Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 88
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANDI H F ^ ^ Höfðabakka 9. Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORCUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Þröstur náði stór- meistara- áfanga ÞRÖSTUR Þórhallsson skák- maður varð í 1.-3. sæti á al- þjóðlegu skákmóti sem haldið var í Oakham i Englandi 22.-30. mars. Með þessum sigri hefur Þröstur náð öðrum áfanga að stórmeistaratitli. Að sögn Þrastar tóku 18 keppendur þátt, þar af þrír stór- meistarar. Ásamt honum lentu í 1.-3. sæti James Howell og Peter Wells, báðir frá Englandi, og hlutu þeir aliir sjö vinninga af níu mögulegum. A Sífellt fleiri Islendingar leggja land undir fót um páskahelgina Rússneskir skipverjar grunaðir um þjófnað NOKKRIR skipverjar á rússneska togaranum Rogasín kapteini voru til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög- reglunni i gær vegna meints þjófn- aðar á útvörpum og hljómflutn- ingstækjum úr bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarlögreglunni hefur borið á stuldi á útvörpum og hljómflutn- ingstækjum úr bílum í grennd við höfnina í bænum síðustu tvo til þijá daga. Böndin bárust að skipveijum á Rogasín kapteini og að sögn lög- reglunnar voru þeir í yfirheyrslu í allan gærdag og stóð rannsókn enn yfir í gærkvöldi en Rannsóknalög- regla ríkisins fer með rannsókn máls- ins. Morgunblaðið/Kristinn Örtröð á flugvelliniim ÖRTRÖÐ var á Reykjavíkurflugvelli í gær, en Flugleiðir munu flytja 12 þúsund farþega til áfangastaða víða um land um páskahelgina. Islendingar sækjast eftir sumri og sól yfír hátíðamar MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 6. apríl. Greiðsluskylda á forfallagjaldi Óskað eftir áliti Samkeppnisstofnunar NEYTENDASAMTÖKIN ætla að óska eftir áliti Samkeppnis- stofnunar á lögmæti svokallaðra forfallagjalda eða forfallatrygg- inga, sem sumar ferðaskrifstofur skylda farþega sína til að greiða. Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, segir það sjálfsagða kröfu hvers og eins að ákveða hvort forfallatrygg- ing er keypt eða ekki. Þvinganir ættu ekki að viðgangast. Eftir því sem Morgunblaðið j^mst næst er forfallagjald hið sáma hjá öllum skrifstofum, sem innheimta það á annað borð, 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir böm. Hvergi könnuðust menn við að verð hefði verið samræmt og sögðu það tilviljun ef allir inn- heimtu sömu upphæð. Svo dæmi sé tekið eiga um 50 þúsund manns í hiut sé miðað við að fimmti hver íslendingur fari í hópferð á hveiju ári. Sé gert ráð fyrir því að helming- ur sé böm, taka ferðaskrifstofur SÍFELLT fleiri íslendingar leggja land undir fót yfir páska- hátíðina og liggur straumurinn til áfangastaða innan- og utanlands. Innanlands njóta ísafjörður og Akureyri mikilla vinsælda og úti í heimi sækjast íslendingar helst eftir sumri, sól og lágu verði á veitingastöðum samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum ferðaskrifstofa. Því til sönnunar má nefna að rúmlega 400 íslendingar verða á vegum þriggja ferða- skrifstofa á Kanaríeyjum um páskana. Eins og venja er sækja fjölmargir Islendingar skíðastaði í Evrópu. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að áætlað væri að flytja um 12.000 farþega innan- lands yfir hátíðina. Þijátíu ferðum, með 50 sætum hverri, yrði bætt við venjubundna áætlun í innan- landsflugi og vinsælast væri að fara til ísafjarðar og Akureyrar. Hvað utanlandsflug varðaði sagði hann að mikið hefði verið bókað til Kanaríeyja og áfangastaða í Evrópu. Nefndi hann London og Amsterdam sérstaklega í því sam- bandi. Utanlandsferðir Á vegum Úrvals Útsýnar fara að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdótt- ur um 200 manns til Kanaríeyja. Eitthvað færri, eða um 150, verða í Portúgal og 50 til 60 í Flórída. Hún áætlaði að svipaður fjöldi yrði á skíðum í Evrópu. Hátt í 300 íslenskir íþróttamenn, t.d. knatt- spyrnumenn og tennisspilarar, verða við æfingar á vegum ferða- skrifstofunnar víðs vegar í álf- unni. Má í því sambandi nefna Holland, Þýskaland og Danmörku. Guðrún sagði að aldrei hefði verið jafn mikil ásókn í páskaferð- ir. Þær hefðu nánast verið rifnar út. Hún sagði að fólk sæktist helst -eftir sumri, sól og lágu verði á við um það bil 45 milljónum kr. í formi forfallagjaida eða forfalla- trygginga. Forfailagjald eða trygging trygg- ir bætur ef farþegi kemst ekki í fyrirhugaða ferð vegna dauða, lík- amsmeiðinga, vegna slyss, veik- inda, þungunar, barnsburðar eða sóttkvíar. Einnig ef ættingi hans eða náinn viðskiptafélagi deyr, veik- ist eða hlýtur líkamsmeiðsl af völd- um slyss. Þetta þarf hæfur, starf- andi lækpir. að- votta.; VJ-l-i »r >i ' J r*^ííÍ'í, veitingastöðum. Unnur Helgadóttir, aðstoðar- deildarstjóri í söludeild Samvinnu- ferða Landsýnar, tók í svipaðan streng. Boeing 747 breiðþota á vegum félagsins fer til Dublinar og Benidorm í dag. Farþegar til Dublinar eru 153 og koma þeir til baka 4. apríl. Til Benidorm fara 327 manns og eru þeir væntanleg- ir til baka 14. apríl. Hátt í 100 manns verða í fyrstu skipulögðu ferð ferðaskrifstofunnar til Túnis og álíka margir á Kanaríeyjum. Ennfremur verður hópur í Flórída. Allt til Brasilíu Kristín Gunnarsdóttir, sölumað- ur hjá Heimsferðum, sagði að 150 ferðamenn hefðu farið í páskaferð á vegum skrifstofunnar 23. mars. Af þeim væru 130 á Kanaríeyjum og 20 í Brasilíu. Um væri að ræða þriggja vikna ferð. Frystihúsið Kald- bakur gjaldþrota Burðarás atvinnulífs í Grenivík FRYSTIHÚSIÐ Kaldbakur hf. á Grenivík var útskurðað gjald- þrota í gær. Fyrirtækið hefur verið burðarás atvinnulífs á staðn- um, en það var stofnað árið 1966. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps segir gjaldþrotið vera stóran skell fyrir byggðarlagið, en hreppurinn átti 40% í fyrirtækinu. 90% af vinnslunni þorskur Skuldir fyrirtækisins nema um 80 milljónum króna en eiginfjár- staða þess hefur verið neikvæð undanfarin ár. Á síðasta ári sam- þykktu lánardrottnar nauðasamn- inga við fyrirtækið og var komið að því að greiða fyrstu greiðsluna. Jóhann Ingólfsson, formaður stjórnar Kaldbaks, segir að af- urðaverð undanfarið hafi lækkað en verð hráefnis hækkað. Staða fyrirtækisins hafí versnað stöðugt og forráðamenn þess séð þann kost vænstan að hætta strax. Fyrirtækið var stofnað árið 1966 og var í upphafi lítið en hef- ur smátt og smátt verið að stækka. 90% af vinnslu þess er þorskur og segir Jóhann að aflaskerðing und- anfarinna ára hafi haft veruleg áhrif á rekstur þess. Fundur er fyrirhugaður í sveit- arstjórn á skírdag þar sem sú staða sem upp er komin verður rædd. Sjá: „Áfall sem...“ á bls. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.