikað inní vörn ÍA, nokkuð sem varla sást í öðrum leik liðanna. Þeim gekk einnig vel að koma bolt- anum inní teiginn þar sem menn fengu nokkurn frið til að athafna sig. Guðmundur, Hjörtur, Marel, Pétur og Casey léku allir vel. Skagamenn geta verið ánægðir með árangurinn í vetur. Liðið náði miklu lengra en búist var við_ og geta því unað sælir við sitt. ívar var þeirra bestur og Eggert barðist af miklum krafti. Einar átti einnig góðan leik og það fór vel á því að hann gerði síðustu körfu leiksins, henti boltanum frá miðlínu og beint ofan í körfuna. Hann gerði síðustu níu stig ÍA. Fögnuður í Grindavík MIKILL fögnuður ríkti í Grindavík í gær þegar lið þeirra tryggði sér rétt til að keppa til úrslita við UMFN í úrvals- deildinni. Grindvíkingar tryggðu sér einnig sæti í Evrópukeppninni og er það í fyrsts sinn í sögu félagsins. M GUÐNI Ölversson er mikill stuðningsmaður Grindvíkinga. Hann sagði í leikhléi að lið hans myndi vinna með 18 stiga mun og tóku fáir mark á honum. En viti menn, hann fór nærri um úrslitin því á endanum munaði 17 stigum. ■ ÞEGAR lið ÍA var kynnt settu grindvískir áhorfendur dagblöð fyr- ir andlit sín til að sýna áhugaleysi. ■ ÁHORFENDUR voru vel með á nótunum og þegar klukkuna vant- aði stundarfjórðung í sjö, rúmum klukkustund fyrir leik, var mjög þéttsetinn bekkurinn. ■ MAREL Guðlaugsson fékk högg á hálsinn í leiknum á Akra- nesi á sunnudaginn en var búinn að ná sér í gærkvöldi enda búið að nudda _hann vel. ■ NÖKKVI Már Jónsson fyrirliði UMFG lá véikur heima á þriðjudag- inn og var alls ekki orðin góður í gær og var ekki í byrjunarliðinu. ■ ILLA gekk að hefja síðari hálf- leik því klukkan stóð á sér og varð leikhléið rúmum 5 mínútum lengra. ■ SKONDIÐ atvik gerðist á 10. mínútu síðari hálfleiks: Þá blakaði Haraldur Leifsson knettinum að körfu UMFG en boltinn festist upp við körfuspjaldið og dæmt var upp- kast. Þórsarar lögðu ÍR-inga Pálmi Óskarsson skirfar Þórsarar tryggðu sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta leiktímabil, með góðum sigri á ÍR- ingum, 98:84, í odda- leik í úrslitum 1. deildar á Akureyri í gærkvöldi. ÍR-ingar voru heldur sprækari lengstum af í fyrri hálfleik, hittni þeirra var mjög góð og Þórsarar áttu í umtalsverðum vandræðum með Chris Brandt, sem skoraði 20 stig í fyrri hálfleik. Þórsarar náðu að jafna metin, drifnir áfram af góðum leik Konráðs Oskarssonar og Helga Jó- KNATTSPURNA hannessonar. í seinni hálfleik fóru Þórsarar að sýna tennurnar, grimmd- in jókst í vörninni og smá saman dróg sundur með liðunum. ÍR-ingar klóruðu örlítið í bakkann, en heima- menn gáfu sig ekki og 14 stiga sigur þeirra var staðreynd. Bestur Þórsara var Konráð Oskarsson og Helgi Jó- hannesson lék einnig vel. Chris Brandt var yfirburðamaður hjá ÍR og eins átti Eiríkur Önundarson góða spretti. Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, afhenti Þórsurum sigurlaunin í 1. deild eftir leikinn. Búinn ad, bíðaeft- irþessu mr u w i tiu ar Eg var bæði kvíðinn og ekki kvíðinn fyrir leikinn með leikinn á Akranesi í huga. Við ákváðum að spila okkar leik Ólafsson og 1Ögðum meg' jgpon in áhersla á að bæta varnarfrá- köstin frá því í hinum tveimur leikjunum," sagði Guðmundur Bragason þjálfari og leikmaður Grindvíkinga eftir sigurinn. „Þeir voru búnir að vaða undir körfunni hjá okkur og fá tvö til þrjú skot í sókn og það gengur ekki. Við spiluðum vel í kvöld og náðum að halda Ste- ven Grayer niðri og þetta gekk upp. Ég er nú búinn að vera í þessu með Grindavíkurliðinu í 10 ár og aldrei komist svona langt. Það er loks búið að koma Grindavík á landakortið í körf- unni eftir að vera búnir að standa í skugganum af ná- grönnum okkar í Keflavík og Njarðvík og nú er bara að fara alla leið. Strákarnir fá tveggja daga frí núna en síðan förum við að spá í Njarðvíkurliðið og þar er af nógu að taka. Svo má segja að í úrslitaleikjunum njótum við heimavallarins sem er ekki svo lítið eins og sást hér í kvöld," sagði Guðmundur. „Þetta var mjög erfiður leik- ur. í fyrri hálfleik lögðum við áherslu á vörnina og gekk vel og reyndar spiluðum við góða vörn allan leikinn. Góð byrjun í seinni hálfleik þar sem sóknar- leikurinn fylgdi góðri vörn gerði síðan út um leikinn. Ég fer mjög ánægður í páskafrí," sagði Wayne Casey sem átti góðan leik með Grindvíkingum og hefur unnið hug og hjörtu áhorfenda með góðum körfu- knattleik. ívar Ásgrímsson þjálfari og leikmaður Skagamanna var ekki eins kampakátur eftir ieik inn. „Ég held að spennufall hafi komið í liðið í seinni hálf- leik því við töluðum um að taka eina sókn i einu og spila eins og lið. Það gekk ekki eftir og þegar Grindvíkingar fóru að skora þriggja stiga körfur beint í andlitið á okkur varð þetta spennufall. Þá fóru menn að spila sem einstaklingar og það gengur náttúrlega ekki. Við megum vera ánægðir með ár- angurinn sem við náðum núna þó við séum óánægðir yfir því að fara ekki alla leið. Ég vil óska Grindvíkingutn til ham- ingju með árangurinn og óska þeim góðs gengis," sagði Ívar. * ■ m Oruggt gegn Kínverjum Strákarnir í 18 ára landsliðinu unnu öruggan sigur, 5:0, á Kínverjum i Castiglione á Ítalíu í gær. Þar sem ítalir lögðu Svisslend- inga að velli, 4:1, komust þeir í fjög- urra liða úrslitakeppnina á betri markatölu en íslendingar — báðir fengu fimm stig, en markatála Itala var 10:2, en íslendinga 7:1. íslendingar höfðu yfirburði á öll- um sviðum knattspyrnunnar gegn Kínverjum í fyrsta landsleik þjóð- anna í knattspyrnu. Sókn íslenska liðsins var mjög þung í fyrri hálf- leikinn, en ekki nægilega markviss. Kínveijar, sem léku nauðvörn, þurftu aðeins einu sinni að hirða knöttinn úr netinu hjá sér — mark- ið skoraði Sigurvin Ólafsson með skalla, eftir honspyrnu Bjarnólfs Lárussonar. í seinni hálfleik þyngd- ist sóknin til muna, en það var þó ekki fyrr en á 70. mín. að knöttur- inn hafnaði aftur i marki Kínveija og við það opnuðust flóðgáttir. Ólaf- ur Stígsson skoraði markið, tveimur mín. seinna bætti Bjarnólfur marki við og Sigurvin skoraði sitt annað mark á 76. mín. Sigurbjörn Hreið- arsson átti síðasta orð leiksins, skoraði fimmta markið, 5:0, fjórum mín. fyrir leikslok. Besti leikmaður íslands var Sigt urvin Ólafsson, en yfirburðarmað^^ * kínverska liðsins var markvörður- inn. Árangur íslenska liðsins var mjög góður á Ítalíu — kemur ósigrað heim. Það eins sem skyggði á ferð- ina var að Vilhjálmur Vilhjálmsson meiddist á læri í leiknum gegn ítal- íu. Hann verður líklega frá keppni í sex vikur. * dh ww dt dk ^4 •_________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.