Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________VIÐSKIPTI_________________________________ Sala fráfarandi meirihluta í stjórn Stöðvar 2 á eignarhlut stöðvarinnar í Sýn Lögbanns var krafist á sölu á hlut Stöðvar 2 í sjónvarpsstöðinni Sýn. Ragnhildur Sverris- dóttir riijar upp sögu Sýnar og kannar hvers vegna mönnum er svo mjög í mun að halda yfirráðum sínum á rásinni. Sala fyrrverandi meirihluta í stjórn Stöðvar 2 á hlut stöðvarinnar í Sýn varð til þess að nýr meirihluti krafðist lögbanns. Verði niðurstaða staðfestingarmáls, sem lögbanns- beiðendur þurfa að höfða innan viku, sú að salan hafí verið heimil, er ljóst að Stöð 2 hefur misst spón úr aski sínum. Fýrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að halda Sýn, enda hefur hún yfír einu tiltæku VHF- rásinni að ráða. Það þykir enda ólík- legt að núverandi eigendur Sýnar ætli sér að fara út í rekstur sjón- varpsstöðvar, heldur hafi þeir keypt hlutabréf Stöðvar 2 til að ná sterk- ari samningsstöðu gagnvart nýjum meirihluta í stjórn Stöðvar 2. Kostn- aður við að hefja rekstur sjálfstæðr- ar sjónvarpsstöðvar hleypur á hundruðum milljóna, en verðmæti Sýnar-rásarinnar er óumdeilt, því ekki þarf sérstök loftnet til að taka við útsendingum hennar. Slíkt loft- net þyrftu sjónvarpsáhorfendur hins vegar að verða sér úti um, yrði ný stöð stofnuð sem sendi út á UHV- rás, en af rásum á því tíðnisviði er nóg. Það hefur hins vegar sýnt sig, að fólk er ekki mjög hrifíð af því að þurfa að leggja í töluverðan kostnað til að nálgast sjónvarpsút- sendingar, eins og raunin er með Fjölvarp Stöðvar 2. Það gekk á ýmsu á meðan sjón- varpsstöðin Sýn var að komast á legg. Sýn hf. var upphaflega stofnuð um helgarsjónvarp og var ætlun stofnendanna að reka auglýsinga- og áskriftasjónvarp. Að fyrirtækinu stóð auglýsingastofan Hvíta húsið, ásamt nokkrum starfsmönnum hennar og í desember 1989 fékkst leyfí til útsendinga á VHF-tíðni- sviði. í febrúar 1990 var hlutafé fyrirtækisins aukið og þá komu til skjalanna Frjáls fjölmiðlun, útgáfu- fyrirtæki DV, Bíóhöilin, Vífilfell og Þorgeir Baldursson í prentsmiðjunni Odda. Nýr stjómarformaður félags- ins, Jónas Kristjánsson ritstjóri, sagði við það tækifæri að ekki væri útilokað að dagskráin yrði lengri en upphaflegar áætlanir um helgar- sjónvarp sögðu til um. Á þessum tíma var rætt um að útsendingar hæfust um haustið, enda kveðið á um það við úthlutun sjónvarpsleyfis að það félli niður að átta mánuðum liðnum, hefðu útsendingar þá ekki hafist. Samnýting myndlykla Fljótlega eftir að hlutafé í Sýn var aukið heyrðust raddir um að Stöð 2 kæmi inn í reksturinn. For- ráðamenn Sýnar höfðu þá farið fram á að fyrirtækið samnýtti mýndlykla með Stöð 2, en því hafði verið tekið fálega. Svör Sýnar-manna voru að fyrirtækið myndi senda út efni alla daga vikunnar, alls í 80-90 stundir, og áskrifendur fengju ókeypis myndlykla gegn tryggingargjaldi. Þá gerði Sýn samning við banda- ríska dreifíngarfyrirtækið Time- Wamer, sem tryggði fyrirtækinu sýningarrétt, m.a. á þáttum sem verið höfðu á dagskrá Stöðvar 2. Starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar áttu að verða 30 og útsendingarnar að hefjast í október 1990. Stöð 2 og Sýn sameinast Fulltrúar Frjálsrar fjölmiðlunar hurfu úr stjórn Sýnar í maí 1990 og dregið var úr hlutafjárframlagi fyrirtækisins frá því sem áður hafði verið ákveðið. Þá stóðu yfir viðræð- ur við Stöð 2 um afnot Sýnar af myndlyklum stöðvarinnar. Þær við- ræður þróuðust á þann veg, að tveimur dögum síðar var tilkynnt að Stöð 2 og Sýn hefðu sameinast, ásamt Bylgjunni-Stjörnunni, í eitt fyrirtæki sem reka myndi tvær sjón- varpsrásir og tvær útvarpsrásir. Enn var þá á dagskrá að hefja út- sendingar á Sýnar-rásinni um haustið og tilkynnt að hægt yrði að kaupa áskrift að Stöð 2 eða Sýn, eða báðum rásunum í einu og nota sama myndlykilinn. Með samein- ingu Stöðvar 2 og Sýnar var talið að sparast hefðu allt að 200 milljón- ir króna vegna tilkostnaðar við upp- setningu nýrrar sjónvarpsrásar. Framreiknað til núvirðis eru þetta um 233 milljónir króna, svo ætla má að stofnkostnaður eigenda Sýn- ar við að gera stöðina að sjálf- stæðri rás með sterka dagskrá, í samkeppni við Sjónvarpið og Stöð 2, yrði ekki undir þeirri upphæð. Enn dró til tíðinda í lok júlí, þeg- ar Stöð 2 eignaðist meirihluta í Sýn, eða 55%, með kaupum á hlut Bíóhallarinnar, Odda og Vífílfells. Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformað- ur Stöðvar 2, sagði að Sýn yrði rek- ið sem sérstakt fyrirtæki, en útsend- ingar yrðu mun minni í sniðum og með öðrum hætti en áætlað hafði verið. Jónas Kristjánsson, ritstjóri, sagði að Stöð 2 væri með þessum kaupum að losa sig við keppinaut á markaðnum og gera fyrirtækið Sýn óvirkt. Fljótlega eftir að Stöð 2 komst í meirihluta hófust ýmsar tilfæringar innan Sýnar. Sjö af tíu starfsmönn- um var sagt upp og uppsagnir voru einnig innan Stöðvar 2, um leið og Islenska útvarpsfélagið hf., sem sameinaði rekstur Stöðvar 2 og Bylgjunnar/Stjömunnar, tók til starfa í ágústbyijun. Þá var vonast til að útsendingar Sýnar gætu haf- ist fljótlega og ætlunin var að hún yrði kvikmyndarás, sem sendi ein- göngu út um helgar. Útvarpsleyfi Sýnar rann út án þess að til útsendinga kæmi. Um mitt ár 1991 fékk Sýn hins vegar leyfí að nýju, en þá með því skilyrði útvarpsréttarnefndar, að íslenska útvarpsfélagið ætti ekki meirihluta í fyrirtækinu, því það væri óeðlilegt þar sem um fyrirtæki á sama sviði væri að ræða. íslenska útvarpsfé- laginu var veittur frestur til 25. júlí 1993 til að uppfylla þetta skilyrði og breyta eignarhlut sínum niður fyrir 20%. Þegar skilyrðið var sett hafði íslenska útvarpsfélagið eign- ast alls 70% hlutaljár í Sýn, en eign- aðist síðar sjónvarpsstöðina að öllu leyti eftir að það keypti 30% eignar- hlut Fijálsrar fjölmiðlunar. Um haustið 1991 er farið að huga áð reglulegum útsendingum frá Al- þingi á Sýnar-rásinni, en eins og kunnugt er hafa útsendingar þaðan verið helsta dagskrárefni stöðvar- innar. Það var þó ekki fyrr en í mars 1992 sem útsendingar Sýnar hófust og þá aðejns tilraunasending- ar um helgar. Útsendingar frá Al- þingi hófust svo mánuði síðar. Sam- kvæmt samningi við Alþingi átti allt annað efni Sýnar að víkja á meðan þingfundir stæðu yfir. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri sagði að stöðin yrði í framtíðinni allt öðruvísi en Stöð 2 og með menningarlegri blæ. VHF-rásin dýrmæta Eins og sjónvarpsáhorfendum er kunnugt hefur dagskrá Sýnar lítið breyst frá því að tilraunaútsending- ar og útsendingar frá Alþingi hóf- ust. I raun virðist áhugi manna á rekstri sjónvarpsstöðvarinnar fyrst og fremst beinast að því að halda leyfi til útsendinga á VHF-rásinni og skyldi engan undra. Aðeins fjór- ar rásir eru ætlaðar til sjónvarpsút-. sendinga á þessu tíðnisviði, sem er lægra en UHV-tíðnisvið og betra fyrir sjónvarpsútsendingar. Aður en Sýn kom til sögunnar hafði Ríkis- sjónvarpið þijár VHF-rásanna til umráða á höfuðborgarsvæðinu, en Stöð 2 eina. Þegar Sýn sótti um að komast að á markaðnum lét sam- gönguráðuneytið Sjónvarpið rýma eina rásina, sem notuð hafði verið til útsendinga þess til Mosfellsbæjar og víðar. Sérstakur samningur kvað á um að Sýn yrði að tryggja að útsendingar Sjónvarpsins myndu ekki líða fyrir þetta fyrirkomulag og var það gert með því að settir voru upp sendar á kostnað Sýnar fyrir útsendingar Sjónvarpsins. Dýrt að nýta UHV-rás Margar UHV-rásir eru lausar, en notendur þyrftu að kaupa sé'r ný loftnet til að taka við útsendingum á þeirri tíðni, svo skiljanlega þykir lítt fýsilegt að markaðssetja nýja sjónvarpsstöð, sem sendir út á ÚHV-rás. Það sýndi sig að almenn- ingur setti fyrir sig 23-30 þúsund króna kostnað, sem fylgdi því að koma upp loftnetsbúnaði fyrir Fjöl- varp Stöðvar 2. Það er því til mik- ils að vinna að halda þeirri einu VHF-rás, sem stendur til boða. Vegna þessa hefur einnig komið fram það sjónarmið, að rétt væri að sjónvarpsrásir væru leigðar út eða boðnar hæstbjóðanda. Fordæmi eru fyrir slíku í Bretlandi, þar sem rásir voru boðnar út í ákveðinn ára- ljölda. Þegar Stöð 2 eignaðist meirihluta í Sýn var ljóst að reka þyrfti Sýn sem sérstakt fyrirtæki, ef halda ætti VHF-rásinni, enda sjónvarpsleyfið ekki framseljanlegt heldur bundið við þann lögaðila sem fékk rásinni úthlutað. Sýn var sá lögaðili og því lá fyrir að ef Stöð 2 innlimaði fyrirtækið myndi leyfið falla niður. Þegar við bættist skil- yrði útvarpsréttarnefndar, að hlutur Stöðvar 2 í Sýn yrði ekki yfir 20%, var sú hætta fyrir hendi að Stöð 2 missti eignarhald sitt’ á Sýn. Það gerðist með sölu fyrrum meirihluta stjórnar Stöðvar 2 á hlut fyrirtækis- ins í Sýn, en dómstólar eiga eftir að skera úr um hvort sú sala stenst. Rafeindavogir SINDRI pallvogir talningavogir eftirlitsvogir brettavogir - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 ti Páll Magnússon áskilur sér rétt til að semja um starfslok Telur atburði geta jafngilt uppsögn PÁLL Magnússon forstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins hf. hefur áskilið sér rétt til að semja um hugsanleg starfslok sín, þar sem undangengnir atburðir geti jafng- ilt fyrirvaralausri uppsögn. í bréfí frá Páli Magnússyni, sem lagt var fyrir stjórnarfund Islenska útvarpsfélagsins á föstudag, segir að fyrir liggi að ákveðnir stórir hluthafar hafi ítrekað lýst yfir vilja sínum til þess að hann víki úr sæti útvarpsstjóra. í ljósi undan- genginna atburða segist Páll því líta svo á að hann njóti ekki leng- ur nauðsynlegs trausts nægilega margra stórra hluthafa til þess að geta sinnt starfí sínu sem skyldi. Páll segist jafnframt telja að áðurgreindar yfírlýsingar og at- burðir geti jafngilt fyrirvaralausri uppsögn og því áskilji hann sér rétt til að semja um hugsanleg starfslok sín nú þegar. „Sem fyrsta bók sinnar tegundar á íslenskvi er hún sannarlega tímabær.64 Árni Vilbjálmsson prófessor um bókina: VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA Hvemig er best að ávaxta peuinga? I bókabúðum um land allt! t I I í i . ! i L i i : i i i i : Í I i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.