Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 28

Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KIRKJUGRIPIR sem Kvenfélag Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði gaf kirkjunni í tilefni af 20 ára af- mæli hennar árið 1934. Gripir þessir voru á Heimssýningunni í New York 1939. Verkmennt MYNDLIST A LISTAHÁTÍÐ Stöðlakot GULL- OG SILFURSMÍÐI Leifur Kaldal. Opið alla daga frá kl. 14-18. Til 3. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer ekki mikið fyrir sumum, sem skila þó dijúgu lífsverki og telja má kjörviði og burðarstoðir íslenzkrar verkmenntunar og hönn- unar á þessari öld. það vill stundum slá út í fyrir mönnum þegar á að aðgreina og skilja þessi hugtök og þannig hefur óaðfínnanlegt handverk á stundum verið nefnt dverg- eða völundar- smíð, en minna farið fyrir skilgrein- ingu og mati á sjálfri hönnuninni. Þá hefur gull og silfurfagið enn ekki verið aðskilið sem starfsheiti og þannig eru þeir er nær eingöngu vinna í ’silfri gjarnan nefndur gull- smiðir! Hér er auðvitað um málm- smiði að ræða og málmurinn svo húðaður annaðhvort með gulli eða silfri. Einhverra hluta vegna hefur það þótt fínna að nefna iðngreinina gull- eða silfursmíði og skal síst amast við því og hér á útnáranum höfum við að sjálfsögðu tekið upp nafnið á dýrara efninu, sem er eft- ir öðru. Auðvitað er til í dæminu að menn vinni beint í hina eðlu málma, en það kann að vera nokk- uð kostnaðarfrekt og býsna erfítt þar sem peningar eru af skornum skammti. Hönnunin, þ.e. sjálf mótun smíð- isgripanna, skiptir annars megin- máli og því hafa hinir frábærustu í faginu jafnfram verið myndhöggv- arar eða hlotið undirstöðumenntun sem slíkir og má hér nefna hinn fræga Benvenuto Cellini sem var í þjónustu Cosimo I af Medici í Flór- enz (1500-1575) og á nýrri tímum Louis Comfort Tiffany í New York (1848-1933), en sá var jafnframt málari að menntun! Nær okkur eru svo t.d. Daninn Henning Koppel (1918-1981) og íslendingurinn Leifur Kaldal (1898-199t2). Síðastliðinn sunnudagsmorgun var ég staddur í Borgarsafninu í New York við 5. tröð og 103. götu og rakst inn í deild silfursmíði og dvaldi þar í dijúga stund. Bæði hef ég áhuga á öllu sem lýtur að hönn- un og svo hafði ég í huga að mín biðu skrif um sýningu á verkum Leifs Kaldals er heim kæmi og eins gott að vera hér ferskur og með á nótunum. í deildinni var mikið samsafn silf- urgripa í senn eldri og stásslegri sem yngri og einfaldari og m.a. var mikið um gripi frá verkstæði fyrr- nefnds Louis Comford Tiffany. Menn taki eftir því að ég skrifa „verkstæði“, því það undirstrikar mikilvægi hönnunarinnar, en rneist- arinn að baki hennar var auðvitað í þessu tilviki fyrrnefndur Tiffany, sem hafði ijölda manns í vinnu. Sá setti mark sitt á ótal margt og er nafnkenndastur fyrir óviðjafnan- lega muni í æskustíl (Jugendstíl, Art Nouveau) og þá einkum Ijósa- krónur og skart. Minna þekkti ég til silfurgripa hans svo að þetta var hvalreki á LEIFUR Kaldal (t.v.) og Guðmundur Jósepsson (t.h.) lærlingar á verkstæði Baldvins Björnssonar í Þingholtsstræti 6. Mynder er tekin veturinn 1917-1918 en þá var enn unnið við gasljós. mínar fjörur og dvaldist mér svo lengi í deildinni að vörðunum var hætt að standa á sama (!). Einkum þótti mér athyglisvert, að frá verk- stæði Tiffanis höfðu komið mjög íburðarmiklir gripir í rókókóstíl og svo á nýrri tímum hlutir, sem nefna má „últra móderne", formhreinir og einfaldir. List er þannig list, hvað sem öll- um stílbrögðum líður, svo fremi að hún beri í sér neista upprunaleik- ans, en þessi sannindi vilja vefjast fyrir æ fleirum er svo er komið. Ýmsar hugrenningar fóru að sækja á og ég fór að bera saman aðstæður silfursmiða í þessari há- borg auðsins og svo í fátækri smá- borg, sem Reykjavík á jaðarmörk- um byggðar. Ekki gátu menn leyft sér að gefa hugarfluginu lausan tauminn þar og ei heldur voru þeir umkringdir sæg ríkra fagurkera er höfðu þann metnað helstan, að eignast það óviðjafnanlegasta og frábærasta í heimi hér, fornt sem nýtt. Eftir skoðun sýningarinnar á verkum Leifs Kaldals í Stöðlakoti lít ég á hann sem meistara í fag- inu, hvernig sem á allt er litið, og mjög er það aðdáunarvert að honum skildi takast að móta jafn fagra gripi, miðað við hið frumstæða mat sem hér hefur lengstum ríkti á fag- inu. Og Leifur skilaði jafnt frábæru verki í flóknum og stásslegum hlut- um sem einföldum og formhreinum og maður saknar einungis að hann skyldi ekki fá uppörvun til að vinna enn frekar eftir fijálsu hugarflug- inu. Hæfileikarnir voru fyrir hendi, en meistara Leifi Kaldal var mest í mun að þjóna ættlandi sínu af stakri prúðmennsku og marka traustan grunn að stærra sam- hengi. í því felst styrkur hans og mikilleiki. Bragi Ásgeirsson. Létt- viðrisleg dans- tónlist TÓNOST Tollstöðvarhúsið DANSPOPP Breska hjjómsveitin Saint Etienne, Sarah Cracknell, Bob Stanley og Pete Wiggs auk aðstoðarmanna. Upphitunaratriði Skóp og Svala Björgvinsdóttir, Páll Óskar Hjálm- týsson og Ólymípa, Siguijón Kjart- ansson og Björn Bjöndal. 13. júní. Gestir um 2.000. Öðrum þræði hlýtur hlutverk Listahátíðar í Reykjavík að vera að kynna nýja strauma í listum. Það má og segja að að vel hafi verið að verki staðið þegar breska hljómsveitin Saint Etienne lék í Tollstöðvarhúsinu og gaf gestum kost á að kynnast því hvað er á seyði í breskri danstónlist. Fólk var og vel með á nótunum og aðsókn ágæt, nálægt 2.000 manns sóttu tónleikana að sögn tónleikahald- ara. Saint Etienne er prýðilegur full- trúi fyrir bjarta hlið danstónlistar- innar, á meðan til að mynda Und- erworld, sem kemur hingað til lands með -Björk, heldur sig við skuggahliðina. Þannig var mikið léttmeti í boði á tónleikunum í Tollstöðvarhúsinu, nýja Kolaport- inu, á köflum hreint sumarpopp frekar en framsækin danstónlist, sem sumir áttu þó vísast von á. Fyrir tónleikana hafði sveitin lýst því að hún væri frekar lítið fyrir að æfa sig og það mátti vel heyra, sérstaklega framan af, því fijálslega var farið með og greini- lega skemmtu hljómsveitaiiiðar sér við að breyta útsetningum laga eftir því sem þeim flaug í hug, jafnvel í miðjum klíðum. Þetta gaf tónleikunum léttara yfirbragð en ella og áheyrendur skemmtu sér betur fyrir vikið, þó tónlistin hafi orðið veigaminni. Bestu sprettirnir á tónleikunum voru þau lög sem broddur var í, til að mynda People Get Real, sem var afbragðsgott með beittum gít- arleik, og Like a Motorway, sem var prýðilegt, en önnur áttu það til að vera full létt fyrir tónleika; henta betur sem róandi tónar fyrir svefninn. Miklu spillti hvað rólegu lögin varðaði hvað hljómur var hörmulegur; allt of mikill hávaði og fyrir vikið glymjandi sem flatti lögin út. Eins og áður segir skemmtu áheyrendur sér hið besta þrátt fyr- ir þessa hnökra og dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Árni Matthíasson. Hrúgald af hinu o g þessu TÓNLIST Islcnska ópcran JASS Tómas R. Einarsson flutti frum- samda tónlist við ljóð og texta eftir íslensk skáld á tónleikum í Islensku óperunni ásamt sjö manna hljóm- sveit og fimm söngvurum sl.jaugar- dag, ll.júní 1994. Tómas R. Einarsson bassaleikari stóð fyrir sérstæðum tónleikum í ís- lensku óperunni sl. laugardagskvöld á Listahátíð. Með honum fluttu 14 íslenskir listamenn frumsamin lög Tómasar við Ijóð og texta um ísland eftir íslensk skáld. Tónleikamir báru yfirskriftina Einslags stórt hrúgald af gijóti sem sótt var í texta eftir Jón Olafsson úr Grunnavík. Þjóð- legra gat það varla verið á afmælis- árinu. Tómas leitaði víða fanga í tónlist- inni, allt frá hefðbundinni jasstónlist sem hann er hvað kunnastur fyrir að flytja, að lagstúfum í valstakti og fijálsri og óformbundinni tónlist. Lengst af voru með honum á sviðinu Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Matthías Hemstock trommuleikari en söngvurum og blásurum var skipt út eftir hvert lag. Einar Orn Bene- diktsson veinaði íslandsblúsinn við texta Jóns Grunnvíkings með fírrtum geðveikisandblæ, Sjón spann súrreal- íska smásögu um Breiðholtið innan Tómas R. Einarsson. landamæralausrar snarstefjunar hljómsveitarinnar og Bergþór Páls- son óperusöngvari tónaði ljóð Gyrðis Elíassonar Hvíslað að vegg. Fulltrúar allra menningarhólfanna á fslandi hristir saman í tónlistarlegan kokk- teil sem alla venjulega drykkjumenn sundlaði af. Fyrsta lagið, Landsýn, við kvæði eftir Stein Steinarr, söng Kristján Kristjánsson. Gott jasslag og þokka- fullur píanóleikur hjá Eyþóri. Dagur við kvæði Péturs Gunnarssonar söng Sif Ragnhildardóttir á lágstemmdum nótum og Sigurður Flosason lék fal- lega á baritóninn. Hann átti líka eft- ir að spreyta sig á bassaklarinettu sem sjaldan heyrist leikið á hérlendis. í Nóta við kvæði eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur var blúsnum gerð skil af Ragnhildi Gísladóttur og minni- stæð voru sóló Þóris Baldurssonar á Hammond-orgel og Óskars Guðjóns- sonar á tenórsaxófón. AIls voru á dagskránni níu lög og verður að segjast að tónlistin var æði misjöfn að gæðum. Tómasi tekst best upp i hreinræktuðum jassnúm- erum en kokkteill eins og sá er flutt- ur var í fslensku óperunni er bara tilgerðarlegur og þreyfandi. Guðjón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.