Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akva USA er dótturfyrirtæki KEA Nýtt hlutafé fyrir 4 milljómr dollara Áhætta kaupfélagsins minnkar veru- lega, segir Þorkell Pálsson FYRSTA áfanga lokaðs útboðs á nýju hlutafé í Akva USA lauk 6. júní. Bandarískir aðilar keyptu hlutfé fyrir 2.925.000 dollara og KEA fyrir 1.075.000 dollara. Þorkell Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, er bjartsýnn á að heildarútboðinu geti lokið fyrir lok Morgunblaðið/Rúnar Þór í sól og sumaryl júlí. Akva USA er dótturfyrirtæki Kaupfélags Eyfirðinga í Banda- ríkjunum og sér um markaðssetn- ingu og sölu á vatni frá dótturfyr- irtæki KEA, AKVA hf. í fyrsta áfanga lokaðs útboðs var boðið út hlutafé að lágmarki 4. milj. dollara og hámarki 5 milj. dollara. Eins og áður segir höfðu selst hlutabréf fyrir 4 millj. doll- ara. „Ég er mjög ánægður með að fyrsta áfanga útboðsins sé lok- ið og bjartsýnn á að heildarútboð- inu geti lokið fyrir lok júlí. Nýtt hlutafé minnkar áhættu KÉA verulega og opnar ýmsa nýja möguleika," sagði Þorkell. Hann sagði ljóst að glímt væri við áhættusamt verkefni. Niðurstaðan úr því lægi ekki á borðinu. „En við erum bjartsýnir á að okkur takist þetta.“ sagði hann. Að- spurður sagði Þorkell rekstur fyr- irtækisins í samræmi við áætlun frá síðasta ári. Útboðinu lýkur 31. júlí eða þeg- ar hlutafé fyrir 5 millj. dollara hefur selst. Gengi hlutabréfa í útboðinu er miðað við að fyrir 5 millj. dollara eignist fjárfestar um 40% hlutdeild í fyrirtækinu. GÓÐVIÐRIÐ hefur leikið við Norðlendinga að undanförnu og menn voru léttklæddir í Hrísey er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferðinni um helgina. Hér má sjá Hjört Gíslason á gam- alli en glansandi fínni Farmal Cub dráttarvél, sem flestir Is- lendingar kannast við frá fyrri tíð. Umferð- aróhapp HJÓLREIÐARMAÐUR skarst á höfði þegar hann lenti í hlið fólksbíls á mótum Bugðusíðu og Teigasíðu á Akureyri á mánudagsmorgun. Ekki var álitið að meiðsl hjól- reiðamannsins væru alvarleg. Árekstur bíls og reiðhjóls átti sér stað um ki. 6.40. Ólafur Vals- son dýra- læknir á Dalvík ÞANN 8. apríl sl. auglýsti land- búnaðarráðuneytið lausa til umsóknar stöðu héraðsdýra- læknis í Dalvíkurumdæmi. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Að tillögu landbúnaðarráð- herra hefur forseti íslands skip- að Ólaf Valsson í stöðuna frá 1. júní 1994 að telja. Aðrir umsækjendur voru: Aðalbjörg Jónsdóttir dýralækn- ir í Hrísey, Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir héraðsdýralæknir á Þórshöfn og Vignir Sigurólason settur héraðsdýralæknir á ísafirði. Blómahúsið gjaldþrota EIGANDI Blómahússins á Ak- ureyri hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og hefur húsinu ver- ið lokað. Úrskurðurinn var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrradag. í húsinu var rekin blómaversl- un, veitingasala og þá var þar rými sem m.a. var notað til sýninga af ýmsu tagi. Sérstakt hlutafélag er um rekstur fast- eignarinnar, Glerhúsið hf. Hús- ið var opnað fyrir um ári eða 17. júní í fyrra. Hreinn Pálsson var ráðinn skiptastjóri. Hraðamet FOKKER 50 flugvél Flugleiða sló hraðamet þegar hún var 30 mínútur frá Reykjavík til Akur- eyrar á sunnudag. Loftleiðin er um 147 mílur og var farið á um 545 km meðalhraða. Bergþór Erlingsson, um- dæmisstjóri, tók fram að vélin hefði verið létt, 20 farþegar í 50 sæta vél, og góður meðvind- ur. Hins vegar hefði lending til suðurs valdið mínútu til einnar og hálfrar mínútu töf. Hann sagði að flugið hefði að jafnaði tekið um 45 mínútur með F27-vélinni. Eftir að Fok- kerinn kom hefði það orðið 35 til 36 mín. og metið nú væri 30 mínútur. Flugstjóri á sunnu- dag var Ómar Arason. Menntaskól- inn í 100 ár SÝNINGIN Hús menntaskólans í 100 ár verður opnuð í Gamla skólanum kl. 15 á miðvikudag. Sýndir verða uppdrættir, teikn- ingar, Ijósmyndir, málverk og líkön af öllum húsum skólans. Einkum verður lögð áhersla á að kynna nýbyggingu sem haf- ist verður handa við að reisa milli Gamla skólans og Möðru- valla í sumar. Sýningin er öllum opin og stendur til loka júní- mánaðar. hringarnir með eilífðarábyrgð Glatist hringur(ar) færðu nýjan að kostnaðarlausu Sendum litmynda- bækling fluqfélaq norOiirlands hf SÍMAR 96-12100 og 92-11353 hAbkóunn A AKUREYPI Háskólinn á Akureyri boðar til starfsmanna- fundar fimmtudaginn 16. júní kl. 16.00 í stofu 16 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Á fundinn eru boðaðir stundakennarar og starfs- menn, aðrir en fastráðnir kennarar. Gæðastjórnun er komin til að vera! í sjávarútvegi matvælaiðnaði flutningum verslun iðnaði byggingariðnaði skólum heilbrigðisþjónustu þjónustu hönnun bókasöfnum og heima Ert þú að horfa eftir nýju tækifæri til menntunar og atvinnu? Er sérmenntunm í gæðastjórnun, vaxandi svið í öllum rekstri ekki eitthvað fyrir þig? Þetta er stjórnunarsvið þar sem konur njóta sín. Á gæðastjórnunarbraut rekstrardeildar Háskólans á Akureyri er boðið upp á tveggja ára nám þar sem farið er í gæði og gæðastjórnun auk stuðningsgreina á forsendum gæðastjórnunar. Þar má nefna ásamt fleiru altæka gæðastjórnun, gæðakerfi skv. ISO 9000 og HACCP, tölfræðilega gæðastýringu, gæðastjórnun og rannsóknir við vöruþróun. Kanntu á hamar en þarft að festa skrúfu? Komdu og líttu í verkfærakistu gæðastjórnunar hjá okkur. Árangur byggir á fjölbreyttum aðferðum og góðum undirbúningi. Inntökuskilyrði: Tveggja ára rekstrarfræðinám á háskólastigi (60 einingar) eða annað sem að deildin samþykkir. Gráða lokaprófs: BS 120 einingar. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofunni, í síma 96-30900, og hjá forstöðu- manni rekstrardeildar, Glerárgötu 36, í síma 96-30941. ^ÁSKÓLINN . AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Við vinnum að framförum og bættri samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja og bættum þjóðarhag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.