Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 37

Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 199.4 37 AÐSEIVIPAR GREINAR Hjúkrun, þekk- ing í þína þágu! MINIMINGAR FRIÐBERT PÉTURSSON VIÐ UNDIRRITAÐIR hjúkrun- arfræðingar á lyflækningadeildum A-6 og B-6 á Borgarspítalanum finnum okkur knúnar til að leggja nokkur orð í belg varðandi umfjöll- un sjúkraliða um starfssvið hjúkr- unarfræðinga. Einnig viljum við ijalla aðeins um samstarf sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á stofnun- inni. Menntun og starfssvið hj úkrunarfræðinga Með breyttum kröfum samfé- lagsins til heilbrigðiskerfisins hefur starfssvið hjúkrunarfræðinga breyst og menntun þeirra þróast í samræmi við það. Það þýðir hins Við lýsum furðu okkar á ummælum formanns Sjúkraliðafélags ís- lands, segja Hrönn Arnadóttir, Jónína 7 Guðrún Oskarsdóttir, Sigríður Lóa Rúnars- dóttir og Sigríður Sig- urðardóttir hjúkrunar- fræðingar, sem telja að samstarf hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða hafi verið með ágætum. vegar ekki að hjúkrunarfræðingar séu „ekki í manneskjulegri snert- ingu við sjúklinginn og sinni ekki hans persónulegu þörfum“ eins og fram kemur í grein Pálu Jakobs- dóttur. Þvert á móti hefur aukin menntun hjúkrunarfræðinga leitt til þess að þörfum sjúklingsins er nú sinnt á markvissari og árangurs- ríkari hátt og gæði hjúkrunarþjón- ustunnar hafa aukist til muna. Með auknum kröfum um gæði þjónustunnar hefur skráning hjúkr- unar orðið viðameiri og mikilvægari þáttur í hjúkrun. Ástæða þess er að sjúklingar eru nú meðvitaðri um rétt sinn og gera meiri kröfur til heilbrigðiskerfisins. Kærumálum á hendur heilbrigðisstarfsfólki hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Æ oft- ar eru gögn um sjúklinga skoðuð ítarlega við meðferð kærumála og því má ekki líta framhjá mikilvægi góðrar hjúkrunarskráningar. Þar gildir að það sem ekki er skráð er ekki gert. Undanfarið hefur mikið verið rætt um þær kröfur sem Evrópu- sambandið gerir til menntunar hjúkrunarfræðinga innan þess. Menntun hjúkrunarfræðinga á Is- landi hefur verið borin saman við þessar kröfur en þessi samanburður er ekki raunhæfur. Starfssvið hjúkrunarfræðinga á íslandi er frábrugðið starfssviði hjúkrunarfræðinga annars staðar í Evrópu. Viðurkennt er að óvfða eru gæði heilbrigðisþjónustu þ.m.t. hjúkrunar betri en á íslandi. Bent skal á að íslendingar hafa frekar horft vestur um haf en austur varð- andi uppbyggingu grunnnáms í hjúkrunarfræði. í grein Kristínar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Sjúkraliðafélags íslands, í Alþýðublaðinu 13. apríl sl. kemur fram að nútíma lækninga- aðferðir létti mjög hjúkrunarstörf og að læknar skili sjúklingum mun frískari til umönnunar en áður. Vissulega á þetta við í sumum til- fellum. Má þar nefna aðgerðir sem gerðar eru með nýrri tækni, s.s. þegar gallblaðra er fjarlægð gegn- umj kviðsjá og þegar nýrnasteinar eru brotnir niður með „steinbrjóti". Staðreyndin er þó sú að sjúklingar á almennum lyflækningadeildum eru mun veikari nú og þurfa meiri umönnun heldur en var fyrir 10-20 árum. Á þessum deildum liggja nú oftar sjúklingar sem áður þurftu á gjörgæsluhjúkrun að halda. Þessa þróun má að hluta til skýra með bættri menntun hjúkrunarfræðinga og aukinni sérhæfingu innan hjúkr- unar. Einnig skal bent á að sjúklingar útskrifast nú mun fyrr og veikari af sjúkrahúsunum en áður. Það væri ekki mögulegt nema með auk- inni og bættri hjúkrun í heimahús- um. Heimahjúkrun þessi er rekin á vegum heilsugæslustöðva og sjálf- stætt starfandi hjúkrunarfræðinga sem hafa sérmenntað sig á ýmsum sviðum hjúkrunar. Umönnun sjúklinga byggist á samvinnu í grein Pálu Jakobsdóttur, sjúkraliða, í Morgunblaðinu 28. apríl s.l. segir: „Sjúkraliðar á ís- landi eru tiltölulega ný stétt, en um leið sú stétt sem er einna mikilvæg- ust á sjúkrahúsum í dag og í fram- tíðinni." Að okkar mati byggir umönnun sjúklinga á samvinnu margra stétta með mismunandi þekkingu að baki og er þar engin ein stétt annarri mikilvægari. Þess- ar stéttir hafa hver um sig mismun- andi ábyrgðarsvið en allar vinna þær að sama markmiði, þ.e. sem bestri andlegri, líkamlegri og fé- lagslegri líðan sjúklingsins. Launamál í greinum sem birst hafa að und- anförnu í dagblöðunum er því haldið fram að laun hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum séu 50% hærri en laun sjúkraliða. Við samanburð á grunnlaunum kemur í ljós að mis- munurinn er 12,4 - 14,9% á byijun- arlaunum þessara tveggja stétta. Byijunarlaun sjúkraliða (miðað við 25 ára alduij eru 61.252 kr. Byijun- arlaun hjúkrunarfræðings (miðað við 25 ára aldur) eru samkvæmt kjarasamningum 69.873 - 71.969 kr. Þessi munur á byijunarlaunum hjúkrunarfræðinga felst í eins launa- flokks hækkun hjá hjúkrunarfræð- ingum í 80 - 100% starfi. Lokaorð Að lokum viljum við lýsa furðu okkar á ummælum Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkra- liðafélags íslands, þar sem hún seg- ir að ærið stormasamt sé á milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Borgarspítalanum. Á þeim deildum sem greinarhöfundar starfa hefur samstarf þessara tveggja stétta ver- ið með ágætum. Teljum við að grundvöllur fyrir góðu samstarfi á vinnustað sé að þær stéttir sem þar starfa beri virðingu fyrir störfum hverrar annarrar. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar. + Friðbert Pétursson var fæddur 31. október 1909. Hann lést 30. maí 1994. Útför hans fór fram frá Suðureyrar- kirkju 4. júní. FRIÐBERT PÉTURSSON frá Botni í Súgandafirði, heiðursfélagi Búnaðarsambands Vestfjarðar lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði 30. maí síðastliðinn. Hann hafði um alllangt skeið átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, og var honum og aðstandendum ljóst að hverju stefndi. Nokkur stund gafst þó milli stríða í vorbyijun, og auðnað- ist Friðbert.þá að dvelja nokkra fagra vordaga heima í Botni og kveðja býli og ættingja. Vildi hann fyrir hvern mun koma í Ijós og lrjár- hús og fékk aðstoð til þess. Fór ekki á milli mála að hugur hans var við búskapinn til hinstu stund- ar. Friðbert var fæddur á Laugum í Súgandafirði. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Friðbertsdóttir og Pétur Sveinbjörnsson. Friðbert ólst upp í foreldrahúsum og fór snemma að taka til hendi við öll venjuleg störf eins og venja var. En hugur hans hneigðist fyrst og fremst til búskapar. Hann hélt til Hvanneyrar og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur 1931 og hóf árið eftir búskap í Botni. Á þessum árum kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Kristjönu Jónsdóttur, og bjuggu þau hjón við rausn og myndarskap í Botni til ársins 1984, að þau fluttu að Hjallavegi 16 á Suðureyri. Hug- urinn mun oft hafa reikað að Botni, þó gott væri atlætið á Suðureyri, og á sumrin dvöldu þau hjónin gjarnan í Botni meðan tök voru á. Þeim Kristjönu og Friðbert varð fimm barna auðið og eru fjögur þeirra á Íífi. Sonur þeirra og sonar- sonur búa nú myndarbúi í Botni. Friðbert reyndist mikill og far- sæll bóndi eins og býli hans bar jafnan vott um. En áhuginn beind- ist ekki bara að eigin býli. Hann hafði ríkan áhuga á öllum félags- málum, og þá ekki síst á félagsmál- um bænda. Friðbert var sérlega mikilhæfur félagsmaður, enda hlóðust á hann störf á því sviði, og þar kom að hann gerðist einn af helstu forystumönnum vestfír- skra bænda og var það um langt skeið. Hann átti sæti í hreppsnefnd um árabil, var formaður Búnaðar- félags Suðureyrarhrepps í áratugi svo og Nautgriparæktarfélags Skutulsfjarðar og nærsveita og Sauðfjárræktarfélags Súgfirðinga. Ennfremur átti hann sæti í stjórn Ræktunarfélags Vestur-ísafjarðar- sýslu og sat í stjórn Búnaðarsam- bands Vestfjarða frá 1966-1987. Þá var Friðbert fulltrúi á Búnaðar- þingi 1967-1978 og um nokkurt skeið varastéttarsambandsfulltrúi. Ekki er hér um tæmandi upp- talningu á félagsmálaafskiftum Friðberts að ræða, en sýnir þó að miklum tíma og atorku hefur hann varið í þágu félagsmálanna. Öll störf sín vann hann af stakri prýði, svo á félagsmálasviðinu sem öðr- um. Hann var gjaldkeri hjá Bún- aðarsambandinu og rækti það starf einstaklega vel. Var hann kjörinn heiðursfélagi er hann hætti því starfi, að eigin ósk, 1987. Á Búnaðarþingi reyndist Frið- bert skeleggur fulltrúi og hélt vel á málum fyrir umbjóðendur sína, vestfirska bændur. Hann var góður fundarmaður, laginn við tillögu- gerð, afbragðs fundaritari, hélt fast fram sínum skoðunum en tók jafn- an skynsamlegum rökum. Ræðu- maður var hann ágætur. Hann fiutti mál sitt hátt og skýrt og var rökfastur og gagnorður. Ræður hans voru stuttar og skeleggar og komu vel til skila þeim boðskap sem flytjandinn var að koma á fram- færi hveiju sinni. Og oftast var boðskapurinn varðandi hagsmuna- mál bænda og trú á mold og gróð- ur. Friðbert var mikiil Súgfirðingur og Vestfirðingur, og segja má að hans félagsmálabarátta hafi beinst fyrst og fremst að því markmiði að bæta hag vestfirskra bænda á öllum sviðum. Fyrir þetta eru þeir þakklátir og minnast Friðberts með virðingu. Friðbert var vel skáldmæltur, en ræktaði ekki að marki þann eigin- leika fyrr en á efri árum að hann tók að yrkja ljóð í stað jarðar. Gaf hann út tvær ljóðabækur, Fallin lauf 1985 og Hnúkaþey 1990. Þarna er vel ort og efnisval og efnistök höfundar opinbera hugðar- efni hans á ævikvöldi. Skáld segir oft meira i einni setningu en hinn óskáldlegi á langri ævi. í Föllnum laufum lýsir Friðbert ævi sinni og ljóðagerð: + Eiríkur Eiríksson fæddist í Djúpadal i Skagafirði 20. júní 1905. Hann lést í Reykjavík 27. maí síðastliðinn. Utför hans fór fram frá Áskirkju í gær. OKKUR langar í örfáum orðum að kveðja langafa dóttur okkar, Eirík Eiríksson frá Djúpadal. Undarlegt er til þess að vita að langafí er ekki lengur í Goðheimun- um, miðstöð fjöskyldunnar, eins og hann hefur verið síðustu áratugi. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Við Stefán áttum því láni að fagna að fá að búa hjá þeim hjónum, Eiríki og Heígu, eftirlifandi Leiðir mínar lágu ei til frægðar, því landsins hijóstur sóttu á huga minn. Ég yrki jörð og ljóð til hugar- hægðar og hylli gróður, hvar sem ég ' hann fínn. Undirritaður átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður Friðberts í stjórn Búnaðarsam- bands Vestfjarða um langt árabil. Þriðji maðurinn í stjórninni og for- maður var Guðmundur Ingi Kristj- ánsson skáld og bóndi á Kirkju-, bóli. Má geta nærri að lærdómsríkt og skemmtilegt var að starfa með þessum orðhögu bændahöfðingj- um. Ég hitti Friðbert aldrei öðru- vísi en hressan í bragði og kátan, jafnvel eftir að vanheilsa og aldur fóru að segja til sín. Hann var bind- indismaður á vín og tóbak, enda lífsgleðin og lífsorkan slík, að þar þurfti engri gervigleði við að bæta. Þau hjón Friðbert og Kristjana voru gestrisin og góð heim að sækja og átti ég margar ánægjustundir á heimili þeirra. Fyrir þetta vil ég þakka svo og samstarf allt og vin- áttu frá fyrstu kynnum. Þegar gildir stofnar falla eru , ,' skörðin vandfyllt. Bændur hafa átt því láni að fagna að eiga ötula málsvara í sínum röðum og raunar víða innan stétta Og stofana þjóð- félagsins. Þessum málsvörum hefur farið fækkandi á liðnum árum og því fylgir viss eftirsjá þegar slíkir falla frá, jafnvel þótt dagsverkið sé mikið og farsælt og dagur að kveldi kominn. Ég flyt ekkju og börnum Frið- berts svo og öðrum ættingjum sam- úðarkveðjur. > konu hans, við gott atlæti og elsku. Ótal stundir sátum við öll saman í eldhúsinu og ræddum um heima og geima og var oft glatt á hjalla. Síðar stofnuðum við Stefán okk- ar eigið heimili og litla Jóhanna Dröfn bættist við. Ófáar stundir áttu hún og langafi saman við söng og leik, og gátu þau tvö gleymt sér tímunum saman, enda hann ein- staklega barnelskur. Kæri Eiríkur afi og langafi, þín • er sárt saknað. Við kveðjum þig hinstu kveðju. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Tölvuáhugamenn athuaið. Eigum fyrirliggjandi vinsælu ExSys tengin: RAÐTENGI -EX-4031 SAMHLIÐA TENGI - EX-4000 • 16 bita raðtengi (RS-232). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ3-15. • XT / AT samhæft. FJÖLNOTA IDE-TENGI - EX-306D • 2FDD og 2HDD. • Tvö raðtengi. COM 1-4. IRQ 3-5. • Eitt samhliða tengi. • Eitt leikjatengi • AT samhæft. • Eitt samhliða tengi • LPT1-3. IRQ 5,7. • XT / AT samhæft. HRAÐVIRKT RAÐTENGI - EX-40311 • Hraðvirkt 16 bita raðtengi (2x 16C450). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ 3-12,15. • Samskiptahraði 50 - 115.200 BAUD. SS Tæknival Skeifunni 17 - Slmi (91) 681665 - Fax (91) 680664 Ásta, Stefán og Jóhanna Dröfn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁMUNDI ÓSKAR SIGURÐSSON, Neðstaleiti 3, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 10. júní. Margrét Ámundadóttir, Sigrún Una Ámundadóttir, Gibbons Dee Cline, Kristín Helga Ámundadóttir, Friðþjófur Ó. Johnson, Hildur Soffía Ámundadóttir, Ásgeir Þórðarson og barnabörn. Maðurinn minn. t KETILL JENSSON, lést á heimili sinu að kveldi 12. júní. Selma Samúelsdóttir. t SIGMUNDUR GUÐMUNDSSON fró Melum, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. þessa mónaðar. Börn hins látna. Valdimar Gíslason, Mýrum. EIRÍKUR EIRÍKSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.