Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSIIMS Þreifingar baksviðs um varaformannskiör Guðmundur Arnisigr- aði Ossur Jón Baldvin um ályktun flokksþings um ESB Við höfum sett stefnuna á aðild í ÁLYKTUN flokksþings Alþýðuflokksins um ísland og Evrópusamband- ið, sem samþykkt var mótatkvæðalaust sl. laugardag, segir að hagsmun- um íslendinga verði til frambúðar best borgið með því að ísland_ láti á það reyna, hvort unnt sé að tryggja brýnustu þjóðarhagsmuni íslend- inga við samningaborðið. „Endanleg afstaða til hugsanlegrar aðildar að ESB verður hins vegar ekki tekin fyrr en samningsniðurstöður liggja fyrir og hafa verið rækilega kynntar. Islenska þjóðin mun að sjálfsögðu eiga síðasta orðið um það mál í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í ályktuninni. Gerðar voru nokkrar breytingar á ályktunardrögunum á laugar- dagsmorgni í starfshópi þingsins og náðist þar málamiðlun um orða- lag. Felld voru út úr setningunni um hvernig hagsmunum íslendinga verði best borgið orðin „að ísland stefni að fullri aðild að Evrópusam- bandinu". Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, var full samstaða um þessa málamiðlun í starfshópi þingsins. „Þetta er ekki veigamikil efnis- breyting. Þetta þýðir að við höfum sett stefnuna á aðild með þeim fyrirvara að við tökum ekki endan- lega afstöðu fyrr én samningsnið- urstöður liggja fyrir,“ sagði Jón Baldvin á fréttamannafundi sem haldinn var síðdegis á laugardag.' Ekki urðu miklar umræður um Evrópumálin á þinginu sjálfu. Þeg- ar drögin voru kynnt á föstudag tóku nokkrir þingfulltrúar til máls og lagðist enginn þeirra gegn ályktunardrögunum en flestir lýstu stuðningi við þau. Sumir hvöttu þó til varfærni í viðræðunum við ESB. í hádegisverði á laugardag hlýddu þingfulltrúar á erindi Thorbjörns Jaglands, formanns norska Verka- mannaflokksins, um Evrópumál en eftir hádegi hófst svo umræða um Evrópuályktunina eins og hún lá þá fyrir að lokinni umijöllun mál- efnahóps þingsins. Þrír þingfulltrú- ar tóku til máls og lýstu stuðningi við ályktunina. Var hún svo sam- -þykkt mótatkvæðalaust á þinginu. Aðspurður hvort þessi ályktun Alþýðuflokksins samræmdist stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu sagði Jón Bald- yin: „Ríkisstjórnin hefur ekki geng- ið lengra en að segjast vilja taka upp viðræður við Evrópusambandið um að festa EES í sessi. Opinber stefna ríkisstjórnarinnar er sú að aðildarumsókn sé ekki á dagskrá. Flokksþing Alþýðuflokksins hefur tekið af skarið og að okkar mati er málið á dagskrá og tímabært að hefja kerfísbundna vinnu til þess að undirbúa samningaviðræð- ur. Við stígum þarna skrefi lengra,“ sagði hann og kvaðst ætla að kynna þessa niðurstöðu flokks- þingsins í ríkisstjórn. Ákvörðun um aðild ekki tímabær í ályktuninni segir ennfremur að ákvörðun um að leggja fram umsókn um aðild að ESB sé ekki tímabær. íslensk stjórnvöld eigi eftir að láta á það reyna í formleg- um samningaviðræðum við ESB, hvort unnt sé að tryggja fullnustu og framkvæmd EES-samningsins, þótt ísland yrði eitt aðili að honum, með pólitísku samkomulagi um eft- irlit og lausn deilumála. „Alþýðuflokkurinn mun fyrir sitt leyti leita eftir viðræðum við aðrar stjórnmálahreyfingar og almanna- samtök með það að markmiði að efla þjóðarsamstöðu um þau hags- munamál þjóðarinnar, sem setja þarf á oddinn í viðræðum við Evr- ópusambandið," segir í ályktuninni og ennfremur er ákveðið að efna til sérstaks aukaþings flokksins til þess að fjalla um spurninguna um aðildarumsókn að Evrópusamband- inu, þegar niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslna á Norðurlöndum liggja fyrir og viðræður stjórn- valda, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka hafa átt sér stað. Áhersla er lögð á að verði niður- staðan sú, að sækja með formleg- um hætti um aðild verði þar með sett af stað ferli, sem muni taka alllangan tíma. Mikil óvissa ríkti um varaformannskjör á flokksþinginu um helg- ina og áttu sér stað við- ræður og þreifingar baksviðs bæði á föstu- dag o g laugardag allt þar til kom að sjálfum kosningunum. Omar Friðriksson greinir frá aðdraganda kosning- anna og úrslitum. UM TÍMA leit út fyrir að kosið yrði á milli þriggja ráðherra, Guðmundar Árna Stefánssonar heilbrigðisráð- herra, Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra og Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra. Á seinustu stundu dró Sighvatur sig hins vegar til baka og lýsti yfir að hann væri ekki í kjöri en Sighvatur lagði mikla áherslu á að fundinn yrði frambjóðandi utan ráðherra- hópsins sem flestir gætu sætt sig við. Alls greiddu 365 atkvæði í vara- formannskjörinu. Guðmundur Ámi sigraði og fékk 188 atkvæði eða 51,5% en Óssur fékk 159 eða 43,5%, Marías Þ. Guðmundsson fékk 11 at- kvæði, Sighvatur Björgvinsson 2 at- kvæði og Jóhanna Halldórsdóttir 1 atkvæði. Össur var eini þingfulltrúinn sem lýst hafði yfír framboði til varafor- mennsku þegar flokksþingið hófst. Gerðar voru ítrekaðar tilraunir til að fá Rannveigu Guðmundsdóttur, varaformann flokksins, til að falla frá ákvörðun sinni um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Rannveig gaf í skyn á föstudag að hún kynni að endurskoða afstöðu sína og tók sér frest fram á laugardag en lýsti þá yfir að afstaða sín væri óbreytt. Guðmundur Árni Stefánsson var til- búinn að bjóða sig fram til varafor- mennsku en gaf þó enga yfirlýsingu um það fyrr en á laugardegi, Össur hvikaði hvergi frá framboði sínu og Sighvatur Björgvinsson lét að því liggja í samtölum við þingfulltrúa að hann færi einnig í framboð til varaformanns án þess þó að hann lýsti því yfír með formlegum hætti. Mikil leit var gerð meðal þingfull- trúa að frambjóðanda utan ráðherra- hópsins ef það mætti verða til að koma í veg fyrir kosningaátök milli ráðherranna þriggja en án árangurs. Mest áhersla var lögð á að fá konu í framboð sem sátt gæti náðst um ef svo færi að Jón Baldvin yrði kjör- inn formaður. Um tíma voru taldar líkur á að Anna Margrét Guðmunds- dóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Suður- nesjabæ, léti tilleiðast en hún féll frá því. Einng var rætt við Petrínu Bald- ursdóttur alþingismann. Auk þess voru Ingvar Viktorsson, fyrrv. bæjar- stjóri í Hafnarfírði og Kristján Möller frá Siglufirði taldir koma til greina en hvorugur lét tilleiðast. Þingstörf á flokksþinginu féllu niður í þijár klukkustundir eftir há- degi á Iaugardag þegar rýma þurfti íþróttahúsið, þar sem þingið var hald- ið, vegna sprengjuhótunar. Sá tími var notaður til ennfrekari þreifínga um varaformannskjörið en ákveðið var svo að bíða eftir niðurstöðu úr formannskjörinu áður en úrslitatil- raunin yrði gerð. Forystufólkið NÝKJÖRIN forysta Alþýðuflokksins. Valgerður M. Guðmundsdótt- ir ritari, Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður, Jón Baldvin Hannibalsson formaður og Sigurður E. Amórsson gjaldkeri. Til sölu á besta staó i Skeifunni Skrifstofuhúsnæði ca. 315ferm. á 2. hæð. Verslunarhúsnæði ca. 245 ferm. á götu- hæð (eða 2 x 122 ferm.) auk byggingarrétt- ar á ca. 150 ferm. Lagerhúsnæði í kjallara með innkeyrslu og góðri lofthæð ca. 230 ferm. (80 + 150 ferm.). Selst í einingum eða sameiginlega. Ragnar Tómasson hdl., Kringlunni 4, sími 682511 ' Kjör í framkvæmdastórn og flokkstjórn Magnús Arni varð efstur Magnús Árni Magnússon, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, og Petrína Baldursdóttir, alþingismað- ur, voru langefst í kjöri til fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins. Valgerður Guðmundsdóttir var sjálf- kjörin ritari Alþýðuflokksins og Sig- urður E. Arnórsson var kjörinn gjaldkeri. Magnús Árni fékk 207 atkvæði, Petrína fékk 203 atkvæði, Steindór R. Haraldsson fékk 148 atkvæði, Arnór Benónýsson fékk sömuleiðis 148 atkvæði, Hervar Gunnarsson fékk 137 atkvæði, Eyjólfur Sæ- mundsson fékk 113 atkvæði og Bryndís Kristjánsdóttir fékk 106 atkvæði. Vegna reglu í lögum flokksins um kynjakvóta náði Bryn- dís kjöri, en Eyjólfur ekki. Þijátíu voru kjörin í flokksstjórn, en þar sitja einnig þingmenn flokks- ins, sveitarstjórnarmenn og formenn félaga. Þau sem náðu kjöri eru: Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Hörð- ur Zóphaníasson, Jón Karlsson, Jón Þór Sturluson, Lára V. Júlíusdóttir, Stefán Gunnarsson, l’ryggvi L. Skjaldarson, Pétur Bjarnason, Stef- án Friðfinnsson, Steindór Karvels- son, Gylfí Þ. Gíslason, Ragna Berg- mann, Cecil Haraldsson, Helga E. Jónsdóttir, Viggó V. Sigurðsson, Eiríkur B. Einarsson, Haukur Helga- son, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Gylfi Þór Gíslason, Tryggvi Gunnarsson, Helgi Daníelsson, Hrafnkell Óskars- son, María Kjartansdóttir, Kristín Jóhanna Björnsdóttir, Ólína Þor- varðardóttir, Elín Harðardóttir, Guð- finna Vigfúsdóttir, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir og Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.