Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 1
72 SÍÐUR B 132. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR14. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Milljóna manna varalið til æfinga í S-Kóreu Seoul. Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRN Suður-Kóreu ákvað í gær að boða 6,6 milljóna manna varalið hersins og björgunar- og hjálparsveitir almannavarna til heræfínga á morgun, miðvikudag, til þess að vera við öllu búin ef upp úr sýður á Kóreu- skaga. Þá hvatti borgarstjórn Seoul íbúa í gær til þess að eiga alltaf hálfs mánaðar birgðir af matvælum í geymslum. Spenna hefur vaxið á Kóreuskaga vegna deilna við stjórnina í Pyongyang í Norður- Kóreu, sem komið hefur í veg fyrir eftirlit með kjarnorkuáætlun sinni. Eru Norðanmenn grun- aðir um að vera að smíða kjarnorkusprengju og hafa stjórnvöld í Washington, Seoul og Tókýó sammælst um að beita sér fyrir því að Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) þvingi þá með refsiaðgerðum til að leyfa eftirlit með kjarnorkustöðvum. Hafa ráðamenn í Pyongyang varað Suður- Kóreumenn og Japani við og sagt aðild þeirra að refsiaðgerðum jafngilda stríðsyfirlýsingu. í gær tilkynntu Norður-Kóreumenn úrsögn úr Alþjóðakjarnorkumálaráðinu og sagði tals- maður Bills Clintons Bandaríkjaforseta það hættulega þróun. Clinton ráðfærði sig við Borís Jeltsín Rússlandsforseta um Kóreu-málið í gær og sendi jafnframt Jián Zemin forseta Kína bréf þar sem hann óskaði eftir samstöðu í örygg- isráði SÞ um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Madeleine Albright sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sagði í gær að fyrstu drög að ályktun um refsiaðgerðir yrðu að öllum líkindum lögð fyrir fulltrúa þeirra ríkja sem sæti ættu í ráðinu. Gerir hún ráð fyrir því að Norður-Kóreumenn verði beittir stigvaxandi þvingunum létti þeir ekki hulunni af kjarnorkuáætlun sinni í eitt skipti fyrir öll. Major boð- ar upp- stokkun JOHN Major forsætisráðherra Bretlands boðaði breytingar á ríkisstjórn sinni í gær-í fram- haldi af því að Ihaldsflokkurinn galt afliroð í kosningum til þings Evrópusambandsins (ESB) um helgina. Fékk hann 27,8% atkvæða og hefur ekki fengið jafn lítið i nokkrum kosn- ingum frá árinu 1832. Sagðist Major þó ekki ætla að rasa um ráð fram og er mannabreytinga og uppstokkunar í stjórninni vart að búast fyrr en síðar í sumar. Major talaði af eldmóð þrátt fyrir kosningaósigurinn er hann kallaði blaðamenn til fundar við sig í gær. Hann sagð- ist staðráðinn í að halda leið- togastarfinu í íhaldsflokknum en nokkrir þingmenn flokksins sögðust í gær þeirrar skoðunar að honum bæri að draga sig í hlé. „Sýnist ég vera hundleiður? Virðist ykkur ég ætla að láta mig hverfa frá öllu saman? Því er fljótsvarað. Svarið er nei,“ sagði Major á blaðamannafund- inum sem hann hélt á baklóð embættisbústaðar síns í Down- ingstræti 10. Fundurinn og umgjörð hans, sem minnti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington, á sér ekki for- dæmi. Fundir af þessu tagi verða tíðir því Major sagðist vilja hitta blaðamenn oftar á opnum fundum til þess að koma boðskap sínum til þjóðarinnar. I gær voru birt úrslit kosninga til þings ESB í aðildarlöndunum 12. Biðu flokkar ríkjandi ráða- manna ósjgur í flest öllum ríkj- unum en Italía og Þýskaland eru undantekning þar á. Litið var á niðurstöðuna sem mót- mæli við því að viðkomandi rík- isstjórnum hefði mistekist í glí- munni við atvinnuleysi og vax- andi félagsleg vandamál. ■ Stjórnarandstaðan/20 Alverð á uppleið London. Reuter. ÁLVERÐ hækkaði verulega í gær þegar spákaupmenn keyptu mikið í þeirri trú, að vaxandi eftirspurn yrði brátt til að hækka verðið enn meir. í London fór tonnið með þriggja mánaða afgreiðslufresti á 1.410 doll- ara, 15 dollurum meira en á föstu- dag. Því var spáð í gær, að álverðið færi í allt að 1.460 dollara en nú eftir að samdrættinum í efnahagslífi iðnríkjanna lauk almennt hefur málmverð verið á uppleið. Heita má, að álið sé notað í flest milli himins og jarðar og búist er við, að notkun- in muni aukast mikið á næstu árum. Samkomulag helstu álframleiðenda í janúar um að draga úr framleiðslu hefur einnig orðið til að ýta undir verðhækkanir. ----» ♦ ♦--- Sihanouk ráðagóður Phnom Penh. Reuter. NORODOM Sihanouk Kambódíu- konungur neitaði því í gær að hann sæktist eftir auknum völdum, hét hlutleysi og sagðist ætla eyða efri árunum við kvikmyndagerð. Sihanouk er kunnur fyrir mót- sagnakenndan málflutning. Þrátt fyrir hlutleysishjal setti hann í yfir- lýsingu af sjúkrabeðnum í Peking fram tillögur til að koma efnahag landsins til bjargar. Lagði Sihanouk til að ríkisútgjöld yrðu lækkuð með því að fækka r(jð- herrum í 16 og dregið yrði úr utdn: ferðum þeirra og embættismannal I sama skyni lagði hann til að fliíg- eldasýningar yrðu nánast bannaðar til að spara fjármuni, opinberum frí- dögum yrði fækkað og keppnin um titilinn ungfrú Kambódía yrði lögð 'niður. Sagðist hann ætla sýna gott fordæmi og spara rafmagn með því að fækka ljósakrónum í höllinni. Máttlítil Einingarsamtök Afríku vænta mikils af S-Afríku Rúanda ofanígjöf að matí Nelsons Mandela Túnis. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, ávarpaði í fyrsta sinn fund Einingarsamtaka Afríku, sem hófst í gær. Sagði Mandela meðal annars að Afríkubúar gætu ekki eingöngu kennt örlögum sínum eða ytri aðstæðum um þau ótelj- andi vandamál sem þjóðir álfunn- ar standa frammi fyrir. Ástandið í Rúanda mun verða megin við- fangsefni fundarins. í ræðu sinni lagði Mandela áherslu á samhengið milli friðar, stöðugleika, lýðræðis, mannrétt- inda og þróunar. „Rúanda er ströng ofanígjöf við okkur öll, og til marks um að við höfum ekki gert okkur grein fyrir mikilvægi þessara þátta,“ sagði hann. Einingarsamtökunum hefur lítt orðið ágengt við að hafa hemil á þeim átökum sem orðið hafa í Afr- íku á því 31 ári sem liðið er síðan samtökin voru stofnuð. Er þess nú vænst að Suður-Afríka og siðferðis- forráð Mandela muni bæta þar úr svo um munar. Hvergp er vandinn eins aðkallandi og í Rúanda, þar sem um hálf milljón landsmanna hefur látið lífið í blóðugu borgara- stríði, sem hófst eftir að forsetar Rúanda og nágrannaríkisins Búr- úndí létu lífið þegar flugvél sem þeir voru í var skotin niður 6. apríl síðastliðinn. Mandela hefur reynt að draga úr þeim væntingum sem risið hafa við inngöngu Suður-Afr- íku í Einingarsamtökin. Hann sagði við fréttamenn við komuna til Tún- is á sunnudag, að ekki mætti gleyma því að stjórn Suður-Afríku ætti við gífurlegan vanda að etja heima fyrir. í ræðu sinni á fundin- um sagði liann: „Við erum reiðubú- in til að leggja af mörkum allt sem við getum til þess að binda enda á blóðbaðið í Rúanda." Mandela átti fund með Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og hét því að Suður-Afríka myndi leggja til 50 brynvarðar bifreiðar fyrir frið- argæslusveitir SÞ. Reuter Anna fær sokkabandsorðuna ANNA Bretaprinsessa hlaut í gær sokkabandsorðuna sein er elsta og merkasta riddararegla Stóra-Bretlands. Talið er að með orðuveitingunni vilji Elísabet drottning auka tign Onnu. Talsmaður hirðarinnar vísaði því þó á bug að verið væri að dubba prinsessuna upp í að gegna nokkurs konar drottningar- hlutverki þegar Karl bróðir hennar tæki við konungdómi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.