Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR • • Oryggisfræðsla - nauðsyn eður ei? FYRIR skömmu síðan björguðust giftusamlega tveir ungir menn er bátur þeirra brann á Faxa- flóa. Eldur braust út í bát þeirrá og fengu þeir ekkert við ráðið. Fyrir harðfylgi tókst þeim að koma gúmmíbjörgunar- bátnum í sjóinn og synda með hann, óuppblásinn, frá brennandi bátnum þar til þeir töldu björgunarbátnum engin hætta búin af eldinum. Þegar báturinn hóf að blásast upp kom í ljós að hann var á hvolfi. Aðstæður sem þessar eru mjög erfiðar og krefjast ákveðinn- ar þekkingar til að ná bátnum á réttan kjöl. Þetta tókst skipstjóra bátsins og sagði hann síðar í við- tali að hann hefði farið á nám- skeið við Slysavamaskóla sjó- manna og hefði því kunnað réttu handtökin. Þetta sjóslys, ásamt mörgum öðrum, hafa sýnt og sannað að með þekk- ingu ná menn skjótari og betri árangri þegar mikið liggur við því hver sekúnda er dýr- mæt þegar sjómaður er út í köldum sjónum. Að þekkja hlutverk sitt, búnaðinn og notk- un hans eru atriði sem sjómaðurinn verður að hafa á hreinu. Það er ekki meðfætt að hafa þessa þekkingu og því þarf sjómaðurinn að afla sér hennar. Um borð í skipum á að halda reglubundnar æfingar en víða er misbrestur á að þær séu haldnar. Jafnvel þar sem æfingar eru í mjög góðu formi þá eru mörg atriði sem sjó- maðujinn þarf frekari fræðslu um. A æfingum kemur þó mikil- væg fræðsla og þekking á því umhverfi sem sjómaðurinn starf- ar í dags daglega. Stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að sjómenn fái góða fræðslu um öryggismál og að með öflugu Leiðin til að fækka slys- um á sjó, segir Hilmar Snorrason, er með auk- inni fræðslu. fræðslustarfi megi stemma stigu við þeim fjölda slysa og óhappa sem verða á sjó ár hvert. Þegar lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru samþykkt á Alþingi fyrir þremur árum var bent á nauðsyn þess að skylda alla sjómenn til að sækja sér fræðslu um öryggis- mál við skólann. í kjölfarið var ákveðið að setja kvöð á sjómenn um að afla sér öryggisfræðslu í gegnum lögskráningalögin. Þeim lögum var breytt í mars sl. og hefur sjómönnum verið gefinn aðlögunartími til að fara á örygg- isfræðslunámskeið. Skipstjórnar- menn þurfa að hafa lokið nám- skeiði eigi síðar en 31. desember 1995 og aðrir skipverjar ári síð- ar. Ástæða þess að skipstjórnar- mönnum er gert að uppfylla skil- yrði um öryggisfræslu ári fyrr er Hilmar Snorrason A SJONVARPSTÆKJUM í tilefni afmælis okkar bjóðum við takmarkað magn af sjónvarpstækjum ó hreint ótrúlegu verði: 14" kr. 25.900 stgr. 21" kr. 39.910 stgr. 29" Nicam stereo með Super Dome hótölurum, 20" kr. 35.910 stgr. 10" kr. 35.010 slgr. 40 stöSva minni, íslensku textavarpi, Skjóttu strax beint í MARK, oagerSun. ó skjó. því aðeins er um takmarkað magn tækja að ræða! \gjgg" Einar Mmg Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 ks 622901 og 622900 vegna m.a. vegna ábyrðar þeirra á æfingum um borð. . Því miður eru enn margir sjó- menn sem ekki hafa sótt nám- skeið við Slysavarnaskólann jafn- vel þótt þeim ætti þegar að vera orðið ljóst hversu nauðsynlegt það er að kunna á björgunar- og ör- yggistæki skipsins. Það væri eflaust farið að heyrast í einhverj- um um borð ef skipstjórinn kynni ekki á fiskleitartækin, vélstjórinn ekki á vélarnar eða kokkurinn á eldavélina. En það gilda einfald- lega sömu lögmál um björgunar- og öryggisbúnað skipsins og þá þekkingu verða allir skipveijar að hafa. Við Slysavarnaskólann er ekki bara kennsla í því sem við eigum að gera þegar allt er komið á heljarþröm því fyrirbyggjandi þátturinn er sá sem áhersla er lögð á. Það eru að sjálfsögðu fyrir- byggjandi aðgerðir sem stuðla að fækkun slysa á sjó auk fræðslu og æfinga. Hver einasti sjómaður á að gera kröfur til sjálfs síns, áhafnar og skips þegar kemur að örygginu. En er allt unnið með því að fara einu sinni á námskeið? Nei, það vantar mikið á. Því miður var ekki sett í lögskráningalögin að sjómenn þyrftu að sækja uppriijun á öryggisþjálfun með reglulegu millibili. Nú er Slysavarnaskólinn á tíunda árinu og margir eru með mjög gömul skírteini. Sú fræðsla sem þeir fengu er löngu sigin aft- arlega í minnisrásum heilans. Það þekkja allir sem hafa setið á skóla- bekk hversu fljótt gleymist sá lær- dómur sem sjaldan eða aldrei reyn- ir á. Hvað ætli margir muni kvæð- in sem þeir lærðu í skólanum önn- ur en þau sem gjarnan eru sungin á gleðikvöldum eða reglurnar sem við þurftum að læra fyrir bílpróf- ið? Hætt er við að margir færu ekki í gegnum bílpróf ef þeir ættu að mæta eftir tíu mínútur í prófið. Hversu fljótt og vel rifjast upp þekking á búnaði og viðbrögð þeg- ar á þarf að halda getur skipt sköpum fyrir sjómanninn og skips- félaga hans. Þótt við Islendingar séum á undan nágrannalöndum okkar í að skylda alla sjómenn til öryggisfræðslu þá þarf meira til. Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatna&ur i Alþjóðleg samtök slysavarnaskóla' hafa verulega áhyggjur af þeirri þróun að ekki sé krafa um endur- menntun og hafa bent á að skír- teini sem eru eldri en fimm ára séu í raun lítils virði. Þessum áhyggjum hefur verið komið á framfæri við m.a. Alþjóðasiglinga- málastofnunina IMO. Nauðsynlegt er fyrir alla þá sem stunda sjó- mennsku og þegar hafa sótt nám- skeið að hugleiða upprifjun á þekkingu sinni. Utgerðir eiga að gera kröfur til áhafna sinna og það er ljóst að sá kostnaður sem fer í endurhæfingu áhafna er kostnaður sem ekki skilar beinum peningum til baka en getur komið í veg fyrir slys og óhöpp sem spara mikla peninga. Óll fræðsla er verð- mætasköpun fyrir útgerðina. Það er þegar farið að leggja að útgerðum að taka upp öryggis- stjórnun þar sem útgerðin, skip- stjórinn og áhöfnin verða að taka upp nýja stjórnunarhætti er varðar öryggis- og mengunarmál útgerð- ar, skips og áhafnar. Það verður síðan í hlutverki skoðunaraðila að meta útgerðir og skip við skoðan- ir. IMO stefnir á að gera þessa öryggisstjórnun að alþjóðakröfum fyrir öll skip er falla undir ákvæði SOLAS (Safety Of Life At Sea) eigi síðar en 1. júní árið 2002. Að vísu nær SOLAS einungis til kaupskipa en þess verður vart langt að bíða þar til þessi krafa verður einnig sett upp gagnvart fiskiskipum. Það er ekki að ástæðulausu sem farið er að gera slíkar kröfur og gera fleiri aðila en áhöfnina ábyrga fyrir ástandi skipa. Það verður að auka öryggi sjómanna til mikilla muna og tak- markið er að sjálfsögðu að fækka slysum og óhöppum úr starfs- greininni en það verður ekki gert nema með breyttu hugarfari bæði sjómanna og útgerða. í raun eigum við en langt í land því að meðaltali slasast 10 íslensk- ir sjómenn í viku hverri og það er 10 mönnum of mikið. Leiðin til að fækka slysunum er með auk- inni fræðslu, fræðslu sem þegar er í boði fyrir sjómenn og reyndar alla sem vilja fræðslu um öryggi við sjó, vötn og hafnir. Sjómenn, það er nauðsyn að viðhalda þekk- ingu sinni en ekki telja að eitt námskeið í öryggisfræðslu skipti sköpum um alla framtíð. Fimm ár eru of langur tími milli upprifj- unar á þeim mikilvæga þætti sjó- mennskunnar sem er öryggi skips og áhafnar. Námskeið við Slysa- varnaskóla sjómanna eykur þekk- ingu og hæfni í starfi en þekking- una þarf að rifja upp með reglu- legu millibili. Láttu ekki þitt eftir liggja við að auka öryggi þitt og áhafnar þinnar. Höfundur er skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. KHWPPfff i 12, sími 44433. hjáANDRESI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Jakkaföt nýkomin,verð kr. 14.908 Stakar buxur nýkomnar, verð frá kr. 3.900 -4.900. Stakir jakkar og blússur í úrvali VÖNDUÐ VARA Á VÆGU VERÐI 0fti(fcallan/só(ar/im:nguw/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.