Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 88

Morgunblaðið - 31.03.1994, Page 88
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI H F ^ ^ Höfðabakka 9. Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORCUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þröstur náði stór- meistara- áfanga ÞRÖSTUR Þórhallsson skák- maður varð í 1.-3. sæti á al- þjóðlegu skákmóti sem haldið var í Oakham i Englandi 22.-30. mars. Með þessum sigri hefur Þröstur náð öðrum áfanga að stórmeistaratitli. Að sögn Þrastar tóku 18 keppendur þátt, þar af þrír stór- meistarar. Ásamt honum lentu í 1.-3. sæti James Howell og Peter Wells, báðir frá Englandi, og hlutu þeir aliir sjö vinninga af níu mögulegum. A Sífellt fleiri Islendingar leggja land undir fót um páskahelgina Rússneskir skipverjar grunaðir um þjófnað NOKKRIR skipverjar á rússneska togaranum Rogasín kapteini voru til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög- reglunni i gær vegna meints þjófn- aðar á útvörpum og hljómflutn- ingstækjum úr bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarlögreglunni hefur borið á stuldi á útvörpum og hljómflutn- ingstækjum úr bílum í grennd við höfnina í bænum síðustu tvo til þijá daga. Böndin bárust að skipveijum á Rogasín kapteini og að sögn lög- reglunnar voru þeir í yfirheyrslu í allan gærdag og stóð rannsókn enn yfir í gærkvöldi en Rannsóknalög- regla ríkisins fer með rannsókn máls- ins. Morgunblaðið/Kristinn Örtröð á flugvelliniim ÖRTRÖÐ var á Reykjavíkurflugvelli í gær, en Flugleiðir munu flytja 12 þúsund farþega til áfangastaða víða um land um páskahelgina. Islendingar sækjast eftir sumri og sól yfír hátíðamar MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 6. apríl. Greiðsluskylda á forfallagjaldi Óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunar NEYTENDASAMTÖKIN ætla að óska eftir áliti Samkeppnis- stofnunar á lögmæti svokallaðra forfallagjalda eða forfallatrygg- inga, sem sumar ferðaskrifstofur skylda farþega sína til að greiða. Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir það sjálfsagða kröfu hvers og eins að ákveða hvort forfallatrygg- ing er keypt eða ekki. Þvinganir ættu ekki að viðgangast. Eftir því sem Morgunblaðið j^mst næst er forfallagjald hið sáma hjá öllum skrifstofum, sem innheimta það á annað borð, 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir böm. Hvergi könnuðust menn við að verð hefði verið samræmt og sögðu það tilviljun ef allir inn- heimtu sömu upphæð. Svo dæmi sé tekið eiga um 50 þúsund manns í hiut sé miðað við að fimmti hver íslendingur fari í hópferð á hveiju ári. Sé gert ráð fyrir því að helming- ur sé böm, taka ferðaskrifstofur SÍFELLT fleiri íslendingar leggja land undir fót yfir páska- hátíðina og liggur straumurinn til áfangastaða innan- og utanlands. Innanlands njóta ísafjörður og Akureyri mikilla vinsælda og úti í heimi sækjast íslendingar helst eftir sumri, sól og lágu verði á veitingastöðum samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum ferðaskrifstofa. Því til sönnunar má nefna að rúmlega 400 íslendingar verða á vegum þriggja ferða- skrifstofa á Kanaríeyjum um páskana. Eins og venja er sækja fjölmargir Islendingar skíðastaði í Evrópu. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að áætlað væri að flytja um 12.000 farþega innan- lands yfir hátíðina. Þijátíu ferðum, með 50 sætum hverri, yrði bætt við venjubundna áætlun í innan- landsflugi og vinsælast væri að fara til ísafjarðar og Akureyrar. Hvað utanlandsflug varðaði sagði hann að mikið hefði verið bókað til Kanaríeyja og áfangastaða í Evrópu. Nefndi hann London og Amsterdam sérstaklega í því sam- bandi. Utanlandsferðir Á vegum Úrvals Útsýnar fara að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdótt- ur um 200 manns til Kanaríeyja. Eitthvað færri, eða um 150, verða í Portúgal og 50 til 60 í Flórída. Hún áætlaði að svipaður fjöldi yrði á skíðum í Evrópu. Hátt í 300 íslenskir íþróttamenn, t.d. knatt- spyrnumenn og tennisspilarar, verða við æfingar á vegum ferða- skrifstofunnar víðs vegar í álf- unni. Má í því sambandi nefna Holland, Þýskaland og Danmörku. Guðrún sagði að aldrei hefði verið jafn mikil ásókn í páskaferð- ir. Þær hefðu nánast verið rifnar út. Hún sagði að fólk sæktist helst -eftir sumri, sól og lágu verði á við um það bil 45 milljónum kr. í formi forfallagjaida eða forfalla- trygginga. Forfailagjald eða trygging trygg- ir bætur ef farþegi kemst ekki í fyrirhugaða ferð vegna dauða, lík- amsmeiðinga, vegna slyss, veik- inda, þungunar, barnsburðar eða sóttkvíar. Einnig ef ættingi hans eða náinn viðskiptafélagi deyr, veik- ist eða hlýtur líkamsmeiðsl af völd- um slyss. Þetta þarf hæfur, starf- andi lækpir. að- votta.; VJ-l-i »r >i ' J r*^ííÍ'í, veitingastöðum. Unnur Helgadóttir, aðstoðar- deildarstjóri í söludeild Samvinnu- ferða Landsýnar, tók í svipaðan streng. Boeing 747 breiðþota á vegum félagsins fer til Dublinar og Benidorm í dag. Farþegar til Dublinar eru 153 og koma þeir til baka 4. apríl. Til Benidorm fara 327 manns og eru þeir væntanleg- ir til baka 14. apríl. Hátt í 100 manns verða í fyrstu skipulögðu ferð ferðaskrifstofunnar til Túnis og álíka margir á Kanaríeyjum. Ennfremur verður hópur í Flórída. Allt til Brasilíu Kristín Gunnarsdóttir, sölumað- ur hjá Heimsferðum, sagði að 150 ferðamenn hefðu farið í páskaferð á vegum skrifstofunnar 23. mars. Af þeim væru 130 á Kanaríeyjum og 20 í Brasilíu. Um væri að ræða þriggja vikna ferð. Frystihúsið Kald- bakur gjaldþrota Burðarás atvinnulífs í Grenivík FRYSTIHÚSIÐ Kaldbakur hf. á Grenivík var útskurðað gjald- þrota í gær. Fyrirtækið hefur verið burðarás atvinnulífs á staðn- um, en það var stofnað árið 1966. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps segir gjaldþrotið vera stóran skell fyrir byggðarlagið, en hreppurinn átti 40% í fyrirtækinu. 90% af vinnslunni þorskur Skuldir fyrirtækisins nema um 80 milljónum króna en eiginfjár- staða þess hefur verið neikvæð undanfarin ár. Á síðasta ári sam- þykktu lánardrottnar nauðasamn- inga við fyrirtækið og var komið að því að greiða fyrstu greiðsluna. Jóhann Ingólfsson, formaður stjórnar Kaldbaks, segir að af- urðaverð undanfarið hafi lækkað en verð hráefnis hækkað. Staða fyrirtækisins hafí versnað stöðugt og forráðamenn þess séð þann kost vænstan að hætta strax. Fyrirtækið var stofnað árið 1966 og var í upphafi lítið en hef- ur smátt og smátt verið að stækka. 90% af vinnslu þess er þorskur og segir Jóhann að aflaskerðing und- anfarinna ára hafi haft veruleg áhrif á rekstur þess. Fundur er fyrirhugaður í sveit- arstjórn á skírdag þar sem sú staða sem upp er komin verður rædd. Sjá: „Áfall sem...“ á bls. 36.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.